Tíminn - 07.10.1962, Qupperneq 14

Tíminn - 07.10.1962, Qupperneq 14
búlduleit, sældarleg ung stúlka með glnðleg augu og skemmtilegt bros. Hún brosti við mér, þegar hún dró gluggatjöldin frá, svo aö sólskinið flæddi inn. — Það er indæll morgunn, ung frú, sagði hún, — en það verður kannski rigning í dag. — Það verður að hafa það, sagði ég og hugsaði bara um sjálfa mig. Eg fer með lestinni og verð á ferð í allan dag. Þökk fyrir teið, það var prýðilegt. Það var sannarlega prýðilegt. Eg 'hafi sjaldan notið annars eins lúxus og fá morgunte í rúmið. 'Börn eru morgunhanar og barn- fóstrur þeirra verða þvj að fara snemma á fætur. — Eg er með skilaboð til yðar, ungfrú Browning, sagði hún og stillti sér hátíðlega upp til að fara með skilaboðin orðrétt: — Trevallion ofursti ætlar til morgunmessu klukkan átta og ef yður kynni að fýsa að fara með, ætlar hann að bíða eftir yður. Þér hafið enn tíma til að borða morg- unverð á eftir og ná lestinni . . . hún dró djúpt og sigrihrósandi andann og leit eftirvæntingarfull á mig: — Á ég að segja, að þér komið með? Kirkjan okkar er gömul og mjög falleg. — Já, segið, að ég vilji gjarnan •koma, svaraði ég og Polly kinkaði kolli eins og ég hefði gefið eina rétta svarið. Um leið og hún var farin út, þaut ég fram úr rúminu og gekk út að glugganum. Þar stóð ég langa hríð, heilluð af að horfa á það unaðslegasta landslag sem ég hafði nokkru sinni séð. Eg hafði ekki séð þaðan héðan, þegar ég skoðaði húsið kvöldið áður og nú skein morgunsólin og gerði allt hálfu ævintýralegra en daginn áður. Eg stóð enn þegar Polly kom og sagðist hafa útbúið baðvatn handa mér. Eg þakkaði henni hálf ulan við mig og sagði: — Er það snjór, sem við sjáum þarna, núna í apríllok? Polly hló glaðlega. — Ó, nei, nei, þetta er ekki snjór. Þetta er úrgangur sem er kastað, þegar postulínsleirinn hefur verið þveg- inn úr. Eg fór í bað og klæddi mig. Og svo fylltist ég aftur eftirvænt- ingu. í dag þegar úr kirkjunni kæmi og áður en ég færi til Lon- don ætlaði ég að hringja til Jean Myers. Eg vonaði innilega að hún væri heima þessa helgi og gæti hjálpað mér um upplýsingar um einn af sjúklingum sir Charles. Oliver beið mín niðri í forsaln- um, sem tengdi gömlu og nýju bygginguna saman. ' — Góðan dag, ég vona, að þér hafið sofið vel, sagði hann og hjálpaði mér í einkenniskápuna rnína án þess að bíða svars. Hann var þennan morgun klæddur í dökk föt og var ákaflega glæsi- legur og fjarlægur. Mér var ljóst, að ég hafði sett fyrir hann mikið vandamál og hann iðraði þess sjálfsagt nú þegar, að hann hafði lofað mér, að ég fengi að hringja til Jean. Þess vegna sýndi hann engan lit á að halda uppi samræð um meðan við ókum til kirkjunnar í St. Trudys í dökkgrænum bfln- um. Litla, gamla steinkirkjan hefði glatt mig hvern annan morg un sem var, en þennan morgun, þegar Oliver fylgdi mér inn og kinkaði stuttlega kolli til hóps manna við dyrnar, var ég aðeins ung eg mjög feimin og mjög utan- veltu. Hann hafði ekki kynnt mig fyrir neinum af vinum sínum. Eft ir fáeina klukkutíma myndi ég fara héðan . . . Eg skal játa, að ég hlýddi með takmarkaðri athygli á stutta at- höfnina. Eg sat, kraup á kné og reis á fætur og settrst aftur án þess að fylgjast með, en ein bæn var þó að minnsta kosti alvarlega’ meint — bænin fyrir Carolyn og þessum þögla, alvarlega manni, sem sat við hlið mér. Hanna beið okkar með indælan morgunverð, en mér fannst ég vera með sand í munninum. Eg varð sífellt órólegri og órólegri eftir því sem tíminn nálgaðist að ég skyldi hringja til Jean. Eg tók eftir því, að Oliver borðaði held- ur ekki mikið og virtist niður- sokkinn í hugsanir sínar. Að lokum gat ég ekki þolað þessa óvissu lengur og sagði: — Má ég hringja til Jean úr bókaher berginu? Þér . . . þér hafið von- andi ekki skipt um skoðun? — Nei, ég reyni að halda loforð mín, svaraði Oliver og reyndi að- sýnast kátur, en ég sá, að hann É var býsna eftirvæntingarfúllur. — Mér gezt ekki að því að fara svona á bak við Deidre, en við erum til- neydd að komast til botns í þessu núna. Eg hafði símanúmer Jeans í minnisbókinni miniji. Oliver fékk það og bað miðstöðina um sam- band. Loks heyrði ég Jean, dálít- ið undrandi. Rödd mín var næsta torkennileg, allt að því æsingsleg, þegar ég byrjaði: — Jean — þetta er Mandy Browning. — Hamingjan sanna! Eg gat ekki imyndað mér, hver væri að hringja í mig frá Cornwall. Hvern ig líður þér, Mandy? Eg hélt að þú værir komin til Ameríku. Jean hafði skýra og háa rödd og ég gerði ráð fyrir, að Oliver heyrði allt, sem hún sagði: — Eg bið þig að afsaka að ég hringi svona á sunnudagsmorgni, Jean, en það er dálítið áríðandi, sem þú verður að gera fyrir mig. Dálítið heldur óvenjulegt. Manstu eftir sjúklingi, sem sir Charles hafði undir höndum, sem hét Caro lyn Trevallion . . . ? — Carolyn Trevallion . . . ? Það varð stutt þögn, svo fór Jean að skríkja. — Auðvitað. Mér fannst nafnið svo fallegt og hún var eitt af okkar bezt heppnuðu tilfellum . . . en hún er útskrifuð af spítalanum fyrir löngu, löngu síðan. Henni hefur þó ekki versn að, blessuðu barninu? Eg leit á Oliver. Eg gat lesið á andliti hans, að hann hafði heyrt hvert orð. En hann' sýndi •mikla sjálfsstjórn og stillti sig. — Nei . . . ekki beinlínis. Jean, ég er hérna hjá hr. Trevallion { Cornwall núna. Þú manst kannski, að Carolyn hafði fengið taugaáfall og fékk síðan andúð á föður sínum, þess vegna bjó hún hjá móðursystur sinni í Lond- on. Gætir þú fundið skýrslubók- ina hennar og sagt mér, hvenær sir Charles sá Carolyn síðast og hver var skýrsla hans þá? Án þess . . án þess að segja sir Charles frá því? — Hvað á þetta að þýða? Jean var mjög undrandi. — Hvers vegna hringir hr. Trevallion ekki sjálfur í sir Charles og spyr um það . . . það er raunar ekki hægt að ná í hann núna, því að hann er í leyfi. — Þetta er óskaplega mikil- vægt, Jean, og það liggur á því. Það þolir enga bið. Það er eitt . . af þessum erfiðu fjölskyldu- málum. Þú veizt að ég myndi elcki biðja þig um þetta, ef það væri ekki nauðsynlegt . . . þú getur fengið að tala við hr. Trevallion sjálfan um Það, ef þú vilt . . . bað ég ákaft og heyrði að Jean and- varpaði í símann. — Ef ég þekkti þig ekki svona vel, myndi ég halda, að þú værir eitthvað skrýtin, sagði hún að lok um sei'nlega. — En ég býst við, að það geti ekki verið neitt Ijót* við það, þar sem barnið er útskrif að frá okkur. Bíddu andartak, þá skal ég reyna að finna það . . . Eg beið og hallaði mér yfir skrif borðið, því að hnén skulfu undir mér. Oliver kom til mín, það virt- ist heil eilífð þangað til Jean kom aftur í símann. Það skrjáfaði dá- lítið í skjölunum, sem hún hélt á og ég hafði símtólið mitt á milli okkar Olivers. Oliver lagði hand- legginn um axlir mér, sennilega aðeins til þess að styðja mig, svo að við gætum bæði verið eins ná- lægt símanum og kostur var . . . en það var að minnsta kosti býsna notalegt. — Hérna er ég með það . . . Carolyn Trevallion . . . útskrifuð 111 sóknarstörfum, er fram fóru í Þýzkalandi og líkindum þess að komizt yrði að einhverri niður- stöðu í náinni framtíð, sem ekki virðist stofna til neinnar hættu eins og er. 20. nóvember. Fór snemma að heiman. Álllangur herráðsforingja fundur með umræðum um hið ófullnægjandi ástand í Frakk- landi, þar sem Eisenhower bregzt algerlega hlutverki sínu sem herstjórnari. Fékk langt og ör- væntingarfullt bréf, viðvíkjandi þessu frá Montgomery núna um helgina. . . . “ í bréfinu, sem Brooke fétk frá Montgomery, skrifuðu 17. nóvem ber, skýrði sá siðarnefndi frá þvi, að hann hefði hvorki séð yfirboð- ara sinn né talað við hann í síma frá því 18. október og hefði að- eins hitt hann fjórum sinnum síð- an hernaðaraðgerðirnar í Nor- mandy hófust. „Hann er í aðal- stöðvunum við Rheirns", skrifaði hann. — „Þær fyrirskipanir, sem hann sendir þaðan frá sér, eiga ekkert skylt við hinar raunhæfu hernaðarlegu nauðsynjar. Það er alveg ómögulegt fyrir mig að framkvæma mínar núverandi fyr- irskipanir.... Eisenhower ætti sjálfur að taka að sér stjórn að- gerðanna, eða útnefna einhvern annan til að gera það. Ef við höld- um áfram að láta reka á reiðan- um, eins og nú, þá leggjum við vopnin upp i hendur óvinanna og stríðið heldur áfram um ófyrir- sjáanlegan tíma.... Hann hefur aldrei fyrr á starfsævi sinni stjörn að neinu. Nú hefur hann í fyrsta skipti verið valinn til að taka að sér beina stjórn mjög víðtækra hernaðaraðgerða og hann veit ekki hvernig hann á að fara að því.. “ „Þjóðverjar", hélt hann áfram — „eru líklegir til að flytja her- deildir til Vesturvigstöðvanna — frá Noregi, Rússlandi og annars staðar frá.... Bradley segir mér, að skotfærabirgðir Ameríku- manna séu miklu minni en nauð- syn krefji og að nú sé þegar búið að minnka það, sem honum hafi verið úthlutað. Ástæðan er sú, að þurft hefur að flytja svo mikl- ar skotfærabirgðir til Kyrrahafs- svæðisins. Ameríkumenn eiga ekki' nægilegt magn skotfæra til þess að fullnægja þörfum tveggja orrustusvæða. Þess vegna er nauð syn þess að gera út af við Þjóð- verja í skyndi mjög mikil“. Eina leiðin til þess, taldi Montgomery, væri sú, að „einbeina miklum her styrk að einhverjum útvöldum stað og greiða Þjóðverjum þung högg og stór og hafa nýjar her- deildir viðbúnar til að hagnýta sér þegar fenginn árangur“. Spurningin var, hvað átti hann sjálfur að gera? „Eg væri yður mjög þakklátur, ef þér gæfuð mér ráðleggingar um það, hvort ég ætti að taka frumkvæðið { þessu máli aftur í mínar hendur. Eg bar það allt undir Eisenhower snemma í október. Hann var ekki sam- þykkur og vildi ekki heyra meira frá mér um það mál. Síðan er liðinn heill mánuður og ég er að verða mjög áhyggjufullur. Eg held, að okkur sé að reka inn á hættulegar brautir . . . Eg hef áv^allt metið ráðleggingar yðar mikils og ég yrði þakklátur fyrir þær núna“. Þessu svaraði Brooke í einka- bréfi þann 20. nóvember: „ . . . Án þess að hika myndi ég ráðleggja yður eftirfarandi: (a) að reyna ekki frekar til að nálgast Eisenhower að svo stöddu, (b) að láta ekkert til sín heyra, nema því aðeins að Eisenhower hefji umræður um málið. Eg geri mér fullkomlega grein fyrir því, hve ófullnægjandi að- stæðurnar eru og hve nauðsynlegt væri að leiðrétta málin, en eftir að Eisenhower „vildi ekki heyra Sígúr vesturvelda, eítir Æ ~ S mh _ BE ® f® fst Hemuldin meira frá yður um málið“, þá væri rangt af yður að hefja aftur máls á því. Eg er næstum sannfærður um, að árangurinn af núverandi sókn muni fullkomlega réttlæta þau til- mæli okkar að ameríska herráðið endurskoði ríkjandi herstjórnar- skipulag og hernaðarstefnu á Vesturvigstöðvunum. Eg er viss um, að Ameríkumenn munu vegna yfirburða sinna í bernaðarlegum styrkleika krefj- ast þess, að hver yfirforingi í landhernum, sem útnefndur verð- j ur, sé Ameríkumaður. Eg held,1 a'ð við getum hvorki stjórnmála-| lega né hernaðarlega staðið á móti þeirri kröfu. Haldið þér, að Bradley sé hæfur í starfið? Verð- ur hann fær urn að stjórna Patton eða Devers? Myndí hann ræða áætlanir og áform nægilega við yður?“ 27. nóvember Langur herráðs- foringjafundur Ráðherrafundur frá klukkan 6,30 tii 8,30 e. u. For sætisráðherrann auðj.aanlega far inn að gera sér grein fyrir því, að ekki sé allt eins og það eigi að vera í Frakklandi. Hann hvetur nú sem ákafast til þess að Holland verði hreinsað á nokkrum næstu mánuðum, sem hann telur, að hægt sé að gera á örskömmum tírna með tveimur eða þremur herdeildum. 28. nóvember. Fór klukkan 12,30 að finna forsætisráðherrann. Eg sagði honum, að ég hefði miklar áhyggjur yfir þeirri stefnu, er að- gerðirnar væru að taka á Vestur- vígstöðvunum. Eg sagði, að þegar Staðreyndirnar væru athugaðar, þá yrði þessi síðasta árásaraðgerð aðeins skoðufí sem fyrsta hernaðar lega ógæfan, er við höfum orðið fyrir, allt frá landgöngunni á Frakklandi Eg sagði, að sam- kvæmt minni skoðun væri hér um tvo höfuðgalla að ræða. Þ e. (a) Amerísk hernaðarstefna. (b) Amerískt «kipulag. Hvað viðkemur fyrra atriðinu, j) <’ar sú hyggja Ameríkumanna, að halda alltaf uppi árásum á allri víglínunni, án tillits til þess herstyrks, sem fyrir hendi var, hrein og bein vitfirring. Með tilliti til síðara atriðsins, þ. e. herskipulagsins, sagðist ég ekki telja Eisenhower geta gegnt bæði störfum yfirhershöfðingja og herforingja landhersins sam- timis. Eg sagðist telja, að Bradle; ætti að verða skipaður yfirforin landhersins og að skipta setti víg- stöðvunum í tvennt í staðinn fyr- ir þrennt, með Ardennafjöll á milli. Montgomery hafa herstjórn suðursvæðisins, en Devers fyrir norðan. I Winston sagðist líka vera áhyggjufullur vegna Vesturvíg- stöðvanna. Hann samþykkti flest, sem ég hafði sagt. Eg held, að mér hafi tekizt að sýna fram á það, að við verðum að taka stjórnina úr höndum Eisenhowers og bezta ráðið væri að endurtaka það, sem við gerðum í Túnis, þegar vjð stungum upp á Alexander sem fulltrúa Eiserihowers, til þess að stjó^a landhernum fyrir hann. 14 TI M I N N , sunnudaginn 7. október 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.