Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 14
Eftir DOROTHY QUINTIN taka a'ð mér þetta verkefni, væri ég í yðar sporum. Svo bætti hún gremjulega við: — Ef þér hefðuð bara sagt mér þetta um daginn, hefði ég varað yður við að eiga nokkur skipti við fjölskylduna Tre vallion eða Donovan. Þú veittir mér nú ekki ráðrúm til að segja mikið um daginn, hugs- aði ég. — Og þú laugst að mér, hvað Carolyn viðkom . . . Það var eins og hún læsi hugs- anir mínar, því að hún sagði stutt- aralega: — Auðvitað kærði ég mig ekk- ert um að segja alókunnugri mann eskju, hvað að Carolyn væri. Eg skil bara ekki, hvernig fingur- björgin . . . — Nei, það var einkennileg til- viljun, samsinnti ég léttilega. — Þar sem ég hafði þá þegar talað um Carolyn við sir Charles. — Eg veit, að þér getið ekkert gert fyrir hana, sagði D'eidre hryss ingslega. — Eg þekki hana betur en nokkur annar, þó ég gerði það nú, ég hef gætt hennar dag og nótt í bráðum tvö ár. Karlmenn eru fífl! Þeir trúa bara því, sem þeir vilja trúa! Og hamingjan má vita, hvað kemur fyrir okkur, ef við förum öll aftur til Mullions . . . Hún hellti vatni í tekönnurnar tvær, postulínskönnuna átti að bera í stofuna, blikkkönnuna í barnaherbergið. Eg reyndi að leyna forvitni minni, þegar ég sagði: — Hyggizt þér og móðir yðar fara þangað líka? Deidre leit á mig með lítilsvirð- ingu. — Að sjálfsögðu, jafnvel þótt mamma verði kannski öskureið — henni fellur vel að vera hér. Hald- ið þér í raun og veru, að ég kæri mig um að leggja allt í yðar hend- ur, hvað barnið snertir. Einkum og sér í lagi þar sem allt getur komið fyrir, þegar hún sér hinn ör- lagarika vatnselg aftur . . . — Hr. Trevallion hefur þegar hafizt handa um að fylla hann upp, sagði ég henni. Oliver hafði hringt og gefið skipun um það, áður en við fórum frá Mullions. — Áin kemur til með að renna beint út í hafið, og ég held, að hann hafi hugsað sér að hafa telp- una í gamla endanum af húsinu, svo að hún þarf ekki að fara í her- bergi móður sinnar . . . fyrr en hún getur gert það hræðslulaust. — Þið hafið sannarlega skipulagt þetta vandlega, það verð ég að segja. Þér hljótið að hafa býsna mikinn áhuga á að fá þessa stöðu, ungfrú Browning? Eg roðnaði, en stillti mig. CAR- OLYN, sagði ég við sjáifa mig. Carolyn er það eina, sem skiptir máli . . . — Eg er lærð fóstra og kann að fara með erfið börn, ungfrú Donovan, og ég hef ákaflega mik- inn áhuga á þeim. Sir Charles áleit, að ég gæti hjálpað Carolyn, og ég vona, að hann hafi rétt fyrir sér. Deidre starði á mig með fyrir- litningu. — Jæja, gleymið því bara ekki, að þér verðið einnig að standa fyrir máli yðar gagnvart mér. Systir mín gerði mig að verndara barnsins ásamt föður hennar. Hún vissi, að barn — einkum stúlka — þarfnast konu í lífi sínu — konu, sem er meira en aðeins . . . ráðskona eða fóstra. — Nú, nú, hugsaði ég á leiðinni upp stigann með bakkann. Deidre hafði sannarlega látið mig vita, hver ég væri. f hennar augum var ég örlítið hærra sett en ráðskona — og ég myndi varla fá tækifæri til að gleyma því. Oliver og Carolyn sátu hlið við hlið við borðið og horfðu á teikn- ingastafla, þegar ég kom upp. Tár- in voru þornuð á andliti Carolyn, og hún var mjög róleg, þótt hún liti órólega upp, þegar ég kom inn, eins og hún byggist við að sjá Deidre að baki mér. Eg lokaði dyr- unum til að sýna henni, að ég væri ein á ferð og brosti til hennar. Og loksins, loksins breiddist dauft bros yfir fölt og veiklulegt and- litið. Oliver reis upp, tók frá mér bakkann og sagði: — Þetta er hún Mandy Brown- ing, Caro. Þú sást hana um dag- inn með börnunum tveimur, manstu ekki eftir þvi? Carolyn gerði enga tilraun til að svara þessu. Hún starði á mig og leit síðan aftur á föðurinn, þeg- ar hann hélt áfram: — Eg hef hugsað með að búa hérna hjá þér um hríð, Caro, og eftir nokkra daga kemur Mandy 22 og verður nýja fóstran þín. — Ef þú vilt, að ég verði barnfóstran þín, Carolyn, sagði ég og rétti fram höndina. Þegar hún lagði litlu höndina í mína, vissi ég, að allt yrði gott. Carolyn var fegin, að ég var komin. Þetta tæki kannski nokkuð langan tíma, en ég vissi, að allt myndi enda vel. Eg beygði mig niður og kyssti hana léttílega á kinnina og yfir ljósa vanrækta hárið hennar mætti ég augum Olivers. Við brost um hvort til annars. í þessu ömur- lega, kuldalega herbergi var eins og skyndilega hefði lítill sólar- geisli brotizt inn og vermt okkur. 13. KAFLI Hún skilur allt, sem við segj- um við hana, þótt hún geti ekki svarað, sagði Oliver og rödd hans var þrungin hlýju. — Er það ekki, Caro? Blá barnsaugun horfðu á okkur, og hún var svo greindarleg, að ég skildi ekki, hvers vegna Deidre og móðir hennar gátu trúað því eitt einasta augnablik, að Carolyn hefði ekki eðlilegan, andlegan þroska. En jafnvel þótt hún væri glöð að hafa okkur þarna, var eins hún væri sífellt á varðbergi, eins og hún hefði ekki vanizt því að geta treyst fullorðna fólkinu. Hún vildi ekki koma neinu upp — enn. Hún reyndi ekki einu sinni að kinka kolli eða hrista höfuðið. Hún horfði alvarleg á okkur, fyrst á Oliver, svo á mig, en ég vissi, að hann hafði rétt fyrir sér. Hún skildi hvert orð, sem við sögðum. Hún leit á bakkann, sem Oliver hafði sett frá sér á borðinu, og ég svaraði því, sem augu hennar 'Sögðu: Eg hafði hugsað mér að drekka te með þér, Carolyn, ef ég má? f þetta sinn kinkaði hún aðeins kolli og virtist dálítið undrandi eins og hún væri ekki vön slíkri kurteisi frá hinum fullorðnu og hugleiddi líklega, hvers vegna ég hefði eiginlega spurt. Hún hafði vanizt þv( einu að hlýða skipun- um. Eg uppgötvaði síðar að hún duldi alltaf táplega sínar eigin skoðanir, alltaf hrædd um, að Deidre skyldi komast að þvi, að hún hafði skoðun á annað borð. Eg komst einnig að því, að háttur Deidre að refsa Carolyn, ef hún sýndi aðeins örlítinn vott óþægð- ar, var bæði viðurstyggilegur og klókindalegur. í hvert skipti sem barnið kom frá spítalanum með Jane, tók Deidre hana til sín og vildi heyra allt um þá meðhöndl- un, sem hún hafði fengið. Hún spurði barnið spjörunum úr — barnið, sem hafði verið svo ánægt á spítalanum — þar til telpan var orðin algerlega ringluð og vissi hvorki upp né niður. Hún neyddi Carolyn til að endurtaka orðin, sem hún hafði lært í talkennslunni og hló að stamandi áreynslu henn- ar, þar til barnið neitaði að opna munninn. Áður en hún fylgdi Car- olyn á leikvöllinn í fyrsta skiptið, bjó hún hana undir það, að hin myndu vera andstyggileg við hana og auðvitað voru þau það. Jane, sem tilbað Carolyn, hafði fyrir sið að liggja á hleri. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að hún sagði okkur frá þessu. Dag nokk- urn hafði það komizt upp, að hún hjálpaði Carolyn lítils háttar að skrifa, og skömmu síðar var hún sökuð um þjófnað og rekin. En þennan fyrsta eftirmiðdag gat ég aðeins getið mér til um þetta. Eg hafði alls enga sönnun, og þetta allt virtist svo ósenni- legt og ástæðulaust. Eg varð að 176 vaknaði, var byrjað að snjóa. Ó- mögulegt að fljúga til aðalstöðva Montys, og verðum því að fara með járnbrautarlest. Fór eftir morgunverð með Ike til aðal- stöðva hans þar sem við ræddum við þá Whiteley, Strong og Robb. Seinna. Duff Cooper komi til hádegisverðar og klukkan 4,30 e.h. héldum við af stað til Versailles- stöðvarinnar, til þess að fara þar í einkalest Ikes, sem á að flytja okkur til aðalstöðva Montys í nótt. Borðuðum mjög góðan miðdegis- verð í lestinni og nutum ágætrar hvíldar um nóttina meðan lestin hélt áfram gegnum Amiens, Arr- as, Liíle, Brussels til Haselt. 5. janúar. Komum á leiðarenda klukkan 7,30 f.h. Monty kom klukkan 9 f.h. og ég átti við hann þriggja stundarfjórðunga viðtal á undan forsætisráðherranum. Hann virtist mjög ánægður með árás sína, sem hafði byrjað í gær á víg- stöðvum Hodges og miðaði vel áfram. Klukkan 11,15 f.h. ókum við af stað til Brussels-flugvallarins. Við fórum gegnum Louvain, sem vakti margar minningar frá árinu 1939 og viðræðum mínum við Monty um varnir Louvain. Lftt grunaði mig þann síðasta dag, þegar ég ók til baka frá aðalstöðvum Montys, að ég myndi rúmlega fimm árum síð- ar aka eftir þessum sama vegi, með Winston sem forsætisráð- herra. Komum klukkan 12,30 e.h. til flugvallarins' fyrir austan Brussel, sem Bocke var vanur að gera svo miklar sprengjuárásir á. Við borðuðum hádegisverð í flugvél- inni og vorum komnir til Northolt eftir eina klukkustund og þrjá stundarfjórðunga. 8. janúar. Sókn Montys virðist ganga mjög vel, en ég er ekki viss um að allt sé eins og það á að vera í AI'Sace-Lorraine. Alexander veld ur mér líka áhyggjum með því að flytja meira og meira herlið til Grikklands, án þess að hafa mikla von um að geta komið því þaðan aftur. 9. janúar. Herráðsforingjafund-j ur þar sem ég vakti athygli á; þeirri nauðsyn, að semja ný fyrir-; mæli til Alex, þess efnis að ljúka, aðgerðunum í Grikklandi sem allra. fyrst, hvíla herliðið í Ítalíu, undir- búa sókn, hrekja Kesselring aftur til Adige og útvega herlið til F’rakklands. 11. janúar. Herráðsforingjafund ur til þess að reyna að ganga frá áætlun um næsta fund okkar og amerísku herráðsforingjanna á Krím og undirbúningsfund á Möltu. Sárkaldur dagur með snjó öðru hverju ... 12. janúar. Óvenjulega rólegur dagur, sem gaf mér tækifæri til að skrifa Alexander langt bréf . . . 15. janúar. Fór snemma í morg- un til hermálaráðuneytisins. Und- irbúningur að ferð okkar til Möltu og Krím í framkvæmd. 16. janúar. Góðar fréttir frá Rúss- landi. Svo virðist sem þeir hafi byrjað vetrarsókn sína í fullri al- vöru. Eg vona að svo sé, þar eð slíkt myndi flýta mjög fyrir stríðs- lokum.“ Rússar höfðu reynzt jafn góðir og loforð þeirra. Þann 12. janúar höfðu þeir, án þess að bíða lengur eftir betri tíð, hafið harðvítuga sókn á hinum freðnu sléttum Suð- ur-Póllands. Tilraun Hitlers til að vinna sigur í vestri, með því að draga saman sem mestan her gegn Eisenhower, varð þeim til ómetan- legs hagræðis. Fáum dögum áður hafði hinn nýi herráðsforingi hans, Guderian, mælzt til þess að send- ur yrði liðsauki til austurvígstöðv- anna, þar sem sjötíu og fimm veik- ar herdeildir, sem skorti bæði olíu og vistir, vörðu sex hundruð. mílna svæði fyrir rússneskum her, j sem var næstum þrefalt fjölmenn-| Sigur vesturvelda, eftír Arthur Bryant. Heimildir: ari. Rauði herinn brauzt, fyrst á einum stað, svo á öðrum, í gegnum hina fáliðuðu varnarlínu óvinanna og ruddist vestur á bóginn, til prússnesku landamæranna. Flóðið, 'sem í lok sumarsins virtist að því komið að flæða yfir Þýzkaland að vestan, féll nú yfir það úr austri. í þessari viku komu líka góðar fréttir frá Burma. Eftir að hætt hafði verið við áætlun Mountbatt- ens, um haustið, um herferð yfir Bengalflóann, hafði fjórtándi her- inn undir stjórn Slims og eggjaður af sigrinum við Imphol, sótt fram, yfir hálendið og frumskógana, til landamæra Assam, farið tvö hund- uð mílur á sex vikum, komizt til Irrawaddy og farið yfir það, fimm- tíu mílur fyrir norðan Mandalay. Þann 14. janúar. Gagnstætt því sem gert hafði verið ráð fyrir, virtust nú líkur til þess að frelsa mætti Burma úr norðri, áður en monsúnvindarnir byrjuðu, og þann 17. janúar kom Browning hers- höfðingi — hinn nýi herráðsfor- ingi Mountbattens — frá Ceylon, til þess að biðja um flugvélaað- stoð, svo að slíkt yrði mögulegt. 17. janúar. Sérstaklega langur herráðsforingjafundur, vegna þess að Browning var kominn sem sér- legur erindreki Dickies, til þess að biðja um fleiri flutningaflugvélar vegna aðgerðanna á Burma. Eng- inn vafi er á því, að aðgerðirnar þar hafa tekið gagngerðum breyt- ingum, og nú bendir margt til þess að hægt verði að taka Rangoon úr norðri. Þetta stafar af því að jap- anski herinn er nú farinn að lin- ast fyrir alvöru. Mestu erfiðleikunum veldur sú staðreynd, að flutningaflugvélarn- ar tilheyra Ameríkumönnum, og þeir hafa engan áhuga á endurtöku Suður-Burma. Það eiria, sem þeir kæra sig um er Norður-Burma og loftbrautin til Kína. Þetta hafa þeir nú raunverulega fengið, og þá stendur þeim á sama um aðra hluta Burma. 19. janúar. Kanadíska sendinefnd- in sat með okkur á herráðsfor- ingjafundinum, og ég varð að skýra þeim í stórum dráttum frá á- standinu á öllum- vfgstöðvum. Síð- ar um daginn kom Browning til að kveðja, áður en hann færi aftur til Ceylon. Tedder á leiðinni heim frá Moskvu, til þess að skýra frá árangrinum af fundi sínum við Stalín. Hann hafði ekki mikið að segja nema það hve sókn Rússa gengi að óskum og virtist ætla að flýta mjög fyrir stríðslokum. Þegar ég kom heim í íbúðina mína, biðu mín þar boð frá forsæt- isráðherranum um að koma á sinn fund. Mér var því ekki til setunn- ar boðið. Eg komst brátt að raun um að hugsanir hans voru alger- lega bundnar við ástandið í Grikk- landi og ótta hans um það, að við myndum „ganga í lið“ með ame- rísku herráðsforingjunum gegn sér og reyna að fá herinn fluttan of snemma burt úr Gríkklandi. Eg fullvissaði hann um það, að enda þótt ég hefði verið algerlega andvígur hinum upphaflegu af- skiptum okkar af Grikklandi, þá gerði ég mér nú fullkomna grein ' 14 T í M I N N, laugardagurinn 13. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.