Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 15
Frá Alþingi Framhald af 6. síðu. umferð til að þrengja að lánveit- ingum. Vaxtaokur a<$ auki Þegar ríkisstjórnin baetti vaxta hækkuninni ofan á gengislækkun- ina, nýju tollana og lánaSamdrátt- inn, varð að afnema þýðingar- mestu ákvæði okurlaganna til að koma vaxtahækkuninni í fram- kvæmd. Þá voru einnig afnumin vaxta- ákvæði allra þeirra lagabálka, sem upp höfðu verið byggðir um stofnlán til sjávarútvegs, landbún aðar og til íbúðabygginga. Nú er fram komið, svo að ekki verður um villzt, að engin fram- leiðsla nó atvinnurekstur á ís- landi getur risið undir þessum okurvöxtum, hvað þá almenning- ur, sem þarf á lánsfé að halda til íbúðabygginga, framleiðslutækja og annarra brýnustu nauðsynja. Að dómi þeirra, sem þetta frum- varp flytja, ber því að nema nú þegar úr gildi þau lagaákvæði, er sett voru til þess að innleiða vaxta okrið, og einnig þau ákvæði seðla bankalaganna, sem misnotuð hafa verið til þess að draga hluta af öllum nýjum sparifjárinnlögum landsmanna inn í Seðlabankann og taka féð þannig úr umferð, á sama tíma og fjöldi einstaklinga er að missa alla fótfestu við at- vinnurekstur og lífsnauðsynleg- ustu framkvæmdir, m.a. vegna vaxtakostnaðar og tilbúins láns- fjárskorts. Vcrði frumvarpið samþykkt, gerist þetta m. a.: 1. Útlá.nsvextir fara niður í 8% hæst, eins og þeir voru. 2. Vextir af afurðavíxlum færast niður i 5—5V^% úr 7—8V2 %. 3. Vextir oig lánstlmi stofnl'ána- deilda landbúniaðarins, fisk- vjgjg^jóðs, byggingasjóðs fyr- ir kauptún og baupstaði, raf- orkusjóðs og byggingarsjóðs verkamanna vcrða eins og áð- ur. 4. Ríkisstjórnin verður að hætta að láta frysta j Seðliabankan- um h'Iuta af aparífjáraukning- unni, og útlán.amöguieikar auk ast að sama skapi. Merki skáta Framhald af 16. síðu En sjálfur afmælis’dagurinn er 2. nóv. næstkomandi og munu þá skátafélögin minnast hans á ýms- an hátt, hvert í sínu byggðarlagi- 50 ára starf gefur tilefni til að líta fram á við og reyna að gera sér í hugarlund, hvað næstu ár hafi upp á að bjóða. Hraðinn eykst og tækninni fleygir fram og þar af leiðandi verður uppvax andi kynslóð nauðsynlegt að „vera viðbúin“ að mæta og samræmast hinni öru þróun. En það eru ein- mitt einkunnarorð skátanna, „að vera viðbúnir" að mæta því, sem koma skal. Og nú vænta íslenzkir skátar þess, að allir „verði viðbúnir" og taki vel á móti þeim, þegar þeir koma með merki sín á morgun. Síðastliðin fimmtíu ár hafa ís- lenzkir skátar verið viðbúnir, ef til þeirra hefur verið leitað, t.d. til aðstoðar við löggæzlu, safnan- ir fyrir hjálparþurfi, leitir að týndu fólk og ýmiss konar líknar- og hjálparstörf. f þessum tilgangi hafa skátar skipulagt leitarflokka hjálparsveitir, blóðgjafasveitir og fleira þess háttar á ýmsum stöð- um á landinu. Ný reglugerð Framhald af 16. síðu Þá er verzlunum gert að skyldu að hafa aðeins á boðstólum kart- öflur í greinilega merktum um- búðum, þar sem sjáist í hvaða gæðaflokki kartöflurnar eru og hvaðan þær eru keyptar í heild- sölu. Skulu umbúðirnar vera á- prentaðar nafni Grænmetisverzl- unar landbúnaðarins hér í Reykja vík og nágrenni. Þá er matsmönnum gert að skyldu að hafa eftirlit með því, að kartöflur séu ekki seldar ómetn- ai og ómerktar í smásöluverzlun- um. Brú yfir Steinavðtn MB-Reykjavík, 12. okt. Samkvæmt upplýsingum Árna Pálssonar yfirverkfræðings hjá Vegamálaskrifstofunni, mun vænt anlega hefjast smíði brúar yfir Steinavötn í Suðursveit á næsta ári. Brúin verður rúmlega hundrað metra löng og í nágrenni hennar þarf að byggja mikla varnargarða. Áætlaður kostnaður við þetta mannvirki mun vera 3—4 millj. króna. Þegar Steinavötn hafa verið brú uð verður Jökulsá á Breiðamerk- ursandi eini farartálminn á leið- inni til Öræfa og verður þá vænt anlega farið að athuga með smíði brúar á hana. Þar myndi verða að byggja hengibrú, sem myndi verða um eða yfir hundrað metrar á lengd. Gegn fullri aöild Dana GA—Kaupniannahöfn, 12. okt. Síðusfu fregnir um and- stöðu annarra ríkja við fulla aðild Danmerkur að markaðs- bandalaginu Hefur vakið óróa í dagblöðunum, og utanríkis- ráðuneytið lýsir fregnirnar til hæfulausar Information segir meðal ann- ars: Staðfesting á hinu þráláta umtali síðustu daga um vaxandi fylgi þeirrar stefnu að veita Eng- landi einu fulla aðild fyrst í stað og vísa öðrum ríkjum að finna aðra lausn og þá helzt aukaaðild fyrst um sinn, er nú þegar fyrir hendi. Jafnframt héfur danska ut anríkisráðuneytið, með því að kynna sér afstöðu hvers og eins hinna sex meðlimaríkja, komizt að raun um, að'enginn ábyrgur stjórn málamaður, að Adenauer ef til vill undanteknum, er búinn til að bjóða Danmörku slíka málamynda lausn. Umleitanir Danmerkur hald ast í hendur við umleitanir Eng- lands í því augnamiði, að bæði löndin hljóti aðild samtímis. Per Hækkerup situr fyrsta fund sinn með ráðherranefndum hinna sex ríkja í miðjan nóvember. Enn fremur segir, að afstaða banda- lagsríkjanna til Danmerkur muni koma til umræðu á þjóðþinginu næstu daga og hin stjórnmálalegu innanríkisvandamál, sem þar af leiðir þá um leið. SKOLAVIGSLA fl PATREKSFIRBI Patreksfirði, 8. okt. 1962 f gær, sunnudaginn 7. þ.m. fór fram vígsla á nýju barna- og unglingaskólahúsi á Pat- reksfirði og íþróttahúsi, sem einnig er undir sama þaki. Jafnframt vígsluhátíðinni fór fram setning á barna- og ungl- ingaskólanum. Gestir við þessa athöfn voru Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Gunnlaugur Pálsson, arkitekt í Reykjavík, sem gerði uppdrátt að skólabyggingunni. Vígsla skólahússins hófst kl. 14 með bæn, er séra Tómas Guð- mundsson, sóknarprestur á Pat- reksfirði, flutti. Síðan var sung- inn sálmur af kirkjukór Patreks- fjarðar undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar, kirkjuorganista. Ásmundur B. Olsen oddviti, flutti vígsluræðuna. Skýrði hann frá byggingarframkvæmdum og lýsti byggingunni. í aðalbyggingunni eru sjö kennslustofur, rúmgóðar og bjart ar, kennarastofa og skrifstofa skólastjóra auk hreinlætisher bergja. Þá er þar einnig sérstök íbúð fyrir húsvörð, um 90 ferm. gólfflötur. Forstofa og gangar eru bjartir og rúmgóðir. íþróttahúsið er byggt við aðal- bygginguna og er það rúmgott og myuyggn£ji$..eins og öll bygging- m. f pv? eru einnig rúmgóð böð, hreinlætisherbergi, geymsla fyrir íþróttaáhöld og áhorfendasvalir, sem taka um 50 manns. í neðri enda íþróttahússins uppi er rúm- góð stofa, sem ætluð er til þess að kenna i handavinnu drengja. Öll byggingin er að stærð sam- tals 4530 rúmmetrar og stærsta bygging, sem byggð hefur verið hér fram að þessu. Húsið er hitað með geislahitun en auk þess er einnig lofthitun í íþróttahúsinu. Uppdrátt að húsinu gerði eins og fyrr segir, Gunnlaugur Páls- son, arkitekt í Reykjavík, Helgi Árnason verkfr. í Reykjavík, gerði allar járnateikningar. Verkfræði- fyrirtæki Geirs H. Zoega gerði all ar teikningar að hita- og hrein- lætislögnum í húsið. Byggingar- meistararnir voru bræðurnir Guð- jón og Páll Jóhannessynir, Pat- reksfirði, Hafsteinn Davíðsson, Valgeir Jónsson og Baldvin Kristj ánsson, rafvirkjameistarar á Pat- reksfirði, gerðu allar teikningar að raflögn í húsið og lögðu allar raflagnir i það og settu upp lýs- ingu í samráði við Ljóstæknifélag íslands. Jón Þ. Arason málara- meistari á Patreksfirði sá um alla málun innan húss og utan. Ólafur Árnason múrarameist- ari á Patreksfirði, annaðist allt múrverk. Uppsetningu á hitunar- tækjum og hreinlætistækjum höfðu á hendi Benóný KristjánS- son og Viggó Sveinsson í Reykja- vík, svo og Blikksmiðjan Vogar, Kópavogi, sem sá um uppsetningu lofthitunar í íþróttahúsið. Byggingarframkvæmdir hófust 26. júní 1956 og er nú nýlega lok- ið við að fullgera bygginguna og var síðasta verkið við íþrótta- húsið. Byggingarkostnaður var sam- tals um 5,5 millj. kr. en í þeirri v.pphæð er innifalið andvirði allra húsganga og kennslu- og íþrótta- áhalda í húsið og lætur nærri að rúmmetrinn í húsinu kosti 1200,00 krónur. í ræðu sinni þakkaði oddviti cllum þeim, sem á einhvern hátt höfðu unnið að framgangi máls- ins, og lýsti yfir vígslu byggingar- innar og afhenti hana í umsjá skólanefndar. Næstur talaði Ágúst H. Péturs- son, formaður skólanefndar. Þakk aði hann fyrir hönd skólanefndar- innar og lýsti yfir því, að húsið væri tekið í notkun. Hann afhenti skólanum að gjöf þrjár stækkaðar myndir af byggingarframkvæmd- um og byggingunni fullgerðri. Þá talaði fræðslumálastjóri, Helgi Elíasson. Hann flutti kveðj- ur og árnaðaróskir frá mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sem ekki gat komið því við að vera viðstaddur vígsluna. Einnig flutti liann skólanum, skólanefnd, skóla- stjóra, kennurum og byggðarlag- inu öllu sínai eigin árnaðaróskir. Að lokum var almennur söngur. Síðan bauð oddviti almenningi að skoða skólahúsið síðar um dag- inn. Að vígsluhátíðinni lokinni fór fram setning barna- og unglinga- skólans. Gerði það skólastjórinn, Jón Þ. Eggertsson. í vetur verða um 150 nemend- ui í barnaskólanum og um 40 nem endur í unglingaskólanum eða alls um 190 nemendur. Við skólann starfa nú 6 fastir kennarar og auk þess einn stundakennari. Svavar Jóhannesson Sérstæð kvikmynd í dag hefjast í Stjörnubíó sýn- ingar á sérstæðri kvikmynd, sem tekin er að mestu neðansjávar. Mynd þessi nefnist „Töfraheim- ur undirdjúpanna" og fjallar um vísindalegan neðansjávarleiðang- ur, sem farinn var í Karibahafi og við Galapagoseyjar undir stjórn hins fræga þýzka neðansjávar- könnuðar Hans Hass, og er kona hans, Lotta Hass, ávallt með hon- um í þeim ferðum. Myndin er til- einkuð Jimmy Hodge, sem lét líf sitt í þessum leiðangri. REYKJANES- KJÖRDÆMI KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna í Reykjaneskjördæmi gerður haldið í Góðtemplarahús- inu Hafnarfir'ði á morgun og hefst kl. 1 e. h. Nýtt útibú Búnaðarbanki íslands opnar úti bú á Vesturgötu 52 kl. 10 í fyrra- málið. Er það þriðja útibúið, sem Búnaðarbankinn opnar í Reykja- vík, en fyrsta bankaútibúið, sem opnað er í vesturhluta borgarjnn- ar. Hin útibú Búnaðarbankans eru að Laugavegi 3 og Laugavegi 114, og úti á landi á Akureyri og Egilsstöðum. Útibúið verður til húsa á neðstu j hæð hússins við Vesturgötu 52, j en sú hæð var upphaflega byggð. jsem verzlunarhúsnæði. Bankinn I keypti hana fyrir um það bil ári og hefur unnið að breytingum þar sl. ár. Var leitað tilboða um helztu verkefnin. Magnús Guð- mundsson á Teiknistofu landbún- aðarins teiknaði innréttinguna, en Svavar Jóhannesson, bankafulltrúi, sá um framkvæmdir fyrir hönd bankans. í kjallara hússins verður skjalageymsla fyrir bankann. Útibúið verður opin frá kl. 13.00 til 18.30, nema á laugardögum frá kl. 10—12.30. Starfsmenn verða ungfrú Helga Kristinsdótt- ir. fulltrúi, sem búin er að starfa í Búnaðarbankanum á annan ára- tug, og Böðvar Magnússon, gjald- keri. EYSTEINN JÓN Formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson mætir á þing- inu og ræðir stjómmálaviðhorfið. Enn fremur talar Jón Skaftason, alþingismaður um innanhéraðs- og skipulagsmál. Framsóknarfólk er velkomið sem gestir á þingið. Flugumferð á Keflavíkurflug- velli VEGNA upplýsinga um flugum- ferð á Keflavíkurflugvelli, sem birtust í Tímanum í gær, kom fram sá misskilningur, að umferð in hafi „stórminnkað" á Kefla- víkurflugvelli. Eftirfarandi tölur sýna hver umferðin var fyrstu níu mánuðina á liðnum árum. 1958 voru 920 lendingar, 1959 voru þær 956, árið 1960 eitt þús- und og fimm og árið 1961 voru þær 911 og 1962 átta hundruð og sjötíu og tvær. Samkvæmt þess- um tölum er hér ekki um stór minnkun að ræða, og tölu til þess að gera nokkurn veginn jafna frá ári til árs. Sendisveinn röskur og ábyggilegur, óskast á afgreiðslu Tímans. Vinnutími frá kl. 6 f.h. til hádegis afgreiðsla, Bankastræti 7 — Sími 12323 MóSir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR frá Völlum á Kjalarnesi, lézt að heimili sínu 4. október. Jarðarförin hefur farið fram kyrrþey, samkvæmt ósk hennar. — Þökkum auðsýnda samúð. Helgi Jónasson Eyrún Guðmundsdóttir Guðmundur Jónasson Svava Jónsdóttir Jónas Jónasson Jóhanna Björnsdóttir og barnabörn. T f M I N N, laugardaguriun 13. október 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.