Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 9
— Nei! Hið' fyrsta verulega verk á þessu sviði er rit dr. Valtýs Guðmundssonar, Piivat- bðligen paa Island i Sagatiden (1889) og Den islandske Bolig i Fristatstiden (1894). En hvort tveggja var, að þá var fátt um nppgreftri fornra bæja við að styðja'St, og dr. Valtýr einnig lítið notfært sér máldaga eða íslenzkt fornbréfasafn. Önnur markverðasta ritgerð íslendings um þetta efni var um húsagerð á íslandi eftir Guðmund prófess or Hannesson í Iðnsögu íslands. Helztu rituðu heimildir, sem ég hef notað, eru íslenzkt forn- bréfasafn og svo óprentuð skjöl frá 16. öld, auk íslend- ingasagan og Sturlunga sögu. En af bókum einstakra fræði- manna hef ég haft einna mest not af menningarsögulegum ritum eftir Sigurd Erixson prófessor í Stokkhólmi. — Einkum hefir orðið mér að liði rit hans Folklig möbelkultur í svenska bygder. Eg lít ekki á ritgerð mína sem merkilegt framlag. En hun hefir verið erfitt verk að fást við, þó að ég hafi notið hjálpar margra góðra manna. En ég sé hreint ekki eftir tímanum, sem í þetta fór, því að verkið er í sjálfu sér heillandi. Mér gleymast ekki kennslustundir dr. Jóns heitins prófessors Jóhannesson ar. Hann var sí og æ að benda okkur nemendum sínum á hina menningarsögulegu hlið sögunnar og benti okkur oft á verkefni af því tagi, Eg man t. d. eftir því, að einu sinni stóð til að ég semdi ritgerð um ölhitu (ölgerð) á íslandi til forna, en ég hafði ekki tíma til að koma því í verk. Eg sá það betur seinna, hve þetta hlýtur að vera skemmtilegt rannsóknarefni. Annars er satt að segja aragrúi ónotaðra verkefna í íslenzku fornbréfa- safni: Vantar fleiri fornminjar — meira fé — Þér segið, að þetta verk hafi verið erfitt viðureignar. Aff hvaffa leyti? — Lýsingar á híbýlaháttum, það eru mjög götóttar heimild- ir um þetta frá fyrstu öldun- um, effa fram á sextándu öld. Strax þar á eftir verða heimild- ir fjölskrúffugri, að ég ekki tali um, þegar kemur fram á 18. öld. Og það sem einkum skort- ir til rannsókna á þessu efni, eru áþreifanlegir hlutir, fleiri fornminjar, meiri uppgreftir. sem sýni almennari húsaskip- an. Við þyrftum að vera rík- ari fslendingar til að geta sinnt þessu eins myndarlega og ná- grannaþjóðir okkar. Það þarf að verja mörgum sinnum meira fé til aff gera fleiri vísindalega uppgreftri. Þeir tiltölulega fáu. sem gerffir hafa verið, eru flestir héi sunnanlands og fremur á afskekktum stöðum Það vantar leifar af meiri efna- bæjum, stórbýlum. Hinn fyrsti verulegi vísindalegi uppgröft ur hér er að Stöng í Þjórsár- dal. Svo er t.d. á ísleifsstöðum og á Hrunamannaafrétti, og nú síðast stórmerkilegur uppgröft ur að Gröf í Öræfum. Norðan lands 'iefir aðeins einn bær verið gr'afinn upp á vísindalag- an hátt, Klaufanes í Svarfað- ardal. Það er einmitt trúlega, að einhver munur hafj snemma verið á híbýlum eftir landshlutum. Það er ómöguiegt að segja, hvað jörðin geymir af sögulegum heimildum, En örugglega þarf að verja til þess meira fé að grafa fleiri leyndardóma fram í dagsljósið til að tengja sögu okkar og Rætt við Amheiði Sigurðardáttur magister í íslenzkum (ræðum Arnheiður Sigurðardóttir magister sanna, hvernig fólkið hafi bú- ið um sig á fyrstu öldum lands byggffarinnar. — Um hvaða efni önnur skrifuðuð þér prófritgerðir en híbýlahættina? — Ritgerð til fyrrihlutaprófs samdi ég um ritgerðasafn Hall- gríms Schevings kennara við Bessastaðaskóla. „Jeg vil leve" — Fannst yður vænt um að fá fyrirlestraefnið Gröndal og íslenzku fræðin? — Það er óneitanlega gaman að lesa það sem Gröndal skrifar, maðurinn var svo ljón skemmtilegur. Á einum srtað í sjálfsævisögunni Dægradvöi segir hann -var þá í Kaup- mannahöfn): „Þegar ég fékk styrkinn, þá sagði ég upp græn lenzka kontórinu, en þeir urðu hundslegir við, og höfðu þó alltaf verið að telja eftir að halda mig, sögðust alls ekki þurfa mín með. Kontórshafinn sagði við mig, þegar ég sagði upp: „Hvad vil De da göre?“ „Jeg vil leve“, sagði ég. Um þetta leyti fór ég aftur að fást meira við náttúrusögu en ég lengi hafði gert, þar að auki las ég ákaflega mikið áhrær- andi þjóðmenningarsögu og goðafræðj og ritaði upp úr (Ljósm.: Tíminn—RE) mörgum bókum. Hin málfræðis lega stefna hinna seinni eða yngri philologa hafði aldrei fest rætur hjá, af því hún er svo full af gerræðislegum til- búningi og ímyndunum. Nýj- ungasótt er eitt af teiknum tímans, alltaf á að „uppgötva“ eitthvaff nýtt, en allt hið eldra er álitið ónýtt, ýmsar gerræðis setningar eru barðar fram með prófessorsvaldi og margtuggn- ar upp af hlýffnum lærisvein- um, eins og t. a. m. sú skoðun, aff fornmenn hafi aldrei getað vikið frá vissum reglum, sem málfræðingarnir þykjast hafa fundið — svo allt er fyllt með getgátur, ort upp aftur og um- breytt, merkileg atriði felld úr ig öllu umturnað, eins og sjá má á meðferðinni á Völuspá, Hárbarðsljóðum og mörgu fleiru.“ Afskaplega fyndinn og hugkvæmur — Og hvernig hefir svo fræði mennska hans komið yður fyrir sjónir? — Gröndal var geysilega víð- lesinn maður, lét sér fátt mann legt óviðkomandi, ef svo mætti segja, og a. m. k. eitt íslenzkt málfræðiverk hans stendur í fullu gildi, Clavis poetica. Ann- ars skrifaffi hann feiknin öll um þetta efni, mest í Annaler for nordisk Oldkyndighed og Tímarit hins íslenzka bók- menntafélags, einnig í sitt eig- ið tímarit, Gefn, og hér og þar í Dægradvöl drepur hann á ým- is efni í íslenzkum fræðum og er ómyrkur í máli. Fátt af því mun nú standast visinda- legt mat. Maðurinn kom svo víða við, hafffi í svo mörg horn að líta, var oft eins og ótemja. þegar hann þurfti að halda sér í skefjum við fræðileg efni. Það er mjög persónulegt handbragð á öllu því, sem Gröndal skrif ar, íslenzkufræðum hans ekki síður en ritgerðum um hvers konar efni önnur. Hann á ekki sinn líka. Það er að mörgu lærdómsríkt að lesa ritgerðir hans um fræðin, enda þótt það sé ekki ýkja vísindalegt. En það er fyrst og fremst andleg upp- lyfting, hann var svo fyndinn og hugkvæmur. Útvarpssögur — Taka nú við önnur eða áframhaldandi verkefni í ís- lenzkum fræðum, að meistara- prófi loknu? — Það er allt óákveffið. Að vísu væri skemmtilegt að geta haldið áfram athugun- um á híbýlaháttunum. En það vérffur víst hlé á því. En fer að vinna á skrifstofu næstu daga. — En þér ætlið að fara að lesa útvarpssögu að nýju, enn eina eftir Karen Blixen. Fellur yður vel að lesa sögu í útvarp? — Nei, ekki geri ég það þess vegna. Það hefir aðallega kom- ið til af því, að þröngt hefir um fjárhaginn. Sögurnar, sem ég hef lesið, eru með svo sér- stæðum stíl, að ég hef verið hálffeimin að lesa þýðingar mínar á þeim. Oft hefir mér fundizt i lestrinum, að hér og þar þyrftj ég að gera breyt- ingar á stundinni. Fyrstu sög- una las ég fyrsta veturinn, sem ég var í háskólanum. Það var Brotið úr. töfraspeglinum eftir Sigrid Undset. Svo var það víst haustið 1959, að ég las tvær sögur úr Vetrarævintýr- um eftir Karen Blixen. Þá kom Vítahringur eftir Sigurd Hoel. Það þótti mörgum ljót saga, En hún var byggð á raunverulegum atburðum. Lífiff lét sig hafa það að setja þetta á svið. Hún var hroðaleg í. lokin. En margir voru mér samt þakklátir fyrir að hafa lesið hana. Eg fékk þakklæti frá vegavinnumönnum úti á landi og ungri sfúlku i mjólkur búð hér í bænum og ólíkasta fólki. Nú les ég aðeins stutta sögu, Herragarðssöguna eftir Karen Blixen, eina af eftirlætis- sögum mínum. Raunsæ — ekki rómantísk — Þér dáizt mikið að Karen Blixen. Hvaða bækur hennar hafið þér þegar þýtt eftir hana? — Eg get ekki neitað því, að mér finnst hún eitt af merki legustu skáldum á þess-ari öld, og ég sakna hennar verulega, að maður skuli ekki eiga von á fleiri bókum frá hennar hendi. Hún færði nefnilega alltaf eitt- hvað nýtt. Og að lesa bók efíir hana aftur og aftur, þaff var eins og birtist ný og ný hlið á sögunni við hvern lestur. Blix- en leyfir lesandanum sjálfum að ráða gáturnar í sögunni, yrkja í eyðurnar. Þegar ég ræði við kunningjana um ein- hverja sögu eftir Blixen, kem- Framh á 15 síðu Eftlr uppgröftinn að Stöng ( Þjórsárdal: SéS eftir stofunni út tll dyra. T 4 M I N N, sunnudagurinn 14. okt. 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.