Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 2
 Páll Gíslason Víðídalsá Páll óðalsbóndi Gíslason að Víðidalsá í Strandasýslu andað'ist 3. þ. m. — Hann vei'ður jarðsett- ur í dag að Hólmavík. Páll var fæddur að Víðidalsá 19. ágúst 1877. — Hann var sonur Gísla Jónssonar, óðalsbónda á Víðidalsá, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Víðidalsá var ættar- setur Páls, því að' nú er liðið tals- vert á aðra öldina síðan afi hans, Jón Jónsson, fluttist að Víðidalsá. Foi'eldrar Jóns Jónssonar voru Jón Sigurðsson, síðast á Hvítadal, og kona hans, Guðrún Aradóttir frá Reykhólum. En Guðrún var systir Sigríðar Aradóttur, móður Jochums, föður Matthíasar. Ekki skulu ættir Páls raktar nánar, þó skal því við bætt, að Gísli Sigurðsson, sem lengi bjó að bæ á Selströnd, var langafi Páls. Kristín, kona Jóns Jónsson- ar, afa Páls, var dóttir Gísla. Voru þau hjón Jón og Kristfn bræðra- börn. Gísli var allra manna auð- sælastur og svo heppinn, að sætti furðu, enda talið standa í sam- bandi við galdra. Kunni Páll um þetta margar og skemmtilegar sögur. Áriff 1906 gekk Páll að eiga Þorsteinsínu Guðrúnu Brynjólfs- dóttur frá Broddadalsá. Er hún hin mesta mannkostakona, er hef- ur verið manni sínum samhent í hvívetna. Þeim hjónum varð 10 barna auðið. Misstu tvo drengi á öðru ári. Einn fósturson ólu þau upp, Pál Traustason, sem er kvæntur Elinborgu Oddsdóttur og búa þau að Grund í Kirkjubóls- hreppi. Börn þau, sem á lífi eiu: Stefán, kvæntur Fanneyju Pálsdóttur, búa þau að Hnitbjörgum, nýbýli byggðu úr Víðidalsárlandi. Sigríff- ur, gift Hirti Sigurðssyni, búsett á Akureyri. Ragnheiður, ógift heima. Kristbjörg, gift Þorgeiri Sigurðssyni, búsett á Hólmavík. Brynhildur, gift Nils Johansen, búsett í Svíþjóð. Þorbjörg, gift Skúla Magnússyni, Akureyri. Gest ur, kvæntur Halldóru Gunnarsdótt ur, búa á Víðidalsá. Kristín, gift Ingólfi Lárussyni, búa að Gröf í ðngulsstaðahreppi, Eyjafirði. E'áll Gíslason gegndi ýmsum opinberum störfum. Hann var hreppsnefndarmaður um 40 ára skeið — oddviti um mörg ár, skattanefndarstörfum gegndi hann um fjölda ára, og forðagæzlumað- ur var hann lengi. Hann var einn helzti hvatamaður að stofnun lestrarfélags Hrófbergshrepps og í stjórn þess og formaður um margra ára skeið. Hann var einn af hvatamönnum að byggingu fyrsta barnaskóla Hrófbergs- hrepps, bar tillögu fram um þaff þegar 1913. . Öllum opinberum störfum gegndi hann, að dómi þeirra, er hezt máttu vita, af trúnaði og skyldurækni, svo sem bezt varð á kosið. Fyrstu kynni mín af Páli og heimilinu að Víðidalsá voru vorið 1934, þegar ég fyrst bauð mig fram tiT þings í Strandasýslu. Það voru góð kynnj frá upphafi, og mér hefir fariff sem öðrum, er Pál þekktu, að kynnin hafa orðið því betri sem þau hafa orðið lengii og nánari. Páll var þá gróinn bóndi á þessu ættaróðali feðra sinna. Hóf búskap 1907. —Á þeim ár- um var mikill vorhugur í íslenzku þjóðlífi. Ungmennafélögin votru að rísa á legg og efldu trú á land og þjóð. Ungu hjónin á Víffidalsá ÍSÍíiíissliÉ&S illlilil skipuðu sér þegar í fremstu rað- ir stórhuga framtaksmanna. — Páll sléttaði túnið og stækkaði og árið 1926 byggði hann steinhús, sem um skeið var eitt stærsta og veglegasta á stóru svæði á land- inu. Stuttu síffar reisti hann úti- hús öll úr steini. Þótti ýmsum þá r.óg um stórhuginn og spáðu illu, en þær spár rættust aldiei. Páll var og viðurkenndur for- ystumaður um ræktun og húsa- bætur og hlaut verðlaun úr stykt- arsjóði Kristjáns IX. fyrir fram- kvæmdir í ræktun og húsabótum. Þótti öllum, sem til þekktu þessi verðlaun veitt að verðleik- ium. Víðidalsáirbóndkin hafffi í meðvitund kunnugra ekki aðeins verið forystumaður um stórhuga framfarir, heldur voru þau hjónin viðurkennd fyrir rausn, gestrisni og höfðingslund. Þetta ættaróðal Páls, Víðidalsá, er og frá náttúrunanr hendi mikil jörð og góff. Hún er vel í sveit sett við Steingrímsfjörð, rétt ut- an við Hólmavík. Bærinn stend- ur á sléttum bökkum við Víði- dalsána, sem er nú að verða SÁ-emmtileg laxveiðiá vegna rækt- unar og góðrar meffferðar. Útsýni er mjög fagurt, eins og víffa við Steingrímsfjörð. Þaina undi Páll sér vel og var heimakær, enda var það oft á orði haft, að þegar Páll væri að heim- an, væri oftast asi á honum; hann mátti aldrei vera að því að stanza. En heima, þegar gesti bar aff garði, átti hann aldrei svo annrikt, að ekki væri nægur tími til að sitja jyfir veitingum og spjalla um landsmál og önnur hugðarefni. Páll var meðalmaður að vext; og svaraði sér vel. Hann var kvik- ur og léttur í spori og stundum áberandi hraður í hreyfingum — og hugsun. Svipurinn - var greind- arlegur, góðmannlegur og glað- legur. Þessi einkenni voru áber- andi og skýr og þau brugffust ekki við kynni. Páli hafði, eins og fyrr segir. mikil afskipti af opinberum mál- nm og var vinsæll maður. Hann r.tti ýmsa andstæðinga, sem eðli- legt var, því að hann var mjög ákveðinn i skoðunum, málafylgju- maður mikill og sagöi hispurs- iaust meiningu sína, við æðri sem lægri. En óvildarmenn hygg ég, að Páll hafi fáa eða enga átt. Vin- sældir ávann hann sér fyrir hjálp- semi, góðvild og réttsýni. Páll stundaði einna fyrstur ungra manna nám við Heydalsár- skóla. Mér hafa viizt nemendur írá þessum skóla bera þess vott, að skólinn hafi um margt verið góður. Hann virðist m. a. hafa vakið hjá mörgum nemendum fróff leiksþrá, sem entist þeim alla ævi. — Páll var haldinn þessum fróð- leiksþorsta alla tíð. Það er anna- samt hjá stórbónda, sem hefir fyrir stórum barnahóp að sjá og alltaf er að byggja upp og endur- bæta jörð sína ár frá ári. Því var furðulegt, hvað Páll gat les- ið, og hve fróffur hann var um margt, sérstaklega var hann vel að sér í sögu og fornbókmennt- um, enda nýttist honum vel það, sem hann las, vegna stálminnis. Um margra ára skeið var barna- skóli að Víðidalsá. Fyrstu árin var það einkaskóli, vegna bama þeirra hjóna, en síðar farskóli, að lögum um barnafræðslu. Það var engin tilviljun, að skól- r. num var valinn staður að Víði- dalsá. Þar var mikið húsrými, og þar var einnig mikil geta og vilji til staðar. Eg hefi það fyrir satt af frásögn gamalkunnugra, að nemendur eigi undantekningarlaust ánægjulegar endurminningar frá dvöl sinni í þessum skóla. Umhyggja, góðvild og glaðvæxð - húsbædanna— setti svip sinn á dvölina og gerffi hana ánægjulega. Það\ar eins og þau hjónin kynnu ekki við sig nema að hafa í kring um sig unglinga og börn. Eg minnist þess naumast rð hafa komið að Víðidalsá að sumii til, svo að ekki væru þar til dvalar fleiri eða færri börn. Páll Gíslason átti viff mikla van- heilsu að striða síðustu ár ævinn- ar. En hann kvartaði ekki; hann bar veikindi sín eins og hetja — sem hann og var. Og þrátt fyrir hina líkamlegu hrömun, sló ekki svo mikið sem fölskva á áhuga- mál hans. Eitt af því síðasta, sem hann talaði, var, að hann fyndi það á sér, að nú væri gesti að bera að garði, og það yrði um fram allt c.tj hafa veitingarnar tilbúnar. Og nú er hann horfinn, þessi ■góði drengur og trygglyndi vinur. H. J. Hinn 3. október s.l. lézt að heimili sínu á Víffidalsá í Stranda sýslu Páll Gíslason bóndi, 85 ára að aldri. Páll var fæddur á Víðidalsá 19. ágúst 1877. Hann átti heima á Víðidalsá alla ævi. Tók hann við jörð og búi af föður sínum upp úr aldamótunum og bjó á óðali feðra sinna rausnar og myndar búi um 50 ára skeið. Bætti hann jörð sína mikiff svo að nú má hún heita óþekkjanleg frá því sem var ei hann hóf þar búskap. Páls og konu hans Þorsteinsínu P.rynólfsdóttur, var að nokkru get- ið hér í blaðinu þann 13. sept. 1956, en þá áttu þau hjón 50 ára hjúskaparafmælí. Hér skal því reynt að endurtaka sem minnst frá þvi er þá var um þau ritað, enda eiga þetta að vera aðeins fá kveðjuorð, að leiðarlokum Páls, en þar hefur mé.r ætið fundizt fara góður maður er hann fór Hin síðustu ár voru honum s. iúkdómsraun að nokkru. eins og oft gerist oe gengur um margt a'drað fólk Hvíldin var honum því hæg jafn öldruðum og slitn- um sem hann var eftir langt erf- iði og þiotlaust starf. Þaff var ekki mulið undir, né búið í hag- inn hjá aldamótakynslóðinni. Á þroska- og fullorðins árum henn- ar var að segja má, allt í niður- niðslu. Þá voru engin hjálpartæki nc vélar og fátækt var yfirleitt mikil. Yngra fólk nú til dags renn- ir vart grun i það þrotlausa erfiði og hiff mikla starf sem þetta aldamótafólk innti af höndum. Við eigum því mikla þakkarskuld að gjalda. Það ruddi brautina til upp- byggingar og menningar með þjóðinni. Starf brautryðjandans er alltaf erfitt, enda bar og ber þetta fólk þess greinileg merki, að hafa unnið hörðum höndum langa ævi og hvergi hlíft sér. í hverju héraði var meira og minna af miklu atorku- og dugnaðarfólki. Þetta fólk var í broddi fylkingar um framkvæmdir og umbætur. Þannig voru Páll Gíslason og kona hans í broddi fylkingar í sínu héraði, ásamt fleirum. Páll unni menningu og mennt- un. Sjálfur var hann lítið'mennt- aður að öðru en sjálfsnámi. Sjálfs menntunin hefur orðið mörgum manninum drjúgt veganesti í lífs baráttunni og þannig var það um Pál. Hann las alltaf mikið' og fylgd ist alltaf vel með öllu sem var ðð gerast. Hann hafði mikið og öruggt minni lengstan hluta æv- innar og hann hafði hreina og 1 fsllega rithönd. I Eg sagði á'ður að mér hefðj ætíð fundizt fara góffur maður þar sem Páll fór. Þetta er nú tæplega létt orðað, því við 40 ára kynni og langt samstarf okkar, var ég þess fullviss að svo var. Hann var eitt hiff mesta prúðmenni, sem ég hef kynnzt og enginn sá hann skipta skapi, svo vel fór hann með geð sitt. Hann var tilfinninganæmur og hjartahlýr, og raun var honum ef hann hafði grun um að ein- hver væri í ósátt viff sig. Öllu slíku vildi hann eyða og bæta, og óvild bar hann aldrei til nokkuís manns. Páll hafði ynd; af börnum og var þeim ætíð hlýr og góður. Virtu þau hann og mátu að verðleikum, enda er barnssálin miklu meiri mannþekkjari heldur en margur hyggur. Barnmargt var lengst af ævinnar í kring um hann. Þau hjón eignuðust átta börn er upp kom- ust. Barnaskóla höfðu þau hjón á heimili sínu og það lengi eftir að þeirra börn voru komin af skóla aldri. Sumardvalarbörn voru og oft á heimili þeirra, en síðustu ævi ár Páls voru það þó einkum barnabörnin sem yljuðu í návist hans. Við Páll störfuðum saman í fé- lags- og menningarmálum okkar héraðs. Allar minningar minar frá þeim störfum eru bjartar og skemmtilegar. Hann var jafnan til- lögugóður og áhuga- og dugnaðar- maður í starfi. Helzt fannst mér, eða okkur sem meff honum störf- uðum, oft kenna óþarfa tillitssemi hjá honum. En þannig var hann. Hann vildi engan meiða. Ekki get ég s-kilizt svo við lín- ui þessar að ég ekki minnist á konu Páls. Það myndi vini mínum Páli ekki vel líka. Hann var sem fyrr segir kvæntur Þorsteinsínu Brynjólfsdóttur, Jónssonar frá Broddadalsá, hinni ágætustu konu. Hún hefur verið manni sínum traustur lífsförunautur. Hún hef- ur veriff mikil atorku- og dugnað- arkona, sem hefur stjórnað jafnt utan húss, sem innan, ef á hefur þur'ft að halda og ætíð af skörungs skap og festu Þau hjón voru mjög samhuga og samhent og ætíð fór sérstaklega '■el á með þeim. Þau mátu og virtu hvort annað mikils og fáu var ráð- ið svo heima eða heiman að ekki l slæðu þau bæði þar að. Hún hefur j verið bjartsýn, glaffsinna, hjarta- hrein og hjálpfúS og þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Hún hrókur alls fagnaðar og hann ræð Framhald á 13 sihu Dægravillt bjóð í ræffu, sem Þórarinn Björnsson, skólameistari, á Ak- ureyri flutti á samkomu s. 1. sunnudag, sem var almennur bindindisdagur, mælti liann m. a. á þessa leið: „íslendingar ganga seint til ná'ða, sem er alveg á móti eðli náttúrunnar, Því ag svefninn gefur mesta hvíld og næringu að kvcidi og framan af nóttu. f Frakkiandi er máltæki, sem hljóðar á þá leið, að miðnætur st'und sé stund glæpsins, því að í svartasta myrkrinu sækja myrkar hugsanir að. Þag virð- ist ekki mikil þrekraun að koma sér í rúmið á sæmilegum hátta- tíma, en svo virðist, ag þag sé mörgum um megn. Og auðvit- að er enn erfiðara áð komast á fætur. Það er eins og þjóðin sé ag verða dægravillt, viiji vaka á nóttunni en sofa á daginn. Staðreynd er þáð engu ag síð- ur, að hinir vinnandi borgarbú ar, sem velferð fóiksins byggist á, fara snemma að sofa en rísa árla úr rekkju. Það er livers konar lausingjalýður borganna sem vakir fram á nætur og of margir tileinka sér þennan sið og veita sér ekki nauðsynlega hvíld. Nærtækt dæmi um það, hve fslendingar eru seinir til, eru dansleikirnir. Menn eru tregir að hefja dansinn. En það er jafn erfitt að fá þá til að hætta að dansa. Þeir vilja helzt aldrei hætta. Þag varð meira að segja að gefa út sérstaka stjórnskipan um, að dansleikj um yrði að vera lokið á vissum tíma“. Þessi athygiisverðu orð hins merka skólamanns éru gilt um hugsunarefni og af siíkri um hugsun mætti gjarnan leiða nokkrar ráðstafanir, sem til þess væru fallnar að breyta til hins betra þeirri lífernisstefnu. sem fremur kýs sér næturveri en dagsönn. Úrræðalaus stjórn Síldveiðideilan varir enn flotinn Iiggur aðgerðarlaus oj þjóðin tapar milljónum daglegí og framtfðarsíldarmarkaðir glal ast ef til vill. Það má hafa til marks um starfhæfni ríkis- stjórnar, hvort hún situr aðgerf arlaus hjá, er slíkir hlutir ger- ast. Hér er ekki um ag ræða venjulega vinnudeilu. Ríkis stjórnin getur hæglega komi? bátaflotanum af stað méð þvl að annast greiðslu á tækjaupp bót til síldarbátanna meðar samið er í deilu þessari. Til Þess Þarf ekki ag koma neitl uppbótakerfi, því að til þess irú nota svolítinn hluta þess fjár sem ríkið hefur tekið og tekui af sjávarafurðum í 7,4% út flutningsgjöldum að ekki s< minnzt á Það fé, sem stjórnir hrifsaði af útgerðinni við geng isbreytinguna. Þag fé, sen stjórnin greiddi í þessu skyni væri því komið frá útgerðinn! sjálfri en engin ölmusa til henn ar. Og eitt er alveg víst, að sí ríkisstjórn, sem lætur sér ann að eins og þetta óviðkomand: er úrræðalaus og ófær um a? stjórna landinu. FfMewsi RIRL Morgunblaðið heldur áfran að tönnlast á því, ag Tíminr hafi falsað orð Ólafs Jóhann esson prófessor um það, a? stjórnarskrárbreytingu þyrft) til, ef ísland gengi í Efnahags bandalag Evrópu. Mbl. veit of ur vel, að meg inngöngu átti Tíminn við aðild að EBE eð? Framh. á 15. síffu 2 T í M I N N , Iaugardaginn 20. október 196?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.