Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 9
Rætt við Kristján Eldjárn Kristjánsson áttræðan um námsár fyrir hálíri öld? búskap, sýsluíundi og margt fleira landi“ sagði þá Appel og kímdi. Ekki gat Jónas borið á móti því. í þennan tíð var algengt í sveitum hér á landi að klukk- an væri 2 tímum á undan klukk unni í bæjum, og Þó var þetta misjafnt þangað til síminn kom, þá. breyttist þetta. Ekki var þetta nú meiri vitleysa en það, að seinna tóku aðrar þjóð- ir upp þennan sið, sumartím- ann, fyrst Frakkar og síðan fleiri, að færa til klukkuna eft- ir árstíðum og birtu. í SÍMAVINNU í NOREGI — Fórstu svo heim frá Dan- mörku? — Nei. Næst hélt ég til Nor- egs og í búnaðarskólann á Stent (á Steini, eins og það var kallað), skammt frá Berg- en. í þeim skóla höfðu þeir ver ið kennarar mínir á Hólum, Sigurður Sigurðsson og Jósep Björnsson. Um þetta leyti var Snorri Sigfússon (síðar náms- stjóri) í lýðskólanum í Voss, og vig réðum okkur í síma- vinnu um umarið, því að þar var betur borgað en á sveita- bæjum. Þetta var uppi á há- fjöllum, meðfram Bergen-járn- brautinni, sem þá var í smíð- um. Við komum okkur vel hjá yfirmönnum, nokkrir þeirra höfðu verig á. íslandi og voru okkur mjög innan handar, létu okkur jafnvel sitja fyrir Því verki, sem hærra kaup var fyr- ir, af því líka, að vig vorum kappsfullir, en hinir fóru sér heldur hægt við vinnuna, fannst það tilheyra úr því þeir væru að vinna hjá ríkinu. Símastaur arnir voru höggnir í skógunum í grenndinni og við Snorri fengum vinnu vig að afberkja staurana meg hnífum, fengum fyrir það tvöfalt kaup. og það munaði nú um það. Vinnufé- lagar okkar höfðu farið fram á, að vig ynnum ekki hraðar en þeir, og ekki jókst vináttan, þegar við útlendingarnir vorum komnir í þessa vel borguðu vinnu. Við Snorri lyftum okk- ur upp um helgar og fórum til selja, í næsta meinleysis til- gangi auðvitað. En ekki vorum við litnir hýru auga af frænd- um okkar, Norðmönnum. Þeir hafa víst búizt við, að tilgang- urinn væri sá að ræna selja- s'túlkunum. Næsta vetur var ég svo í skólanum að Ási, en þá hafði ég ekki lengur efni á skólagöngu. En eftir þennan seinni vetur í Noregi fékk ég styrk frá Búnaðarfélagi fslands til að ferðast um Noreg. Það var mjög fróðlegt að kynnast fólki og búnaðarháttum eftir iandshlutum. Syðst f landinu, við Oslofjörðinn var meira um stórlaxa og aristokrata, en norðan til í landinu var fólk miklu alþýðlegra í sér. ÁTTATÍU SKÁLARÆÐUR — Hélztu svo heim ag lok- inni þessari ferð? — Já. Og þá fór ég að starfa á vegum Ræktunarfélags Norðurlands, sem ráðunautur, annaðist jarðbótamælingar og kortlagði tún, einnig löngu eftir ag ég byrjaði búskap á Hellu 1912. Á Þessum árum var tilhögun Ræktunarfélagsins að ýmsu skemmtilegri en síðar. Árlegir fundir voru haldnir og til skiptis í sýslunum norðan- lands, og þeir voru alltaf fróð- legir og skemmtilegir. Ég minn ist t. d. eins, sem var haldinn ag Breiðumýri 1910. Þar var margt um manninn, og margir mælskir Þin-geyingar tóku til máls. Það var alltaf gleðskap- ur að loknum ársfundi og þá tóku margir til máls og ýmis- legt látið fjúka. Páll Zóphóní- asson fullyrðir, að í gleðinni á eftir þennan fund á Breiðu- mýri hafi verig fluttar um 80 skálaræður. Á þessum fundi ræddi Páll um verkun og þurrk un á hevjum og ráðlagði bænd- um að fá. sér heyhitamæla. Ja- kob Líndal ræddi um jurtakyn- bætur, Jósep Björnsson um meðferð áburðar, svo ag eitt- hvað sé nefnt. Að þess.u loknu fór Guðmundur á Sandi að setja út á kenningar hinna ungu búfræðinga. Hann kvaðst gefa lítið fyrir þessar „hvítu hendur búfræðinganna, sem væru eins og þær hefðu legið í hveiti allan veturinn. Getur verið, að ég sé ekki eins lærð- ur og þessi ungi maður, sem talaði um kynbæturnar. En hvag gerum við, þegar vig veit um vatni á engjar okkar og framleiðum bleikjustör í stað- inn fyrir brok og annað ógresi, sem þar hefur vaxið fyrir. Þess ir menn, þeir þekkja ekki ná.tt úruna — þeir þekkja ekki nátt úruna, Þegar þeir fara í sjö sinnum sjö pilsin, hvert utan yfir annag og hrista þeim fann börðum framan í okkur bænd- urna“. Þegar Guðmundur hafði þetta mælt, svaraði Jakob Lín- dal: „Þið fyrirgefið, ag ég er ekki eins mælskur og Guð- mundur skáld á Sandi. Guð- mundur heldur því fram, að bændur geri kynbætur á jurt- um með því ag veita vatni á engjarnar og framleiða aðrar tegundir en þar hafa vaxið áð- ur. En þetta eru ekki kynbæt- ur á því sem þar óx fyrir, held- ur ag skipta um stofn eða teg und. Ég ætla ag bera það undir fundarmenn hér. hvort þeir halda það kynbætur á kúm, að bóndi fái sér ær í staðinn fyr- ir kýr“. Já, þessir fundir voru alltaf skemmtilegir, þeir voru haldnir rétt fyrir sláttinn. Ég sakna þess, að þeir eru ekki lengur haldnir með sama sniði ÁRSKÓGSSTRÖND SKIPTIR UM SVIP Alla tíð, síðan Kristján hóf búskap á Hellu, hefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og sýslu. Hann hefur verið bæði hrepp- stjóri og oddviti, setið í skóla og sóknarnefndum, og sýslu nefndarmaður hefur hann verið í rétta hálfa öld, frá Því hanr> gerðist fyrst bóndi og þangað til á síðasta sýslufundi, að hann sagði af sér því starfi. — Hvaða breytingar hafa orð ig helztar í Þinni sveit síðan þú settist ág á Hellu? — Síðan er margt um breytl Árið áður en ég hóf búskap var Árskógshrepp skipt úr Arnar neshreppi og fylgdi Hrísey með. Hinar helztu sýnilegu breytingar eru þær, að í stað- Framhald á bls 13 n 7 Sagnaskemmtun íslendinga Hermann Pálsson lektor í Edin- borg lætur skammt stórra högga í milli. Hafa bækur hans birt mörg um ókunnar veraldir í menningu Kelta og eru stórrar þakkar verð- ar, þótt ósönglegir séu Söngvar frá Suðureyjum og væru betur nefndir öðru nafni. Nú síðast sendi hann frá sér Sagnaskemmtun íslendinga, fróð- lega bók líka, en svo tilfengna að hún stendur fremur fyrir reng- ingum en það annað, sem efst er í huga frá hendi þess höfundar og áður út komið. Þegar ég, sem þetta rita, sá fyrst þjóðsögur Jóns Árnasonar, var mér þar svo til hver saga kunnug. Stúlka, frú Inga Sigur- rós Jónsdóttir, sem var á heimili mínu mikið úr tveimur missirum og mjög í samverki með mér, um þann tíma unglingur með krakka, hafði þá sagt mér þær flestar. Að hún gat annað því, hefur sjálfsagt byggzt að nokkru á þeim eiginleik um kvenna að hafa liðugra og skýrara málfar en meðaltal mann- kynsins, því að þar með voru ekki upptalin afrek hennar við tað- kvörn og rifjingar. Hún hafði það líka af að flytja mér megnið af þeim þrem heftum af miðútgáfu Þúsund og einnar nætur, sem ég hafði ekki heima. Og í hennar munni varð ekki missögn fundin, það munað var, þegar bækurnar fengust. Önnur stúlka, frú Ingi- björg Tryggvadóttir. flutti mér og heimilisfólkinu á bæ sem ég kenndi á ánnan kennsluvetur minn, Heljarslóðaorrustu að miklu, ekki aðeins orðrétt, heldur beinlínis stafrétt, því að eins og kunnugt er, lék Gröndal það þar víða að spotta ósamkvæmni rit- höfunda í stafsetningu með kynja- látum, sem telpa þessi, þá í barna- skóla. hafði haft smekk fyrir, að væri ein fyndnin og ekki sú sízta. Námsgeta þessara tveggja kvenna og smekkur hefur að vísu verið furðuleg, en varla eins einstök og sagnarengjendur á meðal íslenzkra vísindamanna vilja vera láta. Margan á guð sér góðan og að minnsta kosti fleiri næma og eft- irtektarsama en þessar tvær stúlk- ur. En það var nú, þegar það var og áður en hundalæti strætanna hrærðu flautir í hverjum kolli. Þegar þetta er ritað, liggja fyrir bollaleggingar margra manna um skáldskap íslendinga. Þær eiga að vera „Lögn og for- bande Digt“ að mestum hluta og víst er um það, að svo eru þær vel skrifaðar, að vel væru þær sam- boðnar skáldum. En hvað þá um Landnámu morandi af söguefn- um? Af hverju voru þau söguefni ekki heldur gerð að sögu — skýrð og unnin til nokkurar hlítar — en að þeysa áfram til annarra hér- aða og annars fólks, sem srumt átti enga sögu umfram Teit þann, er Sigurður Brsiðfjörð gafst upp við að gera grafskriftina yfir? Mun ekki það hafa valdið. að valdastreita kirkjuhöfðingja og goðorðsmanna og ættarmetingur þeirra og annarra hafi heimtað frá sagnir um ættir og staðfestu for- feðra þálifandi ráðamanna víðar en eitt söguefni náði, en látið sig minnu skipta heldur en gerð kaup á konum og jarðnæði lögfull og bindandi fyrir afkomendur, hverj- ar væru hinar sálrænu orsakir þess, að nokkrum mönnum gat komið til hugar að gera þá hrak- legu verzlun Forsaga atviksins við Hallbjarnarvörður veitti sann- arlega svigrúm fyrir örlagatrú Njálu og hefði átti að geta lánað húsnæði fyrir öll spakmælasöfn Grettlu óg bragðvísi Ófeigs karls j Bandamannasögu, en „biskupum órum“ og fleirum hefur legið meira á að Oókfesta grunn undir hugsanleg landaþrætumál, að láta tekja undirbúning og orsakir unn- inna verka Minnir þessi hlaup- semi Landnámuhöfunda burt frá söguefninu helzt á sóknarlýsingu i sr. Friðriks Eggerz, þegar hann lýsti nákvæmast landamerkjum innan prestakallsins. en fyllti — í stað tilsvarandi fróðleiks um það annáð, sem hann þó vissi manna bezt af Skarðsströnd að segja — j nærfellt heila stórarkarsíðu með | bollaleggingum um gull í jörðu yfir á Snæfellsnesi, suðaustur við ■ Sökkólfsdal, norður á Ströndum i og jafnvel austur í Skaftafells- sýslu. Þar gaus upp, hvað gullelskur maður lét sig mestu skipta og taldi öllum mest vert að vita. Hin eiginlega sagnritun íslend- inga á þrettándu öld og síðar er af öðrum toga spunnin. Hún er vaxin upp af afarmikilli og æfðri munnlegri sagnageymd og fram- kvæmd að miklu leyti af mönn- um, sem höfðu ástæður til að skrifa það. sem þeir vildu skrifað hafa og gera það á þann hátt, sem þeir sjálfir kusu, Markað fyrir bækur munu þeir minna hafa skeytt um, eða er það trúlegt, að Snorri hafi auðgazt stórum á fæðiss-ölu og bókalánum til Sturlu Sighvatssonar, þegar hann lét gera bækur eftir þeim, er föðurbróðir hans hafði sett saman? Þeir einir skrifa sögur að verði sem vilja það vinna og þeir einir vilja skrifa sögur, sem þykir vænt um sögur, en engum þykir vænt um það, sem hann þekkir ekki, þótt girnast kunni menn lítt kennda hluti, allt hvað þeir vita, að þeir eru til og geta orðið það. Sögurnar munu því að mestu eldri en bókfellið og að því skapi misjafnar að gæðum, þótt eftir einn mann séu sem efnið eða und- irbúningur þess átti betur eða verr við höfundinn. Svo er að minnsta kosti að sjá á mismun Hákonar- sögu og íslendingasögu Sturlu Sturlu Þórðarsonar og er þá bet- ur skrifuð sú sagan, sem hafði efnið meira munngengið (og frem- ur meðtekið úr ræðu en riti). Þeir, sem skrifuðu íslendinga- sögur, hafa verið þaulæfðir sagna- menn eða að öðrum kosti með mikla og margháttaða lesningu þeirra bóka, sem sagnamenn höfðu stílað eftir smekk þeim, er í þá vandist við það að segja frá. Frásögn þeirra hefur verið ótrú- lega traust og vönduð bæði um at- burði og orðalag. Það má sjá á því, hve litlum breytingum málið hefur tekið frá dögum Braga hins gamla, þar til Snorri skráði þau brot, sem þar eru geymd. Slík ná- kvæmni um réttar orðmyndir bókalausrar þjóðar er með öllu óhugsandi nema á þann einn veg, að minni og nákvæmni í flutningi hafi þá verið betra, miklu betra en menn nú eiga að venjast. Nú muna bækurnar, svo að hljóð lausir stafir haldast í orðunum og svna uppruna þeirra og frumhugs- un, þótt einn eða fleiri ættliðir felli þá úr framburði Enskan sýn- it sig, og hljómur hennar ramm- breyttur ber því vottinn, hvernig fer, ef mikill hluti þjóðar er ólæs, nema til komi alveg sérstakt til bjargar. Með enskri íhaldssemi og menntahroka lærðra manna tókst þar að halda fornlegii stafsetn- ingu, þótt ólærður múgur skapaði nýjan framburð og nýja setning- arfræði. Hér telur H. P., að hreytingaíeysi ytri kjara hafi hald ið í horfinu. Hvaða búnaðarbreyt- ing kom og víxlaði Færeyinga út af góðspori norrænnar tungu? Komið gæti til mála að þakka málfestu íslendinga þeim skiljan- lega metnaði að verja fyrstu kyn- stóðirnar málblöndu frá kelt- neskum og lappneskum þrælum og hafi sú ástundun landnáms- manna skapað um skeið meiri málvöndun en tíðkanleg var á með a) nágrannaþjóða. Hver veit, nema Brák heitin, fóstra Egils, hafi, að fulllærðri tungu Skalla-Gríms, tamið svo piltinn við orðhyggju og sagna- og kvæða ást Kelta, að við eigum henni að þakka skáldið í forföðui okkar og þjóðin síðan tæknikunnáttu kjaftakerlinga og rímara, að ekki sló að mun í bók- seglin fyrri en með tilkomu lítt- bundinna fornkvæða. sem Jón Ögmundsson kann þó að hafa brotið úr vígtennurnar að nokkru og aftur um si£*iskipti, þegar klúðurþýðingai lúterskra sálma vöktu upp til landvarnar fornan ljóðsmekk með verkum sr. Einars Sigurðssonar og stuðningi Guð- brands biskups og að síðustu nú við tilkomu grautarfornskálda tuttugustu aldarinnar. Annars er þekking og minni og þekking og minnisleysi enn óskýrt rann- sóknarefni. Hinum virðulegustu fræðimönn- nm missýnist stundum hlálega enn í dag þrátt fyrir skólagöngu og æfingu við embættisstörf og skrif finnsku, svo að í fræðiriti sr. Jóns Guðnasonar um Strandamenn, ættfræði og fleira, er kona ein rétt ættfærð eftir rannsökuðum heimildum, en í næstu bók sama höfundar um Dalamenn, er sýni- legt. að hann hefur ekki talið minni sitt rengingarþurfi og skrif- að eftir því og þó of ótraustu and- stætt fyrri athugun. Þá rangminn- ir manninn og hann skrifar skakk- an uppruna. Þegar menn reka sig á svona lagaða atburði, þá er von, að þeir vantreysti alþýðu- fólki, sem þó er oft margfalt viss- fira í þeim fár fræðum, sem það lætur sig varða Sagnaskemmtun Islendinga er dálítið vafasamt heiti. Skemmti- sögur hétu i munni bænda þeirra, sem ég kynntist í æsku, Kapitóla og Myrtur í vagni, ásamt nokkru fleira af slíku. Og skemmtunin þótti ekki virðuleg. Það var aft- ur á móti rétt eins og það til- heyrði matarstritinu að lesa ís- lendingasögur, annála og næst- um því hvað sem var af því, er sagði frá „sönnum" atburðum. Sannir atburðic voru alla tíð frið- heilagir. Þeir kenndu mönnum, hvað var að óttast í samskiptum manna og voru því vörður á vegi. Svo er að sjá sem þeim, er bezt höfðu lifað sig inn í eðli og háttu landsins og tíma hafi þess vegna og annars verið óhægt nokkuð að rengja fréttir. Kunn er frásögn Gísla Konráðssonar af Fjalla-Ey- vindi og sannanlega röng, en er er þó ábending um það, að flest það, sem til hans barst, hafi verið nægilega öruggt til þess að skap* honum frægð fyrir fróðleik, frem- (Framhald a 13 TÍMINN, laugardaginn 20. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.