Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 5
JÍMMY GREAVES - MARK- SÆKNASTUR ENGLENDINGA Um þessar mundir stendur enska deiidarkeppnin í knatt- spyrnu sem hæst. Þeir sem fylgjast með gangi hennar, kannast við Jimmy Greaves, sem leikur með Tottenham. í dag er hann markhæsti mað- urinn í deildinni — og hann hefur jafnan átt stóran þátt i velgengni Tottenham í leikjunum, sem leiknir hafa verið að undanförnu. Hér á eftir verður drepið' á r.okkur atriði úr hinum stutta en skemmtilega knattspyrnuferli Greaves. Jimmy Greaves var á sínum tíma undrabarn enskrar knatt- ast, hann festi ekki yndi og Ienti > í brösum við stjórn félagsins. —| Ijetta átti eftir að vers-na, og á end anum var svo komið, að Milan féllzt á, að selja hann aftur til Englands. — Og nú hófst mikið kapphlaup milli ensku félaganna um Greaves, þó einkum Totten- ham og hins gamla félags hans, Chelsea. Tottenham hafðí betur, og Greaves byrjaði þar sem hann endaði og skoraði mark í fyrsta leiknum er hann lék með Totten- ham. Fljótlega kom að þvi, að hann vann aftur sæti sitt, fyrst í lands- liði undir 23 ára aldri, en síð- an í aðallanasliði Englands. Þess má geta, að Jimmy er1 „cockney", eða innfæddur Lund- únarbúi. — Hann hóf feril sinn í drengjaliði Degenhams, sem er liverfi í London, en einmitt þar uppgötvaði Chelsea hann. Sem markskorari er Greaves sérstakur — og hann er frægur fyrir, að hafa skorað mark í fyrsta leik, með þeim félögum sem hann hefur leikið með. Jimmy Greaves er aðeins 22 ára, og þegar þetta er skrifað, er hann markhæsti maðurinn í yfir- standandi deildarkeppni ensku lið anna. — Hann hefur skorað 13 mörk, og félag hans Tottenham hlotið 18 stig í keppninni, og er í fjórða sæti um þessar mundir. spyrnu, og er það reyndar enn, því hann er aðeins rúmlega tvítug- ur. Hann er sagður vera vandræða- barn, af forráðamönnum ítalskrar knattspyrnu — en hvað um það, í dag er hann viðurkenndur, sem einn bezti knattspyrnumaður heims, knattspyrnumaður sem við eigum áreiðanlega eftir að heyra mikið frá á næstu árum. Jimmy Greaves vakti fyrst á sér aíhygli í unglingalandsleik 2. febr. 1957, er hann lék með Englandi gegn Luxemburg. England vann leikinn 7:1, og Greaves skoraði fjögur markanna — og það má segja, að þarna byrji ferill sem seint muni gleymast. Með þessu unglingalandsliði lék hann tíu leiki, og skorar á þessu tímabili 19 mörk, sem ekki var svo slæm byrjun. í lok ársins 1957 gerðist hann atvinnumaður hjá 1. deildar- liðinu Chelsea, en áður hafði hann leikið með unglingaflokkum þess félags. Hans fyrsti leikur með’ aðalliði Chelsea var gegn Totten- ham, það var harður og jafn leik- ur, sem endaði 1:1. Greaves skor- j aði mark Chelsea í þessum leik, og félag hans náði öðru stiginu — og nú var nafn hans á allra vörum. Hann var valinn fljótlega í landslið Englands, undir 23 ára aldri -— og var fastur maður í liðinu. Jimmy Greaves er einn þeirra knattspyrnumanna, sem eiga auð- velt með að skora mörk — og með an hann lék með enska landslið- inu var það föst venja hans. að skoi'a reglulega mark í leik. Ilann var markhæsti maður Chelsea á meðan hann lék með því, en jafnframt var hann svo mark- hæstur yfir alla 1. deildina og er það út af fyrir sig, mikið afrek. Fyrsta landsleik sinn með Eng- landi lék Greaves í Suður- Ameríkuför þess. og stóð sig vel — og það komu aðrir leikir fljót- lega, Greaves var sannarlega kom- inn á toppinn. Nú kom til, að ítölsk félög fóru að reyna að fá þennan unga og marksækna enska landsliðsmann til srn. — Og svo fór, að Chelsea varð að sjá af honum, fyrir u. þ. b. ellefu milljónir ísl. króna, en í eigin vasa fékk Greaves rúmlega eina milljón. Allt virtist nú leika í lyndi fyrir hinn unga Greaves, er hann hóf að æfa með hinu nýja félagt sínu. 1 Milan Honum sekk vel os hann hélt áfram að skora mörk — En j ekki er allt gull sem glóir Eftir j stuttan tíma fór Greaves að leið- í Saumastúlkur Saumastúlkur óskast. MODEL MAGASIN Laugavegi 178 — Austurstræti 14 AÐALFUNDUR Meitilsins fyrir árið 1961 verður haldinn í Þorlákshöfn, þriðjudaginn 6. nóv. kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Útboð Tilboð óskast í að steypa upp húsið Hallveigar- staði við Garðastræti hér í borg. Uppdrátta og skilmála má vitja á teiknistofu und- irritaðs að Rauðalæk 33, gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. Sigvaldi Thordarson, arkitekt Lögtaksúrskuröur Samkvæmt beiðni bæjarstjóra Kópavogs vegna bæjarsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum 1962 til bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar svo og gjald- föllnum ógreiddum gjöldum af fasteignum til Kópavogskaupstaðar fyrir árið 1962, auk dráttar- vaxta og lögtakskostnaðar ug fer lögtakið fram að liðnum átta dögum frá dagsetningu þessa úrskurð- ar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. ^æjarfógetinn i Kópavogi, 12 ">któber 1962 Sigurgeir Jónsson (sign.) MERKJASALA Blfndiravinafélags íslands verður sunnudaginn 21. okt. og hefst kl. 10 f.h. Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum Góð sölulaun Merkin verða afhent í anddyrum þessara skóla: Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðarskóla, Langholtsskóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Mið- bæjarskóla, Mýrarhúsaskóla, Vogaskóla, Öldu- götuskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla og í Ing- ólfsstræti 16. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Blindravinafélag íslands fuCtUcJnÍAÍœ herrad ei l d T IM I N N , laugardaginn 20. október 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.