Tíminn - 20.10.1962, Side 13

Tíminn - 20.10.1962, Side 13
Minning Framhald af 2. síðu. iun, fróður og minnugur, oft létt- ur í máli og kíminn. Hjá þeim þurfti engum áð leiðast, hvorki ungum né gömlum. Og það leidd- ist heldur engum á heimili þeirra, hvort heldur hann var þar gestur eða sem starfandi mað'ur. Sem fyrr segir eignuðust þau hjón átta börn er upp komust og öll eru á lífi. Öll eru þau dugandi os myndarfólk, sem foreldrar þeirra. Kippir þeim í kynið um dugnað og ftamkvæmdir. Þeir eru orðnir æði margir sem h.afa heimsótt þau hjón eða gist heimili þeirra alla þeirra löngu' búskapartíð Allir þessir þiggj- endur glaðværðar þeirra, fyrir- greið'slu og gestrisni, minnast nú þeirra hjóna og biðja þeim bless- unar. Hans sem fluttur er á land- ið ókunna og hennar sem eftir stendur á ströndinni enn um sinn. Eg þakka þeim hjónum góðan vinskap. PáH þakka ég ágætt sam- síarf og þc- að við værum ekki ætíð sammála um allt og hvor hefði sýna skoðun, þá fundum við þó ætíð leið'ir til samkomulags sem báðir gátu vel þekkzt. í dag verður útför Páls gerð af heimili hans Víðidalsá. Jarð- sett verður í Hólmavíkurgrafreit. Eg sendi konu hans og börnum samúðarkveðjur og bið honum biessunar í annarri tilveiu. J. S. Hverju sinni er einn eða ann- ar okkur kær yfirgefur tilvist okk- ar hér, mun okkur verða á að hugsa: „Hvers er helzt að minnast?" Er ég frétti lát stórbóndans Páls Gíslasonar á Víðidalsá, hins hreykna íslendin'gs og gestrisna höfðingja, mannsins, er bar fölskvalausa virðingu fyrir mennt un ö'g manngildi, mannvinarins, sem ásamt konu sinni og fjöl- skyldu, hlúði að svo mörgum sér skyldum og óskyldum börnum og, unglingum, hins fljóthuga og ör-j lynda áhugamanns, um allt er varð aði það, sem forsjónin leggur okk ur til, þá veit ég vart hvað mér mun ríkast í minni, því allt kemur þetta, hvað með öðru, mér í hug. Eg var einn af þeim, er sem barn og unglingur hlaut það mikla lán að dvelja langdvölum á hinu góða heimili Páls og ég á ekki til lik- ari ósk nokkru barni, en að dvelja á slíku heimili, til að læra að bera virðingu fyrir því, sem er satt og rétt, að vinnan göfgar manninn og að gestrisnin færir hverjum manni hamingju. Er ég þakka og bið blessunar hinum kæra fóstra allra þeirra barna er dvalið hafa að Víðidalsá í hans tíð, vil ég biðja blessunar einu af hans hjúum, Kristínu Jóns dóttur, er iézt aðeins tæpum sól- arhring á undan honum. Frú Þorsteinsínu Brynjólfs- dóttur, konu Páls, börnum hans og ættingjum bið' ég huggunar og velfarnaðar Akureyri, 3. okt. 1962. Jón E. Aspar Skilfa ritsfgérar Mbi. þetta? i Framhald aí 1 sið'U skipta fyrir bændastéttina^ í heild hvor leiðin er farin? Ódýrara lánsfé til útihúsabygginga og ó- dýrari landbúnaðartæki mjókk- ar bilið frá verðlagsgrundvellin- um að veruleikanum og gerir því uppbyggingu i sveitunum að- gengilegri en ella. Með því móti er ungum mönnum og nýjum mönnum gert auðveldara en ella að byrja búskap og þar með nokk uð minnkaðar líkurnar til þess, að jarðir fari í eyði, þegar gamla fólkið er þrotið. Niðurgreiðsla á fóturbæti jafn- ar á engan hátt metin milli bænda innbyrðis. Hún bætir held ur ekki hlut bændastéttarinnar í heild. Hvað vill ríkisstjórnin? Afurðaverðið er auðvitað mið- að við meðaltal. Hækkandi verð- lag gerir tölurnar fljótt úreltar. Því er nú svo komíð, að verðlags- grundvöllurinn er engan veginn jafn fyrir alla bændur. Sá, sem á nóg ræktað land, útihús og vélakost allan, hefur allt aðra aðstöðu en hinn, því að verðlag- ið er miðiað við að hægt sé að haida við húsum eig tækjum frá ódýrum tímum, en alls ekki að koma sér upp nýju frá grunni. Rökrétt og óhjákvæmileg afleið- ing af þessu er sú, að færri en ella byrja búskap. Hér getur ríkisvaldið gripið inn í og jafnað metin að nokkru með því, sem það leggur fram hvort eð er til að halda verði landbúnaðarafurða niðri. Ef þær 10 millj. kr., sem nú eru notaðar til að borga niður innfluttan fóðurbæti, væru notaðar til a'ð gera lán til útihúsabygginga ó- dýrari og lækka verð landbúnað- arvéla væri að einhverju minnk- að það þil, sem þróun verðlags- málann ahefur myndað milli þeirra, sem bezt eru settir og hinna, sém standa höllum fæti. Það myndi þegar til lengdar læt- ur, vera affarasælast fyrir ís- lenzkan landbúnað og islenzkan þjóðarbúskap. Sé það hins vegar skoðun rík- isstjórnarinnar, að nauðsynlegt sé að fækka bændum og koma af stað samdrætti í landbúnaði, þá 'er að vonum að ritstjórar hennar vilji ekki annað sjá en nákvæm- lega sé sama hvort ríkisframlag fer til að lækka innfluttan fóður- bæti eða landbúnaðarvélar. Rætf við Kristján (Framhald af 9. síðuj inn fyrir þurrabúðir vig sjó- inn, á Hauganesi og Litla Skógs sandi, eru komin nýtízku hús, þar sem stóðu torfkofar fram um aldamót. Þarna er smábáta- útgerð sem á síðari tímum hef- ur gefið góða afkomu og virð- ist þjóðarbúskapnum hagstæð, þar sem kostnaður er hlutfalls- lega minni en við útgerð stærri fiskiskipa. Að verkun aflans vinnur fjölskyldan að meira eða minna leyti, bæði konur og börn. Öruggt er, að með bætt- um hafnarskilyrðum á þessum Ykkur öllum, hinum mörgu, einstaklingum og félögum, sem auSsýnt hafa mér og börnum mínum einstæSa samúS, gefiS stórkostlegar peningagjafir o. fI., viS hiS sviplega fráfail mannsins míns, BJARNA RUNÓLFSSONAR stýrimanns, ykkur öllum sendi ég mínar innilegustu þakkir, og biS GuS aS launa ykkur. Ragna Sigrún GuSmundsdóttir, EiginmaSur minn, faSir okkar, tengdafaSir og afi, PÁLL JÓNSSON Nóatúni 26, andaSist í Landspítalanum 19. þ. m. Jarðarförin auglýst síSar. Steinunn Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnabörr LIENS MOKSTURSTÆK! Nú er hafin framleiðsla á nýrri og endurbættri gerð af LIENS moksturstækjunum landskunnu. Þessi nýju tæki eru hraðvirkari, lyfta meiri þunga enn þá hærra. Þeim er þannig komið fyrir á trakt- ornum, að þau hindra á engan hátt notkun ann- arra tækja, s. s. hliðtengdrar sláttuvélar, takt- orbelta og allra annarra tækja, sem fest eru aft- an á traktorinn. Tækin fást fyrir nýju gerð Ferguson traktora, Fordson Major og Dexta. International B-250 og B-275, einnig Farmall D-320 og D-430. Verð með skúffu um kr. 15,000,00. Leitið nánari upplýsinga. r ARNI GE6TSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930. KRISTNIBODSSAMBANDIÐ KRISTNIBODSVIKA Dagana 21.—28. október verða almennar kristni- boðssamkomur í húsi KFUM og K við Amtmanns- stíg. Samkomur hefjast kl. 8,30 hvert kvöld. — Rætt verður um kristniboð, litmyndir frá Konsó sýndar. Auk þess verður svo hugleiðing á hverri samkomu. Söngur og hljóðfærasláttur. Sjá nánar auglýsingu fyrir hvern dag. Kristniboðssambandið stöðum mætti vænta aukningar á þessari útgerð og bættrar af- komu. í SÝSLU- NEFND — Hvers er helzt að minnast frá störfum þínum í sýslu- nefnd?/ — Margs skemmtilegs er að minnast frá þessum fundum, sem stóðu yfir í eina viku, oft deilt hart en endaði ætíð með góðum fagnaði á heimili sýslu- manns. Sum mál voru rædd sameiginlega við bæjarstjórn Akureyrar, t. d. sjúkrahúsrekst urinn, amtbókasafnig og á- byrgð fyrir rekstri Gefjunar- verksmiðjunnar ,og reglugerð til að banna herpinótaveiði inni á Eyjafirði, fyrst eftir að far- ið var að nota þau veiðarfæri. NÚTÍMINN OF HEIMTUFREKUR — En er þér nokkuð í nöp við nútímann? — Ekki það, sem breytzt hef ur til bóta. En mér finnst hann gera of miklar kröfur til þæg- inda og meta peningana of mik- ils. Enda þótt Þeir séu nauð- synlegir, þá skapa þeir ekki ein ir fullkomna hamingju. Nú vilja of margir fá sem mest með sem minnstri vinnu. Mér Ieig bezt hér áður fyrr, þegar ég kom inn á mitt heimili, þeg- ar ég hafði verið úti í norð- lenzkri stórhríð, og naut hvíld- arinnar eftir að hafa sigrazt á erfiðleikum eftir annadag. EINYRKJABÚSKAPUR NÚ EKKI EFTIR- SÓKNARVERÐUR — Hvernig þykir þér horfa um framtíg sveitabúskaparins? — Ef ég væri aftur orðinn ungur og ætti að velja mér lífs- starf, myndi ég hika við að gerast bóndi, eins og nú er bú- ið ,.^bændastéttinni. Að •vera einýfki og eiga ag standa-. skil á okurvöxtum er ekki til að keppa að fyrir ungt fólk. Nú er víða góð afkoma við sjávarsíð- una vegna góðra aflabragða, og þangað leitar unga fólkið. En ef sveitirnar tæmast, eins og sums staðar er orðið, og útlit fyrir, að færist í aukana, get ég ekki og vil ekki draga upp mynd af íslandi framtíðarinn- ar. Því verður, áður en það er um seinan, að búa svo ag sveit- unum með lá.ns- og vaxtakjör, að viðunandi sé, einnig að lækka tolla af landbúnaðarvél- um, því að dýrar vélar og háir vextir hækka ag sjálfsögðu verðframleiðslu vörunnar. Enn fremur þarf ag vera meiri sam- vinna milli bænda sem léttir einyrk jabúskapinn. — G. B. Sagnaskemmtun (Framhald af 9. síðu.) ur en aðhlátur vegna missagna, þótt hann flytti lygasögu.. Vant er nú að ráða, hvað vald- ið hefur verkum liðinna manna. En stundum má nærri fara og þá einkum um viðhorf þeirra, sem vitrastir voru og ráðslyngastir. Sverrir konungur lét skrifa sögu sína. Ætli hann hafi gert það í sama tilgangi og mönnum verður stund- um að kitla krakka undir hönd eða höku til að hrökkva þeim frá rellu og leiðindum? Mun ekki hitt heldur, að hann hafi þótzt þurfa að telja síðari kynslóðum trú um faðerni sitt og rétt sinn til kórónu og hásætis, rétt sinn og afkomenda sinna? Skyldi Hákoni konungi Hákon- arsyni hafa þótt latínubækur þær skemmtilegar í fyrstu, sem hann gat ekki unað við að hlusta á á banasænginni? Væri það óvísinda- legt að hugsa sér, að þýðingarnar hefðu átt að vera aðgöngumiðar að hylli þeirra „guðsvina", sem þær sögðu frá. Siðferðilegar hneyksl- anir hans á kristniboðsaðferðum Ólafanna eru ósagðar fréttir, þótt getið sé um fróun hans af lestri bóka Snorra, svo að ekki tryggir það kristilegt hugarfar. En Hákon ai saga var samin að konungsboði eftir skjallegum heimildum. Var það til skemmtunar geit, fremur en til tryggingar konungdæminu og erfðunum? Engin skyldi. kasta rýrð á skemmtun þá, sem þjóðinni varð af lestri og flutningi íslendinga- sagna. En sá fögnuður, sem sagna lesturinn átti, gat auðveldlega ver ið skyldari og líkari gleði móður og fyrirhöfn við gott bam, frítt og hraustlegt, heldur en ánægju þeirri, sem uppleyst finnst í Svarta dauða og hrist er til framleiðslu ! bílum við sveitaballsleitir iðju- lausra, reykvískra „táninga“ — imglingur er víst orðið úrelt. Allt, sem nokkurs er vert, er orðið til fyrir þörf, af knýjandi nauðsyn. Þá hefur aldrei verið til neins að þvinga þá til að mála mynd af Maríu mey t.d., sem ekki áttu sjálfir kveljandi þörf á að tjá trú sína á móðerni, ástúð og umhyggju og einhvers konar hand- leiðslu. Meira að segja mun Bósa- saga vera skrifuð af illri nauð- syn, hvort sem sú nauðsyn að heita þörf fyrir skemmtun eða eitthvað annað, því að skemmt- anaþörf er til ófölsuð og sönn, en snýr þá gjarnan ekki síður að því að skemmta öðrum en gapa gráðugum kjöftum í látnu ánægju efni. Það er þessi einsýna skemmtistefna sagnaritunarinnar, sem ég fellst ekki á, þar sem teynsla mín er sú, að þeir, sem mest lásu, höfðu til þess aðrar á- stæður engu síður heldur en skemmtanaþörfina eina. Sigurður Jónsson frá Brún TÍMINN, laugardaginn 20. október 1962 tk- 13 i í • iii 11 i i i r 11 a. i ‘ninu r*v t mnn'.iiT' <

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.