Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 14
BARNFÓSTRAN jawr* rvA"'«mKmxæ /.» Eftir DOROTWY QUINTIN hálfpartinn að beita hörku til að fá að borga út í hönd. Verzlanirnar í Trewilly komu mér notalega á óvart. Þar var gott úrval af öllu. Eg var ofsa- lega ástfangin í fyrsta skipti á ævinni, og ég í fyrsta skipti á ævinni hafði ég áhuga á fötum. Eg keypti nokkra litfagra ítalska kjóla og Ijómandi fallegan, græn- an kvöldkjól. Eg klæddist honum fyrsta kvöldið dálítið feimin og fór niður til miðdegisverðar. Eg fann, að ég roðnaði, þegar Oliver — Sem aldrei virtist taka eftir fatnaði — leit aftur á mig. — Eg var úti að verzla, sagði ég vandræðalega. — Eg var reglu lega undrandi yfir búðunum i Trewilly. — Þessi kjóll fer yður mjög vel, Mandy, hann fer svo vel við augu yðar. Eg býst við að þér vitið, að þau skipta liturn, stund- um eru þau grá, stundum græn. Carolyn hafði einnig fengið á- huga á fötum, þegar hún hafði tekið upp allt, sem Oliver hafði keypt handa henni í London, og það voru aðeins eðlileg viðbrögð' sex ára telpu. Oliver sagð'i mér frá inn- kaupunum og bætti við: — Eg þoldi ekki að sjá Caroiyn í þess- um ljótu fötum, sem Deidre færði hana í. Og þá fékk ég tækifærið, sem ég hafði beð'ið eftir, og ég sagði: — En skiljið þér ekki, að það var hluti af áætlun Deidre að gera hana mállausa og kjánafega. Deidre hefur góðan smekk, hún hefur vel vit á fötum sjálf ... Oliver leit alvarlega á mig, allt að því stranglega. — Látið ekki ímyndunaraflið' hlaupa með yður í gönur, Mandy-. og gleymið ekki, að Deidre tók á sig mikla ábyrgð með Carolyn eins og hún var fyrir tveimur ár- um. Þér voruð ekki hér þá .. . . Þér heyrðuð ekki, þegar barnið hljóp veinandi frá mér, í hvert sinn sem ég nálgaðist hana. Hún hljóp til Deidre af fúsum vilja ... Hann hrukkaði skyndilega ennið. — Það var raunar undarlegt, því að Deidre hafði aldrei annazt um hana, meðan Serena lifði. En Hanna getur sagt yður, að það er rétt. Læknar voru allir á einu máli um, að Carolyn yrði að kom ast burt frá Mullions — og frá mér — um tíma að minnsta kosti. — Fólk, sem fær taugaáfall, snýst oft gegn þeim, sem það elsk ar mest, mótmælti ég þrjózkulega — En það er aðeins um tíma. A.11- ir sjá, að hún elskar yður ... og hún vildi sjálf koma aftur til Mul- lions .. . — Já. Oliver andvarpaði. _ En sir Charles varaði mig við, að það gæti endurtekið sig, Mandy Við getum ekki verið orugg enn. Eitthvað getur gerzt, sem gerir hana andsnúna mér, og þá v.ill hún flýja til Deidre. — Nei, sagði ég einbeitt _ Eg get ekki sannað það enn, að- eins tíminn mun leiða það í 1 jós. En ég held að hún hati og óttist móðursystur sína. Ó, hvernig hvernig myndi yður ekki liða í þessu ömurlega húsi? Carolyn var aldrei sýnd nein blíða né ástúð, hún fékk aldrei að leika sér við' önnur börn.... — Carolyn getur verið þrjózk, greip Oliver rólega fram i, og þegar ég leit á andlit hans, lang- aði mig til að hlæja. Það væri þá ekkert undarlegt, þótt dóttir þessa manns hefði sterkan vilja. — Finnið þér ekki, að hún er dauðhrædd við Deidre? hrópaði ég reiðilega upp. — Auðvitað finn ég það, sagði hann biturlega. — Einmitt eins og hún var einu sinni hrædd við mig — föður sinn, — sem aldrei hefði danglað í hana! Eg dró djúpt andann og reyndi að tala rólega. — Þetta er allt annað Eg held, að Carolyn hafi góðar og gildar ástæður til að óttast móðursystur sína. Eg hef áður haft börn undir höndum, sem fengið haía tauga- áfall, herra Trevallion Eg veit. að maður verður að vera ákveð- inn við þau, en það er munur á því, að vera ákveðinn og gnmm ur. . . — Góða barn, Jane hefði láíiS mig vita, ef eitthvað hefði farið fram í húsinu, sem kalla mætti grimmdarlegt, sagði Oliver gremju lega. — Kannski gat hún það ekki... kannski var hún sjálf hrædd. Hún var rekin fyrir þjófnað, ekki satt? Hann kipraði saman augun og leit hugsandi á mig, svo gekk hann að vínskápnum og he’.lti sérríi f tvö glös, kom aftur og rétti mér annað. Mark lá ekki lengur milli okkar — hann svaf á mo'tu fyrir framan rúm Caro- lynar. Þegar ég hafði reynt að fá hundinn út úr barnaherberg- inu, hafði hún náfölnað, og það var bersýnilegt, að eitthvað var í aðsigi. Barnið var þreytt eftir langan og viðburðaríkan dag, og ég vildi að hún svæfi vel, þess vegna gaf ég leyfi tii þess, að hundurinn væri inni hjá henni. Þegar við Carolyn höfðum beðið saman kvöldbæn og Oliver kom til að lesa fyrir hana, brosti hann, þegar hann • sá Mark — Látið hann vera hérna Eg bauð Carolyn góða nótt með kossi og sagði henni, að dyrnar milli herbergja okkar yrðu ætíð opnar, ef hún vaknaði á nóttunni, og hún skyldi bara kalla í mig. — Og ég set dyrnar út á gang- inn í hálfa gátt, svo að Mark kom- ist út, þegar hann þarf. Þá hafði Carolyn brosað eilítið og gripið í feldinn og Oliver hafði hiegið: — Það er greinilegt, að ég er búinn að missa hundinn minn, sagði hann. Seinna, þegar við sátum og drukkum sérrí. lyfti hann glasinu og sagði: — Við skulum skála fyrir batn andi heilsu Carolyn, sagði hann rólega. — Eg skal gera Carolyn friska,1 svaraði ég af hjartans sannfær- ingu. — Ef Deidre skiptir sér bara ekki af því, þegar hún kem- ur. Hún hefur undarlegt vald yfir barninu. — Eg skal ekki segja meira um hugboðin yðar, sagði hann hlæj- andi. — Hefðuð þér ekki fengið þau, hefðuð þér ekki veit iitlu, innilokuðu stúlkunni athygli. — Svo að þér viðurkennið, að hún var innilokuð? sagði ég. Oliver hristi höfuðið — Aðeins í eigin hugarheimi, vesalings barnið, sagð'i hann. Eg get ekki dæmt Deidre fyrir það, að hún hafði ekki heppnina með sér í svo erfiðu starfi... og ég verð henni alltaf þakklátur fyrir að hafa viljað reyna. Gerið þér yóur ljóst, að Caro hefði verið send á eitthvað hressingarhæli, ef Dei- dre hefði ekki boðizt til að onn ast hana .... Eg hugsaði með sjálfri mér, að Cárolyn hefði sjálfsagt haft miklu betra af þvi. Kannski hefði hún orðið einn af sjúklingum mínum á Greystone, en ég vissi, að tim- inn einn — og kannski Jane Pol vern gátu sannfært Oliver um, að Deidre hafði með vilja kúgað og undirokað barnið. — Getið þér ekki reynt að kom ast að þvi, hvar Jane er? spurði ég. — Eg held ekki, að hún hafi stolið þessum peningum og Hanna trúir ekki orði af þeirri sögu held ur — 0, Hanna, sagði Oliver og brosti. — Hún er eins og þér, Mandy. Henni hefur aldrei fallið við Deidre og frú Donvan, og hún vildi ekki, að Carolyn yrði send héð'an. Og ’Jane er héðan ættuð — við höldum saman. fólkið hérna. — En ÞÉR trúið því ekki held- ur, að hún sé þjófur, sagði ég hug rökk. Hanna . hafði orðið reglu- lega reið, þegar ég sagði henni um Jane. Jane myndi ekki stela frá fjölskyldunni frekar en ég, hafði hún hrópað. — Hún tilbað ofurstann, hann var sá eini, sem neitaði að trúa því, að hún hefði ætlað að stela i&æi 182 Rússar gátu farið með Pólverja, telur hann sig hafa betri ástæð- ur til að dæma Rússa, en bæði forsetinn og forsætisráðherrann. Hann kvaðst aldrei frá stríðsbyrj- un hafa verið hugdaprari en nú. í rússneska fangelsinu hefði hann þó alltaf haft von. Nú gæti hann hvergi séð vonarneista. Kona sín og böm væru í Póllandi og hann gæti aldrei séð þau aftur. Það væri að vísu nógu slæmt. En verst af öllu væri þó ’SÚ staðreynd að allir mennirnir undir hans stjórn treystu því, að hann fyndi lausn á þessu óleysanlega vanda- máli. Þeir segðu allir: O, Anders fór til London og kippir þessu öllu í lag fyrir okkur“, og hann, Anders sæi enga lausn og þetta héldi fyrir honum vöku um nætur. Eg vorkenndi honum sárlega. Hann er ágætur maður og tekur þetta allt óskaplega nærri sér. Hann ætlar að hitta Winston aftur á mið vikudaginn og mig á eftir. Eg hugsa með kvíð'a og hrolli til þess viðtals." „1. marz. Öllum undirbúningi er nú lokið að' heimsókn okkar til Montys og Ikes á morgun ... 2. marz. — Geldrop nálægt Ein- dhoven. Fórum frá hermálaráðu- neytinu, Rollie og ég, klukkan 9.45 f. h. áleiðis til Northolt, en þaðan áttum við að leggja af stað til Frakklands með forsætisráð- herranum klukkan 10.30 f.h. Hann kom eins og venjulega of seint og við lögðum ekki af stað fyrr en klukkan rúmlega 11 f. h. Við fórum í nýju C-54 flugvélinni hans. Á flugvellinum hittum við Cunningham og Mary Churchill. Cunningham fór með okkur til að "alstöðva sinna í Brussel Eftir hádegisverð flugum við áfram til Eindhoven flugvallarins í tveimur Dakota-vélum. Þar tók Monty á móti okkur og ók okkur til aðalstöðva sinna. Eftir það' var haldið áfram til járnbrautar- stöðvarinnar, þar sem járnbraut- arlest Eisenhowers beið okkar, en [ henni áttum við að búa. Stríðsfréttir eru góðar og þýzki herinn virð'ist hvarvetna fara hall oka. 3. marz. — í járnbrautarlest á! hliðarspori í Geldrop. Klukkan 9.15 lögðum við Winston af stað með Monty í tveimur Rolls-bifreið um hans. Við ókum beint til Ma- astricht. Þar fórum við til aðal- stöðva níunda hersins og hittum Simpson, bandaríska hershöfðingj ann. Hann kynnti okkur fyrir her ráðsforingjum sínum, og við Win- ston fluttum báðir stutt ávörp. Því næst var ekið áfram til Aac- hen, en stanzað við Siegfried-lín una og litazt um. Aachen var mjög illa farin og það var óneitanlega mikil hugg- un að sjá loksins þýzk hús í rúst um í stað franskra, ítalskra, bel- gískra og brezkra. Það voru nokkr ir Þjóðverjar í borginni, en ekki margir. Við ókum áfram til Jiilich þar sem við hittum ameríska her deildarforingjann, sem stjórnaði förinni yfir Roer-fljótið. Það hlýt- ur að hafa verið slæm hindrun, einkum þar sem fljótið var í mikl um vexti. ■ Við fórum yfir Bailey-brúna og og skoðuðum kastalann, múrsteins virki með stórri virkisgröf. Banda ríkjamenn tóku það með því að skjóta með fallbyssu á hurðina og beina eldvörpunum að brjóst virkjunum meðan þeir réðust inn í kastalann. 4. marz. — í járnbrautarlest á hliðarspori í Geldrop. Við fórum aftur kiukkan 10.15 f. h. og ókum í gegnum Eindhoven, beint upp eftir Nijmegen-veginum, unz við komum til aðalstöðva kanadíska ’ hersins og hittum Crerar. Ókum því næst áfram í gegnum Reichs- i wald, til staðar þar sem við hefð Sigur vesturveUa, eftir Arthur Bryant. Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKE um átt að geta séð hin miklu Rhein-fljót. En því miður var rigning og þoka, sem byrgði alla útsýn. Að lokum heimsóttum við 51. herdeildina. Það var gaman að sjá hana loksins á þýzkri grund. Fyrstu afskipti mín af þessari herdeild voru, þegar ég kom aftur til Frakklands. Næst var hún undir stjórn minni, þegar ég var yfirmaður heimahersins og ég heimsótti hana tvisvar í Skotlandi. Eg hitti þá strax, þegar þeir komu til Egyptalands og voru búnir undir að verja Cairo fyrir Rommel. Eg sá þá ganga fylktu liði fram hjá forsætisráðherran- um í Tripolí, eftir ósigur Romm- els, í Bougie í Alsír fyrir innrás- ina á Sikiley og loks hér í Þýzka- landi. 5. marz. — Lestin okkar ók af stað laust eftir miðnætti og við komum til Rheins klukkan 10 f. h. Þaðan var okkur ekið til aðal- stöðva Ikes. Þar hittum við Ike og Bradley og ræddum lengi við þá um stríðið og síðustu fréttir frá vígstöðvunum. 6. marz. — Aftur til London. Snæddi morgunverð með Ike og' átti við hann langar samræður.! Enginn vafi er á því, að hann er mjög aðlaðandi persónuleiki, en hefur jafnframt mjög mjög tak- markaðan skilning á öllu því er lýtur að hernaði. Þetta kemur: glögglega fram í öllum viræðum við hann. Samband hans við Mon- ty er mjög varhugavert. Hann sér aðeins verstu hliðarnar á Monty og getur ekki viðúrkennt hinar, sem betri eru. Við kvöddum Ike klukkan 10.30 f.h. og ókum til flugvallarins. Flug um þaðan klukkan 11 f.h. Fengum góða ferð og komum heim laust eftir hádegi.“ Þegar þeir Churchill og Brooke i komu heim til Englands þann 6. marz, eftir ferð sína til vígstöðv- anna, var allur vinstri bakki Rín- ar, frá Mijmegen til Cologne, fail inn í hendur bandaríkjamanna. Daginn eftir hertók brynvarin varðsveit úr íyrsta her Hodges, járnbrautarbrú yfir fljótið, sem óvinunum vannst ekki tím; til að eyðileggja áður. Viku síðar hafði Patton byrjað nýja sókn. Er hann hafði farið norður, til þess að stöðva framrás Þjóðverja í Ar- dennafjöllum og hefnt á glæsileg an hátt fyrir baixiagana snemma í marz, með því að ryð'ja sér leið í gegnum Eiffel til Coklentz, og tekið fimmtíu þúsund Þjóðverja tP fanga á leíðinni, hóf yfirforingi þriðja hersins nú sókn til suðaust- urs, yfir Moselle, með tveimur brynvörðum herdeildum. Hélt önn ur eftir vinstri bakka Rínar til þess að rjúfa sambandið við þá Þjóðverja sem enn væru fyrir vestan fljótið. Hin herdeildin lagði af stað frá Triér á bak við Siegfried línuna sem sjöundí bandaríski herinn og fyrsti franski herinn reyndu enn árang urslaust að leggja undir sig. Inn- an einnar viku iafði hann hand- tekið margar þúsundir kjarkþrot- inna og stríðsþreyttra Þjóðverja 14 TIMINN, laugardaginn 20. október 1962 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.