Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 3
FORSETI Mexikós, Adolfo Lopez Mateos, kom á fimmtu- daginn til Tokyo, en hann er nú í fjögurra daga opinberri -hcimsókn þar í landi. Á flug- vellinum biðu forsetans allir helztu fyrirmenn Japans og þeirra á meðal Japanskeisari sjálfur. Me5 forsetanum er kona hans og auk þess 70 manna fylgdarliS. Mateos for- seti og kona hans (t.v.) heilsa hér keisaranum af Japan. Börn í bröggum Framhald af 1. sí5u. „Við fulltrúar Framsóknar- flokksins hér í borgarstjórn erum þeirrar skoðunar, að það eigi að vera meginstefna borgarinnar í húsnæðismálum, að styðja sem flesta einstaklinga til að eignast húsnæði. Borgin hefur að lang- mestu leyti til þessa byggzt upp fyrir framtak slíkra aðila.“ „Einnig er það skoðun okkar, að borgin verði sjálf að byggja íbúð- ir og leigja á viðráðanlegu verði, þeim, sem ekki geta af eigin ramm leik komizt yfir húsnæði.“ Tillaga fulltrúa Framsóknar- flokksins var svo hljóðandi: „Borgarstjórn beinir því til borgarráðs, að hraðað verði at- hugun þeriri á högum braggabúa og annarra, sem búa í heilsuspill- andi húsnæði, sem borgarstjórn fól borgarráði á fundi sínum hinn 6. september s.l. að láta gera. Jafn framt hraði borgarráð athugun á því, á hvern hátt borgarstjórn geti leyst húshæðisvandræði þeirra fjölskyldna, sem ekki geta af eigin rammleik og við núver- andi aðstæður komizt yfir hús- næði, t.d. með kaupum á íbúðum þeim, sem borgin hefur forgöngu um að byggja og selja. Borgarstjórnin telur, að útrým- ing braggaíbúðanna sé ekki að- eins brýn frá heilsufarslegu sjón- armiði, heldur sé hér einnig um menningarlegt atriði að ræða. Vill borgarstjórnin vinna að því, að allir íbúðabraggar á landi Reykja- víkur verði fjarlægðir þaðan á næstu tveimur árum og þeim íbú- um þessara bragga, sem ekki geta af eigin rammleik eignazt hús- næði, verði séð fyrir forsvaran- legu leiguhúsnæði, sem borgin láti byggja eftir því, sem þörf kann að reynast fyrir.“ K og K UNDIRRITA FRIÐARSAMN- ING í NÁINNI FRAMTÍÐ Berlín, 19. okt. Sósíalistaríkin í Austur- Evrópu hafa í hyggju að und- irrita í náinni framtíð sérstak- an friðarsamning við Austur- Þýzkaland, sagði Wladyslaw Gomulka, foringi pólskra kommúnista í ræðu, sem hann hélt í austur-þýzka þjóðþing-' inu í dag. Hann hætti við, að1 það væri sú afstaða Vestur- veldanna, að vilja ekki undir- rita friðarsamninga við hvort hinna þýzku ríkja fyrir sig, sem leitt hefði til þess. Hann hafnaði þeirri hugmynd, að láta fara fram atkvæðagreiðslu í Vestur-Berlín. Sagði Gomulka, að Willy Brandt borgarstjóri V.- Berlínar hefði stungið upp á at- kvæðagreiðslunni til þess eins að láta hið ólöglega fá heldur löglegri svip. Hefði Vestur-Berlín legið fyr ir utan landamörk Austur-Þýzka- lands hefði Brandt getað skipu- lagt eins margar atkvæðagreiðslur, og hann sjálfur hefði óskað eftir. Sagði Gomulka, að hersetan í Vestur-Berlín ætti ekki lengur við — en í langan tíma hefði hún staðið í sambandi við lögbrot og skerðingu á yfirráðarétti yfir leið- unum til Berlínar. Vestur-Berlín á að vera frjáls borg og án her- manna, og öll lönd eiga að hafa frjálsan aðgang að henni, um leið og virtur er yfirráðaréttur Austur Þýzkalands. Ekki minntist Gom- ulka á, hvernig gæta ætti þess, að umferðin til Berlínar væri frjals. í gær heimsóttu þeir Gomulka og Joseph Cyrankiewiez, forsætis- ráðherra Póllands múrinn, sem aðskilur borgarhlutana, og var Walter Ulbricht, foringi austur- þýzkra kommúnista í för með þeim — Helmut Poppe hershöfðingi og yfirmaður austur-þýzku herjanna I Austur-Berlín tók á móti þeim, og sagði hann í móttökuræðu, að ekkert sérstakt væri að segja frá landamærunum, en þar væri þjóð herinn á verði í þágu friðarins. Á blaðamannafundi í ráðhúsinu i Vestur-Berlín sagði Brandt borg- arstjóri um atkvæðagreiðsluna, að hún væri ekki hugsuð, sem góðmennska í garð Krústjoffs eða Gomulka, heldur væri henni ætlað að gefa fólkinu, sem þetta má.l snertir, tækifæri til þess að láta I ljós afstöðu sína til málsins. Spurningin sem lögð verður fyr- ir Vestur-Berlínarbúa er sú hvort lengi Þeir vilji að herlið Vestur- veldanna verði enn í borginni, og hvort þeir vilji að núverandi sam- band milli Vestur-Berlínar og V- Þýzkalands haldi áfram, sagði Willy Brandt borgarstjóri. Aðalfundur F.U.F. ”......'r) u 1 síðu ræða Berlínar-vandamálin, og er talið víst, að ákvörðunin byggist I nær eingöngu á því, hvað Gromy- ko hafi að segja, þegar hann kem- ur til Moskvu. Gromyko ræddi við Rusk í fjóra klukkutíma, eftir að hann hafði rætt við Kennedy í Hvítahúsinu í tvo tíma samfleytt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði á eftir, að ekkert sérstakt hefði komið fram í viðræðunum, að hvorugur aðili hefði breytt af- sföðu sinni varðandi Berlín. í Moskvu segja menn, að eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hafi Krustjoff ekki enn tekið á- Lyfseðlarnir - Framhald at l síðu. slík lyf, sem eru seld jafnvel enn í lausasölu erlcndis, verði tek in á eiturlyfjaskrá hér, sagði land læknir, enda yrði það mjög örð- ugt vegna fjölda þeirra, þótt fólk virðist upp á síðkastið vera byrj- að að nota sum þessara vægari lyfja til nautna. Landlæknir sagði að sú eiturlyfjaskrá, sem hér er í gildi, værj sízt gloppóttari en eiturlyfjaskrár í nágrannalöndun- um. Aðspurður sagði landlæknir, að um eina eiturlyfjaskrá væri að ræða og a. m. k. enn ekki mein- ing að hafa tvær skrár, aðra fyrir eiturlyf og hina fyrir væg örvandi og róandi lyf. Aðalfundur FUF í Árnes- sýslu verSur haldinn að Braut EkkGPt flýtt arholti Skeiðum, fimmtudag- inn 25. október og hefst kl. 9,30. Dagskrá samkvæmt félags-i lögum. Stjórnin | FB-Reykjavík, 19. okt. Sáttasemjari ríkisins boðaði fund með samningaaðilum í Síld- veiðideilunni kl. 21 í kvöld. Þeg- ar blaðið fór í'prenntun var enn setið á fundi, en ekkert nýtt hafði komið fram í málunum. Vilja fresta aB ræía um stjórnmálalega einingu NTB-Briissel, 19. okt. Belgíska stjórnin hefur samþykkt, að utanríkisráð- herrar ÉBE-landanna komi saman á fund í Brússel í næstu viku. Stjórnir annarra EBE- i landa hafa einnig sambykkt i þetta, og nú hefur belgíska i stjórnin tilkynnt, að fundur- ; inn verði að öllum likindum i haldinn 25, október. Ráðherranefnd Efnahagsbanda •ókn Bretlands um aðild að banda laginu. Hefur stjórn Hollands lát- ið í ljós þá skoðun sína, að eðli- legt væri, að Bretland ætti einn- ig fulltrúa á fundi utanríkisráð- herranna, en fram til þessa hefur ekkert bent til þess, að svo verði Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagsins munu ræða að þessu sinni um stjórnmálaástandið og afstöðuna til þeirra landa, sem sótt hafa um inngöngu í bandalag- >t Líklega verður einnig rætt um lagsins mun einnig koma saman i það, hvort komið verði á stjórn- til fundar í Briissel 25. október, og málalegri emingu, en vegna þess er ætlunin að ræða enn á ný um- ] fálætis, sem bæði Halland og Belgía hafa sýnt um að hefja við- ræður, er leitt gætu til þess að málinu yrði hrint í framkvæmd, er ekki trúlegt, að gerðar verði r.cinar sérstakar samþykktir. Það eru aðallega skoðanir Hol- lendinga og Belga, að leysa verði vandamálið varðandi inngöngu Bretlands í bandalagið, áður en farið verður að ræða nokkuð nán- ar um að koma á stjórnmálalegri einingu milli landanna, sem að- ild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu. kvörðun um það, hvort hann skuli fara til Bandaríkjanna. Er sagt, að hann hafi skýrt Foy Kohler, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu frá því, að hann hafi ekki áhuga á að hitta Kennedy, aðeins til þess að hitta hann. Þegar Gromyko ræddi við blaða menn, eftir að hann hafði rætt við þá Kennedy og Rusk, var hann í afbragðs skapi. Kvað hann við- ræðurnar hafa verið mjög gagn- legar, og að bæði löndin ynnu r.ú að því að koma á betra sam- bandj sfn á milli. Aðspurðutr, hvort Krustjoff hefði í hyggju að koma til Sameinuðu þjóðanna, sagðist hann ekki hafa neitt svar við þessari spurningu nú sem stæði, en af þessu drógu blaða- mennirnir þá ályktun, að enn væri verið að athuga möguleikana fyr- ir þessari heimsókn. Þegar utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, Gerhard Schröder, kom heim til Bonn frá New York í dag, sagðist hann þess fullviss, að Bandaríkjamenn myndu halda fast við núverandi stefnu sína í Berlínar.-málinu. Fréttaþjónusta Kristilega demókrataflokksins sagði í tilkynningu, sem send var út um viðræður utanríkisráðherr- ans, að hann væri mjög ánægður með viðræður sínar við Kennedy forseta og aðra leiðtoga Bandaríki anna. Engar nýjar tillögur hefðu komið fram, en ferð hans hefði verið góður undirbúningur undir ferð Adenauers kanzlara til Banda líkjanna í næsta mánuði. Schröder ræddi við Adenauer strax eftir að hann kom til Bonn. T»wrfurdufl Framhald af 1 síðu. verið væri að gera þa'ð óvirkt. — Því er ekki ajj neita, að það er alltaf lífshætta að eiga við þessi dufl og í sumum þeirra eru sérstakar vítisvéJar, sem eru til þess ætlaðar að granda þeim. sem gera þau óvirk. Dufl það, sem Freyr kom inn með á dögunum kom í vörpu hans á líkum slóðum og dufi það, sem Júpiter fékk í vörnuna á dögunum. Hér við land eru aðallega tvö þýzk tundurduflasvæði, sem Þjóð- verjar sjálfir gáfu upp, að stríð inu loknu. Annað þeirra er út ■>g suður af Látrabjargi en hitt >it og suður af Malarrifi, en á beim slóðum voru duflin, sem Túpiter og Freyr fengu. Brezku svæðin eru aðallega fyrir norð- an og austan land. Þrír komust undan Þrír Austur-Þjóðverjar á aldrinum 18 til 23 ára, kom- ust í fyrrakvöld frá Austur- Berlín yfir til Vestur Berl- ínar. \ YÍMINN, laugardaginn 20. októher 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.