Tíminn - 20.10.1962, Side 7

Tíminn - 20.10.1962, Side 7
jJtgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. sfcræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Viðurkennmg Gylfa Fróðlegar umræður fóru fram á Alþingi í fyrradag, þegar efnahagsmálafrumvarp Framsóknarmanna var til 1. umræðu í neðri deild. Eysteinn Jónsson fylgdi því úr hlaði með ýtarlegri ræðu, en Gylfi Þ. Gíslason hélt uppi vörnum fyrir stjórnina. Viðræður þeirra urðu hinar athyglisverðustu. Langsamlega athyglisverðast var þó það, að Gylfi lét með öllu ómótmælt þeim ummælum Eysteins, að „viðreisnin" hefði leitt til hinnar mestu dýrtíðar og verðbólgu, sem hér hefði orðið, og að ójafnvægi í efnahagsmálum hefði aldrei verið meira en nú. Þegar „viðreisninni" var hleypt af stokkunum, var því hins 1 vegar yfir lýst af ríkisstjórninni, að með henni myndi M nást stöðvun verðbólgunnar og jafnvægi í efnahags- málum. Þetta hefði því gersamlega misheppnazt. enda alltaf verið Ijóst, eins og Framsóknarmenn hefðu bent á strax í upphafi, að „viðreisnin" myndi leiða til verðbólgu og éjafnvægis, vegna hinnar miklu og margþættu röskunar, er hlyti að leiða af henni. Gylfi reyndi ekki aS mótmæla þessu á neinn hátt, heldur taldi með þögninni, að þetta væri rétt. Gylfi reyndi ekki heldur til að mótmæla því, að „viðreisnin" hefði leitt til störum ranglátari .tekjuskiptingar og hér stefndi því óðum til hinna gömlu þjóðfélagshátta, þegar fáir voru mjög ríkir en fjöldinn allur fátækuf Það felur í sér þyngstan áfellisdóm, þegar stjórnar- herrarnir verða þannig sjálfir að játa með þögn sinni, að cfnahagsstefna þeirra leiðir til verðbólgu, ójafnvægis og ranglátrar tekjuskiptingar. Slíkri stjórnarstefnu ber þjóðinni að hafna við fyrsta tækifæri. „Frystingin“ í umræðum á Alþingi í fyrradag um efnahagsmála- fvumvarp Framsóknarmanna, reyndi Gylfi Þ. Gíslason helzt að klóra í bakkann með því að benda á hagstæða gjaldeyrisstöðu bankanna, er hann taldi stafa af „fryst- ingu“ sparifjárins. Vitanlegt er þó, að hér er sáralítið samband á milli. Ef síldveiðin hefði ekki orðið óvenjulega mikil, myndu ekki vera neinir 'gjaldeyrissjóðir, þótt 500 millj. kr. af sparifé væru „frystar“ í Seðlabankanum. Gjaldeyris- varasjóðurinn er ávöxtur góðærisins en ekki „frysting- arinnar". Þetta sannaði Eysteinn Jónsson líka vel, þegar hann benti á, aS í árslok 1958, er vinstri stjórnin lét af völdum, hefðu bankarnir átt verulegan gjaldeyrisvara- sjóð og gjaldeyrisstaðan í heiid verið sízt lakari en nú. Engri „frystingu" hefði bá verið til að dreifa. Það, sem mestu skiptir til að tryggja hagstæða gjald- eyrisstöðu, er mikil og vaxandi framleiðsla. Mikil og langvinn frysting sparifjár vinnur gegn þessu, þar sem minna fé er þá varið til fjárfestingar og uppbyggingar en ella og það dregur svo aftur úr framleiðslunni. Nú er orðið svo ástatt, að stóraukið lánsfé þarf til margs konar framkvæmda. m. a. vegna þess, að „við- reisnin“ hefur stóraukið allan kostnað við þær Ef ekki fæst bætt úr þessu. hlýtur það að hamla gegn vaxandi framleiðslu Þess vegna er það nú eitt allra stærsta fram- faramálið. að ,,frvstingunni“ verði hætt tafarlaust, eins og Framsóknarmenn leggja til. HAH.L0ÓR KRISTJANSSONI, XCirkjubóli: Skilja ritstjórar Mbls. þetta? Um ríkisframlag fil aS halda sisSri verði landbúnaðarafurða. Morgunblaðið segir h. 29. f. m., ag Framsóknarmenn sóu „argir út af lágu verði á innflutt um fóðurbæti“. í því sambandi segir blaðið svo orðrétt: „Annars er það táknrænt fyr ir málflutning Framsóknar- manna, að þeir ónotast yfir því að verði á fóðurkorni er haldið niðri, vegna þess að það dragi úr hækkun afurðaverðs, en skammast jafnfralint yfir því, að ekki hafa enn verið lækkuð aðflutningsgjöld á dráttarvélum, þótt verðlag á dráttarvélum hafi nákvæmlega sams konar á- hrif á afurðaverðið og fóðurbæt isverðið gerir.“ í tilefni af þessum málflutn- ingi blaðsins vil ég segja fáein orð, með þvf líka að ég er einn þeirra rnanna, sem nýlega hef haldið því fram opinberlega, að heppilegra myndi vera að nota það fé, sem lagt er fram úr ríkissjóði á annað borð til að minnka reksturskostnað bænda og þar með að halda afurðaverði niðri, til að lækka verð á land- búnaðarvélum og vexti af fram kvæmdalánum heldur en að verja því til að lækka innflutt- an fóðurbæti. Þetta er atriði, sem ber að gera sér grein fyrir, hvort gildir alveg einu máli. Hvað gera ritstjórarnir? í fyrsta lagi lýsi ég eftir því, hvort Mbl. treysti sér til að standa við þann áburð, að Fram- sóknarmenn hafi verið á móti lágu verði á fóðurbæti „vegna þess, að það dragi úr hækkun ><j afurðaverðs.“ Hér hefur Mbl. um þrjá kosti að velja og vil ég biðja ritstjóra þess að velja nú þann, sem þeir telja sér samboðnastan, en Þeir eru þessir: 1. Að nefna einhverja eða að minnsta kosti einhvern Fram- sóknarmann, sem þessi ásökun á við. 2. Að viðurkenna opinberiega að Framsóknarmönnum gangi allt annað til þegar þeir telja hægt að verja ríkisfé betur til annars en að greiða niður er- lendan fóðurbæti. 3. Að þegja við þessu og sitja þannig uppi berir að ósannind- um og vöntun á manndómi til að kannast við, hvað þeim hefur orðið á. Skal svo ekki að sinni fleira sagt um það, hvern kostinn rit- stjórarnir velja sér. Jafnrétti ínnlendrar framleiðslu Vilji menn endilega halda verði á fóðurkorni niðri með greiðslum af almannafé, þá er vitanlega fjarstæða að láta það koma fram sem vemdartoll fyr ir innflutt fóður gegn islenzkri framleiðslu. Mbl. segir nú, að „kornrækt hér á landi sé enn á tilraunastigi“ og „áður en bændui geti almennt ráðizt kornrækt að ráði, verði um- fangsmiklar tilraunir að hafa átt sér stað.“ Þessu er því til að svara, að Klemenz á Sámsstöðum hefur ræktað korn hátt á fjórða ára tug og ýmsir aðrir „duglegir athafnamenn hafa sýnt lofsverð an áhuga og framtak á þessu sviði“, eins og Mbl. segir. ÖH -æktun á íslandi er á tilrauna stigi að vissu leyti Alls staðai eru gerðar tilraunir þar sem teitað er betri afbrigða og betr árangurs og þykja það hverg) rök fyrir því, að ekkert megt gera fyrr en einhvern tíma síðar meir. í flestum atvinnugreinum fleygir tækninni fram. Ekki mun Mbl. mæla með því, að hætt sé að flytja bíla til íslands eða byggja hús á landi hér, þó að bæði bátasmíði og húsasmíði sé á tilraunastigi að því leyti að gera megi ráð fyrir betri og ódýrari framleiðslu eftir nokk- ur ár. íslenzkt fóðurkorn. Enda þótt grasrækt og hey- verkun sé enn á tilraunastigi og von sé þar endurbóta, sem skipta íslenzka bændastétt og íslenzk- an þjóðarbúskap svo 'miklu, að nemur tugum milljóna króna á hverju ári er þó grasræktin und irstaða búskapar í hverri sveit á landinu. Þjóðhagslega er það ekki lítið atriði, hvort menn fóðra íslenzk an búpening á innlendu fóðri eða innfluttu. Því er heppilegast þegar til lengdar lætur, að ekki sé vísvitandi brjálað verðhlut- fall þar í milli. Hæpið mun það vera að forlegin offramleiðsla Bandaríkjamanna af maísmjöli sé hentugra^ fóður en íslenzkt byggmjöl. Óeðlilega lágt verð á útlendu fóðri hlýtur alla vega að deyfa áhuga manna á inn- lendri fóðurframleiðslu og fóð- urvöndun. Ræktun íslands og nýting íslenzkrar töðu er minna atriði en ella ef borgað er með amerísku korni til þess að bænd ur á íslandi gefi það. Auk þess getur það verið vafasamt fyrir íslenzka bændastétt í hvíld, eins og markaðsmálum er nú háttað, að freista þeirra bænda, sem sitja við hagstæðast mjólkurverð til að pína kýr sinar til mjólkur með því að kappgeía mjöl. Oft er talað um fjölgun fólks á íslandi og nauðsyn meiri fram- leiðslu í því sambandi. Eit af því, sem nú liggur næst er að færa fóðurkornframleiðsluna inn í landið. Einn liðurinn í því er að unna íslenzku fóðurkorni jafn- réttis við hið ameríska. Það, sem um er að ræða. Nú er það vitað mál, að ef rík- íð hættir að borga fóðurbæti niður með 10 millj. kr. árlega, verður að gera ráð fyrir að rekstr nrkostnaður bænda hækki að sama skapi, og verður þv} að hækka afurðaverðið að sama skapi að öðru óbreyttu. Það er þó \lls ekki þetta, sem við erum að oerjast fyrir Fyrir mitt leyti hei ég haldið því fram, að þessu fé væri betur varið til að Iækka vexti af framkvæmdalánum bænda og aðflutningsgjöld af landbúnaðartækjum. Sú skoðun mín breytist ekki við það, sem ég hef enn þá lesið í Mbl. um þessi mál. Hér er ég ekki að ræða um það, að leggja eigi ný gjöld ó þjóðina til að minnka rekstrar- kostnað bænda eða halda afurða- verði niðri, heldur aðeins að taka þátt í umræðum um hvernig því fé, sem til þess er kostað verði bezt varið og hvað mér sýnist í þeim efnum. Gaman væri ef Mbl. vildi taka bátt í slíkum umræðum. Það, sem skilur á milli. í þeim verðlagsgrundvelli, sem nú gildir, er fimmti gjaldaliður vísitölubúsins kostnaður við vél- ar. Þar er einn liðurinn fyrning, 10% af kr. 65.000. Ekki veit ég hvernig þessi tala — sextíu og fimm- þúsund krón- ur — er fundin. Sennilega á hún að vera eitthvað meðaltal af kaupverði nauðsynlegustu tækja eins og það hefur verið svo og svo mörg undanfarin ár. Hitt veit ég, að bóndi, sem væri að byrja búskap á þessu ári eða ein- hverra hluta vegna að vélvæðast, þyrfti að borga rúmlega 100 þús. kr. fyrir allslausa heimilisdrátt- arvél af stærri gerð. Sláttuvél, múgavél og nauðsynlegustu kerr ur fær hann tæpast fyrir minna en svo sem 40 þús. kr Mbl. getur sagt, að það „hafi nákvæmlega sömu áhrif á afurða- verðið“ hvort ríkisfé er notað til að lækka verð á fóðurbæti eða landbúnaðartækjum. En það hef- ur ekki nákvæmlega sömu áhrif fyrir bændur. Fóðurbætisverðið gengur inn í verðlagsgrundvöll- inn árlega eins og það er hverju sinni. Verkfæraverðið í verðlags- grundvellinum er hins vegar ó- raúnhæft. Sá bóndi, sem kaupir sér dráttarvél með nauðsynilegustu tækjum, á þessu ári, verður að taka meiri hluta af fyrnjngu þeirra af því, sem hann á að hafa til framfæris sér og fjöl- skyldu sinni, þvj að verðlags- grundvöllurinn gerir ekki ráð fyrir þeirri greiðsluþörf. Með þessari tilhögun er því gert erfiðara en ella að byrja búskap. Ef bóndi þarf að byggja . . . í verðlagsgrundvellinum er gengið út frá því að útihús bónd- ans kosti 164,383 krónur. Bústofn inn á að vera 9,8 kýr, 137 sauð- kindur og 5 hross Þessi fjárhæð hrekkur skammt til að byggja yfir þær skepnur, fóður fyrir þær og nauðsynlegustu tæki til framleiðslunnar. Fyrir þessi 164 þúsund byggir bóndinn engan veginn yfir kýrn- ar, en hús myndi hann þurfa yfir sínar 135 kindur og fóður þejrra, og stundum heyrist okkur að ætlazt sé til þess að bóndinn geti látið verkfæri sín í hús. Hér kemur enn fram munur á að- stöðu byrjanda og hins. sem stendur á gömlum merg. Sá bóndi, sem þarf að byggja úti- húsin, finnu.r emgan grundvöll fyrir því j vetðlagsgrundvellin- um. Sk’ilja þeir þetta? Er það nú til of mikils mælzt, að ritstjórar Mbls. — Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Jóhannessen og Eyjólfur Konráð Jónsson — fari að nki.lja hvers vegna mér finnst það nokkru Framhald á 13. síðu. n,—i .„n J T í M I N N , laugardaginn 20. október 1962 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.