Tíminn - 20.10.1962, Side 16

Tíminn - 20.10.1962, Side 16
BÓ-Reykjavík, 19. okt. Kartöfiuupptaka hefur stað iS yfir fram að þessu og er jafnvel ekki lokiS þótt upp- töku í venjulegu ári sé jafnaS- arlega lokiS um mánaSamótin september—október. Blaðið talaði í dag við íorstjóra grænmetisverzlunarinnar. Hann sagði tölur um kartciflumaignið mundu komnar fyrir lok þessa mánaðar. Uppskeran í Hornafirði er mjög léleg í ár. Um Þykkva- bæinn er ekki vitað og ekki held- ur um Svalbarðsströnd og önnur kartöflusvæði fyrir norðan, sagði íors'tjórinn. Blaðið talaði síðan við Aðal- slein Aðalsteinsson, fréttaritara sinn á Hornafirði. Hann sagði, að uppskeran hefði verið mjög mis- jöfn, sumstaðar lítið meiri en sett var niður, annars srtaðar hefði jafnvel ekki verið tekið upp úr görðum, en í sumum görðum hefði verið meðalvöxtur. Talið er, að uppskeran í heild sé helmingi niinni en í fyrra og þá var meðal ár. Hvað kemur til, veit enginn. Að líkindum er það veðráttan, sagði Aðalsteinn. Sumir geta þess til, að notkun lyfs gegn kartöflu- myglu hafi misheppnazt, en lyfið Frainh. á 15. síðu MYNDIN af þessari furðuskepnu kemur frá Litla-Bakka í Hró- arstungu. Hrúturinn einhyrndi heitir Snillingur og er eign þeirra Björns og Skúla Sigurbjörnssona á Lilta-Bakka. í gamla daga var það taiið bo'ða stórtíðindi, er slíkar skepnur fæddust. (Ljósm.: TÍMINN-KI). „Gæti líka fengið að smíða í Köln“ Guðmundur óperusöngvari inn til landsins söngskemmtun í er Guðjónsson nýkom- og heldur Gamia Bíó n.k. mánudagskvöld með undirleik Atla Heimis Sveinssonar píanóleikara. Þeir Gúðmundur og Atli Heim ir voru báðir vi'ð nám í tón- listarháskólanum í Köln, Atli hefur numið þar tónsmíðar, pí- anóleik og hljómsveitarstjórn síðan 1959, en Guðmundur fór þangað í nóvember s. 1. í boði vestur-þýzku ríkisstjórnarinnar og naut þar kennslu í tíu mán- uði hjá hinum fræga söngkenn ara próf. Clemens Glettenberg. í vor fór Guðmundur til Árósa í Danmörku og þáði boð um áð syngja hlutverk Alfredos í óp- erunni La Traviata á 50 ára af- mæli józku óperunnar í Árós- um og fékk lofsamlega dóma i dönskum blöðum fyrir söng sinn. Fréttamenn hittu þá Guð- mund og Atla Heimi að máli í gær og nokkra vini Guðmund- ar, sem annast undirbúning tónleikanna á mánudag. Fyrst Iék fréttamönnum hugur á að vita, hvort Guðmundur hefði í hygigju að gerast söngvari ytra eða hvort hann hefði fengið boð um söngsamning ytra. Guðmundur kvað það alls ekki ætlun sína. Hann hafi val- ið sér lífsstarf fyrir löngu, hann væri trésmiður og hefði fyrir konu og börnum að sjá og það væri fyrir öllu, að tryggja þeirra framtíð og gæti ekki teflt í neina tvísýnu nú orðið með að leggja út á listamanns- braut í útlöndum. Raunar sagð- ist Guðmundur hafa gefið það sama svar, þegar hann var úti í Köln og var spurður, hvort hann gæti hugsað sér að gerast óperusöngvari þar, ef byðist. „Ég er smiður heima á íslandi og hef hugsað mér að vera Það áfram“, svaraði Guðmundur Þá. „Já, en þú mundir nú sjálf- sagt fá að smíða hér eins og þig lysti“ varð þeim að orði, rétt si svona. Úr 80 nemenda hópi í Köln- ar-skólanum var 22 boðið að vera á sérstöku úrvals-nám- skeiði sem nefnist Meister-kurs us. Þetta voru nemendur í ýms um tónlistargreinum, og Guð- mundur varð einn af þessum 22. En það sem meira var: Að nám skeiðinu loknu voru þrír valdir úr til að koma fram á lokatón- leikum skólans, og trésmiður- inn frá íslandi var þeirra á meg al. Hinir tveir voru bandarísk- ur baritón, William Pearson, sem stundað hefur söngnám í Framh á 15. síðu Allt fyrir æskuna í vetur GUÐMUNDUR GUÐJONSSON Æskulýðsráð Reykjavíkur er nú aS hefja mjög fjölþætta vetrarstarfsemi. Nú verSur tekin upp sú nýjung, aS stofn aSur verður kvikmyndaklúbb ur fyrir æskufólk í Tjarnarbæ, og er það í samráði viS Film- íu. í vetur verður einnig hald- in margvísleg tómstundastarf semi og klúbbstarfsemi. Æskulýðsráð Reykjavíkur og Filmía hafa ákveðið að beita sér | fyrir stofnun sérstaks kvikmynda- klúbbs fyrir æskufólk 12 ára og eldri. Markmiðið er, að í klúbbi þessum verði ungu fólki gefinn kostur á því að sjá úrvalskvik- myndir frá ýmsum tímum og lönd- um og auk þess verði veitt fræðsla um kvikmyndagerð og kvikmynda leik. í vetur mun klúbburinn hafa tíu sýningar á laugardögum í Tjarn arbæ og eru fjórar þær fyrstu þeg ar ákveðnar. Laugardaginn, 20. okt. kl. 3 e.h. Eilífðar vinir. Hugljúf ítölsk kvikmynd um 2 13 ára skólafélaga og vini. Myndin fékk dóma sem ein af 10 beztu myndum ársins 1957. Laugardaginn 3. nóv. Circus- kvikmynd og fræðsluþáttur um kvikmyndagerð. Laugardaginn 17. nóv. Hinn ó- sigrandi. Indversk verðlaunakvik- mynd (fern verðlaun á Feneyja- Framh. á 15. sfðu FENGU ENGA RJÚPU MB—Reykjavík, 19. okt. Rjúpnaveiðar hófust síðast lið- inn m'ánudag, og munu margar skyttur síðan hafa Iagt land und- 'ir fót. Fenigur þeirra hefur verið misjafn; sumir hafa fengið góffia veiði, aðrir minna, en eins og geng ur og gerist, hafa þeir haft heldur lægra um sínar veiðisögur. Á Holtavörðuheiði hafa alltaf Framh. á 15. síðu ENGIN NÝ BERKLA- TILFELU ÓM—Eyrarbakka, 19. okt. Allsherjar berkl3rann- sókn liefur farið fram hér á staðnum, vegna berklaveiki- tilfel'ia þeirra, sem hér komu upp á döigunum, og siagt var frá áður. Gert var berklapróf á börnum og ung Iingum yngri en sextán ára, en eldri voru gegnumlýstir. Naut héraðslæknir við þetta aðstoffiar lækna úr Reykja- vík. Eugin ný tilfelli komu fram.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.