Tíminn - 21.10.1962, Page 7

Tíminn - 21.10.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó’rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, J[ón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davxðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- iiúsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sektír en ekki vextir „Viðreisnar“-stjórnin hefur leikið flesta landsmenn grátt, en þó fáa verr en sparifjáreigendur. Þetta er því hraksmánarlegra sem ríkisstjórnin segist einmitt hafa borið hag þeirra sérstaklega fyrir brjósti með háum vöxt- um, telur sig standa trúan vörð um þeirra hag og gelur. sjálfri sér óspart lof fyrir þetta. Vegna þess að mál þessi hefur enn einu sinni borið á góma og ráðherrarnir sak- að aðra um að bera ekki hag sparifjáreigenda nægilega fyrir brjósti er rétt að setja upp hið augljósa dæmi um það, hvernig sparifjáreigendur hafa verið leiknir af þess- ari ríkisstjórn. Síðan þessi ríkisstjórn gerði efnahagsráðstafanir sín- ar hafa innlánsvextir af ársbundnu sparifé verið 9%. Sá maður, sem átt hefur 1000 kr. í banka í fjögur ár, fær 1400 kr. að þeim liðnum. Þetta lítur laglega út í tölum. fcn ríkisstjórnin hefur gert annað á sama tíma. Hún felldi gengið tvisvar. Þegar stjórnin tók við, var meðalgengi að meðtöldum gjaldeyrissköttum 65 kr. sterlingspund. Nú er gengið 120 kr. sterlingspund. Með gengislækkun- um hefur stjórnin breytt þessum 1400 kr. sparifjáreig- andans í 800 kr. — og tæpar þó. Auk þess hafa auknar álögur og dýrtíð skert þennan sparifjárstofn enn. Dæmið sýnir því augljóslega, að sparifjáreigandan- um hefði verið miklu betra að eiga sínar 1000 kr. vaxta- lausar í banka þessi fjögur ár heldur en njóta „verndar- aðgerða" ríkisstjórnarinnar, að ekki sé talað um að njóta sömu kjara og áður giltu í vöxtum og verðtryggingu. Sannleikurinn er sá, að í stað þess að greiða vexti af sparifé hefur „viðreisnarstjórnin" sektað hvern spari- fjáreiganda fyrir að eiga 1000 kr. inni um 50 kr. á ári — dregið af honum 5% í stað þess að greiða 9% vexti. Sparifjáreigandinn hefur sem sagt verið skuldunautur bankanna og ríkisstjórnarinnar þessi ár í stað þess að vera innstæðueigandi. Svo hælir ríkisstjórnin sér fyrir að efla hag spari- fjáreigenda. Hafa menn heyrt annað eins? Vilja kratar fá nýjan Emilsdóm ? Margt bendir nú til þess, að kratar vilji fá nýjan gerð- ardóm í síldveiðideilunni í líkingu við gerðardóm Emils Jónssonar á síðastliðnu vori. Þetta sést ekki sízt á því, hvernig Alþýðublaðið skrif- ar um þá tillögu Eysteins Jónssonar að deilan verði leyst á þann veg, að útgerðin fái greiddan nokkurn styrk vegn hinna nýju tækja. Alþýðublaðið segir, að þetta myndi þýða nýjan skatt. Þetta er rangt. Eysteinn Jónsson het'ur bent á, að þetta fé megi annaðhvort taka af þeim útflutningsgjöldum, sem nú þegar eru lögð á, eða af gengishagnaði þeirn, sem var ranglega tekinn af útgerðinni í fyrra. Þá segir Alþýðublaðið, að þetta myndi skapa fordæmi. Þetta er líka rangt. Öll vátryggingagjöld útvegsins eru þegar greidd niður með þessum hætti. Þessar rangfærslur Alþýðublaðsins benda eindregið tii þess, að kratar vilji hindra sérhverja aðra lausn en þá að settur verði nýr gerðardómur í líkingu við gerðar- dóm Emils Jónssonar á síðastliðnu vori. Waíter Lippmann ritar um a!þjó®amál:"l*^1"B"n"m",w*IB,JIW*™í‘tmw*IM [ Nauösynlegt að leita samkomu- lags um lausn Berlínardeilunnar Mikiö veltur á góðri sambúð Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands DR. SCHRÓDER, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, er nú í Washington og síðar kem- ur dr. Adenauer kanslari dag- inn eftir kosningar. Krustjoff hefur sagt, að þann dag Ijúki hléi því, sem staðið hefur að undanförnu, og þá muni hann sjá um að Berlínardeilan verði aftur tekin á dagskrá. Meðan við vitum ekki hvernig hann hyggst gera þetta, er var legra að gera ráð fyrir ein- hverjum aðgerðum, sem ætlað er ag hafa áhrif á aðstöðu Vestur-Berlínar. Adenauer kanslari og Kenn- edy forseti hafa því áríðandi mál að ræða. Rusk utanríkis- ráðherra átti í viðræðum við rússnesku stjórnina í meira en ár, en þær hafa legið niðri síð an í vor. Allt fram að því ræddu báðir aðilar um hugsanlegar ráðstafanir, svo sem alþjóðleg yfirráð yfir leiðinni til Vestur- Berlínar sem stungið hafði ver ið upp á og gert gætu Sovét- ríkjunum áframhaldandi dvöl vestrænna herja Þolanlega. Aðgangur fyrir Vesturveldin að borginni og dvöl vestrænna hersveita Þar eru hin við- kvæmu skilyrði, sem við get- um ekki og munum ekki hvika frá. Yfirvöldunum í Kreml á að vera þetta ljóst. Kennedy forseti getur ekki gefið Berlín eftir, jafnvel þó að hann væri. þannig gerður, að hann lang- aði til þess. Uppgjöf mundi ríða honum að fullu. Aðgangur að borginni og dvöl hersveita þar er ekki til umræðu, en það eru aftur önnur atriði, t. d. að hve miklu leyti austur-þýzka ríkið sé viðurkennt opinberlega. VIÐRÆÐUR milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna nutu ekki blessunar þýzka kanslar- ans eða de Gaulle. Samt fóru þær fram. í maí í vor gerðist eitthvað í Moskvu, sem olli því, að Rússar hættu viðræð- unum og kröfðust þess, að vest rænar hersveitir væru fjarlægð ar frá Berlín. Þetta er ekki til umræðu af okkar hálfu og því hafa viðræðurnar legið niðri. ADENAUER Nú er það spurningin, hvort hægt sé að hefja viðræðurnar aftur. Það veltur á stjórn Sovét ríkjanna. Til úrslitaátaka hlýt- ur að draga, ef þeir halda fast við það, að brottflutningur vestrænna hersveita frá Berlín sé óumflýjanlegur. Séu þeir aftur á móti fáanlegir til áð ræða ráðstafanir til að tryggja aðgang að borginni og dvöl hersveitanna þar, þá opnast möguleikar til athugunar á fleiri og fleiri atriðum. VIÐ VERÐUM ag gera okk- ur það ljóst, að ekki er fyrir hendi neitt traust samkomulag milli yfirvaldanna í. Washing- ton og Bonn um möguleikana tvo, úrslitaátökin eða samn- ingaumleitanir. Leiðtogar vestrænna banda manna og sérfræðingar þeirra hafa lagt margvísleg drög að viðbrögðum við hugsanlegum aðgerðum Sovétstjórnarinnar og Austur-Þjóðverja, en þetta eru aðeins drög, enn sem kom- ið er. Þar er ekki um ákvarð- anir stjórnarvalda að ræða. Það er 'rétt, eins og Alsop var fyrstur til að taka fram um daginn, að við ætlum okkur ekki að bíða eftir samhljóða ákvörðun brezku, frönsku, þýzku og bandarísku stjórn- anna. Við hefjum aðgerðir u'nd ir eins og til úrslitaátaka dreg- ur, svo fremi að við getum treyst á samvinnu Vestur-Þjóð verja. Hjá slíkri samvinnu verður ekki komizt við hvaða ráðstaf- anir sem er, aðrar en kjarn- orkustyrjöld. Ef svar við hindr un vestræns aðgangs og nær- veru á að vera hernaðarlegs eðlis, þá getur sambandslýð- veldið í Bonn ekki setið hjá og haldig áfram að skipta við Austur-Þjóðverja eins og ekk- ert hafi í skorizt. Þjóðverjar eiga langmest' á hættu í Berlín. Afleiðingar átaka koma fyrst niður á þeirra landi. Það er fyrst og fremst verzlun þeirra, sem stöðvast, ef til viðskipta- banna verður gripið á báða bóga. Þessi beiski veruleiki verður ekki afmáður meg slagorðum. FORRÁÐAMENN í Bonn og Washington verða að komast á fastan grundvöll hvað það snertir, hvernig eigi ag ræða málin, ef okkur tekst, með því að vera fastir fyrir, að koma aftur á viðræðum vig Sovét- ríkin. Við verðum að gera okk ur þag ljóst að við vorum fast- ir fyrir og máttum okkar meira í flutningastöðvuninni til Vestur-Berlínar 1948. Þessi þrautseigja okkar nægði til þess að fresta vandamálinu, en slík átök sem þessi geta ekki leyst Berlínarvandamálið. Þó að til átaka komi og vig verð- um ofan á, þá verður Berlín eftir sem áður hálf borg og viðkvæm, langt inni í sovézka stórveldinu EF ÁTÖKIN í kalda stríð- inu halda fram að harðna og vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram og staða Berlínar er ekki tryggð, Þá verður æ vax- andi hætta á að til kjarnorku- styrjaldar dragi út af henni. Þrált fyrir ytri velgengni í Framh á 15. síðu TÍMINN, sunnudaginn 21. október 1962 I Z

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.