Tíminn - 21.10.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 21.10.1962, Qupperneq 15
Kvikmyndavet líkt og skoða mynd af sjálfum sér. Tökum t. d. ljósmynd af kunn- ingjahópi úr ferðalagi. Jú, maður leitar að sjálfum sér og sínum, cn það tekur tíma að horfa á myndina út frá þeim sjónarhóli, hvort hún sé í sjálfu sér góð eða vond. Það er vissulega bent á atriði, sem mér finnst líka, að mættu betur fara. Rekkjan ekkert aðalatriði — Hvernig líkar þér dómarnir um endurtekna rekkjuatriðið? — Eg verð að tfegja, að það er einum of margt. Já, það hefur verið nefnt oft á prenti og oftar manna milli. Eg var í húsi um daginn, og þetta barst í tal. Eg svaraði, að það væri svo sem ósköp einfalt að fara með skæri og klippa endurtekna atrið- ið úr filmunni. Já, gott og bless- að, sagði einn. En þó nokkrir við- staddir, gripu óðara orðið: „Bless’ aður láttu ekki gera það fyrr en við erum búin að sjá myndina.“ — Sagt hefir verið, að leikstjór- inn hafi fengið snert af „skandi- vanisma" hvað snertir þetta at- riði og myndin beri víðar svip af því. — Eg fellst alls ekki á þessa skoðun. Balling vann af miklum áhuga sem leikstjóri að þessu verki, af því að hann var hrif- inn af sögunni og ég er sannfærð- ur um, að hann hafi alls ekki haft í huga að gera neina sensasjón um ástaratriðin í auglýsingaskyni. Eg held við séum allir leikararn- ir þeirrar skoðunar, að Danirnir með tölu, þeir sem sáu um allt hið tæknilega og stjórnina, hafi verið svo einhuga um að gera þetta að góðri kvikmynd, að því var hreinasta unun að vinna með þeim. — Þetta gekk með furðulegum hraða. Fannst ykkur verkið ekki þreytandi? — Já, skipulagningin var mjög sterk. Stundum unnum við frá kl. 7 á morgnana ttl 3 og 4 á nótt- unni. Það var mjög misjafnt, hvað hvert atriði tók fljótan tíma, sum þurfti að endurtaka 6—7 sinnum, sum alls ekki. Æskilegt er að á- framhaldandi samvinna takist milli Nordisk Film og Edda Film. Ótal verkefni framundan — Og hugsið þið gott til fram- tíðar íslenzkra kvikmynda? — Það er ekki áhorfsmál; nú gildir að búa sig undir framhaldið. Margir dæma þessa mynd eins og hún sé unnin við sömu skilyrði og flestar kvikmyndir, er við horf- um á, sem sé framleidd í stúdíói j í kvikmyndaveri, með tilheyrandi útbúnaði. En hér eru ekki þær aðstæður fyrir hendi. Hér hefir af illri nauðsyn verið beitt dókumentariskri tækni, (sem venjulega ér notuð við fræðslu- myndir) til að búa til mynd með lcikriti og leikurum, í stað þess, að þetta hefð'i annars staðar verið unnið við hin fullkomnu skilyrði stúdíós. Þetta verður að taka með i reikninginn. Og nú er þessi mynd komin og flestir segja flest gott um hana. Þess vegna, það sem koma þarf næst, er íslenzkt kvikmyndaver. Og það á að verða fyrir áframhaldandi íslenzka kvikmyndagerð og fyrir sjónvarp- ið þegar það kemur. — Hafið þið augastað á einhverj um sérstökum söguefnum fyrir ís- lenzkar kvikmyndir? — Því er ekki að neita, að við leikarar höfum talað um það í okkar hópi, að tilvalin efni í kvikmyndir séu sögumar af Nat- sn og Rósu, Svartfugl eftir Gunn- ai Gunnarsson, og Atómstöðin og Brekkukotsannál eftir Laxness. Hins vegar á ekki einungis að styðjast við skáldsögur. Með tím- anum hlýtur að vakna áhugi ungra höfunda að skrifa beint fyrir kvik- myndir. — Mér dettur í hug einn okkar ungu, góðu höfunda, Thor- Vilhjálmsson, hann hefir mjög skemmtilegar hugmyndir um kvik- myndahandrit, og hann hefir mörg um öðrum íremur einmitt fylgzt með kvikmyndagerð. Nokkrir ung- ir íslendingar eru að læra kvik- myndagerð og töku. Það er ekki nóg að menntast. Það verður að íá sérmenntuðum mönnum verk- svið — á íslandi. — G.B. Lippmann Framhald af 7. siðu. Vestur-Berlín, sem hefur ver- ið styrkt stórlega, eru uggvæn legar horfur á því, að yfirvöld in, bæði Þýzku yfirvöldin sjá.lf og herstjórnir bandamanna sé að missa tökin á fólkinu. Við verðum að minnast þess, að það eru Þjóðverjar, sem standa beggja vegna múrsins í Berlín. Ástandið er þannig, að þarna er fyrir hendi allt, sem til borgarastyrjaldar þarf, og inn í hana gætum við dregizt öll gegn vilja okkar. Þeir, sem segja okkur, að vísa Rússum frá og hafast svo ekki fleira að, eru að leika sér að eldi. Við verðum að vona, að kanslaranum sé þetta jafn Ijóst og vaxandi fjölda sam- landa hans. Víðivangur (Framhald af 2. síðu). synlegur vegna þcss geysimikla undirbúniingsstarfs, sem áður Jrarf að vinna. Þótti þá ýmsum biðin lönig. En það sýnir þjóð- fé'lagsþroska opinberra starfs- manna, að þcir féllust á og sömdu um iað þrauka þennan biðtíma.“ Þetta er réttileiga mæ'lt um þjóðfélagsþroska opinberra storfsmanna og verðugt að halda á loft. En hvað er að segja um „þjóðfélagsþroska" fjármálaráðherrans, sem átti að leggja drögin að þessu „geysimikla undirbúnings- starfi“ á biðtínMnum? 'Hann kom fram í því, að fjármála- ráðherrann la.gði fram fjárlaga frumvarp fyrir næstia ár, þeg- ar 'launahækkanimar eiga að kom.a til framkvæmda, án þess að æt'la einn einasta eyri til þeirra. Hváð segir Gunnar um þann „þjóðfélaigsþroska"? Vilja ísland Framhald af 16. síðu að því með öllum ráðum að fá ísland með í sameiginlega áætlun Norðurlandanna um ódýra ferða- þjónustu. Sagði hann, að ferða- manna hefði nú beinzt mjög að Norðurlöndunum. Á ferðum sínum hefur Bönding tekið fjölda litmynda, sem sýndar hafa verið víða um Danmörku, og hafa íslandsmyndirnar vakið mikla athygli og áhuga á nánari upplýsingum um landið. Næsta sumar verð'ur gerð tilraun með skiptiferðir milli Norræna félags- ins á Mið-Fjóni, sem Bönding er formaður, og Ferðaskrifstofu rík- isins í Reykjavík. Dönsku gest- irnir munu búa á einkaheimilum á íslandi, og tilsvarandi fjöldi ís- lenzkra á fjónskum heimilum. Skáka stórþjóðum Framhald af 1. síðu. væri að senda út 1000 tonn til við- bótar. Þetta magn verður að öllum líkindum selt fyrir nóvemberbyrj- un, þegar hið glfurlega framboð frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Argentínu kemur. Agnar sagði, að jafnframt sölu freðkjöts í heilum skrokkum væri verið að gera tilraunir með sölu I neytendaumbúðum. Kjötið er sagað niður hér heima eftir full- kælingu og selt í hlutum. Bráðum verða sendir um þúsund sextíu punda kassar af þessum pökkum til Evrópu, og minna til USA Áður hafa tilraunir verið gerðar með þetta, en þær hafa ekki tek- V agnst jórinn brá við hart með hníf sinn BÓ—Reykjavík, 19. okt. Um kl. 13 í dag urðu tvær kindur fyrir jeppabifreið á Miklubraut, skammt frá Háa- leitisveg. Jeppinn var á vest- urleið, er kindurnar hlupu í veg fyrir hann. Var önnur því i nær dauð og hin stórlöskuð eftir áreksturinn. Lögreglan fór með byssu til að stytta kindunum aldur, en stræt- isvagnabíls'tjóri varð á und^n með vásahníf sinn. Ekki taldi lög- izt vel, en engu skal spáð um árangur þessara tilrauna núna. Innyfli eru flutt út með freð- kjötinu og er góður markaður fyr- ir þau núna í Bretlandi. Venjuleg ar gærur eru nú á góðu verði, og er búið að ganga frá sölum þeirra allra, langmest til Vestur-Þýzka- lands. Gráar gærur er erfitt að j selja núna. Garnir eru í mjög háu verði núna miðað við fyrri ár. Agnar sagði óhætt að segja al- . mennt, að útflutningur landbún- aðarafurða sé hagstæður í haust, enda er freðkjötið og gærurnar meira en helmingur verðmætis útflutnings þeirra. Bæði magn og verð er meira en var í fyrra. Sfríð á landamærum Framhald at 1. síðu. verjar séu með þessuni aðgerð- um að eyðileggja möguleika til þess að samningar megi nást með friðsamlegum viðræðum. Nehru forsætisráherra Ind- lands sagði fyrir nokkrum dög- um, að Indverjar óskuðu ekki eftir ag berjast við Kínverja, en þeir yrðu að reka þá af höndum sér. Ef það væri ekki gert vissi enginn hvar ind- verska þjóðin ætti eftir að lenda. Nehru kvað samninga- viðræður ekki koma til mála á meðan Kínverjar væru innan landamæra Indlands. Fréttamaður BBC á þessum slóðum, segir menn ekki vita hvort síðustu árásir Kínverja séu aðeins tilraunir til þess að koma upp öruggum bækistöðv- um fyrir veturinn, eða hvort hér sé um að ræða upphaf að umfangsmeiri hernaðaraðgerð- um. Snjór kingir nú niður á hinu umdeilda landamærasvæði í Himalayafjöllunum, og brátt mun vetur ganga þar í garð. reglan neitt athugaveit við akst- ur þess, sem var með jeppabif- reiðina. Blaðið hafði tal af einum sjón- arvotta í dag. Honum sagð'ist svo frá: — Þegar ég kom þarna að, var verið að skera kindurnar, sem lágu hreyfingarlausar í aurnum utan brautarinnar. Lögreglumað- ur var kominn á vettvang, en hann aflífaði ekki kindurnar, heldur strætisvagnabílstjóri, sem hafði slöðvað vagn sinn er hann sá slysið. Hann hafði meðferðis vasahníf og kunni sýnilega að bera sig til við þetta. Hann greiddi ullina vel frá hálsi kindarinnar áður en hann brá hnífnum og var fljótur að þessu. Meðan blóðið isnn enn úr kindunum, fór stræt- isvagnabílstjórinn upp í bíl sinn og ók af stað. Var hann svo snögg ur, að ýmsir farþegar urðu strandaglópar, en margir höfðu fylgt honum út úr vagninum til að sjá vegsummerkin. 25,5 kg, dilkur TF-Flateyri, 18. okt. Gæftir hafa verið hér lélegar að undanförnu og lítið um atvinnu. Á vertíðinni munu róa héðan 4 stórir bátar, 60—100 tonn. Hér er búið að slátra 4600 fjár, lömb eru sæmileg og betri en í fyrra, meðalvigt þess fjár, sem hér hefur verið slátrað, er fimmt- án og hálft kíló. Bezta meðalvigt fékk Garðar Þorsteinsson, Kot- um, e nhann lagði inn 70 dilka og var meðalþungi þeirra 17,2 kg. Þyngsta dilkinn átti Magnús Guðmundsson í Tröð, vóg hann 25,5 kílógramm. Veður er nú tekið að kólna hér og hefur gránað í fjöll og niður fyrir kletta, en í byggð hefur ringt mikið undanfarna daga. Það sem mest hrjáir okkur hér er hve margt gott fólk flytur burtu. Á þessu ári hafa sex fjöl- skyldur flutzt brott. Nú fyrir tæp- um hálfum mánuði flutti héðan brott Þóra Guð'mundsdóttir, sem; verið hefur hér ljósmóðir í tutt- ugu ár og lekið á mót; um 400 börnum. Héldu konur hér henni samsæti laugardaginn 6. okt. Hingað er nýráðinn sveitarstjóri iieitir hann Gísli Brynjólfsson og er úr Reykjavik. ' í Tímanum Ásgríms- myndir sýndar í 7 sinn f dag hefst 7. sýningin í Ás- grímssafn'i, síðan það vnr opnað fyrst fyrir tveimur árum,, og verða þar sýndar 17 olíumálverk og 17 vatnslitamyndir, sumar sýndar nú í fyrsta sinn oig þeirra á meðal er sú, er hér birtrst mynd af, „Böm að hnoða snjókúlur". Safn- ið er opið á sunnudögum, þriðju- dögum og fimmtudöigum kl. 13.30 til 16, og er aðgangur ókeypis. Dr. HANS HASS Vegna fjölda áskorana verður hin fróðlega og skemmtilega kvikmynd „Töfraheimar undir- tjápanna" sýnd einu sinni enn í Stjörnubíói kl. 5 í dag. Myndin gerist að mestu neðan- sjávar í Karribahafinu og greinir frá leiðangri, sem farinn var und- ir stjórn hins fræga þýzka neðan- sjávarkönnuðar dr. Hans Hass, og hann er framleiðandi myndarinn- ar. Kona hans, Lotta var með í förinni. Kvikmyndatökumenn voru Irmen Tehet og Jimmy Hodges. Hann fórst í leiðangr- inum, og er myndin tileinkuð hon- um. LEIKHOS æskunnar sýnir Herakles og Agías- fjósið Leikstjóri: GÍSLI ALFREÐSSON í kvöld kl. 8,30 í Tjarnarbæ. Sími 15171 Miðasala frá kl. 4 í dag. TÍMINN, sunnudaginn 21. október 1962 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.