Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 5
RITSTJORI: hallur simonarson Bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands lauk á sunnudaginn var, með úrslita- leik Fram og KR sem fram fór á Melavellinum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn, en þá voru veðurskilyrðin svo slæm, að ástæða þótti til að fresta leiknum fram til sunnudags. KR-ingar áttu ekki í neinum erfiðleikum me'ð Framara — og sigruðu auðveldlega, 3:0 — Sa sigur hefði reyndar getað orðið stærri, en Framarar, — án sumra sinna beztu manna, höfðu heppn- ina meff sér, og mega vel við una, að ekki fór verr. Þetta er í þriðja sinn, sem bikarkeppnin fer fram — og háfa KR-ingar hreppt bikar- inn í öll þrjú skiptin. Varaformaður KSÍ, Guðmundur Sveinbjörnsson, afhenti sigurveg- urunum verðlaunagripinn að leiks lokum. Eins og áður segir voru nokkur forföll í Framliffinu. Fyrir Geir í markið kom Hallkell Þorkelsson, markvörður úr 2. flokki, og verð- ur hann vart sakaður um þau mörk er Fram fékk á sig í þessum leik. — Fyrir Bal-dur Scheving lék einnig ungur drengur úr 2. flokki, Hinrik Einarsson. KR-ingar mættu hins vegar með næstum sitt sterk- asta lið — og voru því fyrirfram taldir sigurstranglegri. Yfirburðir KR i þessum leik voru þó meiri en almennt var reiknað með :— og þótt hin slælega frammistaða Framara hafi ef til vill verið meg- inorsök þess, orkar ekki tvímælis, að KR-liðið er það sterkasta, sem við eigum í dag. KR-ingar kusu að leika undan - Sigraði Fram auðveldlega í úrsfitaleiknum á sunnudaginn með breriur mörkum gegn engu BIKARMEISTARAR KR, ásamt Gu'ðmundi Sveinbj örnssjmi, varaformanni KSÍ, sem afhenti bikarinn að leik loknum. sóttu strax í byrjun og á fyrstu mínútunum var Frammarkið í stöð ugri hættu — en KR-ingar virtust ekki vera á skotskónum, og átti hinn ungi markvörður Fram, Hall kell Þorkelsson, auðvelt með oð verja skot þeirra. Sókn KR-inga var nær látlaus ailan fyrri hálf- leikinn — og það voru ekki ein- ungis framherjar þeirra sem glímdu við Frammarkið, heldur tók aftasta vörnin einnig þátt í meiri háttar sóknaraðgerðum; á 15. mínútu átti t.d. Bjarni Felix- áon ágætt skot á markið, sem fór rétt fram hjá. Á 17. mínútu fá Framarar dæmda á sig hornspyrnu frá hægri. Örn Steinsen fram- livæmdi spyrnuna og spyrnti vel fyrir markið, til Gunnars Felix- sonar, sem náði knettinum og skaut strax — knötturinn stefndi vindinum í fyrri hálfleik. Þeir1 greinilega langt fram hjá marki Ármann stóð í ís- landsmeisturunum Reykjavíkurmótið í liandknattleik hófst á laugardagskvöld- :ð að Hálogalandi. Andreas Bergmann setti mótið sem er hið 17. í röðinni, en þátttakendur munu um 440 talsms. Þrír leik- ir í meistaraflokki voru háðir fyrsta kvöldið og bar helzt til tíðinda, að Ármann veitti íslandsnuýsturum Fram harða keppni t>g hafði um tíma þrjú mörk yfir, 9—6. Ármenningar höfðu hins vegar ekki úthald og tókst Fram að snúa leiknum sér í hag og komst í 12—9 — en Ármann skoraði svo síðasta markið í leiknum. Öhnur úrslit urðu þau, að Víkingur vann Val með 11—9 0g Þróttur vann KR með 11—10. Sökum rúmleysis í blaðinu í dag er ekki hægt að segja nánar frá leikjunum í dag, ■m ítarleg frásögn mun birtast á morgun. (Ljósmyndir: TIMINN-RE). Sigur KR var fyllilega verð- skuldaður í þessum leik. Liðið sem hefur átt heldur’slaka leiki fyrri hlutann í sumar, einkum vegna bitlausrar framlínu, hef- ur lagazt mikið. Framverðirnir, Garðar og Sveinn höfðu öll tök á miðjunni og gáfu Frömurum aldrei tíma til að reyna neitt. Ellert var bezti maður framlín- unnar, svo og Örn Steinsen, sem gefur hættulega bolta fyrir mark- ið. Á vörnina reyndi lítið, en hún stóð vel fyrir sinu. Framliðið var langt frá sínu bezta í þessum leik, og var liðið furðulega áhugalaust í leiknum, sem þó er einn helzti viðburður íslenzkra knattspyrnuliða ár hvert. Það var einkum framlínan, sem brást — og saknaði liðið illi- lega Baldurs Schevings sem hef- ur verið drýgsti maður framlín- unnar j allt sumar. Fyrir Baldur kom í liðið nýliðinn Hinrik Ein- arsson, en þetta var hans fyrsti leikur með meistaraflokki Það er erfitt fyrir hveni sem er að koma inn í Lið fyrirvaralaust í úr slitaleik, og það fékk Hinrik að reyna. Annars er þarna á ferðinni efni, sem líklegt er, að láti mikið að sér kveða á næstu árum. Baldvin var eini maðurinn í framlínunni, sem gerði tilraun til að brjótast í gegnum KR-vörnina, en hann naut ekki stuðnings inn- herjanna, Ásgeirs og Grétars og gat því lítiff gert einn. Guðjón Jónsson var að vanda traustasti maður varnarinnar — svo og Hall kell í markinu, sem slapp vel frá ieiknum. Dómari var Grétar Norðfjörð, og dæmdi heldur illa. — alf. Jón stökk 2.06 m. Á innanfélagsmóti hjá íþróttafé lagi Reykjavíkur á laugardaginn, setti Jón Þ. Ólafsson nýtt íslands- met í hástökki innanhúss, stökk 2.06 metra. Þetta er það hæsta, sem Jón hefur stokkið, um mikla framför að ræða frá fyrra innan- hússmetinu sem hann átti sjálfur, en það var 2.02 metrai Utanhúss hefur Jón stokkið hæst 2.04 metra. Á laugardaginn byrjaði Jón fyrst keppni, þegar ráin var lcorn- in á 1.98 m. og stökk hann yíir í annarri tilraun. Næst var 2.03 m. og stökk Jón þá hæð í íyrstu til- raun og hafði þar með sett met. Sffan var hækkað í 2.06 metra og þá hæð stökk Jón í annarri til- raun. Hann átti því næst tilraunir við 2.08 m. og var nærri að stökkva yfir, og sýndu tilraunir hans við þá hæð, að hann er nú mun betri en nokkru sinni fyrr. Söngskemmtun Guðmundur Guðjónsson tenor endurtekur söngskemmtun sína í Gamla Bíói n.k miðvikudagskvöld kl. 7,15 7ið hljóðfærið Atli Heimir Sveinsson. \ðgöngumiðasala í Bókabúð Lárusar Blöndals Skólavörðustíg og Vesturveri og hjá Eymundsor Austurstræti 18. — en Ellert Sehram, sem stóð á markteig, varð fyrir og knöttur- inn hrökk af höfði hans beint í mark Framara. Sannarlega heppn ismark, sem skrifa má á reikning Halldórs miðvarðar, sem hefði getað afstýrt hættunni. Framarar voru ekki sókndjarf- ir í fyrri hálfleik, og aldrei skap- affist nein hætta upp við KR-mark- ið. Þá sjaldan að knötturinn komst yfir á vallarhelming KR-inga, átti miðherji Fram, Baldvin Baldvins- *GöfS6*«St %fift-,í,'fiöggi við þrjá Pá..ifjóÉaniVÍriSaÖéikmenn KR — hinn hlutinn af framlínunni var týndur og tók ekki þátt í leikn- um. Á 28. mínútu átti Sveinn Jóns- son fast skot á Frammarkið, sem hafnaði í stöng. Aðeins tveimur mínútum síff'ar tókst Ellerti Schram.að komast einn inn fyrir Framvörnina, eftir mistök henn- ar, og skora fram hjá Hallkeli markverði, sem hafði enga mögu leika á að verja. KR-ingar voru nú allsráðandi á vellinum og gerðu Framarar lítið annað en hlaupa á milli þeirra. Þriðja mark sitt skora KR-ingar á 5. mínútu. — Gunnar Felixson fékk knöttinn sendan rétt fyrir utan vítateig Fram — sennilega rangstæður — og náði að skalla skemmtilega yfir markvörðinn, sem gerði tilraun til að bjarga með úthlaupi. Síðari hálfleikurinn var nokk- uð jafnari — en KR-ingar höfðu þó undirtökin allan tímann. Strax á fyrstu mínútu skapaðist hætta við Frammarkið, en Hallkell bjargaði með úthlaupi. Á 10. mín. fá KR-ingar enn hættulegt tæki- færi, sem Jón Sigurðsson misnot- aði, með því að skjóta hátt yfir. Á 12. mínútu skapaðist fyrsta hættulega tækifæri Framara í leiknum — Baldvin fékk knött- inn sendan á yallarhelming KR- inga og brauzt einn í gegnurn vörnina, en eins og svo oft áður fylgdu samherjarnir ekki með, svo að útilokað var að reka enda- hnútinn á þetta upphlaup. Fram- arar sóttu sig nokkuð’ er leið á hálfleikinn, en allur ieikur þeirra var tilviljanakenndur og skipulags laus, svo að þeir náðu- aldrei að ógna KR-ingum Á síðustu mjn- útunum gerðu KR-ingar harða hríð 3ð Frammarkinu. en bkot j sjjarj hálfleik fékk Sigurþór Jakobsson, KR, knöttinn einn fyrir þeirra foru fram hja eða voru , “ , .... varin. en a síðustu nínútunm markl Fram — en svo fur3uleSa v,ldl tú> að hann sPymtl knettmum bjargaði svo Birgir Lúðvíksson i beint á hinn unga markvörð Fram, sem stóð þó út við aðra mark- fyrir, tilviljun á línu. stöngina. Þar voru Framarar sannarlega heppnir. VARD BIKARMEISTARI T í M I N N, þriðjudagurinn 23. október 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.