Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 7
Þættir um EBE I ÍW$ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN I'ramkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka stræti 7. Símar: 18300—18305 - A'uglýsingasími: 19523. Af greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Kropið bak við kreddur Morgunblaðið ræðst hatramlega að Eysteini Jónssyni á sunnudag fyrir tillögur þær, sem hann hefur gert á þingi um lausn síldveiðideilunnar. Mbl. segir: „Engum heilvita manni getur blandast hugur um það, að þessar tillögur Framsóknarflokksins fela í sér allra minnstu við- leitni til þess að taka raunhæft á vandamálunum. Ey- steinn Jónsson leggur enn einu sinni til að lagður sé á nýr skattur til þess að ausa í hít nýs uppbótakerfis.“ Þetta er gott sýnishorn af málflutningi Mbl., því að Eysteinn Jónsson lagði einmitt áherzlu á það, að það' þyrfti engan nýjan skatt að leggja á til að leysa deiluna þótt farin væri hin sjálfsagða leið eins og nú er komið málum að greiða síldveiðiflotanum nokkurt tækjatillag. Hér er uía tiltölulega lítið fjármagn að ræða miðað við þær fúlgdr, sem ríkisstjórnin veltir á milli. í sambandi við gengislækkunina í fyrra gerði ríkisstjórnin upptæk- an gengishagnað af útflutningsbirgðum, sem nam um 150 milljónum króna. Þetta fjármagn var raunverulega og ranglega af útgerðinni tekið. Þá hækkaði ríkisstjórnin í leiðinni útflutningsgjöld af sjávarafurðum úr 2,9% i 7,4% og nemur þessi nýi skattur a. m. k. 150—160 millj- ónum króna á þessu ári. Áætlað er, að tækjatillag miðað við það, sem bar á milli sjómanna og útgerðarmanna í sumar, áður en hinn illræmdi gerðardómur var settur. hefði á sumarvertíðinni numið um 20—30 milljónum króna og miðað við aflann á vetrarsíldveiðunum í fyrra má gera ráð fyrir að það yrði á þeirri vertíð,’ sem enn er ekki hafinn, þjóðarbúinu til stórfells tións, ekki nema um 10—15 milljónir. Hér er því um að ræða lítið brot af þeim upphæðum sem ríkisstjórnin hefur tekið af út- gerðinni. Það er fráleitt að halda því frarn,, að með þessu tækjatillagi væri verið að koma á „nýju uppbóta- kerfi“. Hér yrði ekki um nýtt fordæmi að ræða. Ríkis- stjórnin greiðir nú vátryggingariðgjöld fiskiskipaflot- ans, sem nema hátt á annað hundrað milljóna, hún við- heldur mörg hundruð milljóna króna niðurgreiðslukerfi, og fleira mætti upp telja, sem til ,uppbótakerfis“ gæti talizt. Þetta mál er því spurning um að firra þjóðarbúið stórfelldu tjóni með raunhæfum aðgerðum, er að gagni lcoma, í stað þess að grafa sig á bak við tilbúnar kreddur um uppbótakerfið ..Viðleitni til að taka raunhæft á vandamálunum11 — svo notuð séu orð Mbl. — er hins \egar sú ein hjá ríkisstjórninni, að gera ekki neitt og lata allt fljóta að feigðarósi í ráðlevsi og flónsku. Áfurðalánin enn Vegur réttlætisins er oft og einatt langur og torsótt- ur — það er gömul saga. Þessa dagana er talið, að Ingólfur landbúnaðarráðherra endurnýi þá sögu einna skýlausast. Það er ekki aðeins, að þessi undarlegi land- búnaðarráðherra megi ekki heyra það nefnt. að íslenzkt korn njóti jafnréttis við erlent á íslenzkum markaði Það virðist líka eitt mesta kappsmál hans að vera þrándu1 í götu þess, að bændur fái jafnhá afurðalán út á inn- lsgða framleiðslu sína og aðrar meginframleiðslustéttii Ingólfi hefur fundizt það nóg réttlæti handa bændum að fá 50% afurðalán, þegar sjávarútvegur fær 70%. Bænd- ur mega bíða miklu lengur eftir því að fá laun sín greidd en aðrir. Að vísu játar Ingólfur þegar hann kemur á bændafundi, að réttmætt sé. að bændur fái hærri af- urðalán, og þegar þeir sækja á, lofar hann þeim að kippa þessu í lag. En þegar hann kemur heim í ráðherrastól- inn, sezt hann á loforðin — og situr á þeim enn. Sláturtíðinni er að verða lokið. nærri tveir mánuðir síðan Ingólfur lét undan og lofaði bændum leiðréttingu. Samt er leiðréttingin ekki komin enn. r......... ■■■ a ÞÓRARINN ÞÓRARINSS0N: y Er sjálfsforræðið ekki nema 188 milljóna krdna virði? í UMRÆÐUM, sem orðiö hafa um Efnahagsbandalag Evrópu, hefur þa3 komið fram,_ að óhjá- kvæmilegt verði fyrir ísland að gerast aðili eða aukaaðili að bandalaginu vegna þess, að ella leggist svo hár tollur á útfluln- ingsvörur, sem væru seldar til aðildarríkja bandalagsins. fs- lendingum sé af þeim ástæðum nauðugur einn kostur að gang- ast undir þær kvaðir, sem fylgja fullri aðild eða aukaaðild, en eins og málin standa í dag, er ekki rétt að gera teljandi grein- armun á þessu tvennu, og ’því skal strax tekið fram, að þegar í eftirfarandi grein er rætt um aðild að bandalaginu, er jafnt átt við fulla aðild og aukaaðild. 188 milljónír Nokkur athugun hefur nú far- ið fram á því, hve þungbær hinn svo nefndi ytri tollur bandalags- ins muni reynast aðalútflutn.at- vinnuvegi íslendinga, útgerðinni, þegar hann er kominn til fullrar framkvæmdar en það verður fyrst eftir nokkur ár. Jónas Haralz, forstöðumaður Efnahagsmálastofnunarinnar, hefur fyrir nokkru birt í Fjár- málatíðindum útreikninga um .þVitjg reiknast honum svo .-.jilíniniðagt við útflutning ársins 1961, að tollurinn myndi hafa numið samanlagt 188 millj. eða aðeins 83 ínillj. kr. mcira en ís- lendingar greiddu i toli af sjávarútvegsvörum er fóru til þessara Janda árið 1961- í út- reiknjng þennan tekur Jónas S ekki aðeins þau lönd, sem nú eru í EBE, heldur öll þau lönd í Vestur-Evrópu, sem hugsanlegt er talið að verði full.ir aðilar EBE eða aukaaðilar. Samkvæmt þessu myndi spar- ast um 188 millj. kr. í tollgreiðsl- ur á ári, miðað við framan- greindar forsendur, ef við yrðum aðilar EBE eftir að ytri tollur þess er kominn til fullra fram- kvæmda. Það er vissulega ekki lítil upphæð, en þó sennilega ekki hærri en sú, er íslenzkir at- vinnuvegir verða nú að greiða í hærri vexti af stofnlánum og rekstrarlánum en hliðstæðir at- vinnuvegir annars staðar í Vest ur-Evrópu. Þennan mun mætti m.ö.o. jafna með leiðréttjngu á vöxtunum. Og þessar 188 millj kr. er ekki nema helmingur þeirr ar upphæðar er ríkisstjórnin hækkar fjárlögin i ár En sleppum vaxtamálunum og fjárlögunum i þessu sambandi og segjum að ávinningur í lægri tollum verði 188 millj. kr., ef vi<" gerumst aðilar að EBE HvaS verður a3 láta í staóinn? En málið er hins vegar ekki klappað og klárt m^ð þessu. Það er mesti misskilningur að þessar 188 millj. kr. fáist fyrir ekki neitt, ef þær kosta’ það að við verðum að gerast aðiii að EBE í fyrsta lagi verðum við þá að láta það á móti. að leggja ytri toll bandalagsins á állar vörur sem við flytjum inn frá löndum utan bandalagsins Ekki er fjarri lagi að reikna með því. að þessi lönd svöruðu með því að leggja gagnkvæman toll á vörur, sem þau kaupa af okkur. Þessi lönd kaúpa nú um það bil helminginn af útflutningsvörum okkar eða næstum eins mikið og Vestur- Evrópulöndin. Þegar við drægj- urn þá tollahækkun frá tolla- lækkuninni, er við fengjum hjá EBE, er hætt við að nokkuð mik- il rýrnun yrði á 188 milljónun- um! Þær gætu jafnvei tapazt að fullu og öllu. í öðru lagi yrðum við svo að leyfa frjálsan innflutning á iðn- aðar- og landbúnaðarvörum frá löndum EBE annaðhvort strax eða eftir tiltekinn tíma. Hætt er við, að ýmsum atvinnugreinum hér væri hætt eftir að svo væri komið. í þriðja lagi yrðum ■ við að veita þeg*num aðildarríkja EBE sama rétt til að eiga og reka hér atvinnufyrirtæki og ís- lendingum sjálfum, eða til að stunda hverja þá vinnu, er þeir girnast. Opinber störf eru þó undanþegin. Þau ríki, sem hafa sótt um aðild eða aukaaðild að EBE, ganga út frá því, að þau verði að veita slík gagnkvæm réttindi. Afsölun sjálfsforræóls Hér að fi’aman er það ekki allt upp talið, sem láta yrði af hendi fyrir þau tollahlunnindi, er fylgja aðild að EBE. Hið allra þýðingarmesta og örlagaríkasta hefur enn ekki ver- ið nefnt. AðilJ að EBE fylgir mikil afsökun á sjálfsforræði og stefnt er að því, að því verði síðar afsalað að mestu eða öllu, þar sem tilgangurinn með EBE er ekki fyrst og fremst efna- hagssamvjnna heidur ríkisstofn- un Aðild að EBE fylgir strax eða fljótlega, meiri og minni afsölun á sjálfsforræði á sviði efnahags- atvinnu- og félagsmála. Ætlazt er til að aðildarríkin samrými. stefnu sína í þessum efnum, og að stofnanir EBE fari með á- kvörðunarvald, er stendur ofar valdi þjóðþinganna. Þingin geta þá nánast sagt, ekki gert annað í fjölmörgum málum en borið fra.m óskir, líkt og Alþingi gat borið fram bænaskrár. til konungs fyrir hundrað árum. Hvernig hefur sjálfs- f*srræ®i8 revnzt Mendmpm? Það er full ástæða fyrir ís lendinga að íhuga vel. hvernig ;jálfsforræðið heíur reyiTzt þeim áður en þeir afsala því að meira eða minna leyti fvrir þær 188 millj. kr., er kynnu að fást i tollalækkun, er brátt gæti þó reynzt lítilsvirði vegna tollahækk ana annars s'.aðar. sem gætu hlotizt af aðild að EBE Bezta athugunin á þessu, er ;ð virða fyrir sér þær miklu framfarir, sem hér hafa orðjð íðan sjálfsforræðið var endur heimt Þessar framfarir eigum við sjálfsforræðinu fyrst og fremst að þakka og þeirri miklu orku, sem það hefur leyst úr læð ingi. Þessi reynsla er sannarlega slík, að sjálfsforræðið er okkur meira virði en að hægt sé að meta það til fjár. Eftir að við hefðunr innlimazt í stóra heild, er hætt við að ísland myndi gleymast eins og útkjálkarnir gera oftast í hinum stóru heild- um, sbr. Orkneyjar og Hjalt- land. Það yrði áreiðanlega óhagstæð asti efnahagssamningur, sem við hefðum nokkurn tíma gert, ef við létum þó ekki væri nema lit- inn hluta af sjálfsforræði fyrir einhverja vafasama tollalækkun. Hi3 nýja Evrópuríki Sá, sem þetta ritar, hefur mikla samúð með þeim samruna ríkja, sem nú er að gerast í Vest- ur-Evrópu. Á einum mannsaldri hafa tvær heimsstyrjaldir brotizt út vegna ósamkomulags þjóða þar. Það er vissulega ánægjulegt ef þessum þjóðum tekst að eyða óvild og kala sín á milli og renna saman í eitt ríki. En þótt Islendingar hafi sam- úð með slíkri þróun, þarf það vitanlega ekki að þýða það, að þeir vilji renna inn í þetta nýja ríki og leggja sjálfsforræði sitt aftur i framandi hendur. Ekkert á heldur að vera því til fyrirstöðu, að höfð sé góð sambúð við þetta nýja ríki, án þess að innlimast því. Aðildar- þjóðir þess eru okkur vinveitt- ar og forráðamenn þeirra skilja vafalítið sérstöðu okkar Einstak- ir auðhringar m.a. fiskhringar, í þessum löndum, vilja hins veg ar fá aðstöðu hér, og því þarf að vera vel á verði. Hin rétta afstaða íslands í ut- anríkismálum hlýtur að markast af því, að landið liggur milli V- Evrópu og N-Ameríku. Við eig- um að vera áttvísir og jafnvígir á báðar hendur, eins og Einar Benediktsson komst að orði, þ. e., hafa góða samvinnu við stór- veldin sitt bvorum megin við okk- ur, Bandarikin og Efnahagsbanda lag Evrópu, en tengjast hvorugu þeirra nánara en hinu. Þannig verðitr afstaða okkar bezt tryggð. Lei3 Bandaríkjanna Bandaríki Norður-Ameríku, sem hafa sýnt auknu samstarfi Vestur-Evrópuríkjanna mikinn áhuga, ætla sér þó alls ekki að sameinast þessu nýja ríki, heldur að gera vijð það víðtæka tolla- og verzlunarsamninga. Vel má vera að þeir samningar leiði til þess, að ytri tollur EBE lækki stór- lega. Fyrir íslendinga er áreið- anlega rétt að bíða átekta og sjá, hvernig þessum samning- um reiðir af, því að þar eV vafa- laust að finna æskilegasta form ið fyrir samvinnu okkar við EBE í framtíðinni, þ.e. ekki að- ild en venjulega tolla- og við- skiptasamninga. Engin ástæða er til að ætla, að EBE muni í slík um samningum beita okkur ósanngirni eins og ýmsir gefa nú i skyn að það mun' gera, nema við gerumst aðilar þess. Er hart tii þess að vita að sltk- ar aðdróttanir skuli helzt Komn frá þeim. sem telja þó að EBE þjóðirnar séu okkur vjnveittar T í M I N N, þriðjudagurinn 23. október 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.