Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 9
Ri-iiati Þessi stofa og lega staðarins réðu því að Sambandsfundurinn fyrsti var haldinn hér í Yzta- felli. — Og svo rann upp Þessi miMi dagur? — Já, bjartur og heiðskír en alsnjóa. Fundarmenn höfðu komið kvöldið áður og gistu allir. Var þá margt skrafað út um alla heima og geima. í stof- unni var ferhyrnt borð, mjög fernfálegt og gátu tveir menn setið við hvora hlið borðsins. Fjalirnar í plötunni voru orðn- ir svo slitnar af margra ára- tuga þvotti, að sums staðar var eytt orðið ofan í grópin. Þarna í þessari stofu við þetta borð, fæddist Samband íslenzkra sam vinnui élaga. — Stóð fundurinn lengi dags? — Hann stóð allan daginn og er mér enn í ljósu minni. — Það má í rauninni segja, að þú hefir alizt upp með sam- vinnuhreyfingunni. — Það hlaut mikið að vera rætt um þessi mál á heimilinu jafn virkur þátttakandi og fað- ir minn var í starfinu. Hann tók að sér ritstjórn Tímarits kaupfélaganna árið 1907, sem síðan varð Samvinnan. í raun- inni var faðir minn ekki bú- maður, en hann var atorkumað- ur og vann að framkvæmd hugsjóna sinna af dugnaði og kappi. Ævintýri Það má segja, að verk þess- ara þingeysku bænda séu í raun inni eitt ævintýri, En slík ævin týr geta ekki gerzt nema þar sem fyrir er gróin menning. f þessu tilfelli langgróin heim- ilismenning. — Já, hér var um heimilis- mennihgu að ræða. Tökum til dæmis Gautlandaheimilið. Það verður að teljast stórmerkilegt, að í 60 ár skyldi höfuðstaður sýslunnar í rauninni vera á hálf gerðu heiðarbýli. En það'heið- arbýli geymdi bæði myndar- heimili og gámalgróna menn- ingu. Þegar aldamótakynslóðin var ung — Nú skulum við Jón, vinda okkur aðerns frá þessum mál- um, og skyggnast um í heimi unga fólksins hér í sveitinni, þegar þú varst að alast upp? — Þá var minna um skóla- göngur en nú orðið. — Hvert sóttir þú þína menntun, Jón? — Menntun? Ja, ég las. MLn menntun hefur mest verið af bókalestri. Bókavalið og þá um leið árangurinn á ég mest Benedikt Jónssyni frá Auðn- um að þakka. Hvað mína eigin skólagöngu áhrærir, þá var ég fyrst í skóla hjá séra Sigtryggi, sem síðar varð skólastjóri á Núpi, í tvo mánuði, og aðra tvo hjá Jónasi Jónssyni. Þetta var í Ljósa- vatnsskóla. — Þá hefur Jónas verið að hefja sinn kennaraferil? — Já, þó var hann búinn að vera heimiliskennari á Landa- mótsseli fyrri hluta þessa sama vetrar. Þar kenndi hann meðal annars Helgu konu minni. — Eg var óskaplega hrifin af honum. segir Helga hús- freyja, sem einmitt kemur inn í stofuna rétt í þessu. — Hann lék sér með okkur krökkunum. Þarna kenndi hann meðal ann ars grasafræði. Fékk hann nem endur flesta hverja til að kaupa sér Flóru íslands og safna jurt- um. — Og hvaða námsgrein þótti ykkur Jónasi bezt að kenna? Yzta fell. — Náttúrufræði, svarar Jón. Húsfreyja tekur undir það og bætir við: Það er mikill hug- sjónaeldur í honum og við hrif umst með. Greinarnar hans í Skinfaxa frá þessum árum lýsa honum vel. Þá hófst alda ungmenna- félaganna — Var ekki mikið líf í ung- mennafélaginu hér á ykkar ungu dögum? — Jú, það er mjög vel starf andi. Jónas Jónsson stofnaði það, líklega mánuði áður en Umf. Akureyrar var stofnað. Það heitir Gaman og alvara, eftir skemmtifélagi, sem starf- aði hér áður en þetta var stofn að. — Ungmennafélögin létu sig marga hluti varða á þessum árum? — Já, þau gerðu það. Þannig var með Laugaskóla. Jónas braut fyrstur upp á því rnáli og þegar Samband ungmenna- félaganna í Þingeyjarsýslu var stofnað áxið 1915 tók Það skóla- stofnunina á sína stefnuskrá og stóð fyrir stofnun La-uga- skóla. — En segðu mér annað Jón. Hvernig var hinu félagslega starfi í ungmennafélögunum háttað? :7rTo?g m\ eþki hvernig ég á að svarat-þy-í L,fáum orðum, en það var fjörugt skemmtanalíf. — Nú á dögum mundi „fjör- ugt skemmtanalíf" í rauninni þýða gott ball. — Það voru haldnir skemmti fundir, — skemmtifundir voru þeir kallaðir, en ekki böll. Það voru æfðir söngkórar — haldn ar ræður, lesin upp kvæði, far ið í íþróttir og dansað. En það var aldrei dansað lengi í einu, heldur einhver skemmtiatriði felld inn í. Það var mikil íþróttavakning hér á fyrstu ár- ur ungmennafélaganna. Menn æfðu glímu, stökk og alls kyns íþróttir. — Og komu fram snjallir íþróttamenn? — Já, til dæmis Kári Arn- grímsson á Ljósavatni. Hann var mjög fjölhæfur og góður íþróttamaður. Ungmennafélögin voru skóli — fræðsla í bágu samvinnuhreyfingarinnar — Ungmennafélagið hefur orðið þér skóli, Jón, sem og öðru ungu fólki á þessum dög- um? — Já, vissulega var ung- mennafélagið skól'i. Hins vegar fór ég einn vetur í Hólaskóla á þessum árum, lærði að vísu lítið, en varð hrifinn af áhuga og krafti Sigurðar búnaðarmála stjóra. En eins og ég sagði þér áðan, þá var það fyrst og fremst lestur bókanna frá Bene dikt á Auðnum, sem varð mér að menntun. Og eftir Þann lest ur og allt mitt uppeldi þá hlaut samvinnustefnan að verða mín hugsjón. Á vegum samvinnufé- laganna ferðaðist ég um landið, meira eða minna í 10 ár, eða á árabilinu 1923 til 1933. Var vanalega á ferðinni síðari Hluta vetrar. Eg fór í allar sýslur, mest fótgangandi, nema Aust- ur-Skaftafellssýslu. Var að vísu lagður af stað héðan að heim- an, þegar Jón ívarsson hringdi og sagði að ekkert myndi þýða að koma í það sinn vegna ó- færðar. Þannig varð Austur- Skaftafellssýsla útundan. Skólastjóri Reykjaskóla — Ef ég man rétt, Jón, þá lá.gu spor þín vestur í Reykja- skóla í Hrútafirði. — Jú, ég tók við skólastjórn þar árið 1934 og hafði hana með höndum til ársins 1937, eða í 3 skólaár. — Þetta var alþýðuskóli? — Já, alþýðuskóli og náms- tilhögunin og skólabragurinn sem mest miðaður við það, sem var á gömlum íslenzkum menn ingarheimilum. Ég á margar góðar minning- ar frá þessum árum, minning- ar af samvistum við gott fólk bæði frá sjó og úr sveit. Stund ur voru send til okkar svoköll uð vandræðabörn úr kaupstöð- um, sem mér líkaði yfirleitt prýðilega við, þegar ég fór að kynnast þeim. Ég held að það megi venjulega hjálpa slíku fólki ef þeim kennara eða hjálp armanni sem í hlut á, tekst að vekja traust þess. Þá fær hann tækifæri til að rækta hið góða. Maður verður að leita að Því, hlú að Því og gera það yfirsterk ara hinu. — En svo hættirðu eftir 3 ár? — Já, mér Þótti að bezt mundi að aka heilum vagni heim. Það hafði gengið vel fyr ir mér i þrjú ár. en ég hafði enga tryggingu fyrir því, að það héldi áfram. að ganga vel. Svo var líka hitt, að mér fannst ég hafa svo miklar rætur í Þingeyjarsýslu, að ég gæti ekki slitið mi,g þaðan lausan, að fullu og öllu. Aftur lá leiðin í Yztafell — Og hélzt því aftur heim í gamla Yztafell? — Já, ég hafði leigt búið, meðan ég var vestra, og flest- ir héldu að ég væri farinn héð- an fyrir fullt og allt. Hér hef ég svo verið síðan og hér vil ég vera. Við hjónin höfum eign azt sex börn um ævina og í eðli sínu er það allt rótgróið sveitafólk. Tveir synir mínir búa hér með mér, annar kvænt ur reykvískri konu. Á jörðinni búa líka dóttur mín og tengda- sonur. Hann er vélvirki úr Reykjavík. Einn sonur minn átti að verða skólamaður, en hann gat ekki hugsað sér að leggja neitt fyrir sig nema bú- fræði. Dætur á ég svo tvær, búsettar í kaupstað, sem báðar sækja í sveitina á sumrum. Þar eru ræturnar. Hugurinn reikar víSa — Er ekki lítill tími frá bú- verkum til skrifta og heila- brota. Jón? — Það er alltaf nægur tími til að hugsa, þegar ég er við bústörfin. Þau eru orðin vél- ræn. Ég hef unnið þessi verk frá barnsaldri, og Þau eru orð- in að vana. Þvi er það að hug- urinn er oft allt annars staðar. Frarnhald a 13 síðu I T í M I N N, þriðjudagurinn 23. október 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.