Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 2
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM Milljarður fólks hefur óðl- azf frelsi á siðustu árum Næstum einn milljarður fólks á landsvæði sem tek- ur yfir 23 milljónir ferkm. hefur öðlazt frelsi, sjálf- stæði eða fullveldi, ýmist með blóðugri baráttu eða friðsamlegum samningum, frá lokum heimsstyrjaldar- innar fyrri til þessa dags. — Evrópsk nýlenduveldi hafa áður haft ráð þessa fólks í hendi sér. Sjálfstæði Alsír eftir sjö ára heiftúðuga styrjöld við Frakka er nýj- asta dæmið um þróun mála og sýnir Ijóslegast hvernig komið er fyrir nýlenduveld- unum. Frakkland hefur orðið að láta af hendi landsvæði sem samtals eru 8,940,000 ferkílómetrar og búa þar nær því 140 milljónir manna þegar allt er meðtalið. Mest af þessu landsvæði hafa Frakkar ekki látið af hendi fyrr en eftir blóðuga bardaga, annað hefur verið látið af hendi eftir snúna samninga og þrotlaust þref. Stóra-Bretland sem er voldug- ast hinna fornu nýlenduvelda hefur orðið að sjá af allt að því svo miklu landsvæði sem Frakk- ar en íbúar þess eru fimm sinn- um fleiri: 633.302,000. Það eru þessi tvö risavöxnu nýlenduveldi sem orðið hafa að sjá á bak stærstum landsvæðum og flestum þegnum frá því að þróun heimsmála fór að beinast í þá átt að losa nýlendurnar und an klafa herraþjóðanna. En fleiri ríki hafa einnig tapað. Belgía var neydd til að láta af hendi hina auðugu nýlendu Kongó þar sem dýrir málmar eru fleiri og meiri en í flestum öðrum löndum. Landið er 2.360- 000 ferkílómetrar að stærð, ligg ur í hjarta Afriku og þar búa 13 milljónir manna. Stórt skarð er höggvið í veldi Hollendinga er Indónesia fékk fullt frelsi og sjálfstæði, en þar búa 89,6 milljónir manna og landið er 1.471,000 ferkílómetr- ar að stærð. Portúgal horfði gír- ugum augum á eftir Góa, Damao go Díó þar sem bjuggu 670,000 manns samtals. Kippt var fótun- um undan nýlenduveldi ítala í Afríku í heimsstyrjöldinni seinni og munaði þar mest um ítalska Sómalíland sem er 504,000 ferkílómetrar og íbúa- talan er 1,260,000. Spánn missti ítök sin í Marókkó árið 1955. Fréttastofan UPI hefur sam- ið skýrslu þá sem hér fer á eftir um hnignun og hrörnun evrópsku nýlenduveldanna frá stríðslok- um. Stóra-Bretland Búrma, Suður-Afríka Brezka Sómalíland og Kamerún hafa fengið sjálfstæði og teljast ekki til Samveldislandanna. Samtals eru þau 2,131,435 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir eru samtals 38.518,000. Sjálfstæði hafa öðlazt eftirfar- andi ríki, en eru enn meðlimir Samvéldisins: Indland, Pakistan, Ceylon, Malaya, Ghana, Nigeria, Tanganyika, Brezka Kamerún, Sierra Leone, og Kýpur. Alls tek ur landsvæðið yfir 6,454,000 ferkílómetra og íbúarnir eru 594,784,000 að tölu. En Stóra-Bretland getur þó gumað af heimsveldi þar sem sólin gengur aldrei til viðar. Brezki fáninn blaktir enn við hún á stöngum og umráðasvæðum utan brezku eyjanna og er þetta svæð'i samtals 2.639,735 ferkíló- metrar að stærð og telur 31.579,- 000 íbúa. Þessi lönd eru: í Afr- íku: Kenya, Uganda, Zanzibar, Norður-Rhodesia, .Nyasaland og Gambia. í Asíu: Brunei, Norður- Borneó, Sarawak, Hongkong, Singapore. í Miðjarðarhafi: Gí- braltar og Malta. í Karabíska þaf inu: Fiji-eyjar, Salómons-eyjar, Gilberts-eyjar og Ellice-eyjar, Nýju Hjaltlandseyjar, Pitcairn- eyjar og Tonga. í Atlandshafi: Bahama-eyjar, Bermuda, Falk- lands-eyjar, hluti af Suðurheim- skautslandinu, Sankti Helena, Ascension og Tristan da Cuhna. í Indlandshafi: Nýlendan og verndarríkið Aden. Maur-itius og Seychelles-eyjar Frakkland Franska heimsveldið ceygói sig áður um jarðkringluna gervalla en nú eru ekki eftir af því nema slitróttar leifar, örfáar eyjar i Vestur-Indíum, St. Lawrence- flóa, Kyrrahafi og Indlandshafi. Fyi'S'tu frönsku nýlendurnar sem losnuðu undan klafa Frakka voru indversku nýlendurnar sem urðu hluti af Indlandi árið 1952 og 1954 án þess að til vopnaviðskipta kæmi. Stærsta burstin var dreg- in úr nefi Frakka árið 1954 þeg- ar þeir misstu Indó-Kína eftir aumlegar hrakfarir og ægilegan ósigur við Dien-Pien-Phu. Var það mesti ósigur Frakka þegar Alsírstyrjöldin er undanskilin. Meðan á styrjöldinni í Indó- Kína stóð, efldust sjálfstæðis- hreyfingar í Frönsku Norður- Afrxku og árið 1956 fengu vernd- arríkin Túnis og Marókkó full- veldi. Því næst fengu eftirtalin lönd sjálfstæði, eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu sem de Gaulle for seti efndi tií á fjóruin arum: Gínea, Madagascar, Senegal, Malii, Fílabeinströndin, Efri Volta, Dahomey, Nígería, Franska Kongó, Mið-Afríkanska lýðveldið, Chad, Gabon og Mauri tania. Lestin'a rekur Alsir. Holland Hollenzku Austur-Indíur gerðu uppreisn gegn nýlenduveldinu eftir ósigur Japana í lok heim- styrjaldarinnar. Samningur sem tryggði fullveldi ríkisins var und irritaður þann 27. desember 1949. Holland missti 1,471,600 ferkílómetca og 89 milljónir íbúa. Eftir í Nýju Gíneu urðu 409,307 ferkílómetrar og 700,000 manns, aðallega Papúar. Hinar fyrrverandi nýlendur Hollenzka Gínea og Hollenzku Antillu-eyj- arnar fengu samveldisaðstöðu ár ið 1954. Portúgal í raun og sannleika hefur Portúgal staðið fastast fyrir og tekizt bezt að halda nýlendum sín um handan hafs. Þær eru Ang- óla, Kap Verde-eyj jr, Timor, Portúgalska Gínea og Macao. Eini landskikinn sem Portúgalir hafa misst er Góa, sem hernum- inn var af Indverjum fyrir tæpu ári, Portúgölsku Indíur og tveir smáskikar, Dadra og Nagar Aveli. Belgía Belgía missti sina einu en of- ur-auðugu nýlendu þegar hún sleppti öllu tilkalli til Belgísku Kongó þann 30. júní 1960. Belgar stjórnuðu einnig nýlendunni Rú- anda-Úrundí, sem tekin var af Þjóðverjum eftir heimstyrjöld- ina fyrri. Þeir fengu þar sjálfs- stjórn á nýjársdag í ár og sjálf- stæði næstliðið sumar. Landið er 54,340 ferkílómetrar að stærð og íbúatalan er 4,5 milljónir. Spánn Franco hershöfðingi veitti p verndarríkinu Marókkó sjálf- stjórn árið 1955 en hélt þó | landsvæð'um í Norður-Marókkó, ; Geuta og Mellilla. Spánn heldur enn þá eftirtöldum landsvæðum: Infj í Suður-Marókkó, sem er 1885 ferkílómetrar og hefur íbúa : töluna 52,000. Spánska Vestur- r, Afríka með um það bil 36.000 % íbúum, aðallega hirðingjum og Spánska Gínea sem inniheldur f eyna Fernando Peo ásamt Rio já Muni og Miðbaugs-Afríka. Land 'á svæðið er um það bil 30,000 fer- kílómetrar og hefur 212,000 íbúa. É Loks má geta þess að' Noreg- | ur hefur til þessa dags haldið yf- i irráðum sínum yfir landsvæðum | sínum utan heimalandsins án B þess að nokkur hafi hreyft mót- u mælum, þar er um að ræða hluta g, af Suðurheimskautslandinu þar L sem engin býr nema mörgæsir og ] loks fjallaeyjan Jan Mayen í norðanverðu Atlantshafi. Úr einu í annaö Eiginmaður . hinnar frægu söngkonu, Maríu Callas, kaup- sýslumaðurinn Ginabattista í Mílanó, hefur ekki séð konu sinni bregða fyrir í háa herr- ... ans tíð en er þó harkalega | minntur á tilvist hennar öðru ; hvoru. Einmitt um þessar mund . ir hefur dómstóll í Rómaborg j dæmt hana til að greiða 75 j þúsund króna skuld, sem Mar- | ia Callas stofnaði til árið 1959 | þegar hún gerði innkaup í sér- k verzlun þar í borg og keypti j sér birgðir af nærfötum með 3 Briissel-knipplingum og sviss- U neskum útsaumi. Síðustu fréttir frá Skotlandi: Skoti nokkur fór á sjúkra- hús og spurði þar eftir manni sem orðið hafði fyrir undar- legu óhappi: Golfkúla hafði ver ið slegin upp í munninn á hon- um og stóð þar föst. — Eruð þér ættingi sjúk- lingsins, spurði dyravörðurinn. — Nei, svaraði Skotinn, ég þekki manninn alls ekki. En þetta var golfkúlan mín sem flaug upp í hann. Að sjálfsögðu er æskan nú á dögum verri en nokkru sinni fyrr, en eldri kynslóð'in getur huggað sig við það að þetta var engu betra áður fyrr. í þjóðminjasafninu í Istanbul er að finna 6000 ára gamlar leir- töflur, þar á er elzta skrifa sem vitað er um. Upphafið hljóðar á þessa lund: „Æ, allt hefur breytzt til hins verra. Allir vilja skrifa bækur og unga fólkið hlýðir ekki lengur foreldrum sínum.“ itj úylfi „malara FYRIR skömmu Kom í, frumvarp Framsóknarmanna um breytingar á efnahagslög- 1 unum til umræðu í N.d. Al- þingis. Urðu þar allhörð orða- skipti milli Eysteins Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar um vaxtalækkun, sem felst í frum- varpinu. Sagði Gylfi að spari- fjáreigendur myndu þá tapa 78 millj. kr. vaxtahækkun á ári sem þeir fengu með viðreisn inni. Svona vildu Framsóknar- menn fara með sparif járeigend- ur. Stjórnarblöðin lögðu svo út af þessum upplýsingum Gylfa dginn eftir. Alþýðublaðið sagði að Gylfi hefði „malað“ Eystein en Mbl. sýndi fram á að þessi tillaga Framsóknarmanna myndi bitua á tugum þúsunda sparifjáreigenda. Ekki er ástæða til að rengja það hjá Mbl. að sparifjáreig- endur, séu tugir þúsunda í land inu. Má gjarna áætla að þeir séu 78 þúsund eða 2 menn af hverjum 5 landsmönnum. Vaxtagróðinn, sem vi'ðreisn- in hefur fært hverjum spari- fjáreigenda, að meðaltali, er þá 1000 krónur á ári, eða vaxta liækkun af ca. 45 þúsund kr. innstæðu, en samkvæmt frá- sögn Gylfa er sparifjáreign landsmanna nú 3501 millj. kr. Eitthvað fengu gseir fleira en vaxtahækkun En hefir þá „viðreisnin" ekki fært þessum sparifjáreiganda neitt annað, en þessa 1000 kr. vaxtahækkun? Ekki er því að neita að spari fjáreigendur, sem aðrir, hafa fengið kauphækkun, þótt ekki sé hún stórvægileg. Ekki verð- ur þó ríkisstjórninni borið það á brýn, að hún hafi viljað troða kauphækkunum í vasa laun- þega og verða þær því ekki eignaðar henni. Afl krónunnar vi® Framfærsluna En það er annað, sem „við- reisnin“ hefir fært sparifjár- eigandanum, samtímis vaxta- hækkuninni og komið hefir við vasa hans. Það er verðlagið á lífsnauðsynjum. Ef sparifjáreigandinn er gift- ur og á tvö börn, hafa lífsnauð- synjar hans yfir árið hækkað síðan „viðreisnin“ hófst, sem hér segir: Matvörur um 10.074.80 Hiti, rafmagn o. fl. 1.350.37 Fatnaður og álna- vara 3.251,01 Ýmis vara og þjón- usta 5.342. 17 Hækkun samtals 20.018,35 Frá þessu má draga fjöl- skyldubætur kr. 6.000,00 Samtals 14.018,35 Gróði sparifjáreigandans af viðreisninni er þá þessi. Hækkun lífsnauðsynja af frádregnum fjölskyldubótum kr. 14.018,35. — Vaxtahækkun af sparifé kr. 1.000,00. Tap sparifjáreiganda á einu ári er því kr. 13.018,35. „Gróðinn“ = 13 þús. | króna tap Þúsund króna vaxtagróðinn hans Gylfa, reynist því um 13 þúsund kr. tap. Hefði spari- fjáreigandinn verið laus viff „viðreisnina“ ætti hann nú i sparisjóði um 60 þúsund kr. og vexti af þeirri upphæð. En Gylfa og félögum hans tókst að „mala“ niður spariféð eins og hér hefir verið sýnt. Nokkrlr af forustumönnum Afríku samankomnir í Ghana. 2 T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.