Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 8
>| ‘ - >;t>. ," . Æ5KUNNAR - • <c' ^ ÆSKUNNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANN A RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON Sækja funcSi féfaganna Síðustu tvö árin hafa for- ystumenn Sambands ungra Framsóknarmanna gert tölu- vert af því að fara út um land og heimsækja F.U.F.-félögin, og þá bæSi hitt að máli for- menn félaganna og stjórnar- menn og setið félagsfundi. Hafa ferðir þessar orðið til aukinna kynna ungra Fram- sóknarmanna um land allt og veitt sambandsstjórn betri yf- irsýn mála í félögunum og hvaða stuðning þau helzt þyrftu með frá heildarsam- tökunum. Um næstu helgi munu for- maður S.U.F. Örlygur Hálf- danarson og ritari samtak- anna Hörður Gunnarsson, og ÖRLYGUR HÁLFDÁNARSON, formaSur S.U F. U.F. og Daníel Halldórsson, auk þeirra Eysteinn R. Jó-mýráðinn annar ritstjóri Vett hannsson, endurskoðandi S. vangsins, fara ferðir út um F. U. F. I SKAGAFIRÐI í kvöld kl. 20.30 AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna i Skagafirði verður i Bifröst, Sauðárkróki, kl. 8,30 á föstudaginn 26. þ. m. Dagskrá samkvænit félagslögum. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Örlygur Hálfdánarson, formaður S.U.F., mætir á fundinum. Stjórnin F. U. F. í BORGARFIRÐi í kvöld kl. 21.30 AÐALFUNDUR félagsins verður föstudaginn 26. þ. m. kl. 9,30 e. h. að Brautartungu i Lundarreykjadal. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Á fundinum mæta þeir Már Pétursson, erindreki Framsóknar- flokksins og Kári Jónasson, fjármálaritari F.U.F. í Reykjavík. Stjórnin F. U. F. I V0PNAFIRÐ! á morgun kl. 15.00 AÐALFUNDUR félagsins verður laugardaginn 27. þ. m. kl. 3 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjömir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknar- manna. Á fundinum mæta þeir Hörður Guunarsson, ritari S.U.F., Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Stjórnin. F. U. F. í FLJÓTSDALSHÉRAÐI annaO kvöld kl. 20.30 STOFNFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna i Fljótsdals- héraði verður laugardaginn 27. þ. m. kl. 8,30 í Egilsstaðakaup- túni. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Á fundinum mæta Þeir Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F.. Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Bráðabirgðastjórn. F.U.F. ( H0RNAFIRÐ1 á sunnudag kl. 14,00 AÐALFUNDUR félagsins verður sunnudaginn 28. p w. kl. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörn- ir fulltrúar félagsins á 9. þing S.U.F. Á fundinum mæta þeir Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F., Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Stjórnin. HORÐUR GUNNARSSON, ritari S.U.F. land og sækja aðalfundi og stofnfundi nokkurra F.U.F.- félaga. FUF í Skagafirði Örlygur Hálfdánarson fer norður til Sauðárkróks og mun sitja aðalfund Félags Framsóknarmanna í Skaga- firði, sem haldinn verður i kvöld kl. 20.30 ‘í 'sámkomiu- húsinu Bifröst á Sauðárkróki. Auk venjulegra aðalfundar- starfa munu verða kosnir á fundinum fulltrúar félagsins á 9. þing S.U.F., sem haldið verður í Reykjavík 2.—4. nóv- ember. Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði nú er Gunnar Oddsson, Flatatungu i Akra- hreppi. FUF í Vopnafirði Hörður Gunnarsson mun sækja aðalfund Félags ungra Framsóknarmanna í Vopna- firði, en hann verður haldinn á laugardaginn kl. 15.00. Eftir að aðalfundarstörfum lýkur, munu kjömir fulltrúar á 9. þing Sambands ungra Fram- sóknarmanna. Einnig munu þeir Eysteinn R. Jóhannsson og Daníel Halldórsson mæta á fundinum af hálfu heildar- samtakanna. Formaður Fé- lags ungra Framsóknar- manna í Vopnafirði er Hall- dór Bjömsson í Engihlíð. Stofnfundur FUF á Fljótsdalshéraði Undirbúningur að stofnun Félags ungra Framsóknar- manna á Fljótsdalshéraði var hafinn á síðastliðnu vori og á fundi, sem haldinn var 3. júní í sumar, var kosin bráða- birgðastjórn. Skipuðu hana þeir Gunnar Guttormsson Litla-Bakka, Tunguhreppi formaður, Magnús Einarsson Egilsstöðum, ritari, og Guð- mundur Benediktsson. Egils- stöðum, gjaldkeri. Hefur þessj bráðabirgðastjórn verið að störfum í sumar og nú er und- irbúningi svo langt komið, að ákveðið er að efna tii stofn- fundar næsta laugaraag kl. 20,30 í Egilsstaðakauptúni. Á fundinum, eftir stofnun fé- lagsins, munu kjörnir fulltrú- ar þess á 9. þing S.U.F. í Reykjavík. Fundinn munu sitja Hörður Gunnarsson rit- ari S.U.F. og Eysteinn R Jó- hannsson. endurskoðandi sam bandsins og Daníel Halldórs- son, ritstjóri Vettvangs æsk- unnar. FUF í Hornafirði Aðalfundur Félags ungra (Framsóknarmanna í Horna- firði er ákveðinn á sunnudag- inn kl. 14.00. Dagskrá fundar- ins verður samkvæmt félags- jlögum. Einnig verða fulltrúar j á 9. þing Sambands ungra j Frsmsóknarmanna, kosnir. Hörður Gunnarsson, Eysteinn R. Jóhannsson og Daníel Hall- dórsson mæta á fundinum fyrir hönd S.U.F. Núverandi formaður F.U.F. í Homafjrði er Óskar Helgason. Höfn Aðalfundur FUF 8 V.-Barð. Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Vestur- Barðastrandasýslu var hald- inn í samkomuhúsinu Birki- mel á Barðaströnd 22. júlí síð- astliðinn. Á fundinum mæt.ti Már Pétursson, erindrek* Framsóknarfl., en hann ferð- aðist um Vestfirði f sumar fil þess að vinna að málefnum ungra Framsóknarmanna, auk annarra starfa. Þar sem ekki héfur verið skýrt, frá fundi félagsins áð- ur, hér í Vettvangnum. verð- ur nú greint frá stjórnarkjöri, og hlutu eftirtaldir menn kosningu: Salomon Gíslí Karlsson, Hvammi, Barðaströnd, for maður, Sigþór Ingólfsson, Patreks- firði, varaformaður, Hjörtur Guðbjartsson, Bíldudal, ritari, Jónas Guðmundsson, Pat- reksfirði, meðst.iórnandi. Páll Guðlaugsson, Tálkna- firði, meðstjórnandi. 9. þing SUF í Reykjavík 2. til 4. nóv. Ákveðið var, eins og áður hefur verið tilkynnt að halda 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna í Borgarnesi dagana 2., 3. og 4. nóvember n.k. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur orðið að breyta þessari ákvörðun og samþykkti sambandsstjórn, að þingið myndi haldið í Reykjavík hina áðurnefndu daga, þess í stað. Tilkynning um þingdagana og þingstaðinn hefur ver- ið send formönnum félaganna út um land. Bréf um nánari tilhögun þingsins og dagskrá þess hefur þegar verið sent til sömu aðila, auk sambandsstjórnarmanna búsettra utan Reykjavíkur. Þá hafa formönnum FUF- félaganna verið send kjörbréfa-evðublöð, sem óskast útfyllt og endursend sambandsstjórn strax að loknu kjöri þingfulltrúa, ásamt félagaskrám. Þing SUF eru haldin á tveggja ára fresti og var 8 þing samtakanna einnig haldið í Reykjavík, þá dagana 18. og 19. júní 1960. Aðalfundur sambandsstjórnar, sem haldinn var 13., 14. og 15. apríl 1961, samþykkti að 9. þingið yrði haldið að. hausti til og því hafa áðurnefndir þingdagar verið valdir. 8 TIMINN, föstudaginn 26. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.