Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 13
(Framhaid 0i 9 sáðu ) lendir blaðamenn misskilja íslenzk málefni og rangherma í fréttum. Einu sinni kom frétt með stórri fyrirsögn svohljóð- andi: „Engir skattar á íslandi“. Af þessu drógu margir þá á- lyktun m. a., að hér væru þá víst litlar opinberar fram- kvæmdir. Fleiri en einn spurði: Eru nokkrir vegir á íslandi? Margir vita um. íslenzku flug- félögin, sem fljúga til annarra landa. En sumir gefa þá skýr- ingu, að auðvitað þurfi hér flugvélar, af því að á íslandi séu engir vegir. En fáfræðin fer minnkandi, og það er okk- ar hlutverk að draga úr henni. í vaxandi mæli fá útlendir ferðamenn á.huga á íslandi, og þeir sem nota orlof sín til ferða laga til annarra landa, vilja fá fréttir af því, sem að þeim snýr, aðbúnaði við ferðamenn, gistihúsin, samgöngutækin, lax veiðina. Af myndum frá ís- landi vekja skógarmyndir einna mesta athygli því að flestir halda, að landið sé alveg nak- ið og hér sjáist hvergi hrísla. Einnig er mikið fylgzt með raf- væðingu landsins á seinni áx- um. BYRJAÐI 12 ÁRA AÐ SKRIFA f BLÖÐIN. — Hvenær byrjaðir þú blaða mennsku? — Fyrst birtist eftir mig grein í blaði, þegar ég var 12 ára. Það hafði verið mikið tal- ag um það að láta unga menn fá landskika til ræktunar og umráða. Ég færði þetta í tal við pabba, að nú þyrfti ég að fá minn eigin skika. Hann hélt að yrði nú ekki af því strax. Fyrst skyldi ég láta mér nægja að fara út á akurinn hans og gera það gagn, sem ég vildi. Þetta var ég ekki ánægður með, heldur settist niður og skrifaði mikla hugvekju um nauðsyn þess að lá.ta unga menn fá land til eigin umráða, áður en þeir flýðu allir í borgirnar. Þessa grein skírði ég „Flugten fra land til by“ og sendi hana til dagblaðsins okkar. Og viti menn, eftir nokkra daga birt- ist greinin, reyndar nafnlaus, því að ég þorði ekki að setja nafnið mitt undir hana. Svo liðu 4 ár, þá byrjaði ég að vinna við blað, 16 ára. Og 21 árs varð ég ritstjón dagblaðs, Viborg Venstre Blad, og það hafði ekki komið fyrir áður í sögu danskrar blaðamennsku. blaðAþjónusta f MEIRA EN HÁLFA ÖLD. — Hvenær tók Nordisk Pressebureau til starfa? —Það er að rekja alla leið til ársins 1909. Að vísu voru starfsskilyrðin mjög erfið í byrjun og fáar heimildir um starfijs fyrstu árin. En Dani einn í Ameriku, Erik Hildes- heim, sem rannsakað hefur sögu loftferða, fullyrðir, að Danmörk hafi orðið fyrst til að nota flugvélar til póstflutn- inga. Þá réð Schmidt ritstjóri fyrir Nordisk Pressebureau, og hann tók upp á því a^ láta senda fréttabréf frá Hamborg til Kaupmannahafnar með loft skipinu „Hansa”. Þetta.var ó- löglegt, því að þá höfðu ekki komizt á neinir samningar um flugpóst, en sá er sendi bréf frá Hamborg, keypti danskt frí merki í flugvélinni, og svo var bréfið póstlagt í Kaupmanna- höfn, komst sem sagt alla leið • á innanbæjarburðargjaldi. A. B. Vaslev blaðamaður, sem unn ið hafði fyrir Nordisk Presse- foto, tók við stjórn Nordisk Pressebureau 1928, og árið eft- ir fór blaðaþjónustan að ná til íslands og Færeyja. Vaslev gerði sér far um að heimsækja sjálfur sem flesta staði, og hingað kom hann 1930, sendi héðan fréttir af Alþingishátíð- inni og safnaði efni í bók sína „Tusindsársriget Island“. _.En 1939 fór Vaslev að staría við blaðið Vendsyssel Tidendev! og eftir það tók ég við stjórn Nordisk Pressebureau. En ekki tókst til lengdar að starfa með eðlilegum hætti. Þegar þýzku nazistarnir hernámu Dan- mörku 9. apríl 1940, lokuðu þeir fyrirtæki okkar en opnuðu annað í staðinn, svokallað „Skandinavisk Telegram Bur- eau“. 225 ÓLÖGLEG FRÉTTABLÖÐ. — Þá hefur starf ykkar legið alveg niðri á hernámsárunum? — Það var öðru nær. í júní 1943 tók til starfa leynifélagið „Den illegále presses fælles- organisation — reportageafdel- Merkjasala Sölubörn, sem vilja selja merki Flugbjörgunar- sveitarinnar á morgun fá í sölulaun eina krónu af hverju merki, sem þau selja og auk þess fá fjögur þau söluhæstu VERÐLAUN hringflug yfir bæinn. Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum: Melaskóla, Austurbæjarskólanum, Mávahlíð 29, Breiðagerðisskóla, Lauganesvegi 43, Langholts- skóla, Vogaskóla. Sala og afgreiðsla merkjanna hefst kl. 10,00 á sunnudag. Flugbjörgunarsveitin. Hús á Selfossi til sö'h Efri hæð 4 herb. og eldhús. Neðri hæð 3 herb. og eldhús. Semja ber við Frímann Einarsson, Engjavegi 1, Selfossi. ingen“, sem þrem mánuðum síðar breyttist í nafnið „Nor- disk Nyhedstjeneste". f Dan- mörku voru gefin út 225 ólög- leg blöð á stríðsárunum, komu þó ekki öll út samtímis, heldur spruttu önnur upp jafnharðan, og nazistarnir gerðu eitt upp- tækt. Blaðið „Information“ byrjaði að koma út sama sum- ar, byrjaði sem leynileg frétta- stofa. Góð samvinna var milli þessa aðalleyniblaðs landsins og Nordisk Nyhedstjeneste. — Mjög áríðandi var afi koma fréttum út úr.landinu, og var þeim aðallega smyglað yfir til Stokkhólms. Það gerðist með ýmsum hætti, í stuttbylgju- sendistöðvum, með bátum, sem sluppu milli landanna. En það var sérkennilegt við þessa leyniútgáfu, að auk ríflegra fjárframlaga frá einstaklingum fékk hún álitlegar fúlgur úr ríkissjóði Danmerkur, það var hægt að ganga inn í hvaða rik isbanka sem var og fá fé eftir þörfum til útgáfunnar. Og þeg- ar leið að stríðslokum, voru ó- löglegu blöðin og blaðaþjónust- an orðin a^ eins konar ríkisút- j gáfu. Eftir stríðið varð svo til hlutafélagið „Nordisk Presse- bureau — Nordisk Nyhedstjen- este“ upp úr tveim samnefnd- um fyrirtækjum, og það er það, sem ég starfa fyrir og við höfum á.ður verið að ræða um. „HVERNIG ER VEÐRIÐ f KAUPMANNAHÖFN?“ — Tók Nordisk Pressebur- eau til starfa á ný strax eftir stríðið? — Undirbúningur undir end- urreisn NP hófst nokkrum mán uðum áður en stríðinu lauk. Gerður var samningur við land- símann, sem sú útvarpsstöð heyrði undir, er sendi fréttatil kynningar til blaðanna úti á landi, en nazistar höfðu notað hana síðan þeir réðust inn í landið. Jafnskjótt og stríðinu lauk og nazistarnir voru rekn- ir frá útvarpinu, settist ég við hljóðnemann og byrjaði að þylja tilkynningar fyrir NP. — Þegar NP og NN var steypt saman, voru strax settar upp ritstjórnarskrifstofur í Oslo, Helsingfors og Stokkhólmi, — og í Þýzkalandi var NP fyrsta fréttaþjónustan, sem fékk að starfa þar, auk sjálfra hernáms veldanna. En það var af ein- skærri tilviljun, a^ NP fékk símasamband við Þýzkaland löngu áður en opinberlega var hægt að tala saman í síma milli Danmerkur og Þýzkalands. — Dag nokkurn kom Þýzkalands- fréttaritari NP inn á símstöð- ina, sem Deutscher Presse Di- enst hafði leyfi fyrir hjá brezku hernámsstjórninni. Um leið og fréttaritarinn gekk fram hjá einni símastúlkunni, heyrði hann hana spyrja: „Hvernig er annars veðrið í Kaupmanna- höfn?“ Fréttaritarinn ætlaði ■ ekki að trúa sinum eigin eyr- um. Á leiðinni til baka spurði hann stúlkuna, hvern hún hefði verig að tala við og hún svar- aði, að hún hefði „fundið af tilviljun" línu á skiptiborðinu sínu, farið að reyna hana, og þá heyrði hún rödd Englend- ings, sem kvaðst vera staddur í Dagmar-húsinu í Kaupmanna- höfn, húsinu, sem hafði verið aðalbækistöð Þjóðverja á her- námsárunum. Fréttaritari okk- ar rétti stúlkunni þegar pakka af amerískum sígarettum og bað um að fá að reýna þessa dularfullu línu. Eftir augna- blik var hann i símasambandi við Dagmar-húsið, hann var ekki seinn á sér, bað um síma- línu út í borgina og innan stundar var hann farinn að tala við ritstjórnina á NP eins og hann væri staddur inni í Kaupmannahöfn. — G.B. MINNING Rebekka Jónsdóttir Fædd 21. sept 1890 Dáin ll. júlí 1962 „í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi". Fyrir meir en 50 árum kom ég eitt sinn á sveitabæ, langt inni í landi. Húsfreyja kom út, falleg og glæsileg og bauð gesti inn með ánægju. Þegar til bað- stofu kom, tók ég fyrst og bezt eftir ungri stúlku með gullbjart fallegt hár, sem sat við rokk og spann. Hljóðfæri var í baðstofunni og minntist húsfreyja á, hvort hún vildi grípa í það. Stúlkan snarar sér frá rokknum og fer að spila. Þótti mér handtökin örugg og sköruleg og röddin góð. En lagið, sem hún lék var „I fögrum dal“. Þetta var Rebekka Jónsdóttir frá Jarlsstöðum. Þarna á mannmörgu glaðværu heimili á bökkum Skjálf andafljóts ólst Rebekka upp við hinn þunga, stöðuga nið fljótsins og ekki alllangt frá Goðafossi, svo að söngur hans ómaði oft fram um dalinn. Kannske hefur þessi samleikur fljótsins og fossins átt nokkurn þátt í hinni sterku og þó um leið mildu skapgerð, sem ein kenndi hana. Leiðir skildu, tengdir tókust. Af og til mættumst við þó. Eg undr- aðist þrek hennar og stillingu í kröppum kjörum fyrri árin. Re- bekka var gáfuð kona og fjölhæf, sönggefin, bókhneigð, smekkvís og myndarleg til allra verka. Útsaum ur hennar á seinni árum var alveg frábær að vandvirkni og smekk- vísi. Einn þáttur í far; hennar er mér þó hugstæðastur. Það er hve gott var að koma til hennar. Það í geislaði frá henni hlýja og glað- lyndi og vegna þreks hennar og stillingar skapað'ist öryggi og kjark j ur í návist hennar. Rebekka var hjálpfús kona og laus við eigin- girni, allt lítið og lágt var henni v:ðs fjarri, hugsun hennar var alltaf þessi: Hvað get ég gert fyr- ir þig. Rebekka hóf sig og stækkaði við störf og reynslu áranna. Þann- ig varð hún, þrátt fyrir mikla van- heilsu, sá trausti förunautur manns síns og barna, sem aldrei gat brugðizt. Hún varð íslenzk hús freyja af beztu gerð. Þannig kveðj um við Rebekku, kunningjar henn- ar með virðingu og þökk. K. G. J. Vinnuhagfræðingarnámskeið IMSÍ Þriðja og síSasti áfangi námskeiSanna hefst mánu- daginn 29. okt. kl. 9,00 árdegis IðnaSarmálastofnun íslands Rafvirkjar Óskum að ráða góðan rafvirkja nú þegar Glaumbær Veitingastofa Til leigu er lítil veitingastofa í miðbænum. Sala gæti komið til greina. Tilboð merkt: „Kostakjör” sendist afgr. blaðsins fyrir 1. nóv. Einbýlishús Til sölu við miðbæinn, 3 herb. eldhús og bað ásamt rúmgóðum steyptum skúr, sem hefur ver- ið verkstæði. Lítil útborgun. Tilboð merkt: „Hitaveita“, sendist afgr. blaðsins fyrir 1. nóv. TÍMINN, fösbudaginn 26. október 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.