Tíminn - 26.10.1962, Qupperneq 5

Tíminn - 26.10.1962, Qupperneq 5
IcíRDTTIR íbRQTTIR ritstjori hallur simonarson Fimm gnlldrengir] Möur fjárhagur Skíðaráðs Rvíkur Ellen Síghvatsson endurkjörinn formaður Á sunnudaginn í leikhléi úrslitaleiks KR og Fram i blkarkeppninni, voru mörgum drengjum úr Fram, KR og Val, afhent afreksmerkl KSÍ í knattspyrnu. GerSu þa3 tveir stjórnarmeðlimir KSÍ, Guðmundur Sveinbjörns- scs og Jón Magnússon. í hópnum voru fimm KR-ingar, sem hlutu gullmerki, og sjást þeir hér á myndinni. — (Ljósmynd: TÍMINN,—RE). Skortur um 1 Ársþing Handknattleiks- sambands íslands var haldið í KR-heimilinu á laugardaginn var. Ásbjörn Sigurjónsson, formaður sambandsins, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar, og bar hún vott um blómlegt starf á s.l. ári. Handknattleiks íþróttin á vaxandi vinsældum að fagna — og á þeim fimm árum, sem sérsamband hand- knattleiksmanna hefur starf- að, má fullyrða, að íþróttin hafi vaxið og eflzt meir en nokkur hafði þorað að vona í upphafi. Á árinu var skipuð ný nefnd, er Tottenham vannManch Utd. 6-2 í fyrradag fóru fram nokkrir þýðingarmiklir knattspurnuleikir. í 1. deildinni ensku sigraði Totten ham Manch. Utd. með 6—2 í leik í London. í Evrópukeppninni fyrir bikarmeistara urðu úrslit þessi: Shamrock, írlandi; Plovdiva, Búlgaríu 0—4; Atletico, Madrid— Hiberian, Möltu 4—0. Borgarkeppn in: Celtic, Skotlandi—Valencia, Spá.ni 2—2. Valencia sigraði sam anlagt me?i 6—4 og kemst í aðra umferð. Everton, Englandi—Dum fermline, Skotlandi 1—0 (fyrsti leikur). er a Frá ársþingi Handknattleikssambands Islands Ásbjörn Sigurjónsson endurkjörinn formaður falig var að athuga ýmis atriði, varðandi^ þjálfun handknattleiks- manna. f henni áttu sæti Karl Benediktsson, Pétur Bjarnason og Frímann Gunnlaugsson, allt kunn- ir, starfandi þjálfarar. Þessi nefnd gerði ýmsar athyglisverðar tillög- ur í sambandi við þjálfunarmálin almennt. f skýrslu nefndarinnar kom fram, að skortur á starfandi þjálfurum er tilfinnanlegur, og að íslenzkur handknattleikur, eins og hann er kenndur í dag, er mikið á eftir þeim handknattleik sem kendur er í nágrannalöndum okk- ar. Því má um kenna, að salir þeir, sem notaðir eru hérlendis eru mikið undir löglegri stærð, en kennslu verður að miða við stærð vallar. Gerði nefndin þag m.a. að tillögu sinni, að skipuð yrði sér- stök nefnd, er skyldi sjá um, að aðstaða yrði möguleg til að mennta þjálfara hérlendis. f beinu sambandi af þessum tillögum hef ur stjórn H.S.f. kannað möguleika á því að taka upp samstarf við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni. um framkvæmd námskeiða fyrir leiðbeinendur, svo sem þegar hefur verig gert í knattspyrnu og skíðaíþróttum. Allar líkur er1’ V að samkomulag náist um b ’ ’ atriði á næstunni, og munu þá námskeiðin verða með líku sniði og t.d. knattspyrnunámskeiðin. Eins og undanfarin ár, bauð danska handknattleikssambandið nokkrum íslenzkum biálfurum á þjálfaranám'keiðis í Vejle — en það er mjög vel skipulagt og mik ill fengur að geta sent menn á það. — Valdi stjórn H.S.Í eftir- taida menn til fararinnar: Matt- hias Ásgeirsson ÍBK og Þórarin Eyþórsson, Val. — Voru þeir í alla staði ánægðir með námskeiðið og telja sig hafa haft mikið gagn af. Mikil óvissa er ríkjandi um áfram haldandi þátttöku íslendinga á þessu námskeiði, sem fer fram ár- lega, en Danir hafa tilkynnt, að þeir telji sér ekki fært að taka á móti fleirum, a.m.k. fyrst um sinn. Stjórn H.S.Í. hélt upp á fimm ára afmæli sambandsins á árinu. Tveim brautryðjendum, þeim Bene dikt G. Waage og Valdimar Svein- björnssyni voru afhent merki sam bandsins. Einnig var öllum þeim, er leikið hafa landsleiki í hand- knattleik, afhent landsliðsmerki HSÍ. Þá var þeim færður, er leik- ig hafa tíu landsleiki, áletraður bikar með merki sambandsins. Á s.l. ári voru engir landsleikir leiknir í karla- eða kvennaflokk- um, hins vegar var sent unglinga landslið til þátttöku í Norður- landamóti sem fram fór í Dan- mörku. íslandsmeistaramótig innanhúss var haldið eins og áður í Reykja- vík og fór fram á tímabilinu 20. janúar til 15. apríl. Var mótið um fangsmeira en nokkru sinni fyrr, og voru þátttakendur um 900 frá 13 félögum og bandalögum. ís- landsmótið utanhúss fór hins veg ar fram í júlí og ágúst j Miklar framkvæmdir eru á döf ! inni hjá handknattleiksmönnum á næstunm og munu þeir væntan lega leika landsleiki vig Frakk land og Spán i febrúar á næsta ári Þá munu Framarar fara eftir nokkra daga út, til þátttöku í Evrópubikarkeppni meistaraliða. ASalrfundur Skíðaráðs Reykjavíkur var haldinn 17. október á Café Höll. Allir full- trúar voru mættir frá skíða- deildunum sjö, sem starfandi eru í Reykjavík. Formaður Skíðaráðsins Ellen Sighvats- son setti fundinn og fundar- stjóri var Stefán G. Björnsson, formaður Skíðafélags Reykja- víkur. Formaður las skýrslu ráðsins, sem bar vitni um fjölbreytta starf semi á liðnu ári. Gjaldkeri ráðsins Þorbergur Eysteinsson las upp endurskoðaða reikninga, sem ein- róma voru samþykktir. Fjárhagur Skíðaráðsins er allgóður. Endurskoðaðar starfsreglur ráðs ins voru lagðar fyrir fundinn og samþykktar. Skíðaráð Reykjavík- ur var stofnað '1938 og hafa regl- ur ráðsins lítið sem ekkert verið endurskoðaðar fyrr en nú. Ólafur Níelsson hafði framsögu fyrir hönd nefndarinnar sem endurskoð aði reglur þessar. Hið nýkjörna Skíðaráð skipa: Form.: Ellen Sighvatsson Í.K. Aðrir meðlimir eru: Leifur Mull er, Skíðafélag Rvíkur; Sigurður R. Guðjónsson, Ármann; Baldvin Ár- sælsson, KR; Þorbergur Eysteins- son, ÍR; Jón Margeirsson, Víking; Guðmundur Magnússon, Val. Ramsey þjálfari London 25. okt. NTB — Alf Ramsey verður hinn nýi þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, en hann er nú framkvæmdastjóri ensku meistaranna Ipswioh, en þeg ar hann tók við því liði var það í 3. deild 1955, en sigraði fljótt í deildinni, vann síðan aðra deild, og varð deildameistari i vor. Ramsey er einn af kunnustu knattspyrnumönnum Englands eft ir styrjöldina. Hann lék bakvörð hjá Tottenham og var 32 ára val- inn í enska landsliðið í knatt- spyrnu. Hann tekur við sem þjálf ari landsliðsins í byrjun næsta knattspyrnutímabils, þegar Walt- er Winterbottom lætur af störfum. Ármann á von á erlend- um fimleikaþjálfara Fimleikadeild Ármanns er nú að hefja starfsemi sína. Mikill áhugi var ríkjandi í deildinni síðastliðinn vetur. Farið var í nokkrar sýninga- ferðir í nágrenni Reykjavíkur, sem tókust mjög vel. Einnig voru haldnar tvær sýningar að Hálogalandi til ágóða fvr- ir Færeyjaför, sem sýninga- flokkar deildarinnar fóru í ágúst í sumar. Tímar flokkanna í vetur verða: Karlaflokkar verða á þriðjudög- um kl. 8—10,30 og föstudögum kl. 9—10,30. Kvennaflokkur á mánu- dögum kl. 7—8 og miðvikudögum kl. 8—10. Innritun í tímunum. Æfingar flokkanna verða í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Vigfús Guðbrandsson, sem verið hefur kennari karla- flokksins undanfarin ár, lætur nú af störfum, en Gísli Magnússon íþróttakennari og Ingi Sigurðsson munu þjálfa flokkanna fyrst um sinn, en von er á erlendum kenn ara bráðlega. Frúarflokkur verður í Breiða- gerðisskóla á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,15—9,05. Kenn ari flokksins verður eins og í fyrravetur Halldóra Árnadóttir í- þróttakennari. Síðast liðinn vetur æfðu_ um 70 konur frúarleikfimi hjá Ármanni i Breiðagerðisskóla. A þinginu sem haldið var s.l. laugardag, voru gerðar ýmsar lagabreytingar á aldursflokkum, og kemur hún til framkvæmda um næstu áramót. 1. aldursflokk ur karla, 19 ára og eldri; 2. fl. 17—18 ára; 3. fl. 15—16 ára, og 4. fl. 14 ára og yngri. í kvenna- flokkum: 1. aldursfl. 17 ára og eldri; 2. fl. 14—16 ára og 3. fl. 13 ára og yngri. Þá var og samþykkt, ag flokka- skipti skyldu miðast við 1. sept. en ekki um áramót eins og verið hefur. Þessi breyting er tvímæla- laust til mikilla bóta, enda ótækt að láta flokkaskipti fara fram um áramót mitt á keppnistímabilinu Er þag samsvarandi og að t. d. knattspyrnumenn myndu láta flokkaskipti hjá sér fara fram á miðju sumri. Stjórn HSÍ var endurkosin að mestu leyti fyrir næsta ár: For- maður er Ásbjörn Sigurjónsson, og aðrir í stjórn: Axel Einarsson, Axel Sigurðsson, Valgeir Ársæls- son og Þórður Stefánsson. — alf. TÍMINN, föstudaginn 26. október 1962 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.