Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó'rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- iiúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7, Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Síldarhneyksli ríkis- stjórnarinnar í forystugrein, sem Mbl. birtir í gær undir fyrirsögn- inni: Síldarhneykslið, segir m.a. á þessa leið: Októbermánuður er senn liðinn og ekki hafa enn tekizt samningar um kaup og kjör á vetrarsíldveiðum fyrir Suðvesturlandi. Nýir markaðir fyrir Suðvestur- landssíld tapast, framleiðsla og gjaldeyristekjur rýrna, sjómenn og útvegsmenn bíða tjón með hverjum degi sem líður." Greininni lýkur Mbl. með þesum orðum: „Stöðvun vetrarsíldveiðanna bakar ekki íslenzku þjóðinni aðeins stórfelidu tjóni. Hún er sorgleg- ur vottur þess ábyrgðarleysis, sem alltof víða verður vart í íslenzku þjóðlífi." Undir þessi ummæli Mbl. má fyllilega taka. En hverj- ir eru það, sem hér er að verki? Ekki verður stjórnarand- stæðingum kennt um þessa deilu, þar sem þau samtök útvegsmanna og sjómanna, er hér eigast við, eru und- ir forustu stjórnarsinna? Annars er deilan ekki fyrst og fremst sök þessara félaga, heldur ríkisstjórnarinnar. Rík- isstjórnin tvöfaldaði útflutningsgjöldin, er hún hækkaði gengið í fyrra, og eftir það töldu útvegsmenn aðstöðu sína svo skerta, að þeir kröfðust lækkunar á aflahlut sjómanna vegna hinna nýju síldveiðitækja. Þessi deila hefði því ekki þurft að koma til, ef nokkur hluti af hækkun útflutningsgjaldanna hefði farið til. að styrkja þessi tækjakaup. Ríkisstjórnin gerði meira í fyrra. Hún gerði upptækan gengishagnað, sem útgerðinni bar og notaði til greiðslu venjulegra útgjalda ríkisins. Þessi upphæð nam hvorki meira né minna en 140 millj. kr. og henni var það að þakka, að greiðsluafgangur ríkisins varð 57 millj. kr. á s.l. ári. Það. sem á milli ber í deilu útgerðarmana og sjó- manna, hvað snertir kjörin á vetrarsíldveiðunum, mun vart nema hærri upphæð en 10—15 millj. kr. Þennan ágreining gæti ríkisstjórnin hæglega iafnað með því að greiða þessa upphæð í tækjatillag annaðhvort af út- fiutningsgjöldunum. sem voru íkveðin í fyrra. eða af gengishagnaðinum sem þá var ranglega tekin af útgerð- inni. Þar með væri deila útgerðarmanna og sjómanna leyst. Heldur en að gera þetta. lætur ríkisstjórnin síldveiði- skipin vera stöðvuð og þjóðina tapa vegna þess 5 millj. kr. á dag. Þetta er vissulega ráðsmennska sem ekki er of sterkt að orði kveðið að kaiia síldarhneykslið eins og Mbl. gerir Og rökin fyrir þessu eru bau að stjórnin sé andvíg uppbótum. Á sama tíma greiöir hún þó hundruð millj kr. úr ríkissjóði til niðurborgana og útflutningsuppbóta og innheimtir mikil útflutningsgjöld til að borga niður ' átryggingargjöld fiskiskipa. Þessi afsökun er því hald- !aus. Síldarhneyksli '•íkisstiórnarinnar er san-arlega ábyrgð- arlaust og óverjandi. Það sannav vei óhæfni núverandi valdhafa til að ráða máluru þjóðarinnar Og það er ekki eina slíka dæmið er sannar óhæfni núverandi valdhafa tii að leysa slik vandamál Togara- stöðvunin og síldveiðistöðvunin s.l. vor bar viljalevsi og getuleysi þeirra til að leysa slík vandamál r>cr xro] eigi síður vitni. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: ... I Kennedy og Eisenhower veita ekki fullnægjandi upplýsingar Heimurinn gerbreyttist, þegar kjarnorkueinokuninni lauk. SÚ GREIN Walter Lippmauns, sem hér fer á eftir, birtist í amcrískum blöðunum sama dag og blöðin birtu ræðu Kennedys forseta, er hann bo'ðaði hafn- arbannið á Kúbu. Grein Lipp- manns er því skrifuð, eins og hún enda ber með sér rétt áð- ur en hafnbannið var tilkynnt. Lippmann hefur nú skrifað aðra grein um hafnbannið og mun hún birtast í næsta blaði Tímans. ÞESSI grein er skrifuð áður en nokkuð hefur ryerið birt opinberlega um síðustu at- burði í sambandi við Kúbu. Þó er fyrir hendi sú vitn- eskja, að ástandið er allt í einu orðið annað og alvarlegra Ien það áður var. Hvað sem forsetinn ákveð- ur að gera, þá er það óheppi- legt, að hann skuli þurfa að gera það meðan kosningabar- áttan stendúr sem hæst. Þetta er enn óheppilegra fyrir þá sök, að í þeirri kosningabar- áttu, sem nú stendur yfir, hef ur verið sérlega fátt um allan viðbúnað til að auka kjósend- um skilning á þeim alvarlegu viðfangsefnum, sem þá varð- ar mjög miklu. Þessu ætti að vera á annan hátt farið. Lýð- ræði okkar ætti að nærast á nægum upplýsingum og fullri fræðslu. INUVERANDI og fyrr.verandi forseti tala báðir til kjós- lenda.',Þétta eru þeir tveirleið tögar, séni liafa borið mesta ábyrgð síðastliðinn áratug, eða síðan í Kóreustríðinu, og hafa því átt aðgang að gleggstri vineskju um stað- reyndir. Þó hefur hvorugur þeirra nokkru sinni reynt að skýra fyrir almenningi umfang og inntak Kúbuvandamálsins eða Berlínarvandamálsins. Fræðsla almennings á að vera undirstaða stjórn- arstefnunnar. En hún hef- ur verið falin stjórnmála- mönnum, sem ekki taka þátt í stjórninni, ritstjórum, frétta riturum og blaðamönnum. — Við höfum þó ekki haft um- boð til þessa og notið tak- markaðra og stopulla upplýs- inga. Leiðtogarnir tveir hafa sneitt hjá einlægni og frjálsri lýsingu vandamálanna, og þeir hafa í raun og veru talað til kjósendanna, eins og sann leikurinn! væri helzt til strembin fæða fyrir Banda- ríkjamenn. HVORKI Eisenhower né Kennedy hafa komið nálægt þvi að ræða þá staðreynd. sem hefur mestu ráðið um stjórn þeirra. Þessi staðreynd er hin mikla breyting, sem hefur orðið á hernaðarlegri og efnahagslegri aðstöðu Banda ríkjanna síðan um miðjan sjötta tug þessarar aldar. Það var á valdatímum Eisenhowers forseta, sem ein okun Bandaríkjanna á kjarn- orkuvitneskju lauk, þó að það væri 'ekki á neinn hátt honum að kenna. Þessi þróun er nú að gerbreyta allri valda- og aflsbarátfu hvarvetna um KENNEDY heim. Það var einnig á valda tíma Eisenhowers — þó að það væri heldur ekki honum að kenna — sem Bandaríkin hættu að vera óþreytandi lán veitandi, og hættu því að geta ráðið, hvaða lag væri leikið og greitt spilaranum. Enn var það á valdadögum Eisenhowers — og einkum vegna skoðana hans sjálfs i efnahagsmálum — að hægt var svo á gangi bandarísks efnahagslífs, að viðvarandi aukning þjóðarframleiðslunn ar er með því allra minnsta. sem gerist í hinum kapítalist íska heimi. Þessir þrír atburðir eru á- kaflega afdrifaríkir. En Eisen hower néfnir þá ekki í ræð- um sínum. Hann talar eins og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af neinu því, sem skeði meðan hann sat í Hvíta húsinu. KENNEDY forseti nefnir varla, néma í hálfkveðnum vísum við nánustu samstarfs menn veruleika þess breytta heims.semhann komst að raun um 1961, og forðast að dvelja við það efni svo nokkru nemi Sennilega gerir hann þetta til þess að forðast deilur við Eis enhower. Kennedy hefur dálítiö rætt um hagvöxt. Hann hefur ver- ið mjög áhyggjufullur um framtíð dollarans. Hann hef- ur haldið áfram að auka hernaðarmátt okkar, rétti lega og með árangri. En hann hefur aldrei skýrt það til fulls fyrir almenningi. hvernig missir kjarnorkuein okunarinnar — þrátt fyrir það, að við höfum enn þá hernaðarlega yfirburöi — hetur hvarvetna um heim ger breytt þeim skuldbindingum, sem Truman forseti lýsti yfir og Dulies utanríkisráðherra kom í fast form. MEÐAN við höfðum einokun araðstöðu í kjarnorkumálum vorum við til dæmis ómót- stæðilegt veldi í þeim skiln- ingi, að við gátum eytt án þess að okkur sakaði sjálfa. Þá vorum við færir um að umkringja Sovétríkin með herstöðvum, sem nota mátti í árás. En þegar við misstum kjarnorkueinokunina urðu við kvæmir þeir staðir, þar sem herstöðvarnar eru, eins og tii dæmis Tyrkland, og síðan París, London og Bonn, og að lökum Bandaríkin sjálf. Þá hættu herstöðvarnar ein- göngu að vera til styrktar og fóru að valda aukinnj byrði. Tyrkland er þannig mikil byrði á okkur í sambandi við Kúbu. Ef við til dæmis beit- um valdi til þess að ráSast inn í Kúbu eða einangra hana, þá veröum við að bú- ast við einhverju hliðstæðu í Tyrklandi eða öðrum slík- um stað á landamærum Sovét ríkjanna- Þessar herstöðvar, sem heita má að orðnar séu úreltar síðan ílugskeytin og hinar stóru sprengjuflugvél- ar urðu til, eru því fremur til trafala en hægðarauka. — Vilji Krustjoff verja Castro. bá þarf hann ekki að gera bað á Kúbu, þar sem Sovét- ríkin hafa lítinn hernaðarleg an mátt. Hann getur gert það í Tyrklandi, íran eða hvar annars staðar sem er um- hverfis Sovétríkin. ÞEGAR við stöndum í hern aðarlegum vanda gagnvart Kúbu er nauðsynlegt að al menningur skil.ji þetta. Ef þióðin skilur ekkj þessa hluti þá hugsar hún, lifir og greið ir atkvæði í heirni, sem er 9 ekki lengur til i veruleikan um. Bandaríkin , eru ekki B lengur almáttug. eins og S heimurinn er orðinn. Þau h geta því ekki framkvæmt f Monroe-kenninguna á vestur 1 hveli jarðar og Trúman-kenn i inguna á austurhvelinu @ T f M I N N, sunnudagurinn 28. október 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.