Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 14
 Rosemarie Nitrihitt þessara spútníka. Eg get selt mín- ar vðrur fyrir því . . . Bruster framleiddi rafmagnskapal. Hartog, Schmitt og hinir framleiddu líka kapal, en Bruster framleiddi kapal og ekkert annað. Úr glugganum á þriðju hæð sá hann ofan á hílskúrana og benzín- stöðina á planinu rétt við hótelið. Ungur maður í hvítum fötum var að fylla geyminn á amerískum bíl, sem úr lofti leit út eins og fbúð, þar sem allt er á tjá og tundri. Teppum, pökkum, blöðum og myndavélum hafði verið stráð eins og hráviði um gólfið og sæt- in í bílnum. í vöggu, sem gerð var úr einhvers konar vatnsheld- um dúk og hékk [ aftursætinu, lá ungbarn. Foreldrarnir sátu í fram- sætinu. Faðir þess beygði sig yfir sætið til að g«ela við barnið, en móðirin hélt um stýrið. Hún borg aði benzínsalanum og ók af stæð- inu. Milli benzíntanksins og munn ans á göngunum, sem lágu til neð- anjarðarbflskúranna stóð bifvéla- virki á tali við stúlku. Bruster leizt vel á hana við fyrstu sýn en þar sem hann sá hana úr svo mikilli hæð, gat hann ekki greint vöxt hennar nákvæm- lega. En ef hún hefur ekki of stutta leggi, þá er þetta laglegasta hná'ta, hugsaði hann. Bifvélavirk- inn gekk burt, og stúlkan snéri sér í áttina að akbrautinni, sem lá út af planinu. Bruster hallaði sér út í gluggann til að sjá hana betur, áður en hún hyrfi. Þá leit hún upp. Bruster brosti, og hún hægði á sér. — Halló!, kallaði BruSter lágt. Það var mjög hljótt á planinu. Stúlkan nam staðar. Hún leit í kringum sig — leitaði að felustað, mundi veiðimaðurinn hafa sagt, og nú var Bruster á veiðum. Það er allt í lagi með hana, hugsaði hann. Það hafði vakið forvitni hans, hvernig hún leit f kringum sig. Hann tók vasabók upp úr vasa sínum og hripaði á eitt af götuðu aukablöðunum milli mikilvægra símanúmera og póstburðargjalda: .Klukkan 8 eftir mat fyrir framan hótelið. Svarta Mercedes Benz- sportmódelið SL.“ Hann reif blað- ið úr bókinni vafði því — bæði af forsjálni og til þess að það fyki ekki út í bláinn — utan um fimm marka seðil og lét það síðan detta. Hann var svo viss um, að stúlkan tæki það upp, að hann snéri sér við og gekk aftur að borðinu, án þess að hinkra lengur úti við glugg ann. Tímafresturinn var enn til um- ræðu. — Það er a-llt saman gott og blessað, en ráðuneytisfulltrú- inn verður að gera ’sér grein fyrir því, að við getum ekki unnið kraftaverk, var Gernstorff að enda við að segja. — Nei, sagði Bruster og var varla kominn í sætið, — það get- um við áreiðanlega ekki. Það kvað við hlátur, en Hoff hló ekki. — Veiztu, hvað verið er að ræða um?, spurði hann. — Upp á hár, sagði Bruster. — Við höfum verið tala um það sama í allan dag, en það er greinilegt, að enginn hefur í raun og veru þorað að kveða upp úr með það. Við höfum verið að tala um eitt einasta ár.“ — Ár? hváði Hoff. — Að minnsta kosti, sagði Brust- er. — Ráðuneytisfulltrúinn vill, að við höfum eitthvað upp á að bjóða í haust, en þið megið bóka ,að til þess þurfum við í minnsta lagi ár í viðbót. Eg finn það á mér, og það, Sem ég finn á mér, bregzt sjaldnast. Við erum allir að lenda í sama klandrinu og Prosky í Schmitt-verksmiðjunum. Ef það væri jafnauðvelt og þið haldið, að ráða bót á ’þessum smámunum, mundi hver sem er geta kippt þeim í lag. — Með allri virðingu fyrir þinni óskeikulu glöggskyggni, sagði Hoff, — ár í viðbót, — það er ó- mögulegt. — Ekkert er ómögulegt, svaraði Bruster, og ósvikið háðsbros lék um varir hans, þegar hann endur- tók þessi orð, sem ráðuneytisfull- trúinn hafði sagt á óheppilegu augnabliki á fyrsta fundi þeirra í Bláa herberginu. UM KLUKKAN ÁTTA stungu þeir pappírum sínum aftur í möpp urnar. Hoff kvaddi f dyrunum og hvarf inn í lyftuna. Hinir teygðu úr sér við borðið. — Þetta getur ekki gengið svona lengur, sagði Schmitt við Hartog. — Við getum ekki látið þá þjarma svona að okkur. Við erurn ekki lið- þjálfar í stríði. Þeir geta ekki skipað okkur að gera, hvað sem þeim sýnist. í fyrsta skipti allan seinnipart- inn opnaði Gustav Harwandter munninn kannski af því að þessi athugasemd hafði hitt á honum veikan .blett. Á stríðsárunum var hann sá eini, sem hafði orðið að lúta heraga. — Við ættum að leggja til að ráðherrann kæmi sjálfur á næsta fund, sagði hann. Hárwandter vissi ekki, að á sömu stundu var Hoff að tala við ráðherrann í síma af herberginu sfnu og segja honum, hvernig allt hefði gengið. Þetta símtal leiddi til þess, að stuttu seinna var Leyni þjónustunni skipað að kynna sér einkalíf Brusters, Schmitts og Na- konskis og sambönd þeirra við erlenda aðila. — Ágæt hugmynd, sagði Har- tog. — Eg gæti bezt trúað, að Hoff héldi, að við værum ein- hverjir óttalegir klaufar. — Hann hefur rétt fyrir sér, tautaði Bruster. — Taktu þatj rólega, hvíslaði Nakonski. Þeir stóðu framan við lyftuna, sem kom að ofan og þaut fram hjá þeim á niðurleið. Hún var eins og kassi fullur af birtu, þegar hún fór fram hjá ógagnsæju glerhurðinni á þeirra hæð. — Við skulum bara ganga, sagði Schmitt. — Hvert? spurði Killenschiff. — Eg ætla að fá mér að borða, sagði Killenchiff. — Á kínverska barnum. Hver kemur með mér? Það kom í ljós, að enginn kærði sig um að fara með honum, nema Gernstoff. — Hvað um þig? spurði hann Hartog. — Kæru vinir, kallaði Nakonski upp yfir sig, nam staðar í stigan um og veifaði handleggjunum; - kæru vinir, lífið er yndislegt. — Eg heyri næturgalann syngja, sagði Killenschiff. — Gömlu synd- arar! — Við líka, sagði Schmitt, — en ég fer nú samt og fæ mér eitt- hvað í svanginn. Hartog hristi höfuðið. — Nei, sagði hann, — mér finnst allt of snemmt að fara að borða strax. Eg ætla að anda að mér hreinu lofti um stund. — Hreinu lofti í Frankfurt? sagði Nakonski. — Þú þarft að aka fimmtán mílur til þess. Jæja, hvað er næst á dagskrá? Hver er með? Ætlarðu að verða samferða eða ekki? — Ekki í kvöld, sagði Bruster og leit á úrið sitt. — Eg á stefnu- mót. — Jæja þá, sagði Nakonski. Það var Harwandter einn, sem slóst í för með honum. Þeir gengu niður í forsalinn og tóku Kleie dyravörð á eintal. HARTOG VARÐ fyrstur út af hóteiinu. Það var orðið dimmt úti. Stæðisvörðurinn opnaði bílinn fyr- ir hann og lokaði honum, án þess að skella. Hartog var tíður gestur á Palace Hotel og hafði vanið sig 35 velti fyrir mér, hvort mér væri ekki bráðlega óhætt að fara upp til mín aftur. — 0, ég er vön Carolyn og henn ar duttlungum, ég varð að sætta mig nógu lengi við það. Eg hef átt hér ánægulegan dag, rifjað upp gamlar minningar og rætt um nýja uppdrætti við Oliver . . . Hún brosti aftur. — Og ég ók niður í þorpið, og þar hitti ég vin yðar, sem spurði um leiðina til Mullions. MJÖG glæsilegur, ungur maður, og hann talaði með skemmtilegum kanadiskum áherzlum . . . hann vildi ekki vera mér samferða, en bað mig fyrir skilaboð til yðar. — ROLLO . . . ! Eg þekkti eng an annan, sem gat talað með kanadiskum hreim! Eg starði eitt andartak alveg rugluð á Deidre. Eg fann að Oliver horfði rann- sakandi á mig. Eg fann, að ég roðnaði. Einmitt þetta hafði faðir minn óttazt, að Rollo myndi skjóta upp kollinum hér aftur. Hann vildi sjálfsagt fá peninga — hann vildi aldrei annað en peninga. En að hann skyldi koma hingað og hitta þá einmitt Deidre — við því hafði ég ekki búizt, Eg skildi núna, hvers vegna hún var svona sigrihrósandi. Hún hló aftur og sneri sér að Oliver. — Er það ekki hugljúft, að ung kona f dag er nógu rómantísk til að roðna, Oliver. Eg er fegin að duglega litla fóstran þín er mann leg, þegar öllu er á botninn hvolft . • • og þessi ungi maður var reglu lega myndarlegur! — Hver var þessi maður, Mandy? spurði Oliver rólega en hvasst. Eg óskaði að ég gæti sagt, að ég hefði ekki hugmynd um það, en ég vissfi, að andlitið hafði kom ið upp um mig. ----- Eg held . . . það sé fjar- skyldur ættingi, sem fór til Kan- ada fyrir mörgum árum, sagði ég örvæntingarfull. En ég skil bara ekki hvernig hann gat vitað að ég væri hér . . . — Mér heyrðist hann ekki spyrja eftir ættingja, sagði Deidre og brosti illgirnislega. — Hann sagði, að þér mynduð sjálfsagt ekki kæra yður um að hann trufl aði yður í vinnutímanum. Hann vildi ekki koma hingað, þótt mér fyndist hann ekki vera feimin manngerð. Hann vill, að þér hitt- ið hann klukkan sjö við rústirn- ar á gömlu kapellunni — í skóg- inum hérna megin við St. Trudys. Finnst þér það ekki hljóma yndis lega Ijúflega, Oliver? — Mér finnst það hljóma bjána lega, svaraði hann stuttaralega. — Eg vil ekki að Mandy sé á ferli í skóginum eftir að dimmir. Auð- vitað verður þessi maður að koma hingað . . . hvað hét hann aftur? — Hann vildi ekki segja mér það, svaraði Deidre áður en ég fékk að leggja orð í belg. — Þetta var allt ákaflega dularfullt og leyndardómsfullt. Hann sagði, að — Mandy myndi skilja hver hann er. Og það er ekki farið að dimma fyrr en seint á kvöldin á þessum árstíma. Ertu virkilega orðinn svona gamall að þú manst ekki, hvernig er að vera ungur og ást- fanginn, Oliver? Þú getur ekki lokað þjónana inni bak við lás og slá nú á tímum, skal ég segja þér. Eg var í þa-nn veginn að segja þeim nafn Rollos og að hann væri langt frá því að vera elsk- hugi minn, hann væri mín lífs- bölvun. En Oliver kom til mín og sagði með ákveðinni dómara- rödd: — Viltu gera svo vel og segja ; mér, hvað þetta á allt saman að j Þýða, Mandy? Þú veizt, að vinir þínir eru velkomnir til Mullions og ég vil ekki lcyndarmálamakk. ■ Þá vissi ég, að Rollo og Deidre BARNFÓSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN höfðu í sameiningu eyðilagt það traust, sem Oliver bar til mín. Hann leit reiðilega á mig, næst- um fyrirlitlega. Og þá reiddist ég líka. Eg hat- aði þau fyrir að setja mig í þessa auðmýkjandi aðstöðu og ég ákvað að kveða Rollo niður fyrir fullt og allt. — Það er ekkert leyndardóms- fullt við þetta, nema í heilabúinu á ungfrú Donovan, svaraði ég kuldalega. Og ég sætti mig ekki við það að gefa skýrslur um í hvað ég ver frítíma mínum. Síðan kerti ég hnakkann og gekk út úr herberginu. Eg var fjúkandi reið og særð, þegar ég skipti um skó og fór í sléttbotnaða. Þetta var sannarlega undarleg tilviljun, að Deidre skyldi hafa heyrt Rollo spyrja eftir Mullions og hún hafði ekki beðið boðanna að nota tækifærið til að sverta mig í augum Olivers. Hvað sem ég segði við hann um Deidre eftir þetta myndi hann ekki trúa mér. Hún hafði mjög klókindalega lækkað mig niður í heimska bjánastelpu, sem átti kær asta á laun og roðnaði og stamaði, þegar hún var spurð um hann. 19. KAFLI. Rústirnar af kapellunni eru í rauninni aðeins steinahrúgur og mosavaxnar nibbur. Kapellan til- heyrði landi Trevallions og með- an ég var á leið þangað hugleiddi ég hvernig Rollo hefði vitað um staðinn. Eins og Deidre hafði I sagt, þá var þetta ákjósanlegur staður fyrir stefnumót milli eisk- enda, en mér þótti ótrúlegt, að: ókunnugir vissu um það. D'eidre hlaut sjálf að hafa sagtj Rollo frá þvi, það skildi ég nú. Hún hafði sennilega skipulagt allt þetta til þess að hún gæti komið því þannig fyrir að hún flytti mér skilaboðin í návist Olivers. Til dæmis það, að Rollo vildi ekki ónáða mig í vinnutímanum vissi ég, að honum hefði aldrei dottið hug . . . Hún hafði sannarlega verið reglulega slungin og ég hafði heimskað mig rækilega, eins og hún hafði ætlazt til að ég gerði. Eg hefði samstundis átt að segja Oliver hver Rollo var. Hann hefði vitað hverjum tökum átti að taka Rollo, en þetta skildi ég of seint. Dæmalaust flón hafði ég verið. Eg nam staðar við gróinn stíg- inn, sem lá niður að kapellunni og ég var óttaslegin. Sólin var að ganga til viðar og varpaði löng- , um skuggum inn á milli trjánna. Kapellan var niðri undir smáhæð og umkringd trjám og það var þegar orðið hálfdimmt. Skyndilega langaði mig mest til að snúa við og hlaupa tii baka og segja Oliver allt af létta, Eg hafði verið heimsk að ganga í þessa gildru, sem Deidre hafði lagt fyr- ir mig. Eg varð að snúa þegar við. Það var um seinan Rollo hlýt- ur að hafa staðið á verði við kapelluopið. Eg heyrði hann [ blístra kunnuglega. Hann kom I gangandi fram og hrópaði ertnis- Ilega: — Ekki hlaupa burtu, Mandy — ég skal ekki eta þig. Eg fór að ganga í áttina tfl hans, I óttaðist að hann gæti lesið svip- jbrigðin á andliti mínu. Það var ! a-lltaf heimskulegt að láta Rollo verða varan við ótta minn, hann var fæddur sadisti. Þess vegna kreisti ég fram bros þegar ég var komin til hans og rétti honum höndina: — Halló, Rolló. — Ertu hissa? Hann brosti hrokalega, leit ekki við hönd minni en greip um axlir mér: — Viltu ekki einu sinni kyssa langþráðan bróður þinn? — Þú ert ekki bróðir minn og við erum ekki vön að kysast, svar- aði ég kuldalega og losaði mig. Eg reyndi að ná yfirhendinni: — Mig fýsir að vita, hvers vegna þú ert hér í staðinn fyrir að vera í Kanada og hvernig þú vissir heimflisfangið mitt? — Heyrðu, eina spurningu í einu. H-hm. Þú ert loksins orðin fullorðin, elsku kerlingin mín. Eg held bara aö ég sé feginn að ég er ekki bróðir þinn. Það er kannski eitthvað til í því, sem þessi kven- persóna sagði, þótt það væri ekki vegna þess sem ég kom. Hann hvarflaði ósvífnislega -á mig augum. Rollo er hár — 190 sentimetrar — og auk þess ákaf- lega þrekvaxinn. Sólin í Kanada hafði brúnkað hann, og ég gat skilið, að Deidre hafði lýst hon- um sem glæsilegum, en mér hefur aldrei fundizt hann geðþekkur. Eg varð að spyrja, jafnvel þótt eg vissi svarið. — Hvað var hún að gefa í skyn? Hann horfði á mig. 14 T í M I N N, sunnudagurinn 28. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.