Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandláfra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 245. tbl. — Fimmtudagur 1. nóv. 1962 — 46. árg. SEMJA VESTRA NTB—Washington, 30. okt. — Utanríkisráðuneyti Banda ríkjanna tilkynnti í dag, að samninganefndir frá íslandi og Bandaríkjunum hefðu far ið að semja um flugferðir milli landanna. Formáður íslenzku samninganefndar- innar er Thor Thors, am- bassador, en af hálfu Banda ríkjanna, Charles Nole, sér- Icgur umferðamálaráðunaut- ur í utanríkisráðuneytimi. — Sainningar þessir fjalla um endurskoðun loftferðasamn- ingsins, sem gerður var milli ríkjanna 27. jan. 1945. — Tíminn frétti í gær, að tveir helztu forustumenn Loftleiða, þeir Kristján Gug laugsson og Alfreð Elíasson væru nú vestra. Þegar tais- maður Loftleiða var spurður að því, hvort þeir liefðu far ið vestur vegna samning- anna, sag'ði hann að þeir væru oft fyrir vestan, en þeir myndu eflaust fylgjast með þeirri endurskoðun, sem nú færi fram á loft- ferðasamningnum frá 1945. J- í gær náði Tíminn tali af fulltrúa Loftleiða. Hann sagði, að á þessu stigi málsins væri ógerningur að segja til um hvað Loft- leiðir tækju til bragðs, ef, eða þegar SAS lækkuðu fargjöld sín með skrúfuvélum á leiðinni Evrópa—Norður-Ameríka. Það hefur verið vitað, að SAS hygði á einhverjar ráðstafanir, en ekki er um annað áð gera en að bíða átekta, unz þær sjá dagsins ljós. Vert er að benda á í þessu sambandi, að ríkisstjórnir SAS-landanna þurfa að leggja blessun sína á þau fargjöld, sem félagið kynni að vilja taka upp. SPIEGEL-MALIÐ NTB—Bonn, 31. október Síðustu fréttir í Spiegel-málinu: Vestur-þýzka sambandslýðveldið ætlar að taka málið á dagskrá. — Framhald á 15. siðu. IMTA LOFTLEIÐA- FARGJÖLD Mynd þessa birtum vlS sem tákn um það vandraeðaástand, sem skapast í starfsemi sjúkrahúsanna nú, þegar 31 aðstoðarlæknir hættir störfum. Hún sýnir nýtt geislalækningatæki, sem tekið var í notkun á röntgen- deild Landsspítalans fyrir skömmu, en verður nú að standa ónotað, unz deiluaðilar komast að samningum. (Ljósm.: Tíminn—RE). NTB-Osló, 30. okt. Fargjaldaráðstefna alþjóða- sambands flugfélaga IATA, lauk i gær í Chandler í Arizona í Bandaríkjunum. Þar kom til rnikilla átaka út af fargjöldum með skrúfuvélum á flugleið- inni Evrópa — Bandaríkin um Norður-Atlantshaf, og þinginu lauk með því, að SAS gerði fyrirvara um farmiðaverðið. Orsökin til þessa fyrirvara SAS er sú, að Loftleiðir, sem eru í IATA fljúga fyrir lægri fargjöld á þessari leið. Það er vegna hinna lágu far- gjalda Loftleiða, sem SAS og Pan American, en bau eru bæði í IATA hafa krafizt þess, að hafa jafna að- stöðu og Loftleiðir á áætlunarleið- um um Norður-Atlantshaf og ekki vera bundin af fargjaldasamningi IATA. Áður en fargjaldaráðstefnunni lauk í gær, gerði SAS fyrirvara um fargjaldasamþykkt ráðstefnunnar 31 ADSTODARLÆKNIR HÆTTI A MIÐNÆT KH-Reykjavík, 31. okt. Á miðnætti í nótt hættir störfum nálega helmingur þeirra lækrla, sem starfa við \ Landspítalann, stofnanir hans' og Hvítabandið, að kandídöt-1 um meðtöldum. Verst er á- standið á Landspítalanum, þar sem ein deild verður alveg læknislaus og aðrar skipaðar einum lækni, Hvítabandið missir sinn eina svæfinga- lækni, og Slysavarðstofan sendir út þá beiðni til fólks, að það leiti ekki til hennar, nema í brýnni þörf. Heilbrigðisstjórnin sendi lækn- unum bréf í dag, þar sem hún varðandi Norður-Atlantshaf, þar sem ráðstefnan hafði ekki tekið til greina hina sameiginlegu tillögu SAS og Pan Américan um að fá að mæta samkeppni Loftleiða við jafnar aðstæður. Falli SAS ekki frá fyrirvara sínum innan fjörutíu og fimm daga gilda engin föst verð- Framh á 15. síðu Læknamálil rætt á Alþingi TK-Reykjavík, 31. okt. — Langar umræður ur'ðu utan dagskrár í sameinuðu Alþingi í dag uin læknamálið. Var heilbrigðismálaráðherra að því spurður, hva'ð ríkisstjórnin hyggðist gera, til að koma í veg fyrir vandræðaástand það, sem verða myndi, er þorri sjúkrahúslækna hyrfi frá starfi á morgun. Bjarni Benediktsson heilbrigðismálaráðherra sagði, að heilbrigðisstjórnin hefði enn ekki fengið örugga vitneskju um að læknarnir myndu hætta störfum og sjálfur kvaðst hann ekki myndi trúa því fyrr en að hann^ tæki á því, ag læknarnir leggðu niður vinnu. Sagði Bjarni heilbrigðisstjórnina hafa snúið sér til læknanna og beðið þá að halda störfum sínum áfram, þar til úrskurður Félagsdóms í málinu félli. maplist til þess, að þeir gengdu störfum sínum áfram, meðan Félagsdómur fjallaði um málið. Blaðið talaði í dag við | marga þeirra lækna, sem sagt hafa upp frá 1. nóv., og kváðust þeir allir ætla að hætta, um annað væri ekkj að ræða. Starfsemi Landspítalans hlýtur Frainh á 15. síðu i>Á NITRI BITT, EN NÚFIBAG Hinn þekkti, þýzki rithöf- undur, Erirh Kuby, sem hef ur ritað frásöguna um Rose- marie Nitribitt, dýrustu konu heims, sem nú birtist sem framhaldssaga í Tíman- um, hefur öðlazt frægð sína á því að skrifa bækur sögu- legs eðlis um mál, sem eru efst á baugi. Nú hefur þyzka forlagið RoRoRo gefið út bók eftir Kuby um FIBAG-málið fræga, sem tímaritið „der Spiegel“ upplýsti á sínum tíma, og varð Strauss land- varnaráðherra næstum a? falli. Bók Kubys heitir „Fi- bag-æðið, eða vinur minn, ráðherrann", og er hún ekki ta'iin jákvæð fyrir Strauss. Forlagið gerði það af skömm sinni að gefa öllum 521 þingmönnum Vestur- Þýzkalands, bókina um dag- inn, rétt áður en umræða var um FIBAG-málið. SJÁ 2. SÍÐU Dómsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, Wolfgang Stammberger, bag í gær um lausn frá störfum. Lausnarbeiðnin er talin í beinu sambandi við málaferlin gegn vikublaðinu Der Spiegel. í dag birtum við seinni hluta Spiegel-greinarinnar.________________ NEHRU HEFUR VIKIÐ MENON ÚR EMBÆTTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.