Tíminn - 01.11.1962, Side 16

Tíminn - 01.11.1962, Side 16
/ Fimmtudagur 1. nóv. 1962 245. tbl. 46. árg. skaðann af skemmdunum? Togarinn Pétur Halldórsson liggur nú í höfn og bíður viðgerðar eftir grútarskemmdimar. YFIRVÓLD ÁBYRG IÍT AF MERKJASKORTI ? Níu fóru um borð GS-ísafii'ði, 31. okt. Varðsklpið Ægir kom hingað í morgun með brezka togarann Lincoln City, H—464, en vai'ðskipið tók hann að ólöglegum veið- um út af Dýrafirði í nótt, 3 sjómilur innan fiskveiði- takmarkanna. Skipstjórinn heitir Arthur Wood Bruce og hefur hann áður verið tekinn við veiðar í landhelgi, það gerðist fyrir 7 árum, en þá var hann meg annan togara. .Lincoln City hefur einnig áður verið tek inn í landhelgi, en þá var annar skipstjóri með skipið. Togaramenn neituðu að sigla togaranum til ísafjarð- ar, þegar Ægir hafði tekið skipið og fóru 9 varðskips- jnenn þá um borð og sigldu skipinu hingað, en ekki kom tiLmeinna átaka við togara- menn. Eins og fyrr segir var togarinn 3 sjómílur inn- an fiskveiitakmarkanna þeg ar varðskipið kom að, en tog arinn sigldi til hafs og Ægir náði honum á takmörkunum. Sagt er, að togarinn hafi legið inn á Dýrafirði og kastað trollinu á útleið og þá um 4 mílur innan tak- markanna. Togarinn var bú- inn að vera 9 daga á veið- um, en var ekki búinn að veiða nema 20 tonn af fiski. Dómur gengur væntanlega í málinu á morgun. BÓ-Reykjavík, 31. okt. Það er alkunna, að reglugerð um umferðar- merki frá 24. marz 1959 hefur hvergi nærri verið framfylgt, þar eð mikið skortir á, að umferðar- merkin hafi verið sam- ræmd ákvæðum reglu- gerðarinnar innan þess tíma, sem kveðið er á um. í þessu sambandi er vert að gefa því gaum, hvort viðkomandi yfirvöld hafa ekki bakað sér á- byrgð að lögum með vanrækslu á ákvæðum reglugerðarinnar, en 40. I grein hennar hljóðar svo: „Brot á | reglugerð þessari varða viðurlög- um samkvæmt sjöunda kafla um- ferðarlaga", en upphafsgrein þess kafla er svohljóðandi: „Brot gegn lögum þessum og reglum, sem sett- ar verða samkvæmt þeim, varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári.“ Þessi viðuilög benda til, að þeir sem lenda í árekstrum eða slysum eða hljóta sektir fyrir umferðar- lagabrot, sem rekja má til ófull- nægjandi merkingar, og raunar hver borgari geti höfðað mál gegn viðkomandi yfirvöldum fyrir brot á þessari reglugerð. í reglugerðinni er svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: „1. lokið skal við að samræma aðalbrautar- merki, sem nú eru, ákvæðum reglu gerðar þessarar svo fljótt sem auð ið er, og eigi síðar en 1. okt. 1959.“ Blaðið talaði i dag við Sigurð Ágústsspn, varðstjóra hjá umferð- ardeild götulögreglunnar, en hann staðfesti, að samræmingu aðal- brautarmerkja hefði ekki verið lokið þá og væri ekki lokið, því enn mætti finna staði, þar sem nýju merkin vantar. 2. liður bráða birgðaákvæðisins er svohljóðandi: „Önnur umferðarmerki, sem nú eiu, skulu samræmd ákvæðum reglugerðar þessarar innan þriggja ára frá birtingu hennar.“ Sá frest- ur rann út 24. marz á þessu ári, og enn vantar mikið á, að þessu ákvæðisatriði hafi verið framfylgt sagði Sigurður. Aðspurður sagð- ist hann ekki draga í efa, að hver sem er gæti höfðað mál á þessum forsendum. í umferðarlögunum er kveðið á vm, að lögreglustjórar í kaupstöð- iim skuli sjá um, að umferðar- merki séu sett við vegi eða göt- ur, en vegamálastjóri hefur sömu skyldu utan kaupstaða. Málið er þó ekki svo einfalt. í framkvæmd er það svo, sagði Sigurður Ágústsson, að hér í Reykjavik hefur lögreglu stjóri ákvörðunarrétt, sem er háð- ur samþykki borgarráðs, en það fjallar um einstefnu, aðalbrautir og stanzskyldu, en borgarverkfræð ingur hefur efnisinnkaup og upp- setningu merkjanna með höndum. Fjórði aðili, sem kemur við sögu, er umferðarnefnd sem leggur fram tillögur, en hana skipa lögreglu- stjóri, skipulagsstjóri, verkfræð- ingur bæjarins, slysavarnarfull- trúi og fleiri. Þannig berast málin milli Heródesar og Pílatusar og framkvæmdirnar drukkna á leið- inni. Mesti dragbíturinn eru þó undir- menn borgarverkfræðings, sagði Sigurður Ágústsson, en þeir eiga Framh. á 15. síðu EIMSKIP SMÍÐA 3 HYGGST VÖRU- FLUTNINGASKIP Stjórn Eimskipafélagsins hef ur ákveðið a3 leita tilboða er- lendis frá í smíði tveggja eða þriggja vöruflutningaskipa, sem fermi um 900 tonn af vörum og hafi um 70 þúsund teningsfeta lestarrými. Slík skip eru um 100 tonn D.W. Með því að smíða slík skip tel- ur Eimskipafélagið möguleika á að bæta verulega þjónustu sína við liafnir úti á landi, þannig að eitt al þessum skipum sigli í áætlun- arsiglingum umhverfis landið og hin tvö skipanna milli íslands og Evrópuhafna, með það fyrir aug- um fyrst og fremst, að þau flytji vörur beint til hafna út; á landi én umhleðslu í Reykjavík. Með þessu móti fá vörueigendur vör- urnar fyrr i hendur en ella, og við það sparast einnig mikill um- hieðslukostnaður Hugmyndin er að hraða nú sem mest nauðsynlegum undirbúningi að fyrrgreindum framkvæmdum og veiður fyrst unnið að öflun til- boða í nýsmíðarnar, útvegun lána og nauðsynlegra byggingarleyfa. MB-Reykjavík, 31. okt. Eins og kunnugt er, leigðu Síldarverksmiðjur ríkisins tog arann Pétur Halldórsson til síldarflutninga frá Seyðis- firði til Siglufjarðar í sumar. Síðan hefur togarinn legið hér í höfninni til viðgerðar og er enn ekki víst, hvenær henni lýkur. Lestar sumra togaranna, sem. tóku þátt í síldarflutningunum í sumar fóru illa. Grúturinn úr síld- inni át klæðningu lestanna og þurfti gagngerðar viðgerðar við. Ekki voru skemmdirnar á Pétri Halldórssyni samt svo miklar, að ekki hefði verið unnt að ljúka viðgerð á þessum tíma, ef mann- skapur hefði fengizt til verksins, en mannekla hefur tafið verkið. Þá mun einnig fara fram hluti tólf ára klössunar á skipinu um leið. Mjög er erfitt að fá upplýsingar um það, hvaða aðili á að bera skaðana af skemmdum þeim, sem síldin olli. Blaðið hefur spurzt fyrir um málið, bæði hjá Bæjar- útgerð Reykjavikur og Síldarverk- smiðjum ríkisins, en svör hafa verið mjög loðin og út í hött. Þó hafa bæjarútgerðarmenn sagt, að Síldarverksmiðjurnar hafi staðið við sinn hluta af samningnum og greitt þá leigu, sem krafist hefur verið. Hins vegar vilja þeir ekki með nókkru mótj veita upplýsing- ar um það, hver leigan var, hversu lengi hún var greidd (eftir flutn- ingana) né hvort bæjarútgerðin mun; gera kröfu til skaðabóta.For Framh á 15. síði> 79 út á landið BÓ-Reykjavík, 31. okt. Kvikmyndin Sjötíu og níu af stöðinni var sýnd í Keflavík í kvöld, en þess var sérstaklega óskað, að myndin yrði fyrst sýnd þar utan Reykjavíkur, þar sem aðalleikararnir, Gunnar Eyjólfs- son og Kristbjörg Kjeld, eru það an; Kristbjörg nánar til tekið úr Njarðvíkunum. Blaðið talaði vig Guðlaug Rós inkranz formann Edda-film og spurðist fyrir um aðsóknina. Guð- laugur sagði, ag kvikmyndin hefði nú slegið öll met í aðsókn, miðað við tíma, en yfir 33 þúsund manns hafa séð hana. Frumsýningin var 12. þ.m. en það þýðir, að yfir 1700 manns hafa séð myndina daglega að jafnaði. Myndin verður sýnd í Keflavík í fjóra daga, en síðan verður film an send til Akureyrar. Sýningar verða í Austurbæjarbíói fram yfir helgina, en þá verður sú filma send að Selfossi og síðan til Aust fjarða. Yfir 30 kvikmyndahús út á landi hafa beðið um myndana. 9. ÞING S.U.F. Níunda þing Sambands ungra Framsóknarmanna hefst kl. 7,30 á föstudagskvöldið í Tjarnargötu 26.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.