Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 2
1 i ni
LÖNDUM
FORSETAFRUIN
í HVÍTA HÚSINU
Jacqueline Kennedy er ekki
bara hin fallega eiginkona for-
setans, hún er einnig skynsöm og
skemmtileg stúlka, sem er fær
um að halda fullri skynsemi í
hringiðu aðdáunar og hrifning-
ar.
Enn er of snemmt að segja um
það, hvem sess Kennedy forseti
muni skipa í mannkynssögunni,
en frú Kennedy hefur þegar tek-
ið sitt sæti. Hún er einfaldlega
ein aðdáunarverðasta og mest að-
laðandi kona í heiminum. Og það
er engin ástæða til að halda, að
síðar meir muni vinsældir hennar
dala.
Allur heimurinn dáist að henni.
Ungar stúlkur hvar sem er rann
saka af henni myndir og herma
eftir hárgreiðslu hennar, klæða-
burði, brosi og framkomu. Þetta
er auðvitað mikil upphefð. En
þessir hlutir eru eingöngu þeir,
sem sjást á yfirborðinu, þeir
segja ekkert um hina mannlegu
eiginleika, sem mestu máli
skipta. Samt er ekki erfitt að
koma auga á þá. Ef henni er
fylgt með athygli, kemur í ljós,
að öðru hverju kemur hin eigin-
lega persóna í ljós í gegnum hið
flata yfirborð opinberra skyldna.
Andagift og menning. Jacqu-
eline Kennedy hefur aldrei reynt
að fela það, að það eru hin æðri
lífsverðmæti, sem mest hafa að
segja fyrir hana.
Hún hefur jákvæða afstöðu til
hlutanna og er í sátt við lífið.
Fjölskyldulífið er mikilvægast i
hennar augum. Á eftir því koma
svo menningarleg áhugamál
hennar — saga, list og bókmennt
ir eru þau hclztu. Hún hefur lagt
ósegjaflQega vinnu i að vernda
sögulegar minjar hvíta hússins
og jafnframt ag gera það að
vistlegu og smekklegu heimili
og sýnir það m. a. víðtæk áhuga-
mál hennar. En einnig við opin-
ber tækifæri, sýnir hún í orði og
verki, hvað henni liggur mest á
hjarta.
í Indlandi talar hún um hið
mannlega samfélag á mjög eðli-
legan hátt, án þess að grípa tii
úreltra orðatiltækja. í Mexico
fær hún mann sinn til að breyta
út af hinni opinberu dagskrá tii
að heimsækja safn, sem er þekkt
fyrir sérstaklega fágæta mexi-
kanska list. í Mexico City tekur
hún ósjálfrátt upp lítinn grát-
andi dreng huggar hann og segir
glaðlega: Höfum við það ekki
gott? Það fer ekki hjá því, að
þetta skapi góðvild og ánægju,
því þetta er gert af einlægni og
í skyndi, án þess að nokkrar
stjórnmálaaðstæður standi að
baki.
Engar einkennilegar hugmynd-
ir. Athygli sú, sem hún vekur
alls staðar, hefði auðveldlega get
að gefið henni einhverjar hug-
myndir, en hún hefur til allrar
hamingju komizt hjá því að
verða of upptekin af sjálfri sér.
Meðan á heimsókn hennar til
Pakistan stóð, var hún alls stað-
ar umkringd af fólki fullu að-
dáunar, en þrátt fyrir það viður-
kenndi hún, að hún saknað'i
manns síns og óskaði þess, að
hann hefði verið með henni. —
Fyrst þá hefði ferðin verið full-
komin, sagði hún. Að hún í því
tilfelli, hefði ekki verið miðpunkt
ur allrar athygli, skipti hana auð
sjáanlega r.ngu máli. Það væru
ekki margir, sem af frjálsum
vilja mundu afneita því, að vera
hylltir og tilbeðnir í svo ríkum
mæli.
Jacqueline Kennedy er einnig
gædd gáfum og kímni, til allrar
hamingju, því án þeirra eigin-
leika verður persónan ekki aðlað-
andi.
Blaðamaður sagði henni einu
sinni, hvernig Kennedy forseti,
Jacqueline Kennedy
hefði sagt í viðtali, frá þvi hvern
ig hann hitti hana og „ákvað
að giftast henni“, ári áður en
brúðkaupið fór fram. Hún svar-
aði frekar þurrlega: „Mikið var
það fallega gert af honum.“
(Þýtt).
ZSAZSA GIFTIST14.
Leikkonan Zsa Zsa Gabor var
að gifta sig í fjórða skipti fast-
cignasala að nafni Herberl Huth-
er 53 ára að aldri. Sjálf gaf hún
upp aldur sinn sem 37 ára við
hjónavígsluna, sem fram fór í
Nevt York. E^yrsti eiginmaður
hennar var tyrkneskur sendiráðs
maður, annar var hóteleigandinn
Conrad Hilton og sá þriðji Ge-
orge Sanders. Hinn nýbakaði eig
inmaður hennar skildi við fyrri
konu sina mánuði fyrir gifting-
una. Þau hittust á dansleik fyrir
góðgerðarstarfsemi og eins og
hún sagði frá: Hann var að dansa
við aðra konu. Eg horfði á Her-
bert og hin konan hefur aldrei
séð hann framar, vona ég.
☆
Elzta dóttir grínleikarans
Charlie Chaplin. af átta börnum
sem hann á með fjórðu konu
sinni Oonu, hefur sameinað feg-
urð móður sinnar og leikhæfi-
leika föður síns. Mynd þessi er
tekin er Geraldine Chaplin ásamt
öðrum ballettnemendum dansaði
■ ■
fyrir Elísabetu drottningarmóð-
ur í Cpent Garden, London.
My^rdir, sem birtust af henni í
l £> Slöu
UTVARPIÐ I KVOLD
Þag ei' alis ekki nema hálfsögð
sagan, að tala um útvarpið í kvöld,
þegar það stendur því sem næst
„frá árdegi til sólarlags" og rúm-
lega það. Auk morgunandaktar,
morgunleikfimi, morgunfrétta,
tónleika o.s frv. af hinu daglega
brauði, þá hefjast blandaðir dag-
skrárliðir strax upp úr hádeginu
Á eftir hádegisútvarpi taka við
óskalagaþættjr undir ýmsum nöfn
um, þótt lögin virðist vera þau
sömu í þeim öllum.
Aftur á móti eru nýbyrjaðir
síðdegisþættir, sem ég kann því
miður ekki svo mikil skil á, þar
eð ég hef ekki verið nærri útvarpi,
þegar þeir eru fluttir, það er í
vinnutíma þeirra, er vinna utan
heimilisins, en einn þátturinn
heitir einmitt „Við, sem heima
sitjum", og kvað sá vera býsna
girnilegur til fróðleiks og skemmt
unar. Hsí.in er
fyrst og fremst
sniðinn við hæfi
húsmæðra, og að-
allega eru það
tvær konur, sem
láta til sín heyra
í þessum þætti,
Sigríður Thorla-
cius og Svandís
Sigríður Jónsdóttir. Ekki
þarf að kynna frú Sigríði fyrir
Tímalesendum, svo oft sem hún
hefur skrifað hér í blaðið, grein-
ar og viðtöl og hún hlýtur að
gera þennan nýja útvarpsþátt
skemmtilegan, svo víðförul kona
sem hún er í dag er dagur Sig-
ríðar að skemmta þeim, sem heima
sitja.
í kvöld verður einsöngur í út-
varpssal, og það er Þuríður Páls-
dóttir, sem syng-
ur þar bæði ís-
lenzk og erlend
lög með undir-
leik Fritz Weiss-
happels. Þ v í
næst kemur fram
haldsleikritið, og
það má vera lé-
legt framhalds-
leikrit, sem ekki
Mér virðist gleypt
við öllu, sem er í framhaldsformi
Þetta þykir mörgum firnaspenn-
andi leikrit einkum börnum og
unglingum Annars finnst mér
eitthvað bogið við það, að fram-
haldsleikrit þurfj endilega að vera
aldargömul ensk rómantík Von
andi misminnir mig, en mér finnst
þetta einhvern veginn hafa verið
Þurfður
er hlustað a
eíntöm 19 aldar rómantík frá
Bretlandi.
Kortéri yfir náttmál heldur dr
Jón Gíslason áfram ag segja ferða-
sögu sina frá
Grikklandi. Nú
er hann sem sagt
kominn til Grikk
lands, og í kvöld
ætlar hann að
segja frá Aþenu,
sjálfri Akrópolis
og umhverfi. Það
hlýtur að vera
þess vert að hlýða á, þar sem frá
segir annar fróðasti maður á ís-
landj uro 'and fornaldar, er haft
hefur meiri áhrif á menn og mennt
ir nútímans en nokkur önnur þjóg
til forna. ^
Erlent lán
Fyrir helgina lagði ríkis-
stjórnin fram á Alþingi frum-
varp um heimild fyrir ríkis-
stjórnina að taka erlent 'lán að
upphæð 240 millj. króna. Fénu
á að verja til framkvæmda, og
skal ríkisstjórnin ákveða skipt-
inigu fjárins, segir í frumvarp-
inu.
Að sjálfsögðu er það eð'Iilegt,
að íslendingar taki nokkurt
fjármagn að láni erlendis til
nauðsy.nlegra og arðbærra
framkvæmda. Það hafa flest-
ar stjórnir gert. Hitt er al-
ger nýlunda, að mælast til
lántöku vi'ð Alþingi, án þess
■að það sé nokkurn veginn á-
kveðið, hvernig skal verja
fénu. Venjan hefur verið sú, að
þcigar f.astráðið hefur verið að
ráðast í ákveðin verk, sem mik-
ið lánsfé þarf til, t.d. virkjanir,
þá er sótt u.m heimi'Id Alþingis
og síðan leitað eftir láninu. Sú
venja er sjálfsögð og engin á-
stæða til að bregða út af henni.
Hvað dvelur fram-
kvæmdaáæflunina?
Þegar ríkisstjórnin fer fram
á svona stóra og óbundna láns-
heimjld 'til framkvæmda, hlýt-
ur mönnum að verða hugsað
til framkvæmdaáætlunarinnar,
sem ríkisstjórnin boðaði með
fögrum orðum. Ékkert bólar á
henni enn, og er oft búið að
spyrja um hana hér í blaðinu,
en engin svör fást. Menn Iiö'fðu
vænzt þess, að Alþingi fengi
frumvarp að svo mikilvægu
plaggi með góðum fyrirvara,
svo að því gæfist kostur á að
ræða það og fjalla um það á
ábyrga.n h'átt. Nú er sýnt, að
annaðhvort á ag fleygja þcssu
í þingið seint í vetur, eða hætta
með öilu við þessa áætlunar-
gerð. Líklegast er þó, að stjóm-
arflokkarnir setji saman upp á
eindæmi einhverja „áætlun“
og veifi síðan í kosningunum í
vor. En heilladrjúgar fram.
kvæmdir verða aldrej byggðar
á slíkri „áætlun“.
Ef nokkur skynsemi hefði
ráðið í má'lum og hlítt væri
viðteknum þingræðisvenjum,
hefði fru.mvarp að framkvæmda
áætlun nú legið fyrir þinginu
um sinn, og að samþykkt hcnn-
ar lokinni þar, hefði verið lagt
fram frumvarp að heimiid til
lántöku vegna þeirra fram-
kvæmda. Þar hefði verið skýrt
fnam tekið, til hvers féð ætti
a'ð fara, hverniig því skyldi var-
ið. Þetta er sú aðferð, sem ís-
lenzkar ríkisstjórnir hafa haft
til þessa.
Stjórnin skal skammta
„Viðreianarstjórnin" fer að
þessu öfugt eins og flestu öðru.
Fjármálaráðherra játar í þing-
ræðu, að gerð fnamkvæmda-
áætlunar sé svo skammt á veg
komin, að ekki sé unnt að kveðá
á um það nú, ekki einu sinni
í stórum dráttum, hvernig láns.
fénu skuli varið. Sýnir það, að
þetta er skrum eitt og tómt tal
hjá stjórnarflokkunum.
Samt liggur svo mikið á að
fá lánsheimildina, að frum-
varpið verður að fara með af-
brigðum gegnum þingið. Þó
er ekki farin sú sjálfsagða
Ieið að gera ráð fyrir ráð-
stöfun fjárins síðar með sér-
stökum löigum eða af þing-
nef.nd. Nei, ríkisstjórnin heimt.
ar þcnnnn viðtekna rétt Al-
þinigis í sínar hendur og krefst
Frarnhald á 13. siðu
T í M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962.