Tíminn - 20.11.1962, Qupperneq 7
Utaefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramKvæmdastjón: Tómas 4rnason Ritst.iórar Þórannn
Þórarinsson lábl. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnir Tómas Karlsson Auglýs
mgastjóri Sigurjón Daviðsson R.itstjórnarskrifstofur i Eddu
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i 8:mka
stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Ai
gréiðslusimi, 12323 — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr 4 00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f
Iildeilusijém
Eitt skýrasta einkenni ríkisstjórnarinnar sem nú situr
cg kallar sig „viðreisnarstjórn“, er stríðsrekstur hennar
á hendur stéttum landsins, sífelld árátta til að standa í ill-
deilum við þær og magna stéttaófrið Afleiðingin er að
vonum sú, að aldrei hefur ríkt í landinu önnur eins ring-
ulreið og upplausn í kaupgjalds- og kjaramálum, sífelld-
ar uppsagnir, verkföll og vinnudeilur.
Ríkisstjórnin hét því í upphafi að skipta sér ekki af
vinnudeilum eða kjaramálum stétta. Stéttirnar eiga að
koma sér saman, sagði stjórnin, og starfs.menn og vinnu-
veitendur að semja sín á milli frjálsir og óháðir. Þetta
heit hefur stjórnin efnt með því að skipta sér sífellt af
vinnudeilum til ills eins, til þess aS torvelda lausn í staS
þess aS greiSa úr ágreiningi. Hún heíur hvað eftir ann-
að lagt stein í götu samkomulags og jafnvel lagt sig fram
um að sundra gerðu samkomulagi eins og í járnsmiða-
verkfallinu. í sumum tilfellum hefur hún beinlínis efnt
til kjaradeilna og hundsað málaleitanir heilla opinberra
stétta, svo að það hefur leitt til þess að allir sögðu upp
síörfum, og þá fyrst sneypzt til að sýna jákvæða við-
leitni til samkomulags, þegar h?etta var á að við misstum
þýðingarmikla starfsmenn til útlanda hópum saman.
Þessi ríkisstjórn hefur beinlínis eyðilagt gert sam-
komulag milli verkamanna og vinnuveitenda með því
að skella á gengisfellingu til þess að hrifsa aftur sann-
gjarna kauphækkun, sem samið hafði verið um, og
ekki hikað við að gera þetta, þó að það kostaði það að
vinna stórtjón á viðskipta- og efnahagslífi landsins.
Þessi framkoma bætist ofan á óðadýrtíðina og þá of-
boðslegu almennu kjaraskerðingu, sem gert hefur ís-
land „annað ódýrasta ferðamannaland i Evrópu“, o'g bein-
línis neytt stéttirnar til þess að sækja sér leiðréttingu með
hörku. Og nú er svo komið að ekki duga minna en tvær
uppsagnir samninga á ári. Það er íslandsmet og líklega
heimsmet.
Hið eina tiltæka ráð þessarar stjórnar hefur verið bráða
birgðalög, gerðardómar og önnur þvingun á hinum
frjálsa samningsrétti, sem stjórmn hét að virða. Þannig
hefur hún unnið með öfugum klónum að viðkvæmasta
vandanóáli þióðarinnar — kjaramálum og skiptingu þjóð-
artekna — vandamáli, sem hver sæmiJeg ríkisstjórn legg-
ur sig alla fram til að stuðla að jákvæðum lausnum á.
Slysaferill ríkissfjórnarinnar — aðeins á þessu ári
— er varðaður hatrömmum vinnudeilum og verkföll-
um. Ríkisstjórnin hélt við síldarverkfalli í sumar og
tafði síldveiðar í þrjár vikur en flúði svo á náðir gerð-
ardóms, sem hleypti slíkri hörku í málið, að ný og enn
torleystari deila blossaði upp í haust og eyðilagði að
verulegu leyti síldarvertíð og síldarmarkaði. Togara-
verkfall stóð 5 mánuði. Þá má nefna prentaraverk-
fall, járnsmiðaverkfall, læknadeilu og fjölmargar
aðrar kjaradeilur, sem enn standa yfir, þó að ekki hafi
enn komið til vinnustöðvana. Og gamla vísitalan hefur
hækkað um 82 stig.
StaTfsmenn og vinnuveitendur ná oftast s^mkomulagi,
ef ríkisvaldið torveldar það ekki. En það er ekki nóg,
að þessar stéttir semji með sér, ef ríkisstjórnin eyðilegg-
ur slikt samkomulag jafnótt, t.d. með gengislækkun.
Öngþveitið, sem nú ríkir í þessum málum, stafar að
verulegu leyti af þeirri tilefnislausu gengisfellingu, sem
gerð var í fyrra til að eyðileggja samkomulag. Hún er
eitt versta skemmdar- og fólskuverk. sem íslenzk ríkis-
stjórn hefur nokkurn tíma unmð. eitt dæmi þess, að
ferill þessarar stjórnar í þessum viðkvæmustu vanda-
málum þjóðarinnar er með öllu fordæmislaus — og
algert ófarnaðarmet.
T í M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962.
Stjórnmálamenn nútímans séð
ir með augum Rembrandts
FYRIR rúmlega einu ári,
keypti Metropolitan Museum of
Art í New York eitt af þekkt-
ustu verkum Rembrandts „Ari-
stoteles virðir fyrir sér brjóst-
líkneski af Hómer“. Fyrir þetta
málverk greiddi safnið hærra
verð en áður hafði verið greitt
fyrir nolckurt málverk eða
2.300.000 dollara.
Margir töldu þetta hreint
óráð, en þetta hefur hins veg-
ar reynzt safninu annað. Að-
sókn hefur stórlega aukizt að
safninu, því að mönnum hefur
Ileikið forvitni á að sjá þessa
dýru mynd.
Til þess að draga aukna at-
hygli að myndinni, hefur safn-
ið fengið skopteiknara til að
mála ýrnsa þekkta menn eins
líklegt er, að þeir hefðu komið
Rembrandt fyrir sjónir í hlut-
verki Aristotelesar. Hugh Hay-
nie, hinn þekkti teiknari Louis-
ville Courier-Journal, hefur
teiknað Kennedy forseta, að
virða fyrir sér höggmynd af
John W. McCormack, forseta
fulltrúadeildarinnar, en talið
er, að grunnt sé á því góða
milli þeirra síðan bróðir for-
setans sigraði frænda McCor-
mack í haust, er þeir kepptu
um framboð. Norman Mans-
bridge, teiknari Sunday Times
í London, hefur teiknað mynd
af Krastjoff, sem virðir fyrir
sér brjóstlíkneski af Stalin. Þá
hefur franski teiknarinn Luois
Mittelberg (Tim), sem teiknar
fyrir L’Express, teiknað mynd
af de Gaulle, þar sem hann
virðir fyrir sér höggmynd af
sjálfum s’ér.
Mjög mikið aðsókn hefur
verið að þessum skopmyndum.
Síðan áðurnefnt málverk
eftir Rembrandt var sett upp i
safninu, hefur aðsóknin að saí'n-
inu aukizt um 40%.
Á því ári, sem síðan er liðið,
hefur tala sýningargesta orðið
4.711.019. Sala bóka með mynd-
um af málverkum Rembrandts,
hefur margfaldazt.
" Það getur þannig stundum
borgað sig að kaupa dýrt.
I '
CASTR0 0G MIK0JAN
Mynd þessi var nýlega tekin
á Kúbu.
MIKIL AÐSÓKN AÐ DÝRASTA
MÁLVERKI REMBRANDTS
Kennedy meS höggmynd af McCormack.
Krustjoff meS höggmynd af Stalin,