Tíminn - 20.11.1962, Síða 14

Tíminn - 20.11.1962, Síða 14
menn, — iðnaðarmenn og konur — og þið heiðursgestir, sem haf- ið gert okkur þá ánægju að mæta hér og leggja þannig enn frekari áherzlu á þennan merkisatburð, sem hér er að gerast í dag, — mín elskaða eiginkopa og kæri sonur . “ Rosemarie ætlaði að tryllast af hlátri. Tækið hélt áfram að tala: „Þeg- ar við komum saman á þessum stað stuttu eftir stríðslok, áttum við ekkert þak yfir höfuðið nema heiðan himininn . . . . “ „Þetta voru þeir líka með í út- varpinu", sagði Rosemarie. „Því kemurðu ekki heldur og leggur þig? Handleggurinn á mér er orð- inn stífur.“ „Útvörpuðu þeir því öllu?“ spurði hann. „Nei . . . ég veit það ekki . . . já, ætli það ekki samt.“ Hann lagði frá sér flöskuna, en var búinn með brauðið og pyl'SUna. Hann settist á legubekkinn og hlustaði í lwiðslu á sín eigin orð, en góndi um leið á tækið, eins og hann sæi sjálfan sig þar. Rosemarie velti sér á magann og studdi hökunni á vinstra hné hans. „Byrjunin var erfið, og það var ekki um annað hugsað én að teygja úr kapalvírnum, en við létum það ekki nægja, — við teygðum eins vel úr okkur sjálfum og við fram- ast gátum . . . “ „Þetta er gott“, sagði Bruster. Hláturinn í salnum, heyrðist ekki nema eins og daufur ómur frá tækinu. „Er eitthvað bilað?“ spurði Rosemarie. „Uss, þegiðu“, sagði hann. Eftir gengisbreytinguna fór á- standið að skána. í árslok 1949 ...“ Rosemarie lét sem hún vissi ekki af segulbandstækinu. „Nei, hættu“, hvíslaði hann. „Hlustaðu á þetta!“ „ . . . voru verkamennirnir hér orðnir sextán hundruð aftur. — þa ðer að segja: við höfðum einu sinni áður haft svo marga menn í vinnu. Það var 1942 . . Rosemarie lá kyrr. Nú fyrst fór hún að hlusta. Þarna fæ ég að vita ýmislegt um starfið hans og verksmiðjurnar, hugsaði hún. Það gæti verið nógu fróðlegt. Tölurn- ar, sem hún heyrði, fóru allar fyrir ofan garð og neðan hjá henni og hún hafði ekki nema óljósa hug- mynd um, hvað hann var að segja. En hún hlustaði vel og vandlega, þangað til allt var búið. Ræðan hafði djúp áhrif á hana. Ef hún hefði lifað lengi, hefði hún eflaust átt eftir að gera sér mat úr henni á sinn hátt. En því var ekki að heilsa. Þegar ræðunni var lokið, hélt bandið áfram að vefjast um spól- una, og Bruster, sem var í þung- um þönskum, gerði ekki minnstu tilraun til að slökkva á tækinu. Rosemarie fitlaði við alla hnapp ana og takkana, þangað til tækið hætti að ganga. Henni var hálf- kalt. Hún reis á fætur og fór í bleikan nælonnáttkjól. „Þetta var ágætt“, sagði hún. „Fannst þér það?“ spurði hann. „Alveg ágætt!“ sagði hún. „Eg taldi f þá kjarkinn,“ sagði hann. „Hugsaðu þér bara, — sautj án þúsund manns! Pabbi byrjaði með tuttugu, og þegar ég tók við fyrirtækinu, voru þeir þrjú hundr uð. Svo skall stríðið á. Fyrst gekk allt vel, og við græddum á því, við byggðum og byggðum og byggð- um, en svo . . . og nú eru þeir sautján þúsund! í hvert skipti, sem ég geng gegnum verksmiðj- urnar, finnst mér ég vera staddur um borð í skipi. Hefurðu nokkurn tíma ferðazt með mótorbát? Fram undan liggur sjórinn spegilsléttur og fagur, en í kjölfarinu sérðu froðu og iðandi, kvikar öldur. Eg þarf ekki að segja aukatekið orð. Eg geng bara í gegn, og þá beygja þeir sig allir yfir verkið af áhuga. En maður verður alltaf að vera vingjarnlegur, murxdu það, alltaf vingjarnlegur. Maður verður alltaf að vera vingjarnlegur við hóp manna. Það má aldrei gera þeim gramt í geði, — maður verður alltaf að vera mjúkmáll, segja við þá það, sem þeir vilja heyra, og ef maður þarf einhvern tíma að segja eitthvað, sem búast má við, að ekki falli í góðan jarðveg, þá verður það að segjast fallega. Þetta gerði ég í dag, þegar bygg- ingin var tekin f notkun. Hlust- aðu bara .'. . “ Hann ætlaðf að kveikja aftur á tækinu og leita uppi staðinn. „Æi nei, ekki aftui?, gamli minn! Eg er búin að heyra það. Það var stórkostlegt . . . í alvöru talað . . . alveg stórkostlegt!“ „Já, ég veit það“, sagði hann. „Ef maður þarf að setja ofan í við einhvern, þá verður að gera það einslega. Maður brosir bara alltaf framan í hópinn. Þessir menn treysta_mér, og þeir bera svo mikla virðingu fyrir mér, að ég veit þú trúir því ekki. Eg hef aldrei lent í neinum vandræðum með starfs- fólkið í mínum verksmiðjum. Og þó er ekki nema örstutt síðan við fórum að velja fólk skipulega til ýmissa starf. Fram að þessu höfum við bara ráðið það, eins og það kom frá Ráðningarskrif- stofunni og allt gengið, eins og í sögu . . . Þú ert steinhætt að hlusta á mig. Hvernig stendur á, að þú ert orðin svona brún?“ „Það hefur verið svo dásam- legt veður síðustu daga,“ sagði hún. „Eg fer alltaf ; sund og ligg í sólbaði." „Og það sést engin rönd eftir baðfötin. Þú ert öll jafnkolbrún." „Eg veit um stað„ þar seci hægt er að liggja allsnakin í sólbaði. Hann er bara fyrir konur. Það 22 ætti við þig að komast þangað. Þar er nóg að sjá.“ „Það er nóg að sjá hér,“ sagði hann og fitlaði við náttkjólinn hennar. „Svona“, svaraði hún. „Hvað heldurðu, að konan þín segði?“ „Það verður heitur dagur á morgun,“ sagði hann þreytulega. „Bretarnir verða eitthvað skrýtn- ir“. „Hvað meinarðu?” sagði hún og færði sig nær honum. „Við höfum meira en nógán tíma, ljúfan,“ sagði hann. „Alla nóttina. Þú getur rétt ímyndað þér hvort þessir fuglar verða sér ekki úti um stelpu og skemmta sér rækilega í Frankfúrt í nótt, — allt á minn kostnað." „Hverjir?" spurði hún. „Umboðsmennirnir mínir,“ sagði hann. „Eg þekkti einu sinni umboðs- mann eða sölumann.“ „Hvaða vitleysa!“ sagði hann. „Það eru ekki svoleiðis umboðs- menn, — umboðsmennirnir mfnir. Eg er búinn að kalla þá hingað saman víðs vegar að úr heiminum. Fargjöldin þeirra ein saman kost- uðu mig hundrað og fimmtíu þús- und mörk, en það borgar sig samt. Sumir þeirra eiga einkaflugvélar | heima hjá sér, — til dæmfs Gof- frey. Hann varð kolbrjálaður, þeg- ar ég sagði honum frá Morgen- thau, — alveg kolbrjálaður. En hann hafði gott af að heyra það. Goffrey er rétti maðurinn handa þér. Þú kynnir áreiðanlega lagið á honum. Þú ert eins og sköpuð handa svoleiðis mönnum . . . “ „Er ég ekki sköpuð handa þór?“ spurði hún og lét rifa í augun, eins og hún hafði séð kvikmynda- leikkonur gera í bíó. „Það ertu vissulega," sagði hann. „Vertu ekki með nein láta- læti. Það er ekkert á því að græða En þú heldur þig við jörðina, það — Nei, en ég var svo fegin, vegna þess að hann átti sjálfur enga peninga eftir og það var ótal margt, sem þurfti að lagfærá á óð- alinu. Eg hélt, að við gætum að minnsta ko'Sti lagað eitthvað til, svo að ég gæti boðið ungu fólki á mínum aldri heim, og ég hugs- aði mér, að hann hefði gott af því, að það kæmi fólk stundum, hann myndi þá ekki drekka svona mik- ið. En hann sagði mér, að hann væri bara fjárhaldsmaður minn og að við gætum ekki fengið eyri — að minnsta kosti ekki hann — fyrr en ég væri orðin tuttugu og eins árs. En þar sem við hefðum orðið að bíða í fjögur ár, spurði ég hr. Chudleigh, hvort hann vildi ekki koma til okkar, svo að ég gæti talað almennilega við hann. Mér fannst svo bjánalegt að eiga stórfé og hafa þó ekki ráð á neinu, sem mig langaði til. Og hr. Chud- leigh kom og útskýrði allt fyrir mér. Hann sagði, að ég gæti fengið ákveðna upphæð á ári handa sjálfri mér, ef ég óskaði þess, en frændi minn gæti ekki fengið neitt nema það, sem fæði mitt kostaði hann. Og svo þegar hann var að fara aftur, vorum við ein í forsalnum fáeinar mínútur, og þá sagðj hann við mig: „Þér eruð í einkennilegri aðstöðu, ungfrú Pendleton. Faðir yðar gerði frænda yðar að fjárhaldsmanni yðar, þar til þér verðið myndugar, en þar eð hann er yðar eini ætt- ingi, er hann einnig erfingi yðar, þangað til þér giftist. Gleymið þv£ ekki, væna mín.“ — Sagðir þú frænda þínum frá því, sem lögfræðingurinn sagði? j — Nei, einhvern veginn kunni ég ekki við það . . . — Og hvað ertu gömul núna? — Eg verð tuttugu og eins árs' þann fyrsta júní. Það dimmdi yfir svip Horatiu. — Eg vildi óska, að ég ætti ekki að erfa þessa pen- inga! — En ef það er satt, er þetta mikið fé og þú ert ríkur erfingi, góða mín. — Já, ég veit það. En það er ekki vitund skemmtilegt að vera ríkur erfingi, ekki sízt þegar mað- ur er svona hversdagslegur eins og ég er, og ég á bara einn ætt- ingja — frænda, sem sagði mér, hvað ég væri ljót og heimsk í hvert skipti sem hann var ölvað- ur. — Pú! Það skiptir engu, allir karlmenn drekka sig fulla. Og ertu nokkuð ljót? Taktu af þér hatt- inn og seztu hérna, svo að ég geti virt þig fyrir mér. Horatia hlýddi og settist við arininn. — Lítið andlit — sagði lafðin — sumir myndu kalla það aristókrat- iskt, . . . blá augu, ljóst hár . . . — Þér eruð of vingjarnlegar. Það er kallað músgrátt, held ég. — Hver hefur sagt það. Horatia blóðroðnaði. — 0 . . . vinur frænda míns. t Hann hefur búið á Newcross um tíma. Roðinn og feimnin fór ekki fram hjá lafði Wade. — Svo að hann vildi fá þig fyrir konu, sagði hún blátt áfram. — Ha?Já. Horatia sagði henni allt af létta. — Eg hafði næstum ákveðið að játast honum og hefði' sennilega gerty það, ef ráðskonan okkar, frú Turney hefði ekki sagt mér, hvað William heyrði . . . að frændi minn og vinur hans ætluðu að skipta milli sín peningunum, þegar ég væri gift honum. — Og þér hefur brugðið í brún? — Já. Eg er hrædd um, að ég sé dálítið rómantísk. — Efalaust, sagði lafðin þurr- lega. — En hafi ég verið rómantísk í gærkvöldi, sagði Horatia hressi-. MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINGINN lega — þá er ég það ekki lengur. Og ég vil ekki, að þér haldið að það sé vegna vinar frænda míns,1 að ég flúði. Það var vegna þess,' að ég var hrædd um, að ef ég yrði kyrr á Newcross, en neitaði að giftast kafteininum, þá myndi ég verða fyrir . . . ja, verða fyrir slysi, svo að frændi minn fengi^ alla peningana. — Það er sennilega létt ályktað. Hann virðist einskis svífast. Áttu aðra ættingja? — Nei. Faðir minn átti aðeins einn bróður, Edward Pendleton, og hann fór til Indlands fyrir fjöldamörgum árum og þar varð tígrisdýr honum að bana. Það var að minnsta kosti sagt. Enginn hef ur heyrt neitt frá honum árum saman. — Ep hvað hyggstu fyrir? Hvert hefurðu hugsað þér að fara? — Eg skal játa, að ég veit það ekki almennilega. Frú Turney stakk upp á, að ég leitaði uppi hr. Chudleigh, segðj honum allt af, létta og bæði um vernd hans, en ég er hrædd um, að hr. Chudlelgh myndi telja það skyldu sína að, senda mig heim aftur og héldi j bara, að þetta væri allt hugarburð ur úr mér. Og þá datt mér í hug að reyna að fá s arf í London, hjá góðri fjölskyldu helzt hjá kaupmannsfjölskyldu Það er að segja . . — Þá greip gamla frúin glottandi fram í. — Og þá komstu til mín? sagði hún. — Eg skil. Nú, nú maðurinn minn var kaupmaður og ekkert slæmur maður samt. Hann aflaði mikils fjár á sínum tíma, og hefði ég ekki gætt að, hefð; hann eyttl því líka. En ég neyddi- hann til að lifa sparlega. Fólk segir, að ég sé nízk, en mér er sama, hvaðj er sagt um mig. Orð skaða mig! ekkert, og enn á ég peningana mína. Hún leit á Horatiu slægðar-! augum. \ | — Eg held meira að segja, aðj það, sem þú hefur sagt mér, sé satt, en ég get ekki verið viss um það, og ég býst ekki við, að þú getir sannað það. — Frú Simmons hér á hótel- inu þekkir mig, svaraði Horatia hikandi. — En ef hún þekkir mig aftur, sendir hún ugglaust frænda mínum boð um það. — Þess vegna er bezt, að hún viti ekkert um þetta Lafðin horfði aftur rannsakandi á Horatiu. Hún| var vön að dæma verzlunarfélaga eiginmanns síns sáluga, og hún taldi sig góðan mannþekkjara. Hún áleit, að þessj unga stúlka væri of heimsk til að geta spunn- ið söguna upp. Það var merkilegt, hvað heimska og heiðarleiki fer oft saman, hugsaði hún. i . — Eg skal taka þig með tilj London, sagði hún skyndilega. ! — Og þú getur leikið hlutverk þjónustustúlku minnar á leiðinni. Eg er slæm af gigt og þarfnast hjálpar til að komast upp í vagn og niður úr honum. Eg skal borga þér fyrir með þvi að gefa þér piat og húsnæði, en þú verður að sjá um önnur útgjöld þín, Þegar við komum til heimilis míns í Bounty Street, getum við talað um. hvað við gerum þá. Nú heyrðist í þjónum fyrir framan, frammi á ganginum, og lafði Wade sendi Horatiu inn í svefnherbergið. — Enginn sér þig þar inni, sagði hún. — Og þú getur sofið í stól við arininn í nótt. Eg geri ráð fyrir, að ég leggi mig í þá hættu að verða myrt og rænd, og því ætla ég að taka fram 'Strax, að ég hef aldrei mikla peninga með- ferðis á ferðalögum. Horatia roðnaði undir hörkuleg- um orðum lafðinnar, en hún af- sakaði frúna með, að það væri í sjálfu sér eðlilegt, að hún væri tor- tryggin, og síðan fór hún inn í svefnherbergið, Hún tók fram það, sem lafði Wade þarfnaðist fyrir nóttina, og meðan hún var að því, heyrði hún, að lagt var á borð í nerberginu við hliðina Hún fann indælan jlm af steiktu kjöti og lauk, og það kom vatn í munninn á henni. Svo heyrði hún þjóninn spyrja, hvort herbergisþerna hennar ætti að snæða með frttnni. — Auðvitað ekki, svaraði Lafði Wade, en þegar hann var að ganga 14 T f M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.