Tíminn - 20.11.1962, Side 16
BEITTU OXUM A BILINN TIL AÐ LOSA FLUGVELINA
IGÞ—Reykjavík, 19. nóv.
Það slys varð á Keflavíkur.
flugvelli í dag, að flugvél frá
Flugsýn og bifreið varnarliðs-
manns rákust saman. Munaði
minnstu að spaðar skrúfunnar
lentu í ökumanni bifreiðarinn-
ar, en þeir fóru í gegnuin öku-
tækið tuttugu til þrjátíu sentí-
inetrum aftan við böfuð lians.
Hér var um ag ræða fjögurra
manna Stinsonvél, TF-AIM, eins
hreyfils. Hún lcnti á Keflavík-
urflugvelli um klukkan fimm
síðdegis og var að aka inn á stæð
ið við flugvallarhótelið, þegar
varnarliðsbíllinn varjs fyrir
henni.
Ók varnarliðsmaðurinn bifreið
sinni þvert fyrir vélina, en þótt
aka megi bílum þarna yfir, eiiga
flugvélar alltaf réttinn, og verða
ökumenn skilyrðislaust að stanza
séu flugvélar á ferð í nánd.
Skrúfa flugvélarinnar gjör-
eyðilagðist og bifreiðin er mikið
1
skemmd. Engin meiðsl urðu á
mönnum, þótt mjóu munaði með
varnarliðsinanninn, er var einn
í bílnum. Erfiðlega gekk að losa
skrúfuna úr bílnum og urðu
brunaliðsmenn að beita öxum á
bílflakið til að losa flugvélina.
Þriðjudagur 20. nóvember 1962
261. tbl.
46. árg.
UB
20 skip eru
á síldveiðum
KH—Reykjavík, 19. nóv.
Síld barst á land í gær á
Akranesi, Reykjavík og Hafn-
arfirði. Var það yfirleitt góð
og falleg síld, að mestu veidd
út af Jökli. Flest skipin, en
þau eru nú alls um 20 á veið-
um, halda sig í Kollálnum.
Út af Reykjanesi er talsverð * 1
síld, en afar smá og erfið við-;
ureignar.
Þrettán skip lönduðu á Akranesi
í gær tæplega 9 þúsund tunnum
síldar, sem fór öll í salt og ís.
Höfrungur II var hæstur með
Framh. á 15 síðu
YFIR 10 ÞÚSUND
FLÖSKUMIÐAR
ykjavík, 19. nóv.
. ,ar eru ekki við eina
tj.dma felldir. — Einu sinni
birtum við viðlal við mann,
sem safnaði bjórflöskum frá
ýmsum löndum og geymdi þær
í bókaskápnum sínum. Hann
smakkaði aldrei á safninu. í
dag hittum við annan safnara
viðriðinn bjór. Raunar starfar
hann að bjórframleiðslu, en
safnar einnig bjórflöskumið-
um. Maðurinn er Þórður Jóns-
son hjá ölgerðinni.
Þórður á 10148 aðskiljanlega
bjór- og gosdrykkjamiða hvað-
anæva úr heiminum. Safnið
er innlímt í 33 bækur og hver
miði tölusettur. Auk þess tvi-
tök, þrítök og jafnvel títök af
sumum þessum miðum, sem er-
lendir safnarar hafa sent.
Þórður sagði okkur, að hann
hefði byrjað þessa söfnun árið
1958, en þá fór hann að vinna
í ölgerðinni. Tveir aðrir starfs
Framh á 15 síðu
Jón Stefánsson
listmálari, látinn
Jón Stefánsson listmálari lézt á
sjúkrahúsi hér í Reykjavík í fyrri-
nótt, og með honum er annar
þeirra þriggja, sem nefndir hafa
verið stórmeistarar íslenzkrar
málaralistar, fallinn í valinn, og
Framh á 15 síðu
Samninganefndirnar í síldveiðideilunni sömdu aðfaranótt sunnudagsins
SÍDASTA PRÓSENTINU
SKIPT TIL HELMINGA
KH—Reykjavík, 19. nóv.
Samkomulag náðist með
samningsaðilum í síldveiði-
deilunni á fundi í fyrrinótt.
Stjórn LÍÚ ræðir samkomulag
ið á fundi í dag, og sjómanna-
félögin greiða atkvæði um
það. Verður atkvæðagreiðslu
lokið á miðnætti, og úrslit
væntanlega kunn annað kvöld,
en ólíklegt er talið annað en
fullt samþykki fáist á báða
bóga, og getur þá síldveiði-
vertíðin loksins hafizt.
í þriðju grein samkomulags
þess, er gert var í fyrrinótt, kveð-
ur svo á um skiptakjör á hring-
nótaveiðum. Á síldveiðum með
Ví!|a látá breyta af-
urðasölulögunum
Á fulltrúafundi allra búnað-
arsambandastjórna landsins,
sem haldinn var í Reykjavík
í vikunni, sem leið, var sam-
þykkt samhljóða ályktun um
breytingar á afurðasölulög-
gjöfinni, þar sem meðal ann-
ars er rætt um yfirdóm í störf
um sex manna nefndar og um
sölustöðvunarrétt bænda.
I Fundurinn var haldinn 14. og
' 15. nóvember í húsi Slysavarna-
félagsins. Mættir voru 30 fulltrú-
ar frá öllum búnaðarsambands-
stjórnum landsins, skv. fundar-
j boði stjórna Búnaðarsambands
; Austurlands og Búnaðarsambands
; Suður-Þingeyinga, til þess að ræða
j breytingar á afurðasölulöggjöf-
j inni.
i Að lokinni framsöguræðu Þor-
, steins Sigfússonar á Sandbrekku,
| tóku margir til máls. Voru fund-
| armenn á einu máli um, að land-
i búnaðurinn væri í mikilli og vax
; andi hættu staddur, o.g hefði af-
urðasölulöggjöfin ekki tryggt
bændum þær tekjur, sem þeir
' eiga rétt á samkvæmt henni. Því
væri nauðsynlegt að breyta lög-
! gjofinni til hagsbóta fyrir landbún
aðinn, en nokkuð voru skoðanir
j skiptar um það, hvort þær breyt-
, ingar, sem nauðsynlegar kynnu að
þykja, fengjust nú samþykktar á
i Framh a 15. siðu
hringnót skal hlutur skipverja
af heildaraflaverðmæti skipsins
(brúttó) vera með hér segir: a)
Á skipum undir 60 rúml. 39,0%,
er skiptist í 10 staði, b) Á skipum
60 til 120 rúml. 37.5%, er skiptist
í 11 staði, c) Á skipum 120 til 130
rúml. 36,5%, sem skiptist í 11
staði, d) Á skipum 130 til 240
rúml. 36,5%, er skiptist í 12 staði,
e) Á skipum 240 til 300 rúml.
36,5%, er skiptist í 13 staði.
Með þessu samkomulagi hafa
báðir samningsaðilar gefið eftir
%% frá síðustu kröfum, og er tal-
ið liklegt, að allir aðilar fallist á
þá málamiölun. Stjórn LÍÚ heidur
fundi í dag um málið, en hún hef-
ur fullt umboð til samþykkis fyrir
hönd útvegsmanna. Atkvæða-
greiðslur um samkomulagið hófust
hjá sjómannafélögunum þegar i
gær, og verður þeim að fullu lok-
ið á miðnætti í kvöld. Atkvæða-
greiðslan er sameiginleg, þannig
að ekkert eitt félag getur fellt.
Úrslit verða væntanlega kunn
annað kvöld.
Hvað Akranessamningunum við
víkur, þá var samið um Vz % lægri
kjör, en þar er skipt í færri
staði, svo að útkoman er mjög
svipuð.
Bridge
í dág, þriðjudag, hefst önnur tví-'
menningskeppni á veguni félags-
ins. Góð verðlaun verða veitt. Spii
að verður í Tjainarg. 26. Aú*
brjdgeáhugafólk velkomið.
1 (Frá stjórn F.U.F.)
BÓ—Reykjavík, 19. nóv.
Blaðið talaði við Guðlaug Rósin-
kranz í dag og spurðist fyrir um
gang kvikmyndarinnar 79 af stöð
inni. Guðlaugur sagði, að um 46
þúsund manns væru þegar búin að
sjá hana og bjóst við, að talan yrði
komin upp í 50 þúsund fyrir jól.
Hún hefur nú verið sýnd á Sel-
fossi. Hellu, Akureyri og Kefla-
vík og hlotið prýðiiega aðsókn á
öllum þessum stöðum. Önnur
filman verður nú að líkindum
send til Akraness og þaðan á Aust
firði, en hm fer um Norðurland
og þaðan til Vestfiarða.