Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 14
skúffu, sem aðrir ættu; hann hafði aldrei gáð inn í skápinn hennar. En eitt var það, sem Rose- marie hafði ekki tekið meg í reikn inginn — hann var haldinn ástríðu fullri löngun til að snerta og strjúka fingrunum yfir svo að segja hvaða efni, sem vera skal. (í hvert skipti, sem tími hans leyfði, fór hann með Aðalheiði, þegar hún þurfti að máta nýja flík). Rosemarie vissi ekki, að þetta var ástæðan fyrir því, að hann vildi aldrei, að hún klæddi sig strax úf öllu. Hún varð alltaf að straua talsvert mikið eftir að hann hafði komið í heimsókn til hennar. Kvöld nokkurt, þegar Rosemarie var frammi í eldhúsi að leita að einhverju snarli í ísskápnum, — sem nú hafði upp á mun meira að bjóða — opnaði Hartog skápinn. Fataskápurinn hennar Rosemarie var ósköp venjulegur, og Hartog var harðánægður með þessar fáu flíkur, sem hún hafði keypt. Hann var að skoða undirfötin hennar á hillunni, þegar hann fann bókhaldsbókina undir tveim- ur náttkjólum. Hann opnaði hana og hafði mjög gaman af í fyrstu. Hún skrffaði eins og hver önnur skólastelpa. Tölurnar voru skrif- aðar svo vandlega og í svo beinum línum milli blárra og rauðra strikanna, að honum fannst hann geta séð hana fyrir sér, þar sem hún beygði sig yfir bókina með blekblett á einum fingrinum nag- andi pennastöngina. En við nán- ari athugun rak hann augun í dálk inn, þar sem stóð: „Frá B . . . • 1.—.“ Síðan kom næsta greiðsla: „Frá B . . . . 500,“ og loks allar hinar. Þegar Rosemarie kom inn í her- bergið með diska og hnífapör, stóð hann við opinn gluggann og starði út í nóttina. Hann var í svarta sloppnum með rauðu röndunum, sem hann geymdi alltaf hjá henni. „Þetta verður til rétt strax“, sagði hún, lagði frá sér diskana og fór fram aftur. Eftir örlitla stund kom hún aftur með nokkrar brauð sneiðar og flösku af víni. Hann stóð enn hreyfingarlaus úti við gluggann. „Þú getur lagt á borðið“, sagði hún. Hann hreyfði sig ekki. Hún vissi, að hann var dyntótt- ur og mislyndur og þurfti ekki mikið til að móðgast, en gat ekki skilið, hvers vegna hann neitaði að hjálpa henni — vanalega hafði hann bara gaman af þessum „heim ilisstörfum". „Jæja, ef þú vilt ekki hjálpa mér, þá skal ég ekki nauða meira á þér,“ sagði hún og breiddi úr borðdúknum ofan á glerplöt- unni á kaffiborðinu. Hann sneri sér við. Hún sá undir eins, að eitthvað var öðru vísi en vera bar. í svip hans lýsti sér andúð og fyrirlitn- ing. „Mér datt ekki í hug að taka af þér loforð um að sofa ekki hjá neinum öðrum,“ sagði hann, „ein- faldlega vegna þess, að ég hélt ekki, að þú . . . “ „Hvað áttu við?“ hrópaði hún upp og kastaði reiðilega til höfg- inu. „Eg hef aldrei . . “ „Eg. hata rifrildi", sagði Hartog, „og þú kemur einu af stað, ef þú ferð að ljúga núna. Skilurðu ekki, að hverjum leik fylgja ákveðnar leikreglur?“ Hún var enn að velta fyrir sér, hvernig hann hefði allt í einu kom- izt svona skyndilega að þessu, þeg ar hún sá bókhaldsbókina liggja á gólfinu og eina síðuna rifna við hliðina á henni.. Hún kastaði sér yfir hana, þreif hana til sín og faldi hana fyrir aftan bak í varn- arskyni. „Hvað ert þú að skipta þér af mínum málum!“ öskraði hún. „Þínum málum!“ sagði hann og sá eftir því um leið. „Leikreglur!“ sagði hún háðs- lega. „Þú heldur auðvitað, að þú sért svo ridadralegur og takir leik- reglurnar svo alvarlega. Hver er svikarinn í þessu öllu saman, þú eða ég? Hver er giftur? Viltu segja mér það?“ „Það er þá rétt . . . ?“ „Það hvað?“ „Vertu ekki með neinar mála- lengingar,'- sagði hann, „hver er þessi B?“ Svo að hann renndi þá ekki grun í það. Á ég að segja honum það, hugsaði hún. Er það betra eða verra. Hún var í vafa. „Hvaða máli skiptir það?“ spurði hún. I-Iann anzaði ekki. Eg býst ekki við að það skipti nokkru máli, hugsaði hann með sjálfum sér. Og hvað er meira um þetla að segja? Eg geri sjálfan mig að fífli. Við hverju átti ég að búast? Jæja, hún hefur íbúðina og penin^ana, hugs- aði ég . . . „Hvað hélztu eiginlega?" spurði hún, eins og hún gæti lesið hugs- anir hans. Hún var aftur farir að tala í eðlilegri hæð. Nú þegar honum var runnin reiðin', hafði hún ekk- ert að óttast. Það gat verið, að hún missti hann. En hún vildi ekki missa hann. Hann var svo fágaður. Við Bruster gat hún talað, eins og hún væri að tala sjálfa sig. Það var anzi þægilegt. En Hartog var öðruvísi, — hann var hástéttar- maður, og það var dálítið óþægi- legt, en hún gekkst fyrir því. „Þú varst alltaf í burtu“, sagði hún eftir stutta þögn, og rödd hennar var svo annarleg, að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann bjóst við, að hún félli saman og brysti í grát. En svipur hennar benti ekki til þess. Það var enginn uppgerðarsvipur, og það var sýnilegt, að hún var ekkert nema athyglin og ætlaði ekki að láta snúa á sig né láta tækifærin ganga sér úr greipum. „Leikreglur!“ endurtók liún einu sinnj enn. Orðin höfðu bitt í nfark. „Það vantaði bara ekki annað en ég hefði svo ekki verið við, þegar þú komst — í hæsta iagi fjórum eða fimm sjnnum í mánuði." „Fannst þér ég ekki koina nógu oft eða hvað?“ Með hverju orði, sem hann sagði, versnaðj vígst.aða hans. „Seztu“, sagði hún um ieið og hún fékk sér sjálf sæti á legu- bekknum. Hún hafði farið í bað, áður en hún fór fram í eldhúsið, og var aðeins i óhnepptum, hvítum baðslopp úr frottaefni, sem var tekinn saman með bandi í hálsinn. „Stattu ekki þarna eins og steinn/ sagði hún, til að tefja tímann. Hann settist og kippti um leið ó- sjálfrátt í brotin á buxunum sín- um; sloppurinn hans, sem hékk nið ur með síðunum. snerti gólfteppið. Hann kveikti sér í sígarettu. Þarna sat hann, þessi hvítþvegni herra- maður, Konrad Hartog, í stól, sem hann hafði keypt handa þessu við- haldi sínu. Hann hefði allt viljað gefa til að vera kominn norður á Pól eða að minnsta kosti heim til Essen. Hann hafði beðið svo grát- legt skipbrot vegna hégómaskapar síns, að hann ákvað að stíga fæti sínum aldrei \framar inn fyrir dyrnar hjá Rosemarie. „Hafðirðu ekki allt, sem þú vildir?“ spurði harin. „Þetta er svo vitlaust, að það tekur því ekki að tala um það.“ „Vitlaust! Það getur vel verið, að ég sé ekki eins fín og fáguð og þú, en hvað á allur þessi æs- ingur að þýða? Hvað viltu eigin- lega? Hvað er þ&ð, sem er þér ó- samboðið, ef ég mætti spyrja?" „Það get ég sagt þér vafninga- laúst. Ég kæri mig ekki um að ausa í þig peningum, — og sv® sofirðu hjá öðrum í staðinn, kannski meira að segja hér.“ 11 til Brighton. Eg er sjálfur á leið- inni þangað. Eg er á förum eftir augnablik, svo að þið verðið að flýta ykkur, ég get ekki beðið. — Ó, þakka yður fyrir. Slíku boði var ekki hægt að hafna, og augun ljómuðu af feginleik. — Eg skal fara strax og segja lafði Wade frá þessu. Við erum alveg tilbúnar, og ég er viss um, að hún tekur boði yðar með þökk- um. Og hvað páfagaukinn snerti, var Horatia fús að sitja með búrið í kjöltunni alla leiðina, ef þær gátu bara komizt hið fyrsta af stað. — Farðu þá og sæktu hana, barn. Eigandi vagnsins starði á eftir henni, þegar hún hljóp inn í gistihúsið. Hann játaði fyrir sjálfum sér, að hann hafði aldrei á ævi sinni hitt konu með. svona hreinskilnisleg og skær blá augu og hlýja og tilgerðarlausa fram- komu. Þessi blanda vakti áhuga hans. Hann var mjög eftirsóttur, ungur maður og bæði hans eigin móðir og hópur af öðrum mæðrum höfðu reynt að fá hann til að ganga f hjónaband. Honum hafði verið boðið í óteljandi samkvæmi, dansleiki, matarboð og verið kynnt, ur fyrir ótal mörgum yndisblíðum og tilgerðarlegum stúlkum síðustu árin, og hann hafði hálfgert of- næmi fyrir öllu þessu sætmeti. Þessi hressandi, unga stúlka var eins og vænn sopi af fersku, köldu vatni, eftir alltof mikið kampa- vín. Mér þætti fróðlegt að vita, hver hún er eiginlega, tautaði hann hálfhátt og hann fékk svar í sama augnabliki, þegar vagn ók upp að hótelinu og feitlaginn, rauðbirkinn maður líklega um sextugt, snaraðist niður úr vagn- inum. Við hlið hans sat dökkhærð- ur maður með grannl, fölt andlit. Svo stormaði maðurinn inn í húsið og orgaði á gestgjafann: — Hæ!, Simmons ... hvar í fjáranum eruð þér? Orðin heyrð- ust greinilega út til mannsins á hlaðinu. — Nú, þarna eruð þér, heyrið þér, hafið þér séð hana frænku mína? Það varð stutt þögn, svo hélt orgið áfram: — Þér þekk- ið víst ungfrú Pendleton, reynið ekki að telja mér trú um annað, lygalaupurinn yðar . . . Ljóshærð, hversdagsleg stúlka, grindhoruð. Kom hún hingað með vagninum frá Henhurst í gærkvöldi? Og ef svo er, er hún hér enn? Ef hún er hér, skuluð þér fara og segja henni, að hún skuli hætta þessum skrípalátum og koma með mér heim á stundinni, annars skal ég nota vöndinn á hana. Ungi herramaðurinn hlýddi á með athygli, hann lét þjóninn halda í hestana og gekk að dyra- gættinni, þar sem gestgjafinn stóð og þurrkaði sér hálf vandræða- lega í svuntu sína. Hann kom beint út úr eldhúsinu, þar sem hann hafði verið að hjálpa konu sinni, og hann var ekki alveg með á nótunum. — Það er rétt, að vagninn frá Henhurst varð að stanza hér í gær- kvöldi, samsinnti hann. — Og far- þegarnir urðu að gista. En ég minnist þess ekki, að hafa séð ungfrú Pendleton þeirra á meðal. Það getur verið að hún hafi verið hér, það voru svo margar ungar stúlkur hér í gærkvöldi — og roskn ar líka. í sömu svifum kom eiginkon? hans út úr eldhúsinu og Simmons spurði hana: — Sást þú ungfrú Pendleton hér í gærkvöldi, Florie? — Nei, það gerði ég ekki. Góð- an daginn, herra. Indælis veður í dag. En maðurinn hvæsti: — Eg hef engan áhuga á veðr- MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA ERFINGINN inu, það er frænka mín, sem ég þarf að ná í. I En hún er ekki hér, herra-! Og hún var ekki með vagninum,! sem kom frá Henhurst í gær. Það| get ég svarið. Eg þekki ungfrú Pendleton í sjón, óðalseigandi, og ég hefði tekið eftir henni, ef hún hefði komið hér. Það var baxa gamla lafði Wade og herbergis- þernan hennar, eldri herramaður að nafni Pipoet. Svo var systir frú Abbott og ung þjónustustúlka, sem var á leið til London í atvinnu leit . . . já, fleiri voru ekki í vagn- inum frá Henhurst, sir. — Fjandinn hirði stelpuna, hrópaði óðalsei'gandinn. — Eg verð þá að leita hennar á öðrum stöðum. — En hvað hefur komið fyrir? sir, spurði Simmons kvíðafullur. — Komið fyrir? Hún hefur hreint og beint strokið að heiman. Það hefur komið fyrir, hvorki meira né minna. Og þegar ég næ í hana, skal ég aldeilis launa henni lambið gráa. Og í þessu augnabliki kom drengurinn í ljós efst í stiganunri með koffort lafði Wade, vaðsekk,; hattöskju og regnhlíf. Lafði Wade! kom að baki hans og síðust Hora- tia með páfagauksbúrið. Eigandi vagnsins dró skyndilega niður í sér andann Hann þurfli ekki ann- að en líta a andlit Horatiu, þegar hún sá baksvipinn á óðalseigand- anum, þá skildi hann, að þar var ungfrú Pendleton komin. Hún nam skyndilega staðar, og það kom hræðslusvipur á andlit hennar. Andartak hélt hann, að hún myndi sleppa búrinu og hlaupa út bakdyramegin. En svo lyfti hún allt í einu búrinu upp og hélt því fyrir andlitinu. Stóri, svarti stráhatturinn skýldi næstum andlitinu, og svarti þjónustustúlku búningurinn líkama hennar eins og töfrakápa. Hún gekk niður stigann fyrir aftan lafðina, rólég og virðuleg, þótt hana langaði áreiðanlega mest til að hlaupa. Óðalseigandinn færði sig ögn til hliðar í skuggalegum forsalnum til að hleypa þeim fram hjá sér, og í sömu svifum gekk ungi maðurinn milli Rathby og kvennanna og bauð gömlu frúnni arminn. — Við látum herbergisþernu yðar fara á undan og koma páfa- gauknum fyrir í vagninum, sagði hann hátt og ýtti Horatiu á undan sér eftir ganginum og út á hlaðið. — Ef vagn herramannsins er fyrir okkur, mun ungi maðurinn þar ugglaust færa hann til, sagði hann. Þetta sagði hann til að vera Horatiu við, ef ske kynni, að ein- hver væri úti, sem gæti borið kennsl á hana. Hann sá, að búrinu var lyft ögn hærra. Það hvarf við vagninn, og þegar hann sá, að hún var komm úr hættu, dró hann andann léttar Ef einhver hefði á þessari stundu spurt hann, hvers vegna hann hjálpaði ókunnugri, ungri konu að flýja frá ættingja sínum, hefði hann ekki getað gefið nokkra skýr- ingu á hegðan sinni, aðra en þá, að hann hafði fengið andstyggð á óðalseigandanum frá fyrstu stundu og ekki síður unga manninum í vagninum. Hann leiddi lafði Wade yfir hlað ið og hjálpaði henni inn í vagn- inn, en Horatia beið og sneri baki í gistihúsið, og hann gat ímyndað ■sér, hversu óþolinmóð hún var að komast upp í vagninn og hann dáð- ist að þeirri sjálfstjórn, sem hún sýndi . . eins og raunar allan tímann. Þegar gamla frúin og páfagauk- urinn höfðu hagrætt sér inni í vagn inum, gat hann ekki stillt sig, og þegar hún steig upp á fyrsta þrep- ið, hallaði hann sér að henni og hvíslaði: —Leyfið mér að óska yður til hamingju, ungfrú Pendleton! Þér stóðuð yður með prýði! Hann sá að hún gaut til hans aúgum, svo settist hún inn í vagn- inn eins og hún hefði ekki heyrt, hvað hann sagði, en hann tók eftir viprum kringum munninn á henni. 7. KAFLI Þau komust til Brighton á helmingi styttri tíma en póstvagn- inum. Og með hverjum kíló- 14 TÍMIN N, fimmtudagurinn 22. nóv. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.