Tíminn - 24.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.11.1962, Blaðsíða 15
Vetfvangurinn Framhalri af 5 síðu tökin í baráttunnj fyrir aukinni skemmtanamenningu, svo sem gert var um s. 1. verzlunarmannahelgi. Þó telur þingifj að ríkisvaldinu beri að auka stuðning sinn við b.'ndindissamtökin, einkum við raunhæfa bindindisfræðslu. Þingið leggur áherzlu á, að fram fylgt verði ákvæðum áfengislag- anna og einnig eftirlit; með kvöld- söluleyfi verzlana, þannnig að dregið sé úr óleyfilegri útivist barna og unglinga. SAMVINNU- OG VERKALÝÐS- MÁL 9. þing SUF vekur athygli á, að Samvinnuhreyfingin og verkalýðs- félögin hafa átt drýgstan þátt í að skapa þjóðinni þau lífskjör, sem hún hefur bezt búið við. Hvetur þingið því til aukinna samskipta þessara aðila, m. a. með auknum atvinnurekstri reknum með sam- vinnusniði. 9. þing SUF skorar á Alþingj að hlutast til um að komið verði á fót fræðslustarfsemi fyrir forystu- nienn verkalýðsfélaganna í samráði við verkalýðssamtökin, og öðrum meðlimum þeirra, sem áhuga hafa á verkalýðsmálum verði einnig gef- in kostur á þeirri fræðslu. SAMGÖNGUMÁL í samgöngumálum leggur 9. þing SUF m. a. áherzlu á eftirfarandi atriði: Að unnið sé að því að endurbæta núverandi a'öferðir við lagningu og viðhald vega, með það fyrir augum m. a. að gera þá varanlegri en ver- ið hefur. Þingifj fagnar framkominni til- lögu á Alþingj um aukna vegagerð á Vestfjörðum og Austfjörðum. Að stuðlað sé að því, að reisa innflutningshafnir í hverjum lands fjórðungi og verði þaðan séð urn dreifingu vara í nærliggjandi byggðarlög. Að starfsemi Skipaútgerðar rík- isins verði efld verulega, svo hún verði- -færari um að gegna sam- göngu- og flutningaþörf dreifbýl- isins. 9. þing SUF lýsir ánægju sinni yfir þeirri aðstoð, sem ríkisvaldið hefur veitt flugfélögum landsins, en telur þó ástæðu til frekari stuðnings vegna harðnandi sam- keppni erlendis frá. Þá leggur þing ið áherzlu á að innanlandsflug til afskekktari byggðarlaga verði eflt. RAFORKUMÁL 9. þing SUF leggur áherzlu á að lialdig verði áfram rafvæðingar- framkvæmdum landsins með það fyrir augum að öll heimili á land- inu hafi fengið rafmagn fyrir árs- lok 1968. Til þess að ná þessu marki í raforkumálum telur þing- ið að auka beri ríkisframlög til þessara framkvæmda verulega. Þingið telur æskilegt að hugsan- legar stórvirkjanir fallvatna verði staðsettar þannig, að þær nýtist sem helzt fyrir alla landshluta og geti þannig stuðlað áð jafnvægi í byggð landsins. Þá telur þingið ástæðu til að áherzla verði lögð á að orka frá Rafmagnsveitum rikisins verði seld á sama verði um land allt. HÚSNÆÐISMÁL 9. þing SUF telur að leggja beri áherzlu á lækkun byggingarkostn p.ðar með fljótvirkari og hagkvæm ari vinnutilhögun. Að æskilegt sé, að ungu fólki, sem ráðast vill í byggingarfram- kvæmdum, standi ávallt nægilegur fl'öldi lóða til boða og það eigi kost á þeim með hagkvæmum greiðslukjörum lóðagjalda. Þingið skorar á opinbera aðila að beita sér fyrir því að ávalt sé byggður sá fjöldi íbúða, að ekki komi til húsnæðisvandræða. Þingið álítur að hagkvæm lána- s(;arfsemi hins opinbera sé grund- völlur íbúðabygginga efnalítils fólks, og því verði ávallt að tryggja að nægilegt lánsfé sé fyrir hendi. T f M I N N, laugardagurinn 24. nc Þingið telur nauðsynlegt að ungu fólki sé gert kleift að eignast sínar eigin ibúðir og séu lánskjör ætíð við það miðuð. Jafnframt á- telur þingið aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í húsnæðismálunum, sem það telur stórt skref aftur á bak frá því sem áður var. Bendir þingið í því sambandi á, að lán til íbúðabygginga nægja ekki leng ur fyrir þeirri verðhækkun bygg- ingarkostnaðar, sem orðið hefur i tíð núverandi ríkisstjórnar. ASÍ-þing mótmælti Framhald af 16. síðu í íslenzkri réttarfarssögu, eigi hvorki stoð í lögum né heilbrigðri réttarmeðvitund. Um leið og þingið lýsir undrun sinni yfir og mót- mælir þessum einstæða stéttardómi varar það við þeirri ógnun sem slík mis- 1 beiting dómsvaldsins,- sem hér hefur átt sér stað, er við öll frjáls félagasamtök í landinu og heitir á alþjóð að standa vörð um grund- vallarréttindi þeirra". • Flutningsmenn þessarar tillögu voru 25, og var til- lagan samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða eða 180 gegn 102. 45 vinna stöðugt Framhald af 16. síðu þeirra að framkvæma hana innan- húss, óháða veðrum og vindi. Þá er einnig verið að byggja stálmót til að steypa kerin í, en það hefur yfirleitt verið gert í tré- mótum. Að öllum líkindum verð- ur byrjað að steypa kerin í febrú- ar. Verður eitt og eitt steypt í einu, og því síðan rennt út úr hús- inu, og verða kerin geymd á sér- stakri braut, þangað til í vor, þeg- ar veður batna. Þá verður farið Fð setja kerin í höfnina, og verð- ur næsta sumar unnið að lengingu á aðalgarðinum, sem venjulega er kallaður Suðurgarður. A förnum vegi Framhald af 2. síðu Og nú höldum vlð áfram og kom um næst í Bryggnasand fyrir aust an Kross, þá Fitjarfjöru og þar næst komum við í Kirkjulands- fjöru. Enn liggur lelð okkar aust. ur, og erum vlð nú komnir all- langt frá Krosssandi á svokallaða Önundarstaðafjöru, og ætla ég að héðan ekki allfjarri liggi sá marg umræddl rafstrengur tll Vest- mannaeyja, hvilandi á eins konar eiríkströnum á kletti og Skanzi. Næst llggur lelðin um Rimakots- fjöru, þá Bakkafjöru, og er þá lok ið ferðlnnl. Har. Guðnason." Ruglingur í afsfööu Framhald ai 1 síðu. hafði Eðvarð Sigurðsson. Hann skýrði frá því, að fjórir nefndar- menn úr minnihlutanum á þing- inu, þeir Pétur Sigurðsson (Sjó- m.samb.), Jón Sigurðsson, Pétur Guðfinnsson og Ragnar Guðloifs- son, hefðu ekki tekið þátt í af‘ greiðslu mála hjá nefndinni. Allmiklar umræður urðu uni álit nefndarinnar. Jón Sigurðsson kvaðst ekki geta samþykkt fyrri hluta ályktunar um launamál, þar eð þar væri komið að pólitískum ■sjónarmiðum en flutti breytingar, eða öllu heldur viðaukatillögu við síðari hlutann. Hermann Guð- mundsson kvað það skaðlegt, að pólitískum sjónarmiðum væri blandað inn í slíkar ályktanir, en það væri hins vegar ekki nýtt og hefði ekki komið til með núver- andi meirihluta í ASÍ. Hann myndi því samþykkja ályktunina. Her- mann kvað verkamenn hafa und- anfarin ár staðið í harðri baráttu til að ná í nokkurra prósenta kauphækkun og síðan hefðu bet- ur launaðar stéttir hirt fyrirhafn- arlitið, jafnvel meiri kauphækk- anir. Hann kvað nauðsynlegt að finna leiðir til þess að hinir lægst -launuðu í þjóðfélaginu fengju kjarabætur. Þá kvað Hermann það hreinustu fjarstæðu, að unnt væri að leysa öll vandkvæði í kaup gjaldsmálum með ákvæðisvinnu, eins og sumir ræðumenn hefðu haldið fram. Það kom fram í ræðum nokkurra fulltrúa, að þeir töldu nauðsynlegt, að þingið markaði ákveðnari stefnu í launa- og kaupgjaldsmálun iim, en gert væri í áliti nefndarinn ar, svo hin einstöku félög gætu samræmt afstöðu sína í þeirri kjarabaráttu, sem framundan væri. Komu þessi sjónarmið m. a. fram hjá Herdísi Ólafsdóttur frá Akra- nesá og Jóni Ingimarssyni frá Ak- ureyri. Herdis færði þeim mönnum þakkir, sem hefðu staðið að frum- varpi því, sem samþykkt var á Al- þingj milli sambandsþinga um launajafnrétti karla og kvenna, sem koma eiga til framkvæmda á 6 árum. Tillaga Verkalýðs- og atvinnu- málanefndar var síðan borin upp í tvennu lagi. Fyrri hlutinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Viðaukatil- laga Jóns Sigurðssonar við' seinni hlutann var samþykkt samhljóða. Rétt þykir hér að birta seinni hlut ann orðréttan, en samþykktir þingsins verða birtar hér í blað- inu síðar. „Samkvæmt samningum banda- Kgsfélaga verði samræmd og hækkuð og tryggilega frá því gengið, að sú hækkun, sem fram næst, verði varanleg og að raun- verulegur vinnutími verði styttur én skerðingar heildartekna. Þingifj telur, að á næstu tímum beri að beita öllum tiltækilegum ráðum til þess að tryggja árlegar raunverulegar kjarabætur að leið- um réttlátari tekjuskiptingar og á grundvell; aukinnar þjóðarfram- leiðslu og varandi framleiðni. Því telur þingið rétt að fela væntan- legri miðstjórn sambandsins að leita fyrir sér við samtök atvinnu- rpkenda um heildarsamninga um f'rarnkvæmd vinnurannsókna og virinuhagræðingar, er hafi að 'markiniði aukna framleiðslu stytt- an vinnudag og auknar launatekj- ur. í slíkum samnngum teluri þing- ið nauðsynlegt að tryggt verði, að verkalýðsfélögin ráði framkvæmd um þessara mála fyllilega til jafns við atvinnurekendur, og þess þann ig stranglega gætt, að þær leið'i ekki af sér aukið eftirlit eða of- þjökun verkafólks. Áður en slíkur samningur tæki gildi, skal mið- stjórnin bera hann undir sambands félögin eftir þeim leiðum, sem hún teldi henta." Síðan var tekið fyrir álit sömu nefndar um kjaramál sjómanna. Kom fram í þeim umræðum nokk- ur óánægja fulltrúa frá Sjómanna- félagi ísfirðinga, yfir því að þurfa að semja um kjör suður í Reykja vík, og urðu nokkrar orðahnipp- ingar um það mál. Ályktunin var síðan samþykkt samhljóða. Þá var tekið fyrir álit Allsherj- arnefndar. Var það um tvær til- lögur. Hin fyrri var svohljóðandi: 28. þing Alþýðusambands fslands samþykkir afj skora á ríkisstjórn. ina, að hraða athugun á því, að persónuskattar og útsvör séu lögð á og greidd jafnóðum og laun eru greidd og að það fyrirkoinulag verði tekið upp sem fyrst.“ Til- laga þessi var samþykkt samhljóða. Siðari tillagan var um 1. riiaí dag- skrá útvarpsins og er getið um af- greiðslu hennar á baksíðu blaðs- ins. Framsögumaður Allsherjar- nefndar var Sigurður Stefánsson M.S. RORNNING ALEXANDRiNE • fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar fimmtu- daginn 29. nóv. Tilkynningar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen frá Vestmannaeyjum og urðu um- ræður litlar. Þá var tekin fyi'ir ályktun um atvinnumál frá Verkalýðs- og at- v’innumálanefnd. Framsögumaður var Tryggvi Helgason frá Akur- eyri. Umræður urðu allmiklar og komu fram breytingaitillögur, m. a. frá Guðjónj Sigurðssyni í Iðju um landbúnaðarmál, þar sem lagt var til að' byggðin yrði færð sam- an og um lánsfjármál iðnaðarins, þar sem lagt var til, að sama fjár- hæð yrði veitt til landbúnaðar og iðnaðar, miðað við' höfðatölu þeirra, sem við þessa atvinnuvegi störfuðu. — Atkvæðagreiðslu var frestað þar til eftir matarhlé, og verður skýrt frá henni og af- gieiðslu þeirra mála, sem taka áttj fyrr í kvöld, síðar. Forsetakjör var auglýst klukk- an 23 og er gert ráð fyrir að stöií- um þingsins ljúki einhvern tíma í nótt. Stjórnarkjör í ASÍ KJÖR forseta og miðstjórnar ASÍ fór fram á þingi ASÍ í gær- kveldi og hófst klukkan 23,15. — Framsögumaður kjörnefndar, Eð- varð Sigurðsson, stakk upp á Hannibal Valdimarssyni sem for- seta ASÍ fyrir næsta kjörtímabil. Þá kvaddi sér hljóðs Jón Sigurðs- son forseti Sjómannasambandsins, og lýsti því yfir með tilvísun til fyrri yfirlýsingar þeirra sexmenn- ingana, sem sagt var frá í blaðinu í gær, að þeir myndu ekki koina fram með neina uppástungu við þessar kosningar. Varð því öll stjórn ASÍ sjálfkjörin samkvæmt tillögu kjörnefndar. Stjórn ASÍ skipa þá þessir menn: Hannibal Valdimarsson forseti, Eðvarð Sig- urðsson varaforseti, Jón Snorri Þorleifsson ritari, en meðstjórn- endur í mið'stjórn eru þeir Snorri Jónsson, Helgi S. Guðmundsson, Sveinn Gamalíelsson, Einar Ög- mundsson og Óðinn Rögnvalds- son. Varamenn í miðstjórn voru kjörnir: Benedikt Davíðsson, Hulda Ottesen, Markús Stefáns- son og PáU Eyjólfsson. f sambandsstjórn voru kosnir; fyrir Vestfirði: Karvel Pábnason, Bolungarvík; Bjarni H. Finnboga- son, Patreksfirði; en varainenn: Pétur Pétursson, ísafirði; og Jón Magnússon, ísafirði. — Fyrir Norð urland: Björn Jónsson, Akureyri og Valdimar Sigtryggsson, Dalvík; varamenn: Gunnar Jóhannsson, Siglufirði og Sigurður Jóhannes- son, Abureyri. — Fyrir Austfirði: Sigfinnur Karlsson, Neskaupstáð og Guðmundur Björnsson, Stöðv- arfirði; varamenn: Davíð Vigfús- son, Vopnafirði og Hrafn Svein bjarnarson, Hallormsstað. — Fyr ir Suðurland voru kosnir: Sigurð ur Stefánsson, Vestmannaeyjum og Herdís Ólafsdóttir, Akranesi; varamenn: Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri og Óskar Jónsson, Sel fossi. Endurskoðcndur eru þeir Guð jón Jónsson og Hilmar Jónsson, varaendurskoðandi, Jón D. Guð mundsson. Áróður SAS Framhald af 1. síðu. lagningu á flugferðum yfir Norð- ur-Atlantshaf. Þetta þýðir, að fyrst og fremst á að athuga samkeppn- ismöguleika við Loftleiðir. Forstjórinn kvað SAS tapa ár- lega háum upphæðum vegna sam- keppninnar vig Loftleiðir. Svipað cg hjá öðrum flugfélögum verði SAS að fljúga með' hálftómar vél- Frá Alþingi bandalaginu. Er þetta málstaður íslendinga? Eða er það málstaður íslendinga, sem við höldum fram, um þetta? — Hafi nokkur verið í vafa um, að sú skoðun okkar væri rétt, að umræður útávið um leiðir væru ekki aðeins ótímabærar nú, held- ur einnig hættulegar, þá þljóta þessar umræður að hafa sann- fært alla um að þessi skoðun okk- ar er rétt. Niður í svaðið? Viðskiptamálaráðherra minnist sérstaklega á, að málflutningur stjórnarandstöðuflokkanna hefði verið líkur. Enn fremur á neikvæð an málflutning okkar. Hvers vegna benti ráðherrann á þetta — en minntist ekki á, að Framsókriar- menn lýstu yfir að þeir vildu aðra þá leið, sem ríkisstjórnin einmitt taldi koma til greina og heldur opinni. Það er nokkuð einkenni- legt að kalla það neikvæða af- stöðu. Meinar ríkisstjórnin kann- ski ekki að tolla- og viðskiptasamn ingur sé leið í málinu? Ber að skilja þetta vott þess, að sú leið sé allt í einu orðin neikvæð. Að því hefur verið látið liggja í stjórnarblöðunum, að Framsókn- armenn vildu fara tolla- og við- skiptasamningsleiðina vegna þess að sú leið væri kommúnistum nær skapi. Sagðist Eysteinn alvar- lega vilja vara við því að þetta örlagaríka mál og eitt hið vanda samasta, sem þjóðin hefur fengið til meðferðar yrði dregið niður á lægsta plan og niður í svaðið. — Svona aðdróttanir væru ósæmileg ar og mundu reynazt þeim verst, sem beittu þeim. Kommúnistar og hinir Væri í stíl við þetta að Fram- sóknarmenn færu nú að drótta því að ríkisstjórninni, að hún væri að yfirgefa tolla- og viðskiptasamn- ingsleiðina vegna þess að sú leið stæði of nærri því, sem kommún- istar vildu taka í mál. Við þekkjum öfgarnar á báða bóga. Það skyldi enginn efast um að kommúnistar yrðu óðir og upp vægir að ganga í efnahagsbanda- lag Austur-Evrópu, ef það mál væri á dagskrá. Við vitum einnig um öfgarnar á hinum jaðrinum. Þar eru menn, sem vilja sjá ís- land innlimað í stórríki Vestur- Evrópu. Við þekkjum þessar öfg- ar og vitum hvar þær er ð finna. En við verðum að taka afstöðu til þessa máls án öfga og út frá íslenzkum sjónarmiðum. Að lokum ítrekaði Eysteinn að fara bæri tolla- og viðskiptasamn- ingsleiðina og ennfremur að engar greinargerðir um sjávarútvegs- mál yrðu sendar EBE án fulls sam ráðs við Alþingi. Bjarni Benediktsson sagði m.a., að menn skyldu ekki láta sér detta í hug, að valdamenn EBE myndu ekki hafa rænu á að tala um það, sem þeir vilja fá fram hér hjá okkur og þótt sótt yrð; um tolla- og viðskiptasamning einvörðungu. Þeir mundu fitja upp á því, sem þeir sækjast eftir hér á landi. Það gæti vel verið að tolla- og við- skiptasamningur væri okkur full- nægjandi en hitt væri víst, að við mundum ekki komast hjá að ræða þau mál, sem EBE vildi fá fram. ar, jafnvel á mesta annatímanum. Heldur hann því fram, að SAS eigi eftir að ná miklum hluta far- þcga Loftleiða, ef þag fer út á þá braut að keppa við félagig með sama aðbúnaði. Kveðjuathöfn um móSur okkar, AÐALBJÖRGU JAKOBSDÓTTUR fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 10,30. Athöfn- inni verður útvarpað. Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju kl. 14 sama dag. F. h. okkar systkinanna, Jakob Gíslason. iv. 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.