Tíminn - 24.11.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 24. nóvember 1962
Borað meira en hálfan kílómetra
Seinni holan
er vatnslítil
ASi-ÞING
MÖTMÆLTI
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á þingi ASÍ á
kvöldfundi s.l. miðvikudag:
,,28. þing Alþýðusambands
íslands mótmælir harðlega
dómi þeim, sem 3 af 5 dóm-
endum Félagsdóms kváðu
upp þann 12. þ.m. í máli
LÍV gegn Alþýðusambandi
íslands.
Með dómi þessum er stefnt
að því að svipta Alþýðu-
samband íslands þeim ský-
lausa rétti, sem öllum frjáls
um félagasamtökum ber, þ.
e. að ákveða sjálf hverjir
séu meðlimir þeirra á hverj
um tíma.
Þingið telur, að þessi dóm
ur, sem á sér engin fordæmi
Framhalri a 15 síðu
BS-Ólafsvik, 23. nóv.
Unnið er enn þá við seinni
hitaveituboHioluna ( Skeggja-
brekkudal, og er hún nú orð-
in 570 metra djúp. Ekkert telj
andi vatn hefur komið upp úr
holunni enn, en hitinn í botn-
inum er talinn 58 gráður.
Reyni hefur verið að dæla upp
úr holunni og hafa þá fengizt tveir
sekúndulítrar af 46 gráðu heitu
vatni. í ráði er að grafa eitthvað
dýpra enn.
Jón Jónsson jarðfræðingur er nú
staddur hér til þess að fylgjast
með borumnni, og er hann von-
lítill um frekari árangur, þótt bor-
ap verði dýpra. Hins vegar þykir
bonum nokkuð álitlegt að bora
á Flæðum, 'étt sunnan við kaup-
staðinn, og þá með litlum bor. —
Verður ef til vill ráðizt í það með
vorinu.
Vatni^ í nolunni, sem fyrst var
boruð með Norðurlandsbornum,
hefur hitnað úr 48 gráðum upp í
53, en vatnsmagnið hefur minnkað
úr 35 sekúndulítrum niður i 28,5
sekúndulítra. Það er þó talið nægi
legt vatnsraagn, ef leiðslan er
nógu víð.
ÞaS er LÚÐVÍK DREKI, geimfari geimfaranna, sem þeytist í gegn-
um tíma og rúm til þess aS bjarga ÞYRNIRÓS úr álögum vondu
nornarinnar — rétt fyrir jólin, i . . .
JÓLAÆVINTÝRINU UM
_ ____________jr
hvDíuiK9nr.:‘
BYRJAR Á
SUNNUDAG
VP
<9
HjóliÖ hrökk undan henni
SEINT í GÆR hrökk tvöfalt afturhjól undan stórri vöruflutningabifreiS á horni Reykjanesbrautar og AuS-
brekku í Kópavogi. BlfrelSin var á lelS norSur Kópavogsháls, þegar bílstjórinn varS þess var á móts við
afleggjarann aS Kópavogsbíói, aS bifreiSJn var bremsulaus. Þar sem bifreiðin var hlaðin sandi og þung í
skriðinu, ætlaSi bílstjórinn aS bjarga málinu meS þvi að beygja inn Auðbrekkuna. í beygjunni hrökk hjólið
undan og skoppaði inn um kjallaraglugga á Ásbraut 3, án þess að valda slysi. Bifreiðin sjálf lagðist á hliðina.
(Ljósm.: TÍMINN-RE).
HK-Reykjavík, 23. nóv.
Undirbúningsframkvæmd-
um hinnar miklu hafnaráætl-
unar í Þorlákshöfn miðar ör-
ugglega áfram. Er nú mest
unnið að byggingu hússins,
þar sem steypa á kerin, en á
því verki verður væntanlega
hægt að bvrja í febrúar. —
Fyrstu kerin verða svo sett
í höfnina í vor.
Árni Snævarr, verkfræðingur,
skýrði blaðinu frá þessu í dag.
Hann sagði, að framkvæmdirnar
gengju svipað og áætlað var og
þeir væru bjartsýnir á að 30 mán-
aða áætlunin mundi standast.
LTndirbúningsframkvæmdir hóf
ust snemma í sumar, þegar farið
vai að flytja skála á staðinn og
byggja íveruhús. Verktakinn er
Efra-Fall, sem er sameignarfélag
Almenna byggingarfélagsins og E.
Phil og.Sön í Kaupmannahöfn, —
Steinar Ólafsson. verkfræðingur
stjórnar verkinu á staðnum, og
vinna þar að jafnaði 45 manns, frá
Þorlákshöín og nærliggjandi sveit
um.
Nú er að mestu lokið lagfæringu
á Norðurvarargarðinum, en hluti
af honum var bæði breikkaður og
hækkaður. Er nú aðallega unnið
?ð byggingu 300 fermetra húss,
þar sem steypa á kerin, en það
verður mikið hagræði við steypu
Framh a 15 síðu
Síldar-
útlitiö
er gott
KH-Reykjavík, 23. nóv.
Bræla var á miðunum síðast
liðna nótt og allir bátar í vari
Með morgninum tók að lægja, og
er nú hið bezt? veður. í dag hafa
bátarnir strcýmt á miðin, og i
kvöld voru margir farnir a^ kasta
Er útlit fyrir góða veiði í nótt.
BRAA THEH SEGIR SKRUFU■
FLU&Ð KOMA SAS í KOLL
Bersi—Stokkhólmi og Aðili —
Kaupmannahöfn, 23. nóv.
Stærsta blað Norðurlanda,
Stokkhólmsblaðið Expressen, tal-
sT i dag um Löftleiðamálifj í leið
ara. Þar segn að fyrirhuguð far
gjaldalækkun SAS í Atlantshafs-
fluginu sé spor í rétta átt. í lok
leiðarans segir, að það sé mjög
óæskilegt, ;1 SAS endurtekur þá
aðferð að fá ríkisstjórnir Norður-
landa til a^ vinna að því að yfir-
buga Loftleiðir.
Sænska blaðið Aftonbladet hef-
tir það eftir samgöngumálaráð-
herra Svía, Gösta Skoglund, að
sænska ríkisstjórnin hafi ekki enn
tekið afstöðu f Loftleiðamálinu.
Danska stjórnarblaðifs Aktuelt seg
ir i dag, að stiórn SAS muni mjög
i'iáðlega skýra ríkisstjórnum Norð
urlanda frá hinni hættulegu sam-
!íp-ppni Loftleiða
Sum sænsku morgunblöðin birta
í i dag viðtöt 'dð norska útgerðar-
•nsnninn Braathen, þar sem hann
segir m. a , af væntanlegt skrúfu-
vélaflug SAS muni koma þeim
S.ialfum í koll, því an farþegum
muni fækka með þotum að sama
skapi.
Skrifstofan verður opin í dag
eftir hádegið Þeir, sem fengið
hafa miða, sru góðfúslega minntir
á að gera skil.