Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 2
Hægt að venjast lyktinni, en, verra að venjast aðstæðum Fyrir rúmlega þremur vikum, þcgar Kúbudeilan stóð sem hæst, átti ég þriggja tíma samtal við Nikita S. Krustjoff. Eg var i Moskvu í starfserindum á vegum utanríkisþjónustunnar, þegar hringt var til mín og mér sagt, að forsætisráðherra Sovétríkj- anna vildi tala við mig innan einn ar klukkustundar. Eg hef oft hugsað um það síð- an, hvað hafi fengið hann til að kjósa einmitt þessa stund til frjálsra umræðna við bandarísk- an iðnrekanda. Eg treysti mér ekki til að gefa ákveðið svar við þvf, en ég held, að einmitt vegna þess að ég er óbreyttur borgari, hafi hann séð sér leik á borði og ætlað að kynna sér hugsunarhátt hins óbreytta Bandaríkjamanns Hver sem ástæðan hefur verið vifðist mér, þegar tekið er til lit til síðari atburða að samræð ur okkar auki skilning á hugs unum og aðgerð'um þessa volduga leiðtoga á erfiðum tímum. Þegar ég kom í skrifstofu Krustjoffs, sem er frekar langt og mjótt hcrbergi, stóð hann upp frá skrifborðinu og gekk til móts við mig. Síðan bað hann túlkinn að sitja fyrir -miðju borði, og var það greinilega hans eigið sæti. Hann settist svo nið- ur á móti mér, á vinstri hönd túlknum. Allan tímann, sem við töluðum saman var hann róleg- ur, vingjarnlegur og hreinskil- inn án þess að vera með nokkurn leikaraskap, en samt virtist hann vera mjög þreyttur. Hann byrjaðj samræðurnar með því að spyrja mig, hvernig fólk hans kæmi fram við mig. Eg svaraðí, sannleikanum sam- kvæmt, að það væri að gera út af við mig með alúð og umhyggju. Síðan töluðum við um alla heima og geima. M.a. Kúbu, Þýzkaland og Berlín, möguleika á fundi æðstu manna, landbúnað, erlend viðskipti, íðntækni og vopnafram leiðslu. K ú b a Krustjofi sagði, að 22. október, þegar Kennedy forseti hélt ræðu og lýsti yfir hafnbanni á þau skip, sem flyttu vopn til Kúbu, hefði verið dimmur dagur. Hlut- leysi sjávarins væri viðurkennt af öllum þjóðum nema á ófriðar- tímum. Ef bandaríski herinn stöðvaði rússneskt skip, sem væri á leið til Kúbu og rannsakaði það, myndi hann lýsa því yfir, að það væri sjórán. Hann sagði, að þar sem rússnesk flutninga- skip væru ekki vopnuð, mundi Bandaríkjamenn geta stöðvað eitt eða tvö skip, en ef það væri gert, mundi hann skipa sjólið- um sínum að sökkva þeim. Þótt hann hefði átt í erfiðleik- um við Eisenhower, sagðist Krustjoff vera viss um, að væri hann forseti núna, mundi Kúbu- vandamálið hafa verið meðhöndl- að á annan hátt. Hann sagðist ekki geta trúað því„ að ákvörð- un Kennedy byggðist á þeirri staðreynd, að kosningar væru í vændum i Bandaríkjunum. En hvað sem öðni liði, þá hefði Kennedy valið mjög hættulega leið og orsökin væri annaðhvort bandarískur leikaraskapur eða aldur Kennedy. Hann virtist telja aldursmun þeirra Kennedys þýðingarmik- inn. Einhvern tíma benti hann á, að einn þröskuldurinn í vegi góðr ar samvinnu, væri sú staðreynd, að elzti sonur hans t.d. væri Bandaríski auðjöfurinn W. E. Knox var staddur í Moskvu, þegar Kúbudeilan stóö sem hæst, og átti þá að beiðni Krustjoffs viðtal við hann 1LX eldri en Bandaríkjaforseti. Það er hægt að ímynda sér af rás atburðanna, eftir að samtal þetta fór fram, aö hann hafi sannfærzt enn betur um þroskastig Kenne- dys. í hálfa Klukkustund ræddum við um mismun á sóknar- og varn arvopnum. Krústjoff hélt fram, að væri ráðizt á einhvern með skotvopni, þá væri það sóknar- vopn. En ei maðurinn, sem fyrir árásinni yrði, notaði sama skot- vopnið til að verja sig, væri það varnarvopn Hann sagði, ag her deild, sem verði strönd væri greinilega í vörn og eldflaug væri " einíaldlega fullkomnari herdeild, sem kæmi í stað gamla fyrirkomulagsins. Eg svaraði. að mismun sæi ég greinilegan á, sóknajj^gg varn- arvopnum, þótt' ég^væri ekki mikið inni ) hernáðarmálum. í sambandi við Kúbu sagði hann (og eg bað túlkinn um að endurtaka það) „Þið getið ekki tekið yfirráðin á Kúbu núna.“ Eg greip l'ram í og sagði honum, að Bandaríkin hefðu engan áhuga á að fá yfirráðin á Kúbu og hefðu aldrei haft. Bandaríkin hefðu átt í stríði við Spán í þeim tilgangi að gera Kúbu að sjálf- stæðu ríki. Eg bætti því við, að hvorki sovézka ríkisstjórnin eða A FÖRNUM VEGI HÉR ER bréf frá sveitakonu: „ÉG ER UNG KONA, búsett í sveit. Heimiiisfólk, auk mín er maður- inn minn og 4 ung börn, þaS elzta 6 ára. Þetta er árelðanlega ekkert einsdæmi á sveitaheimilum, þar sem ungt fólk á annaS borS fæst tii að setjast aS. Þar sem svo hag- ar til er óhjákvæmilegt aS taka börn til snúninga yfir sumarmán. uðina viS að sækja kýr og þess háttar. Þarf þá naumast að geta þess, aS með sumarmánuSum er átt við júní, júlí, ágúst og sept- ember, aðalbjargræðistíma ársins. Og það er algerlega ótækt að þau börn séu ekki út heyskapartimann aS minnsta kosti, séu þau til nokk- urs nýt. ÞaS stendur heldur ekki á aS það sé hægt að fá börn, os þá einkum drengi og komast færri að yn vilja. í sumar vorum við bú- in aS lofast til að taka 3 drengi, og vissum við ekki annaS en þeim væri ætlað að vera hjá okkur i sumar, sömuleiSis fékk ég telpu til aS líta eftir smábörnunum. Þessi börn komu öll strax að skóla iokn um í júní-byrjun, en þá var naum ast verkefni fyrir þau öll, þar sem við erum með kúabú, og sauðburS ur ekki teljandi og lítill rúningur, og því rólegasti tími sumarslns framundir sláttinn og hann hófst nú meS seinna móti i sumar svo komiS var fram í miSjan júlf, þeg- ar hægt var aS hefja slátt. En þá snérist líka hjólið, einmitt þegar heyannirnar voru að byrja gekk telpan úr vistinni, hún var 12 ára og gat komizt að við aS salta síld, og hafði auðvitaS miklu meira upp úr því. Það var þvi allt annaS en þægiiegt með 4 smábörnin og þar að auki þjónustuna á 3 strákum á aldrinum 10—11 ára. Þess utan þurfti ég auðvitað að vinna á vél- unum með bónda mínum þar sem við töldum drengina alls ekki færa um aS stjórna þeim. Þó und- arlegt sé hafði það ekki áhrif á strákana að telpan fór og undu þeir sér hið bezta. UM 20. ÁGÚST er heyskapur var svo rétt hálfnaSur, komu svo skila boð; foreldrar eins drengsins voru i sumarfríi og ætluðu að taka hann með sér heim, jú, — við vor- um vel sett með 2 drengi fyrir, — en þetta er ævinlega til að trufla þá, sem eftir eru og skapa slæmt fordæmi. Þetta hafði samt ekki á- hrif á þá, sem eftir voru, og 7 september þurfti annar þeirra að fara á sundnámskeið af því að hann var klaufi í sundl og fylgdi ekki jafnöldrum sínum. En við höfðum þó einn eftir, og vissum sovézka þjóðin hefðu hjálpað tii að reka Batista á flótta og koma Castro til valda, en aftur á móti hefðu Bandarikjamenn hjálpað Castro um herlið, peninga og lyf. Krustjoff kinkaði kolli, er ég sagði þetta. Hann tók síðan skýit fram, að meðal vopna þeirra, sem Rússar hefðu flutt til Kúbu væru loft- varnarflugskeyti og 1 eldflaugar til árása með bæði venjulegum sprengjutoppum og atómtoppum. (Það er eftirtektarvert, að tveim ur dögum síðar hélt sovézki sendiherrann i Bandarikjunum því fram, að engin slík vopn væru flutt til Kúbu). Kúbubúar eru mjög örir, hélt Krustjoff áfram, allir hlutir, sem nota má í vörn þeirra, eru undir stjórn sovézkra liðsforingja. Ekkert mundi 'verða gert, nema ráðizt væri á Kubu. Það mundi ekki verða skotið nema hann gæfi út um það fyrirskipun, sem æðsti maður alls herliðs í Rússlandi. Síðan sagði hann dálítið kíminn, að jafnvel Bandarikjamenn treystu ekkj bandamönnum sín- um í NATO fyrir áætiunum í sambandi vjð kjarnorkuvopn. Ef Bandaríkin vildu endilega vita, hvers konar vopn væru á Kúbu, hélt hann áfram, skyldu þau bara ráðast á eyjuna, og þeir myndu fljótlega komast að raun um það. Siðan sagðist hann eng- an áhuga hafa á að eyða heimin- um, en ef við vildum öll hittast í helviti, þá væri það okkar að gera út um það. Eg sagði hon- um, ag ættum við eftir að hittast í helviti, mundum við áreiðan- iega hafa nægan félagsskap. Krústjoff endaði síðan sam- ræðurnar um Kúbu með einum af sínum frægu bröndurum. Mað ur nokkur var í kröggum og neyddist til að búa í sama húsi og geit. En þó hann vendist lykt- inni, leið honum alltaf illa og gat ekki vanizt aðstæðunum. Framh á 13 síðu ekki annað en hann yrði hjá okk- ur þar til hann þyrftl í skólann. Tveimur dögum seinna komu svo skilaboð. Það átti að sækja dreng- „ inn að degi liðnum. Ég hafði ekki |j einu sinni tíma til að gera hann sæmilega úr garði. Enn var hey- skap ekki nærri lokið, drengur- inn hafði hlakkað mikið til gangn anna. Það var ekkl spurt um það, ekki talað um það, hvort það væri óþægilegt fyrir okkur. Hinir dreng irnir höfðu fengið að fara, hvers vegna skyldi ekki þessi fá það líka? Ég vil biðja fólk, sem hef- ur áhuga fyrlr að koma börnum sínum í sveit, að hugleiða, hvort ekki sé réttara að þakka okkur með því að láta okkur sjáifi'áða um, hvenær og hvað lengi börnin eru hjá okkur, meðan það brýtur ekki í bága við skólatíma þeirra, heldur en að þakka okkur með mörgum fögrum orðum. Jæja — eftir sátum við hjþnin svo með litlu börnin 4, ég varð að skilja 3 þau yngstu eftir í umsjá telp- unnar minnar 6 ára, meðan ég leit- aði að kúnum, og bóndi minn kepptist við að koma fyrir heyj- unum í tæka tið fyrir göngurnar. Og hann varð að fara einn í göng- urnar. Sveitakona". Samband vaxta og verðlags H. Kr. sendi Víðavanginum eftirfar.andi smá/grei'n: „Skúli Guðmundsson, alþing- ismaður gerði nýHega glögga grein fyrir því í Tímanum, hve sparifé manna hefur rýnn- að að kaupmætti í tíð núver- andi rikisstjórnar, þrátt fyrir háa vexti, sem leggjast við höf- uðstólinn. Um það mætti ýms- ar sögur segja, en ein mundu verða sögulok í þeim flcstum — spariféð hefur minnkað að verð mæti og eignin rýrnað. Þetta er staðreynd. Hitt er svo annað atriði, sem líka skiptir sparifjáreigendur nokkru, hver bein áhrif vaxta- fóturinn hefur á verðlag í land- inu. Hvað vex dýrtíðin mikið við 1% hækkun á vaxtafæti? Gaman þætti mér að heyra álit manna á því máli. Það eru væntanlega allir vaxnir upp úr þeim bamaskap að halda því fram, að almennur vaxtafótur i landinu sé ekki í neinu samb.andi við verðlag al- mennt. Gerðardómurinn í sfld- veiðideilunni í sumar kvað liafa reiknað útvegsmönn>jn 7% vexti af eigin fé í útgerðinni. Sex manna nefndi.n reiknar bændum 5% vexti af elgin fé í búunum. Ailur rekstur verður að meira effia minna leyti að standa undir kostnaði af lánsfé. Sambandið mflli vaxtia og verð- lags er því augijóst, en hve mikil eru áh-if vaxtanna f verð. mynduninni? Margt væri ijósara, ef hægt væri að gera sér grein fyrir þessu hlutfal'li. Þá væri meðal annars hægt að átta sig á því, hvað einstaklingur eða lijón þyrftu að eiga mikið sparifé til þess að vaxtahækkun þeirra og auknhig fi amleiðslukostniaðar stæðust á. Þetta er eitt af því, sem skipt ir verulegu máli. Um það ætti því að vera unnt að vcita nokkra hlutlausa fræðslu. Þar með væri fenginn grundvöllur ti'l að standa á, þegar menn gera upp við sig, hvemig á að stjórna." Hvað segja hag- fræðingar? Hér er drepið á töluvert veigamikið atriði, 0g ríkis- stjórninni væri þarfara að láta hagfræðinga sína reikna þetta út, svo og önnur áhrif vaxta á þjóðarbúsbapinn, afkomu fyr- irtækja og einstaklinga, heldur en setja upp f.alsdæmi um gengislækkanir 0.g áhrif þeirra á þjóðarbúskap. Það er stað- reynd, að meðferð þessiarar stjómar á sjparifjáreigendum er hin versta, sem þeir liafa orðið fyrir af hendi nokkurrar ríkisstjórnar. Um það tala skýrar og óljúgfróðar tölur. En ríkisstjórnin telur vaxtahækk- unina vega að nokkru á móti stofnfjárrýrnun og lætur sem hún hafi engin skaðleg áhrif á verð, neyzlu og fnamleiðslu. Þau áhrif kunna þó að vera drýgri en uppi er látið, o.g ekki er ólíklegt að hækkunaráhrif vaxtanna í verðlaginu éti upp drjúgan hlut þess fjár, sem vaxtahækkunin á að gefia spari. fjáreigendum, svo að þeir end- urgreiði han.a að verulegu leyti aftur í neyzluverðlaginu. Laus. legar athuganir benda til, að svo sé, en um þetfca ættu hag- fræðingarnir að gefa skýr svör o.g vafningalaus, svo að þetta liggi á borðinu. Framhald á bls. L3. T f MIN N, fimmtudaginn 29. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.