Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 14
30
að fylgjast með, er lítill vafi á
því, að hún hefði engan frið haft
fyrir kærum og stefnum vegna
kæruleysis og óvandvirkni [ starfi.
Hún vissi aldrei almennilega,
hvers vegna viðskiptavinir hennar
borguðu henni jafnvel og þeir
gerðu, en hún hafði frábært verzl-
unarvit og heimtufrekja hennar
var einstæð. Hinn næmi og ríki
skilningur hennar á mönnunum,
sem til hennar komu, var að vísu
mjög athyglisverður í því sam-
bandi, en hann kom að innan og
var henni runninn í blóð og merg,
svo að hún perði sér enga grein
fyrir tilvist hans. Þrátt fyrir alla
velgengni sína var Rosemarie
ósköp venjuleg hóra og ekki hót-
inu betri en margar þær, sem
selja sig fyrir tíu mörk eða þaðan
af minna. Vændiskonur halda æv-
inlega, að menn komi bara til
þeirra til að veita hvötum sínum
útrás og seðja líkamann og geri
það rétt eins og hvert annað skyldu
verk — til að njóta stundargleði
og vellíðunar rétt á eftir. Enn sem
komið var var Rosemarie engin
undantekning frá þessari reglu.
Þegar hún spurði Bruster, hvern
ig umhorfs væri á heimilum við-
skiptavina sinna, svaraði han'n:
„Þeir búa ósköp svipað og ég. Ein-
hvern tíma, þegar konan mín fer
að heiman, skal ég sýna þér húsið
mitt — og nýju skrifstofuna mína
líka. Þá skaltu verða hissa! En ég
veit ekki, hvenær það getur orðið.
Hvað sem því líður, er þér óhætt
að talca orð mín alvarlega. Ef þú
verður hér áfram, er það sama og
að láta peningana fara í súginn.
Peningar skapa peninga, það er
ég búinn að segja þér áður, en ég
segi þér það sjálfsagt aldrei of oft.
Það verður að vera angandi pen-
ingalykt í íbúðinni þinni, — og
þá fyrst geturðu heimtað þitt. Þú
getur ekki ekið um allt í SL-sport-
módeli og lifað á sama tíma eins
og ekkja minniháttar ráðuneytis-
fulltrúa. Líttu bara á þetta“, bætti
hann við og tók upp gullfiskana
hennar og lét þá dilla sporðinum
í loftinu, eins og þeir væru synd-
andi, um leið og hann sagði: Sjú-
sjú-sjú.
„Réttu mér þá“, sagði Rose-
marie. Hún tók fiskana, sem hún
borgaði dágóðan skilding fyrir á
sínum tíma, gekk inn í baðher-
bergið, lyfti lokinu á salernisskál-
inni með tánni, kastaði listaverk-
inu ofan í hana, þar sem það hrökk
í þúsund mola.
„Það var eitthvert vit í þessu“,
sagði Bruster skellihlæjandi.
Þetta tilviljunarkennda viðvik var
það eina, sem nokkurn tíma var
vitað til, að Rosemarie leyfði sér
að gera í algeru ábyrgðarleysi,
hvað fjármuni snerti. Þegar hún
seldi síðar. innbúið úr íbúðinni
sinn í Dornibusch, fékk hún upp
á eyri það, sem Hartog var bú-
inn að leggja í það.
„Þér finnst sem sagt, að ég ætti
17
— Nefið er kannski dálítið
langt og munnurinn stór,, en ég
hef tekið eftir, að tennurnar eru
hvítar og jafnar, og augun eru
mjög falleg. Það er óvenjulegur
litur á þeim, sem mér þykir faUeg
ur. Leyfið mér að láta í ljós þá
skoðun mína, ungfrú Pendleton,
að þér hafið einkar falleg augu.
Horatia roðnaði af wo óvænt-
um gullhömrum, þakkaði honum
og gekk aftur að borðinu til að
snæða morgunverð sinn. Eftir að
hafa lesið það, sem stóð í blaðinu
taldi hún vafasamt, að hún fengi
að njóta svo góðs málsverðar aft-
ur £ húsinu og því tók hún hraust-
lega til matar síns. Hudson horfði
samilðarfullur á hana, hann þekkti
vel sultarköstin, sem maður gat
fengið sem gestur í þessu húsi.
En Horatia gat ekki hætt að
hugsa um klausuna í blaðinu, og
þegar lafðin kom inn — nokkrum
klukkutímum fyrr en hún var
vön, sýndi hún henni strax blað-
ið.
— Ég held, að ég verði að leita
mér að einhverri vinnu, sagði hún.
— Ég get ekki níðzt á gestrisni
yðar alveg fram í júní, lafði Wade.
En það var bersýnilegt, að lafðin
var í betra skapi þennan morgun
en aðra morgna. Svo virtist sem
hún vildi endilega, að hinn ungi
gestur hennar byggi áfram hjá
henni og hún andmælti uppá-
stungu Horatiu um að fara.
Ekki var nefnd einu orði hrein-
gerning á búri Pollýar, og lafðin
bað frændann að dást að knippl-
ingshettunni, sém hún var með;
þar sem það var Horatia, sem
hafði Stífað hana daginn áður. Og
þetta kom Horatiu mjög á óvart,
því að dagínn áður hafði annað
hljóð verið f strokknum.
— Ég er fegin, að þið hafið sézt,
hélt lafði Wade áfram brosandi.
— Faðir þinn hefur ef til vill sagt
þér, hversu hjálpsöm ungfrú
Pendleton var á ferðalaginu, Hud-
son. En þar sem hún fór frá óðali
frænda síns án þess að láta nokk-
urn vita, er kannski bezt, að þú
hafir ekki hátt um, að hún dvelur
hér.
Hudson beygði sig niður til þess
að kyssa hrukkóttan vangann, og
hann kvaðst með gleði virða ósk
ungfrú Pendletons.
— Ég held, að faðir minn hafi
heimsótt þig í gærkveldi, frænka,
sagði hann glaðlega. — Ég geri
ráð fyrir, að hann hafi verið að
segja þér, að ég hef enn einu sinni
stofnað mér í skuldir?
— Við minntumst ekki einu
orði á þig, sagði frænka hans þurr
lega. — En ef þú ert svo vitlaus
að stofna til skulda, verður þú
einnig að taka afleiðingunum, ekki
satt? Hún leit út um gluggann. —
Er það hestasveinninn þinn, sem
er þarna — með hestinn þinn,
og vagninn eða hvað þú kallar
það.
— Þetta er hryssa, madam . .
og ég á hana og vagninn, hún er
ákaflega fjörug og ég er á leið-
inni í garðinn að liðka hana.
I — Til að sýna öllum nýja vagn
inn þinn, geri ég ráð fyrir. Mér
leiðist þessi blái og rauði litur —
alltof skræpóttur . . . og svo hef-
urðu hestasveininn í sömu litum.
Upp á hverju tekurðu næst? Það
er ekki undarlegt, þótt þú lendir
í klónum á fjárglæframönnum,
góði minn.
Hún leit frá frænda sínum á
Horatiu. Hún hugðist ekki reka
á eftir, en svo virtist sem þau
væru mjög vingjarnleg hvort við
annað nú þegar, og þetta hafði
gengið fljótar fyrir sig en hún
hafði þorað að vona.
— Ef þú ætlar í ökuferð í garð-
að flytja?"
„Heldur fyrr en seinna. Það er
bara versti gallinn, að þú kemst
ekki héðan nógu fljótt. Auðvitað
veiztu, að beztu íbúðirnar er að fá
í miðborginni“.
„Ég get ekki borgað jafnháa
leigu og til þarf“, sagði hún. „Ég
á ekki svo mikla peninga".
„Þú færð nú allavega eitthvað
fyrir íbúðina hérna. Og auk
þess . . . “
Heldurðu áfram að græða, var
hann nærri búinn að segja. En
hann gerði það ckki, því að hann
þóttist viss um, að hún yrði fyrst
örugg um að græða, þegar hún
væri flutt í vel búna og þægilega
íbúð á góðum stað. Og til þess
þurfti hún meiri peninga. Pen-
ingar skapa peninga. Hann vissi,
að hún mundi reyna að fá hann
til að borga fyrir sig nýja íbúfi
„Heyrðu, gamli minn!“ sagði
hún. „Gætir þú ekki . . . “
„Kemur ekki til mála. Þú skalt
ekki einu sinni látá þér detta það
í hug. Ég stunda enga góðgerða-
starfsemi. Það er ekki ég, sem
á að stofna fyrirtækið, ég er eng-
inn Hartog“.
„Það er reyndar ekkert nauðsyn
legt, að þú GEFIR mér pening-
ana“, sagði hún. „Kanntu eitthvað
illa við þig hérna. Mér hefur allt-
af fundizt þú hafa svo góðan tíma“.
„Hartog er sá eini, sem hefur
í raun og veru kunnað verulega
vel við sig hér“, sagði hann.
„Lánaðu mér peningana. Ég skal
borga þér þá aftur“.
„Fimm hundruð í hvert skipti“,
sagði hann, og kumraði í honum.
„Nei, það gengur ekki“, sagði
hún. „Ég tek hundrað í hvert skipti
sem þú heimsækir mig, og tek hin
fjögur að láni“.
„Þetta er ekki svo slæm byrj-
un“, sagði hann fullur aðdáunar.
Hún var óneitanlega verulega
'Snjöll. „Lánaðu mér blýant og
blað“, sagði hann.
„Snúðu þér við“, sagði hún.
Hann lá á vinstri handlegg henn-
ar. Hún klifraði yfir hann út á
gólf og sótti bláu minnisbókina
sína og kúlupennann.
„Hvað gerirðu með þessa?“
spurði hann og benti á minnisbók
ina.
„Ég nota hana, þegar ég er að
reikna og ríf svo úr henni blöðin
jafnóðum“, sagði hún.
Hann fór sjálfur að reikna. „Ég
legg af slað til Rússlands í júlí-
lok“, sagði hann. „Þá gel ég ekki
komið í þrjár vikur, og þegar égl
kem heim aftur, fer ég til Egypta \
lands og verð þar viku . . . það
hefst eitthvað upp úr því, eitthvaðj
mikið, þér er óhætt að trúa mér
. . . Þú færð sem sagt ekkert frá
mér aS minnsta kosti í mánuð.
Og þar fyrir utan kem ég áreiðan-
lega aldrei oftar til þín en einu
sinni í viku. Það verða sem sagt
kringum tuttugu þúsund á ári“,
sagði hann loks. Tuttugu þúsund!
cndurtók hann með sjálfum sér.
Hún græðir tuttugu þúsund á mér
einum — og er skattfrjáls að auki.
Og þetta fær hún allt fyrir þrjár
eða fjórar nætur í mánuði, þrjá
eða fjóra seinniparta eða tvo, þrjá
tíma fyrir hádegið. Ja, hjálpi mér
allir heilagir! . . . Morgun æinn
hafði hann komið snemma til borg
arinnar og minnti að hann ætti að
lcoma til viðtals í bankann klukk-
an tíu fyrir hádegi til að ræða um
lán fyrir umboðið í Argentínu. Þá
komst hann að raun um, að hann
átti ekki að mæta í bankanum fyrr
en klukkan tvö eftir hádegi. Tím-
anum, sem hann beið, hafði hann
eytt hjá Rosemarie.
Bruster hafði aldrei dregið verzl
unarvit Rosemarie £ efa. Þegar
hann fór að tala um þetta þarna
um kvöldið, hafði honum þótt
mjög líklegt, — þó að hann væri
ekki alveg viss, — að hún fyndi
cinhvcr ráð til að mæta auknum
útgjöldum, ef til kæmi, að hún
flytti í nýja og glæsilega íbúð.
En samt sem áður datt honum
ekki í hug, að hún væri svona
snjöll. Hann gat ekki imyndað
sér, hve langt hún kæmist 'með
þessu áframhaldi. Og frá Hartog
hafði hún fengið meira, miklu
meira en frá honum! Kannske átti
hún eftir að finna fleiri, eins og
Hartog! „Segðu mér“, sagði hann
og lagði frá sér pennann, „hvað
var það eiginlega, sem Hartog var
að sækjast eftir hjá þér?“
Rosemarie svaraði ekki. Þú getur
spurt sjálfan þig, eins og ég, hugs-
aði hún. Hún hafði oft verið að
velta því fyrir sér sjálf, hvað hefði
komið honum til að útvega henni
þessa íbúð og búa svona um hana
eftir nóttina í Heidelberg. Hún
hafði aldrei fundið á því neina
fullnægjandi skýringu.
„Ég veit það ekki“, sagði hún
loks og yppti öxlum.
inn, sagði hún, — finnst mér, að
þú ættir að bjóða ungfrú Pendle-
ton með þér, ef hún hefur ekkert
á móti því? Ég er viss um, að hún
hefði gaman af að skreppa i smá
ökuferð og ef hesturinn þinn . . .
fyrirgefðu, hryssan . . . skyldi taka
upp á einhverjum skrípalátum,
skaltu láta stúlkuna um að stilla
hana. Hún hefur vit á að fara
með hesta, telpan, ég get borið
vitni um það.
Horatia andmælti. Hún kvaðst
ekki vilja gera Hudson þá van-
virðu að aka með honum með sjál
og hatt Bettyar, en hann sagði
henni, að hann hefði ekki hugsað
sér að aka til Hyde Park, þar sem
allt yfirstéttarfólkið kom um þetta
leyti dags og Horatia myndi gera
sér ánægju að koma með.
— Ég var að hugsa um Regents
Park, sagði hann. — Það er miklu
skemmtilegra þar — næstum eins'
og úti í sveit, og ekki mjög margtj
fólk. Ef þér viljið frekar hafa hatt,
mun enginn vcita yður neina eft-
irtekt. |
Lafði Wade var sammála þvi,
að Regents Park væri vel viðeig-
andi staður, og Horatia hljóp
ánægð upp á herbergið 'il þess
að skipta um föt,
Meðan hún var uppi, sagði lafði
Wade Hudsón frá hinni róman-
tísku sögu ungfrú Pendleton, og
þegar hún nefndi upphæðina, sem
unga konan myndi erfa, leit hann
á hana, svo rak hann upp skelli-
hlátur.
— En það er dagsatt, sagði lafð
in dálítið fýld yfir því, að nokkur
skyldi geta fengið af sér að hlæja
að þessu.
— Faðir þinn hefur athugað,
málið, og sagan er sönn í hverju
einasta smáatriði. Hann sagði mérj
það sjálfur í gærkvöldi. Það var.
þess vegna, sem ég bað hann að
senda þig hingað í mofgun, og ég
er sannarlega ánægð með það,|
Hudson. Hún klappaði honum í
viðurkenningarskyni á vangann.
— Byrjunin er mjög góð.
— Byrjun á hverju! Hann leit
með vilja skilningsvana á hana.
en augu hans glitruðu af glettni.
— Byrjun á hverju, kæra
frænka?
— Þtí veizt fullvel, hvað ég á
við! Hún leit gröm á hann. — Við
faðir þinn höfum ákveðið, að þú
gangir að eiga ungfrú Pendleton.(
— Er það satt? Það kemur mér
á óvart . ! Það hefði mér aldrei
dottið í hug!
— Þetta er ekkeri gamanmál!
Þau heyrðu Horatiu koma niður
stigann, og lafði Wade greip þétt-
ingsfast um armlegg hans —
Reyndu að nota tækifærið, sem
þér býðst, Hudson! Þú færð áreið
anlega ekki’ annað eins aftur.
Og jafnvei þóti hann hlægi. l’ar
hún viss um, að hún hefði sáðj
fræi, sem myndi fesia rætur í.
huga hans, og til að hvetja hann
dálítið, tók hún upp peningabuddu
•sína og stakk fimm gullpeningum
í hönd hans, um leið og Horatia
kom í ljós í dyrunum.
Lafði Wade gat ekki að sér gert
að þykja vænt um þennan unga
mann, þótt hann væri svona ógæt-
inn í peningamálum.
Hann fylgdi Horatiu út í vagn-
inn.
— Ég veit, að ég lít óskaplega
út, sagði Horatia. — Betty hafði
laglegt andlit, og hún var jafnvel
lagleg með þennan hatt. En and,
lit eins og mitt heimtar stóran
hatt, sem vekur svo mikla eftir-
tekt, að það gleymist að gá, hvað
er undir honum.
Hann hló hátt, þegar hann hjálp
aði henni upp í vagninn, og þegar
hann leit um öxl, sá hann, að
frænka hans stóð við gluggann og
brosti sigurviss.
— Hún var fégráðug,. gömul
norn, hugsaði hann og hugleiddi,
hvort Höratia væri svo saklaus, að
hana grunaði ekki, hvernig frænk-
an hugðisi nota hana. En fjand-
inn sjálfur! Hann vildi ekki taka
þátt í slíku.
10. KAFLI.
Horatia setist upp í vagninum
og greip um taumana. Hr. Cranlc-
croft kom á eftir og greip táum-
inn, en litli hestasveinnnn klifrað-
ist bak við og svo óku þau af s’að.
Þegar þau óku inn í Oxford
Street, hrósaði Horatia eiganda
hestanna fyrir hans góða smekk
og þekkingu á' hestum.
14
T 11' ’ \ N , fimmtudaginn 29. nóvember 19G2