Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 9
BJARMI AF ALDAMÖTAELDI
★ ENGINN RÆÐUR SÍNUM
NÆTURSTAÐ. — Endurminn-
ingar Péturs Sigfússonar. —
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Pétur Sigiús-<jon, fyrrverandi
kaupfélagsstjóri, var Þingeyingur
og að kunnum kjarngóðum ættum,
sonur Sigfúsar Jónssonar á Hall-
dórsstöðum og Sigríðar Jónsdótt-
ur, dóttur Jóns Hinrikssonar,
skáld'S. Pétur var bróðir Sigurðar
S. Bjarklind kaupfélagsstjóra, og
er þetta myndarlegur systkinahóp-
ur, sem margt efnisfólk er nú af
komið.
Pétur Sigfússon var frægur
iþrótta- og glímumaður um sið-
ustu aldamót og fór frægðarfarir
út í lönd- að sýna glímu með Jó-
hannesi Jósefssyni. Pétur starfaði
lengi við Kaupfélag Þingeyinga
og var síðar um árabil kaupfélags-
Stjóri á Borðeyri. Síðustu árin
dvaldist hann alllengi í Ameríku
og stundaði þar búskap með son-
um sínum en kom síðan aftur heim
og hefur átt heima í Reykjavík
hin síðustu ár. Á s. 1. hausti hélt
hann ásamt Birnu Bjarnadóttur
konu sinni aftur vestur um haf en
lézt skömmu eftir komuna þangað.
Hann lifði það því ekki að sjá
endurminningabók sína út komna
en hafði að sjálfsögðu að fullu
gengið frá henni.
Enginn ræður sínum næturstað
er allstór bók og að ýmsu leyti
sérstæð meðal minningabóka. PéJ
ur Sigfússon var mjög hrifnæmur
maður, viðkvæmt karlmenni, glað-
ur og gunmeifur, ritfær vel, til-
finningahitinn mótaði allt, sem
hann skrifaði. Hugsjónir aldamót-
anna í byggðum Þingeyjarsýslu
höfðu mótað hann í uppvexti og
félagsmálahreyfingar Þingeyinga
náð föstum tökum á honum og
orðið rótfesta hans 1 lífinu. Þessa
gætir mjög í þessari bók.
Pétur lýsir foreldrum sínum,
bernsku og bernskustöðvum af
heitum fögnuði og sterkri innlif-
un. Landið og fólkið sameinast í
eitt í huga hans. Lýsingarnar á
allmargar sögur af glettingum og
gerningum Móra á fyrri árum, sum
ar úr safni Sigfúsar Sigfússonar
og fleiri þjóðsagnaritara, en aðr-
ar úr munnlegri geymd, saman
teknar af bókarhöfundi. Er galli
á því, að þótt heimildír séu upp
toldar í bókarlok, er hver sögn
fyrir sig ekki heimildarfærð. En
seinni hluti bókarinnar eru sagnir
áður óskráðar bg þá getið heimild
armanna við hverja þeirra.
Bókinni lýkur á útfararsögu
Móra, og fara nokkrar sögur af
honum á erlendri grund. Segir
íljörtur Kristmundsson þar all-
nukla sögu al glettingum Móra við
sig úti á Danagrund, og eni þau
viðskipti til þess að gera ný af
nálinni.
Þó virðast engar sögur, sem vert
híifi verið að skrásetja, hafa gerzt
af Móra síðustu 20—30 árin.
Ekki veit ég, hvort það er sá
hinn sami Eyjasels-Móri, sem vart
hefur orðið í íslenzkum sendiráð-
um erlendis á siðari árum, en
nokkrar sögur hafa gengið manna
á meðal af því, einkum í sendi-
ráðum í London og Höfn. Kann
Sigurður Nordal nokkrar stór-
kostlegar sögur af sendiráðs-Móra,
og hefur stundum sagt þær við
góða eftirtekt í kuningjahópi. Væri
nú ráð fyrir Halldór að rannsaka
þetta nánar — og ef til vill feng-
ist þar efni í aðra bók það er eng-
in sæmileg ævisaga, sem ekki kem
ur út í tveim bindum nú á dögum
— og því þá ekki ævisaga Móra
líka. — Ágætar teikningar eru í
bókinni eftir Elias B. Halldórsson.
ak.
PÉTUR SIGFÚSSON
bernskulífinu — ættingjum, landi,
dýrum og störfum eru oft há-
stemmdur dýrðaróður og oft skáld
lega að orði komizt og lesandinn
hlýtur að hrífast með. Síðan kem-
ur hugsjónamótunin og snertingin
við félagsmálamennina í Þingeyj-
arsýslu. Þá íþróttaiðkanir og ýtar-
legur kafli er um glímufarirnar
út í lönd, og mun mörgum þykja
það forvitnilegur lestur, enda het'-
ur ekki verið ritað áður svo ýtar-
lega um þær. Lýsingar á iðkun
þingeysku glímunnar heima í hér-
aði eru einnig harla fróðlegar.
Síðan koma störfin á vegum sani-
vinnufélaganna, ævisagan og lífs-
leiðin, og bókinni lýkur við þær
krossgötur, er höfundur fer frá
Borðeyri, og er þá töluverður hluti
ævisögunnar ósagður.
Pétur hafði ritað margt grejna,
t. d. greinar frá Yampadal í
Klettafjöllum, og birtust þær hér
í Tímanum og vöktu óskipta at-
hygli fyrir rismikla qg lifandi frá-
sögn. Pétur mun og hafa átt í
fórum sínum handrit, sem hafði
að geyma ýmsar ferðalýsingar og
frásögn af æviþættinum í Ameríku
og sitt hvað fleira, hvort sem sú
bók kemur út eða ekki, þar sem
hann er fallinn frá.
Þessi bók Péturs Sigfússonar
er í senn hugþekkur og skemmti-
legur lestur og skilgóð túlkun á
æsku og starfi aldamótamann-
Þar getur mikils fjölda manna.
sem Pétur hefur kynnzt, og mynd-
ir þær, sem hann bregður upp c,r
samferðamönnunum eru eftir-
minnilegar. Lýsing hans á sveitar-
brag og lífi fólksins í Reykjadal
á fyrsta tug aldarinnar er t. d.
óvenjulega skýr og myndræn, svo
að allt blasir við.
Þegar maður les þessa minninga
bók Péturs Sigfússonar fer varla
hjá því, að maður þykist sjá þar
blika skært af þeim hugsjónahyr
og félagsmálaáhuga, sem hafði
hugi Þingeyinga á valdi sínu árn-
tugina báðum megin við síðustu
aldamót. Þess elds hefur viða orð-
! ið vart, en á síðustu árum hefur
varla annars staðar bjarmað bet-
ur af honum en í þessari bók Pét-
urs Sigfússonar. í þessum minn-
! ingum skynjar maður þá gleði og
djörfung, sem nýjar hugsjónir og
árangur góðra félagssamtaka gáfu
æskumönnum þessa tíma. Maður
skynjar hvernig trú og ást þeirra
glæddist, trúin á landið og tíf
þjóðarinnar, trú á framfarir og
samvinnu. Sú trú er ekki einskis
verð, þegar hún megnar að gæða
elliminningarnar þvílíkum æsku-
Ijóihff|böíþ¥if<ffn tög'bjartsýni, sem
fram kéfftuf^^bók-Péturs. — A.K.
yndin er læ-
vís og lipur
HER SEGIR frá Jóni Sigurðs-
syni kadett, sem Aðalsteinn Krist-
mundsson uppnefndi Kristófer,
stuðlanna vegna. Og það var nú
ekki mikið, því Aðalsteinn upp-
r.efndi sjálfan sig Stein Steinarr,
stuðlanna vegna.
Þá gerðu menn ýmislegt stuðl-
anna og rímsins vegna.
Söguþráðurinn liggur eins og
blátt band frá Fagurey um höfin
sjö og hundrað hafnarstræti upp
1 Víðines, en þar hefur bláa bandið
verið vafið upp í hnykil, sem kunn
ugt er. Spotta og spotta lyppast
þessi þráður í dálitilli vímu eða
nokkurs konar öngviti, en annars
staðar er hann eins og þaninn
fíólínstrengur, sem þeir spila á
fjórhent, konsertmeistararnir í
efra og neðra, en smákóngarnir
Bakkus og Amor púa undir. Það
er mjög skemmtilegur kvartett.
Steinn fann ungu skáldunum
það til foráttu að þau hefðu ekki
komist í nógu mikinn háska. Jón
Kristófer kadett hefur alla ævi
verið í miklum lífs- og sálarháska.
Hann er, sem sjá má' af bókinni,
skáld gott. En hans stóra kvæði
er ekki ort fyrr en í þessari bók:
hin ógnþrungna brennivínskviða,
stuðluð drottni og djöflinum, en
hinir fáránlegustu atburðir slark-
samrar ævi að endarími.
En allt hefur farig vel, af því
að Guð hefur alltaf verið með hon
um. Og djöfullinn raunar líka ef út
í þá sálma er farið, þangað til
núna fyrir tveimur árum í Banka-
stræti, — nánar til tekið fyrir
framan tóbaksverzlunina Bristol.
Þessi saga af Jóni Kristófer er
sjötta bók Jónasar Árnasonar og
skemmtilegasta ævisagan, sem ég
hefi lesið.
Nú munu ýmsir lesendur þess-
arar bókar um lævísi syndarinnar
segja sem svo, ag stundum sé
ekki ljóst hvar frásögn kadettsins
endi og penni Jónasar taki við.
Nú, nema hvað? Það er Jónas
Árnason, sem skrifar söguna um
þennan gáfaða og gáskafulla pinna
og skapraunamann:
Rófuþjofnað af pólitísku of-
stæki, trúnað á háskastund við
ömmu gömlu og kýmar í Fagur-
ey. Ofurmannlegar dáðir Ólafsvík
urkalla hins hjartaprúða. Kump-
ánlegt eintal við drykkjudemón-
inn. Óskapagöngu í hjálpræðisher
og brezkum her um hafnarknæp-
ur þúsund borga og yfir tundur-
duflasvæði trítilóðrar heimsstyrj-
aldar á drykkjusárum fótum í
miskunnarfaðm Bláa bandins, sem
lífstogi Jóns Kristófers var spunn
inn úr.
Ætlaðlst nokkur til þess að Jón
as Ámason héldi ofan í sér and-
arium á meðau hann segði jafn
forkostulegt ævintýr og lífssögu
•Tón1 Kr'stófers’
Eitt «r bað í b - = a'- sm
ég hefi hvergi rekizt á fyrr í ævi-
Jólaleikrit Þjóðleikhússins:
Pétur Gautur
Á annan dag jóla frumsýnir
Þjóðleikhúsið hið fræga leik-
rit Henriks Ibsens. Pétur
Gaut. Leikurinn var sýndur í
Iðnó fyrir 18 árum, það er að
segja fyrstu þrír þættir leiks-
ins, en Þjóðleikhúsið sýnir nú
allt verkið nokkuð stytt, eins
og venja er. Sýning Leikfélags
ins þótti á sínum tíma merkur
leikhúsviðburður og er enn í
fersku minni mörgum sem
hana sáu.
Gunnar Eyjólfsson leikur Pétur
Gaut að þessu sinni, Arndís Björns
dóttir Ásu og Margrét Guðmunds-
dóttir Sólveigu. Um það bil 35
leikarar koma fram í sýningunni
ásamt mörgum aukaleikurum.
Leikstjóri er Gerda Rins einn
af aðalleikotjórum við Norska
þjóðleikhúsið. Hún gjörþekkir öll
verk Ibsens og hefur sett flest leik
rit hans á svið bæði í Noregi og
í öðrum löndum. Fyrir nokkrum
árum setti hún t. d. Brúðuheimil-
ið eftir Ibsen. á svið austur í Kína.
Eins og kunn-
ugt er þýddi Ein-
ar Benediktsson
leikritið Pétur
Gaut og verður
þýðing hans að
sjálfsögðu notuð.
Um þýðingu Ein
ars er óþarfi að
fjölyrða, svo vel
er hún þekkt og
þykir stórbrotið
verk, hvað skáld-
legt flug og
tungutak snertir.
Einar segist hafa
dregizt mjög að
ljóðaleiknum
, Pétri Gáut á
yngri árum og
hafi fá verk heill
að sig meir, er
hann las það
fyrst. Hann byrj-
aði tiltölulega
ungur að glíma
við að snúa leikn
um á íslenzku, en
varð margoft að
hætta í bili og
yfirfór þá allt,
sem hann hafði
gert. Það mun
hafa tekið Einar
um það bil 20 ár
að ljúka við þýð-
inguna og þang-
að til hann var
ánægður með
verkið. Þýðing
"Einars kom fyrst
út árið 1922 og
þá í mjög litlu
upplagi.
Pétur Gautur er eitt af öndveg-
isverkum norska skáldjöfursins
Renriks Ibsens og sennilega það
bezt þekkta af verkum hans hér á
landi, en það mun fyrst og fremst
vera að þakka hinni góðkunnu
þýðingu á leiknum. Ibsen skrifaði
Gaut á Suður-Ítalíu sumarið 1867
og var leikurinn gefinn út í Kaup-
mannahöfn þá um haustið, síðan
mun leikurinn hafa komið út 40
sinnum á Norðurlöndum.
Einar Benediktsson segir í for-
mála fyrir íslenzku útgáfunni: —
„Það mun óhætt að segja, að ekk
ert verk í bundnu máli á Norður-
löndum, hefur náð jafnmikilli
frægð, éða haft jafn rík áhrif á
hugi manna, eins og þetta rit. í
Noregi kunna þúsundir manna
þessa bók svo að segja utan að,
enda er margt, sem þar kemur
fram, ágætlega fallið til þess að
vitna í það í daglegu lífi. Sögu-
hetjan er Norðmaður, sem Ibsen
teiknar skarplega og skýrt, eftir
eðlisfari, lundarlagi og háttum
þjóðar sinnar. Svo er sagt, að
æska Ibsens sjálfs hafi gefið höf-
undinum efnið og hvötina til þess
að semja þetta merkilega skáld-
verk, en þegar fram í sækir, tekur
hann myndir og líkingar frá þjóð-
lífinu norska og kemur víða við.
Eru skrifaðar fjölda margar bækur
og ritgerðir á ýmsum tungum, til
þess að skýra einstök atriði ritsins
og má marka af því heimsf^ægð
þess og almenn áhrif, enda mun
það vera víðlesnast af öllum and-
legum stórvirkjum Ibsens.
Meginefni sögunnar er lýsing
eigingirni og sjálfbyrgingsskapar
gagnvart kærleika og æðri þekk-
ingu, sem Norðmaðurinn öðlast
sögum: Mjög svo harðskeytt hnútu
kast sögumanns í garð liöfundar
bókarinnar (prentað í svigum)
fyrir trúleysi og efnishyggju, sem
höfundur svarar þó aldrei, því
þetta er ævisaga í hefðbundnu
formi að öðru levti Ekki samtals-
Framhald á 13. síðu.
gegnum mikiar lífsbreytingar, víð
förli og örlagaríka atburði. Þjóðar
gort, sem (einangrar sig sjálft, er
meistaralega teiknað upp í sölum
Dofrans, og sjálfgæði Gauts bera
þess einkunn út i ævistríðið, langt
frá ættarstöðvunum. En þegar
hann hverfur aftur til fósturjarðar
innar, sigrar kærleikurinn og hann
öðlast hærri sjón. Rás viðburð-
anna er að nokkru leyti tekin úr
norskum þjóðsögum (einkum í
þrem fyrstu þáttunum) og jafn-
framt er, hingað og þangað, vikið
að ýmsu sem gerzt hefur meðal
samtímamanna Ibsens. En aðal-
þráðurinn. sem gengur gegnum
ritið og bindur það saman í heild.
er spunninn af innra lífi höfund-
arins sjálfs“.
Hljómlist Edvards Griegs verð-
ur flutt með leiknum, en hún er
sem kunnugt er eitt það bezta og
þekktasta, sem þessi norski tón-
snillingur samdi.
TÍMINN, fimmtudaginn 29. nóvember 1962