Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 13
JOLAÆVINTÝRIÐ UM ÞYRNIROS
WALT DISNEY
— Eruð þið tilbúnar? Má ég byrja á Prinsinn á
jólaóskunum? fín stígvél,
— Við erum tilbúnar. gulli . . .
— F.cr vil að allir fái fullt af gjöfum.
að fá silfursleginn hnakk,
rauðan jakka, töfragrip úr
. — Við verðum að hætta svolitla stunc
Þyrnirós.' Sprotinn minn hefur ofhitna?
— Minn líka!
Fimmtugur:
Bjarni Guðbjörnsson
Bjarni Guðbjörnsson, bankaúti-
bússtjóri á ísafirði, er fimmtugur
í dag.
Hann er fæddur í Reykjavík 29.
nóvember 1912. Foreldrar hans
voru þau hjónin Guðbjörn Guð-
brandssón, bókbindari, og Jensína
Jensdóttir, frá Hóli í Hvammssveit
í Dalasýslu. Bjarni lauk gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1930. Kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands lauk hann
vorið 1941. Hann gerðist starfmað-
ur Útvegsbanka íslands í Reykja-
vík á árinu 1941 og hefur verið
í þjónustu þeirrar stofnunar síð-
an. Hann vann í bönkum í Kaup-
mannahöfn og Stokkhólmi á árun-
um 1946—’47. Snemma árs 1950,
eða 1. febr. þ.á., var hann ráðinn
útibúSstjóri útibús Útvegsbankans
á ísafirði, og hefur hann gegnt því
starfi síðan. Frá árinu 1952 hefur
hann verið norskur vararæðismað-
ur á ísafirðl. Hann hefur átt sæti
í bæjarstjórn ísafjarðar frá 1955,
og verið bæjarráðsmaður þar frá
sama tíma. Frá 1955 til bæjar-
stjórnarkosninganna á þessu ári
var hann varaforseti bæjarstjórn-
ar, en forseti síðan.
Bjarni Guðbjörnsson er mikill
áhugamaður um almenn málefni,
qg eru þá atvinnumálin jafnan
efst í huga hans. Af þeim eru hon-
um þó áreiðanlega hugstæðust
málefni útvegsins og afurðamál
hans. Þessi málefni gjörþekkir
hann, sem og eðlilegt er, og hefur
lagt þeim ómetanlegt lið. Hann
hefur næman skilning á því, að í
sjávarútveginum, sem og í öðrum
atvinnumálum, sé fylgzt vel með
í hinni öru framvindu tækniþró-
unarinnar, og að hin fullkomnasta
tækni sé þá jafnan tekin f þjón-
ustu atvinnuveganna til aukinna
Sjötugur:
Kristján Jóhannesson
Kristján Jóhannesson, bóndi,
Klambraseli, Aðaldælahreppi,! H!
Suður-Þingeyjarsýslu, er sjötugurj
í dag.
Hann hefur átt heima í Klambra
s'eli allan sinn aldur. Verið bóndi
þar síðan hann var ungur maður.
Kristján hefur verið og er enn
bjartsýnn athafna- og framfara-]
maður. Bújörð sína, sem var nytja-
smá, hefur hann og synir hans gert
að stórbýli. i
Hann hefur tekið mikinn þátt j
í félagsmálastörfum sveitar og
héraðs, enda félagslyndur og mjög
vel hæfur til félagsstarfa.
Kona Kristjáns er Þuríður Þor-
bergSdóttir frá Litlu-Laugum í
Reykjadal. Þau eiga sjö börn á
lífi, öll hin mannvænlegustu: Jó-
hannes bónda í Klambraseli, Svein
björn járnsmið í Reykjavík, Þor-
berg bónda í Klambraseli, Sigur-
veigu húsfreyju í Skörðum, Reykja
hreppi, Sigríði húsfreyju á Akur-
eyri, Gísk bónda í Lækjarhvammi,
Aðaldal, Ásdísi húsfreyju á Húsa-
vík.
afkasta og betri nýtingar verðmæt-
anna.
Hér að ofan er þess getið, að
Bjarni hafi átt sæti í bæjarstjórn
ísafjarðarkaupstaðar í sjö ár, og
jafnlangan tíma í bæjarráði. Hann
hefur látið sér mjög annt um fram
faramálefni bæjarins og notið hylli
og trausts við þau störf, sem og
öll önnur störf sín.
Bjarni Guðbjörnsson var í fram-
boði á ísafirði fyrir Framsóknar-
flokkinn í vorkosningunum 1959,
og aftur í haustkosningunum í
Vestfjarðakjördæmi sama ár. Þá
var hann í þriðja sæti á lista
flokksins og er því 1. varaþing-
!maður Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu. Hann sat á Alþingi um
tíma á árinu 1960. Þar beitti hann
sér m.a. fyrir úrbótum á samgöng-
um á sjó við Vestfirði.
Bjarni er mikill áhugamaður um
íþróttamál og setur sig ekki úr
færi að vinna þeim málum gagn.
Hann tók líka fyrr á árum virkan
þátt í íþróttunum. Var árum sam-
an í knattspyrnufélaginu Val,
keppti með því í mörg ár og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir fé-
lagið.
Kona Bjarna er Gunnþórunn
Björnsdóttir, Kristjánssonar, fyrr-
verandi alþingismanns. Þau eiga
þrjú mannvænleg börn.
Það er jafnan ánægjulegt að
koma á hið vistlega heimili þeirra
hjónanna, enda er alúðlegri, gest-
risni þeirra við brugðið.
Úm leið og þess er óskað, að
Bjarni eigi lengi eftir að vinna
málefnum Vestfirðinga margvís-
legt gagn, er honum og fjölskyldu
hans árnað allra heilla f tilefni
fimmtugsafmælisins.
Jón Á. Jóhannsson.
Margir munu óska hinum merka
bónda, Kristjáni í Klambraseli, til
hamingju á sjötugsafmælinu.
HESTAVÍSUR
Sigtryggjír Jónsson, fyrrum
hreppstjóri Laxárdalshrepps í
Dalasýslu, átti á æskuárum sínum
bieikan reiðhest, mikinn gæðing.
Kristján Jónsson frá Skarði í
Haukadal orti um hann þessar
trær vísur.
Gndan Bleikur fáka fans,
fer sem reykur þjóti,
hófaleikur léttan dans.
ljós á kveikir grjóti.
Makkann hringar hraustur sá,
hleypur slyngur grundir,
gneistar springa grjóti á,
gatan syngur undir.
. síðan
Samt sem áður varð hann að lifa
þannig. Rússland, sagði hann,
hefði orðið sams konar sambúð í
mynd sumra NATO-landanna,
hann minntist sérstaklega á Tyrk
land, Grikkland og Spán. Einnig
er Kúba nokkurs konar geit fyr-
ir Bandaríkjamenn. Þið eruð
ekki hrifnir af ástandinu þar og
munið ekki verða, sagði hann, en
þið munið læra að búa við það.
Þýzkaland og Berlín
Krústjoff byrjaði á því að end-
urtaka hina vel þekktu skoðun,
að tímf væri kominn til að semja
frið við Austur-Þýzkaland. Hann
sagðist hafa það persónulega frá
de Gaulle, að franski forsetinn
væri ekki hrifinn af tilhugsun-
innf um sameinað Þýzkaland.
Hann sagðist einnig vera viss um,
að Bretar mundu ekki kæra sig
um, að Þýzkaland yrði sameinað.
Og Adenauer kanslari væri jafn
framt á móti því. í raun og veru
þá væru Bandarikin eina mikil-
væga ríkið, sem hlynnt væri
sameiningu Þýzkalands. Hann
sagði að bandaríska þjóðin
mundi ekki heldur vera fylgjandi
sameiningu ■ Þýzkalands ef hún
hugsaði sig betur um. Hann
sagði, að allir skyldu viðurkenna
hin tvö ríki Þýzkalands, og bæði
skyldu þau vera aðilar að Samein
uðu þjóðunum, en hvorugt þeirra
ætti að ráða yfir kjarnorkuvopn-
um.
Þegar Krústjoff byrjaði að lala
um Vestur-Berlín, tók ég fram í
til að segja, að þegar tekið væri
tillit til allra þeirra eigna, sem
Rússland ætti eða stjórnaði, virt
ist það vera hrein fjarstæða að
vera að velta vönginn jjfir Vest-
ur-Berlín, sérstaklega núna, þeg
ar Rússar væru búnir að hlaða
múr í kri.ngum hana. Við þetta
gerði hann nokkrar athugasemd-
ir. Sú fyrsta var sú, að það yrðu
að vera einhver takmörk á starf-
semi gegn sósíalisma eða áróðri
gegn honum, í Vestur-Berlín.
Önnur var sú, að hann væri þeg-
ar búinn að gera fleiri friðsam-
legar tillögur, eins og þá, að
Vestur-Berlín gæti haldið höfuð-
borgarrétti sínum, ef hún væri
gerð að frjálsri borg.
Eg greip þá aftur fram í, og
spurði hann, hvort hann meinti,
að öll Berlín yrði gérð að frjálsri
borg. Ifann svaraði þá, að það
væri óniögulegt, þar sem Austur-
Berlín væri höfuðborg þýzka,
demókratiska lýðveldisins og þar
að auki væri það sósíaliskt, en
ekki kapítalískt.
Hann kvað sér vera sama, þótt
herlið væri áfram í Vestur-Ber-
lín, svo framarlega sem það væti
ekki herlið undir stjórn Samein-
uðu þjóðanna, en Bandaríkin
væru aðalstoð þess. Slíkt herlið
væri auðvitað ástæðulaust að
hafa þar, en hann mundi samt
ekki hafa neitt á móti herliði,
sem væri undir stjórn S.Þ. og
myndað af hlutlausu ríki eins og
t.d. Indlandi eða Pakistan.
Bókmenntir
(Framhald af 9. síðu.)
bók. Höfundur gerir ekki kröfu
til aðdáunar fyrir gáfulegar spurn
ingar eða nýstárlegar athugasemd
ir.
Með hamingjuóskum til vænt-
anlegra lesenda úr hópi þeirra,
sem telja það bókum til kosta að
þær séu ekki leiðinlegar.
Stefán Jónsson,
fréttamaður
Víðivangur
Athugasemd H. Kr. er því
tímabær, þar sem þessi mál
eru mjög á dagskrá, og von-
andi fást fljótlega skýr svör við1
þessum spurningum.
^uglýsið í Tímamim
JÓN ÁRNASON, verzlunarmaður, Melum
f. 9. okt. 1902 — d. 12. ág. 1962.
Þó sólin ljómi í sölum bláum,
oft syrtir að og myrkvast skjótt,
og röðulbirtan ,sem vér sjáum,
þá svífur burt með kaldri nótt.
Þó mannlífsver í logni ljómi,
lýtur hann fyrir alvalds dómi.
Hann fer þó ei með feiknum
neinum
um foldarvegu kraftur sá,
þó sést hans mark á grænum
greinum,
i grósku vorsins — héluð strá,
hann lýtur ekki lögum neinum,
jafnt ljúfu blómi og köldum
steinum.
Við kveðjum þig,, með þökk í
hjarta,
já þökkum hverja unaðsstund —
við munum æ þitt brosið bjarta
og blíðu, sterku karlmannslund.
Þú barst með þreki þrautir allar
og þunga dóminn — er oss kallar.
Við munum þig er stóðst við stýri
svo sterkur. djarfur, gætinn þó.
Þá var þinn svipur, hreini, hýri
hraustmennis prýddur kaldri ró.
Þó brimsjór æddi um blásinn
skaga
blessaðist starf þitt alla daga.
TIMINN. fimmtudaffiw: 2». nóvember 1962
Þú ungur hlauzt þann arf að taka,
ættmenna þrek og djarfa lund,
og eins og þeir, þú vildir vaka,
á verðinum trúr á hverri stund
og því við hinztu hVílu þína,
he'iður og þökk vill fólkið sýna.
Og hér mun nafn þitt lifa lengi
svo lánsamt og trútt við Kópasker,
og ali vort hérað djarfa (Jrengi,
í drengskap og trú að líkjast þér.
í ást og starfi í ættarhaga,
ei mun þeim gleyma tímans saga.
í húsi þínu heilladísir
og hamingju bjuggu alla tíð,
þar lifði æ það ljós sem lýsir,
sá ljómi er varir ár og síð.
Þar eining ríkti og ástin bjarta,
eins og þær mega fegurst skarta.
Og kona og börn þín sakna sáran,
er svipt hafa verið þinni hönd.
Ég veit þau trúa, er brotnar báran,
er“ber þau á hina fögru strönd,
þú bíður þeirra í blómahögum,
brosandi eins og fyrr á dögum.
Blessuð sé minning þín.
Brynjólfur á Brúnum
og fjölskylda.
13
íA: lA . <*