Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 5
t
Þessa skemmtilegu mynd fengum viS nýlega senda frá Polltiken. Hún er frá leik Skovbakken og Fram í Evrópu-
bikarkeppninni í handknattleik, sem fram fór i Árósum. Hlnn hættulegi línuspilari Fram, Sigurður Einars-
son, kemst hér á milli tveggja varnarleikmanna og sendir knöttinn í markiö, gegnum klofið á danska markm.
Reykjavíkurmótið í körfuknaftleik:
(R VANN KFR
í fyrrakvöld hélt Reykja-
víkurmótið í körfuknattleik
áfram að Hálogalandi. í meist-
araflokki karla fór fram einn
leikur, milli KR og KFR — og
urðu úrslit hans nokkuð
óvænt. KR vann með 73 stig-
uir. gegn 57. Fyrri hálfleikur-
inn var nokkuð jafn, en í
seinni hálfleik hafði KR al-
giöra yfirburði og sýndi góð-
an leik.
Leikurinn var allan tímann
skemmtilegur og sá langbezti sem
KR hefur íeikið til þessa. Sigur
KR vekur að vonum athygli þ'eg-
ár þess er gætt, að nær allt KR-
JtteyígaviKurmouð i nanu-
knattleik heldur áfram að
Hálogalandi í kvöld og
verða allir leikirnir í yn^ri
flokkunum.
í 2. flokki kvenna a leika
Þróttur — KR og Víkingur
— Ármann. í 3. flokki karla
b leika ÍR — Ármann og
Fram — KR og í a-liði sama
aldursílókks leika Víkingur
og Þróttur. í 2. flokki karla
a leika Fram og ÍR og í 1.
flokki mætast Fram og Vík-
ingur
í 2. flokki karla b átti að
fara fram Leikur milli Fram
og Vals, en honum verður
frestað til næsta mánudags
liðið er skipað drengjum úr 2. ald-
ursflokki og er af þeim sökum
óiöglegt. f KFR-liðinu eru hins
vegar margreyndir landsliðsmenn
— en allt liðið átti heldur slakan
leik. Samt sem áður væri mikill
misskilningur að halda, að KFR-
hðið hafi ekki tekið á í þessum
leik, þar sem það var fyrírfram
öruggt meg bæði stigin, hvort sem
leikurinn myndi vinnast eða tap-
ast. — Það sem liggur ljóst eftir
leikinn er aðeins þetta — KR-lið-
ið var greinilega betra liðið.
í fyrrakvöld fóru einnig fram
tveir leikir í yngri flokkunum. í
2. flokki a vann Ármann ÍR 29—25
í jöfnum leik. í hálfleik hafði Ár-
mann yfir 15—10, en í seinni hálf-
leiknum sóttu ÍR-ingarnir sig
nokkuð. Þess má geta, að |í liði
ÍR eru tveir landsliðsmenn — en
í Ármannsliðinu eru margir efni-
legir leikmenn og er allt liðið mjög
jafnt. Ilinn leikurinn var í 4. fl.
milil ÍR og Ármanns og vann ÍR
með yfirburðum 22—6.
KR — KFR 73—57
Eins og áður segir var fyrri
bálfleikurinn jafn. KFR tók for-
ustuna í byrjun, en KR jafnaði
fijótlega — og komst yfir. Mest
hafði KR yfir í fyrri hálfleik 17—
13. KFR tókst þó að jafna þetta
bil og komst aftur yfir. í hálfleik
var staðan 26—25 fyrir KFR.
Strax í seinni hálfleiknum tóku
KR-ingar leikinn í sínar hendur
rg voru einráðir á vellinum. Þeir
Einar Bollason og Ki'istinn Stef-
ánsson skoruðu hverja körfuna á
fætur annarri fyrir KR — og um
miðjan seinni hálfleikinn var stað
ar. 61—34 íyrir KR KFR. með
Emar Matt’níasson sem beztan
mann. náði þó að minnka þetta
stóra bil til muna og um tíma
skildu 13 stig á milli, en þá var
staðan 66—53 fyrir KR. Enda-
sprettur KR-inga var góður — og
öruggur sigur þeirra var innsigl-
aður með iokatölunum 73—57.
KR-ingar voru vel að þessum
sigri komnir Það var léttur blær
vfir liðinu og skemmtilegt ag sjá
það leika. Að vinna KFR-liðið er
vel af sér vikið, þegar aldursmun-
ar er gætt á liðunum og hve miklu
leikreyndari liðsmenn KFR eru. í
liði KR voru beztir að þsesu sinni
þeir Einar Bollason og Kristinn
Slefánsson, en einnig sýndu mjög
góðan leik þeir Kolbeinn Pálsson,
.ión Otti og þeir bræður Guttorm-
ur og Þorsteinn Ólafssynir. Næsti
leikur KR verður gegn ÍR og verð
ur það örugglega skemmtilegur
leikur.
í KFR-liðinu var Einar Matt-
híasson langbeztur og sá sem flest
stigin skoraði. Dómarar í leiknum
voru Björn Arnórsson og Davíð
Helgason. — alf.
Skovbakken
áfram?
Osló 28. nóv. — NTB
Danska handknattleiksliðið
Skovbakken frá Árósum sigr-
aði í dag norsku meistarana
Fredensborg með 10:9 í fyrstu
umferð Evrópumeistarakeppn
innar i handknattleik. í hálf-
leik stóð 6:6. Danska liðið —
sem Fram lék gegn í undan-
keppni bikarkeppninnar —
hefur því mjög miklar líkur
fil að komast áfram í keppn-
inni, þar sem það á eftir að
leika á heimavelli.
Tvöföld umferð’ leiðir ekki af sér, ag hægt sé að leika á
tveimur stöðum, t.d. að Hálogalandi og í íþróttahúsinu á Kefla-
víkurflugvelli — báðir leikirnir myndu verða leiknir að Háloga
landi. Þetta skapar vitaskuld nýtt vandamál, þ.e. nægilegt hús-
rými er ekki fyrir hendi með breyttu fyrirkomulagi. Þennan
vanda liyggst Handknattleiksráðið leysa á þann hátt, að' færa
flesta leiki í yngri flokkunum yfir í æfingatíma félaganna. Þá
færu aðeins fram leikir að Hálogalandi í 1. og 2. deild þ.e.
meistaraflokki karla og kvenna, nokkrir Ieikir í a-Iiðum, auk
úrslitaleikja í yngri flokkunum.
Hafi þetta nýja fyrirkomulag verið samþykkt, kemst það’
til framkvæmda á næsta íslandsmóti. Myndi mótið þá hefjast
strax í desember og færu þá fram tveir meistaraflokksleikir
á kvöldi. Ekki er að' efa, að tvöföld umferð muni reynast vinsæl,
enda löngu tímabær — og gefur sjálfu íslandsmótinu ólíkt
meira gildi.
Blaðið fékk þær upplýsingar í gær, að þa® eina sem gæti
komið í veg fyrir að tvöföld umferjf yrði tekin upp, væri það'
að íþróttaliús Vals og KR neituðu ráðinu uin afnot af húsun-
um tvö til þrjú kvöld, þar sem þau eru svo yfirsetin. — alf.
Sigur KR gegn KFR var stór, en ágæt frammistaöa llðsins á móti Ármanni
í fyrsta leiknum, vak'ti athygli, — Myndin a3 ofan er frá þeim lelk og
sjást Einar Bollason til vinstri og Þorsteinn Ólafsson til hægrl, sækja
1 að körfu Ármennlnga. (Ljósm.: Tíminn, RE)
T í MIN N, fimmtudaginn 29. nóvember 1962
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
Ieiksmenn mikinn hug á því, aö tvöföld umferð
á fslandsmótinu, og var í því sambandi skipuð sérstök nefnd
á sínum tíma til að athuga þann möguleika.
Nú virðist þetta mál vera komið á talsverðan rekspöl —
og jafnvel það langt, að tvöfalda umferðin verði tekin upp
á næsta íslandsmóti. Handknattleiksráð Reykjavíkur hefur setið
á fundum undanfarna daga, til að ræða þetta mál og kanna —
og voru allar líkur taldar til þess, að þetta nýja fyrirkomulag
yrði samþykkt á fundi, sem haldinn var í gærdag.