Tíminn - 09.12.1962, Qupperneq 4
Þáttur kirkjunnar
Konugurinn kemur
„Sjá hann stendur við
dymar og knýr á“.
Listamaður að nafni Holman
Hunt hefur málað fræga mynd,
altaristöflu eftir orðum sjáand
ans í Opinberunarbókinni:
„Sjá hann stendur við dyrn-
ar og knýr á“. Það eru til
tvær frummyndir af þessu
listaverki, önnur í Oxford, en
hin f Pálskirkjunni í London.
Kristur sést á myndinni í
konunglegum skrúða úti fyrir
dyrum, sem hafa sjáanlega
ekkl verið opnaðar lengi, því
að við þröskuldinn er allt vax-
ið Qlgresi og þakið í drasli. Á
hurðinni að utanverðu er held-
ur enginn lás. Hún opnast því
aðeins Innan frá.
Á höfði ber konungurinn
geislandi kórónu. En sé betur
athugað, kemur í Ijós, að þetta
er þyrnikórónan, sem hefur
verig sett fram á myndinni
sem skínandi gimsteinn, sem
geislar frá sér í allar áttir.
Þyrrtámir mynda geislastafi
umhverfls gullbauga kðrónunn-
ar.
Stóru, höfgu rúbínsteinarnir,
sem eru aðalsferautið, breytast
í stóra blóðdropa, þegar betur
er skoðað. Þymamir hafa stung
izt ítta ThoMið. Hann var pínd
ur og sál hans harmi lostin allt
til dauða, svo að mannlegu
hjarta mætti veitast fró og
friður. Það er hinn óttalegi
leyndardómur sjálfsfórnarinn-
ar. En einungis þannig opnast
himins hlið.
Það er næturstemmning yf-
ir myndinni allri. En í hendi
sér ber Kristur Ijósker og
bjarmi frá því fellur á dyrn-
ar, svo að þær vekja fyrst og
mest athygli þess, sem mynd-
ina skoðar.
Nafn myndarinnar er: LJÓS
HEIMSINS.
Hver stendur í skugganum
við luktar dyr hins særða og
harmþrungna hjarta. Þótt eng-
inn hafi opnað þær lengi og
Iamirnar séu ryðgaðar og lyk-
illinn finnist hvergi og lokan
sjáist ekki, þá er samt einn,
sem bíður við dyrnar og knýr
á. Það er andi kærleikans,
andi Krists, sem vill gjöra
gleði þína sanna og hreina,
harma þína heilaga og fagra.
Hann vill nema brott synd
þína, sekt þína og galla, gefa
þér frið.
„Sjá, konungur þinn kemur
til þín“, er boðskapur aðvent-
unnar. Þú þekkir hann kannske
ekki. Það gæti verið einhver
vinur þinn eða ástvinur. Hann
gæti líka komið sem faliegt
lag, ljóð, tónn eða mynd.
Kannske sem hughrif í bæn
eða á helgistund.
Opnaðu.
„Veiztu, hann er alla, alla
ævi þína að leita að þér,
láttu hann ekki lengur kalla
líður á daginn, skuggar faila
fyrr en varir aldimmt er“.
Hlustaðu á boðskap konungs
ins. Tak þér í munn orð hans
sem sagði:
Ég opna hlið míns hjarta þér,
ó, herra Jesú, bú hjá mér,
að fái 'hjálparhönd þín sterk
þar heilagt unnið náðarverk.
„Sjá hann stendur vig dyrn-
ar og knýr á“.
Árelíus Níeisson.
Húsfreyjan
á Fossá
Jólagjafakort á
Dýrin í Hálsaskðgi
NÚ ERU til sölu í Þjóðleikhús-
inu mjög smekkleg og skemmti-
leg jólagjafakort á barnaleikrit-
inu Dýrin í Hálsaskógi.
Handhafi kortsins getur svo val-
ið um á hvaða sýningu á „Dýrun-
um“ hann kýs að fara. Þar, sem
barnaleikurinn Dýrin í Hálsaskógi
verður sýndur um jólin og nýár-
ið, þá er þetta tilvalin jólagjöf fyr
ir börn.
Síðasta sýning á bamaleiknum
fyrir jól verður n. k. sunnudag,
en sýningar hefjast svo aftur milli
jóla og nýárs.
Teikningin á jólakortinu er
gerð af Halldóri Péturssyni og er
af Bessa Bjarnasyni og Árna
Tryggvasyni í hlutverkum sínum.
[SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
Ms. Herðubreið
I fer austur um land í hringferð
12. þ.m. Vörumóttaka á mánu-
dag til Djúpavogs, Breiðdalsvík
ur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, j
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar, Þórshafnar og
j Kópaskers. — Þetta er síðasta
ferð austur fyrir jól.
HVÍTU DRENGJA-
SKYRTURNAR
komnar
Allar stærðir frá nr. 2—16
Rauðu matrósafötin
komin —
frá tveggja til fimm ára
Drengjajakkaföt
frá 6—14 ára. Margir litir.
Gamalt og nýtt verð
ÆÐARDÚNSSÆNG
er nytsöm og vegleg
jólagjöf
Póstsendum
Sími 13570.
Vesfurgötu 12
KAFFIBREGZT
NÝLEGA er komin út ný skáld-
saga eftir Árna Ólafsson frá
Blönduósi og er þag fjórða bókin,
sem kemur út eftir hann. Áður
hafa birzt: Æskuminningar smala
drengs, Glófaxi og Fóstursonurinn.
Bækur þessar hafa allar orðið
mjög vinsælar, eins og sjá má á
því, að Æskuminningar og Gló-
faxi hafa komið út f tveim útgáf-
um. Æskuminningar eru algjör-
lega uppseldar og hinar eru senn
á þrotum. Og ekki þarf að efa það,
að þessari nýju skáldsögu Árna
verður fagnað af hinum mörgu
lesendum fyrri bóka hans.
Húsfreyjan á Fossá er eins og
nafnið bendir til sveitalífssaga
og gerist á hernámsárunum um
og eftir 1940. Setuliðsmenn koma
nokkuð við sögu. Annars gerist
sagan á sömu slóðum og fyrri bæk
ur höfundar. M. a. kemur Kári í
Vindheimum við sögu, en hann
var aðalsðguhetjan í Fóstursonur-
inn.
Sigríður á Fossá, dóttir Jóns
bónda þar, er glæsilegasta heima-
sætan í Laxárdalnum. Ungu pilt-
arnir í dalnum gefa henni hýrt
auga, en hún sinnir þeim ekki og
bíður eftir draumaprinsinum sín-
um, sem birtist líka einn sólfagr-
an sumarmorgun, kominn úr fjar-
•'lægri sveit. Kjartan er karlmann-
legur og fríður sýnum, en hann
er draumóramaður og skapgerð
hans langt frá því að vera eins
heilsteypt og Sigríðar, sem er bú-
in sérstöku atgervi jafnt andlega
sem líkamlega. Sagan greinir frá
lífsbaráttu þeirra Sigríðar og
Kjartans, sigrum þeirra og ósigr-
um. Og þag má fyrst og fremst
þakka það mannkostum húsfreyj-
unnar, að allt endar farsællega að
lokum.
Sigríður er fulltrúi hinnar heil-
brigðu lífsskoðunar, sem er höf-
undi eiginleg. Ást höfundar á ís-
lenzku sveitunum leynir sér ekki.
Hann er sannur vinur manna sem
málleysingja. Megi sem flestir lesa
þessa bók. Hún hefur boðskap að
flytja og gerir hvern og einn að
betri manni.
G. El.
Vetrarhjálpin hefur
jólastarfsemi sína
Vetrarhjálpin berst árlega i Síðasta ár söfnuðust alls 199.103,-
fjöldi hjálparbeiðna, einkum frá 35 kr. og þar af söfnuðu skátar
öldruðu fólki og barnafjölskyld- 126.088,35 kr Nú sem fyrr munu
um. í fyrra bárust rúmlega 750 skátar ganga um bæinn og safna j
hjálparbeiðnir og var þeim sinnt gjöfum, en þeir hafa ætíg unnið
meg matvæiagjöfum, mjólk, kol- frrnfúst starf í þágu Vetrarhjálp-
um og fatnaði. í ár verður byrjað irinnar.
að taka við gjöfum 7. des. að Thor- Vetrarhjálpin vill um leið og
valdsenstræti 6, frá kl. 10—5, — tuin hefur jólastarfsemi sína þakka
sími 10785 — Við fatagjöfum er oorgarbúum velvild og skilning
tekið á móti í samvinnu við Mæðra undanfarinna ára og væntir góðs
styrktarnefnd að Ingólfsstræti 28 samstarfs við þá í ár sem endra-
frá kl. 2—6. i nær.
LÆKNINGASTOFA
mín er frá 1. des. a3 Lækjargötu 2 (yztu dyr til
vinstri).
Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 10—11, fimmtudaga kl. 18—19, laug-
ardaga kl. 9—10.
Tekið á móti vitjanabeiðnum í síma 20442 alla virka
daga til kl. 13 nema laugardaga til kl. 10. —
Heimasími 19369. — Símar eru ekki skráðir í
símaskrá.
Tek einnig á móti sjúklingum eftir fyrirfram
beiðni.
EINAR HELGASON
Sérgrein: Lyflæknisfráeði.
Efnaskipta- og hormónasjúkdómar
Vinsamlegast geymið auglýsinguna.
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu
PÁLÍNU BJÖRGÚLFSDÓTTUR
Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði,
verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11. des. kl. 1,30 e.h.
Ester Kláusdóttir
Árni Gíslason og börn
4