Tíminn - 09.12.1962, Page 8
s PÆt (/> K LJODAGERD Á 20. ÖLDINNI
Ógæfan mikla 1898
Árig 1898 náði frelsisbaráttan
á Kúbu gegn nýlendustjórn Spán-
verja hámarki sínu. Snemma það
ár sendu Bandaríkjamenn orrustu-
skipiff „Maine“ til Havana til að
vernda eigmr og líf bandarískra
þegna þar. Sprenging varð í skip-
inu og 266 menn fórust með því.
Ekki var vitað með vissu um or-
sök slyssins, enda skiptir þag litlu
máli. Kröfur McKinleys, forseta
Bandaríkjanna, jafngiltu því að
Spánverjar sendu flota sinn, und-
ir stjórn Cervera aðmíráls, til að'
berjast fyrir ströndum Kúbu.
Bandaríkjamenn króuðu hann inni
í Santiago-höfn og þegar hann
reyndi að komast út missti hann
öll skip sín. Dewey flotaforingi
eyddi öðnim spönskum flota við
Filippseyjar, og Manila var her-
tekin hinn 12. ágúst sama ár.
Spánverjar urðu að hverfa frá
Kúbu og afhenda eyna ásamt
Puerto Rico sem skaffabætur. Jafn
vel þó að Manila hafi ekki fallið
fyrr en eftir að samið hafði ver-
ið um frið, voru óskir Spánverja
að engu hafðar og urðu þeir einn-
ig að yfirgefa Filippseyjar. Fengu
þeir aðeins 20 millj. dala í skaða-
bætur. Zulu- og Karólínueyjarnar
höfðu þegar verig seldar Þjóðverj-
um þetta sama ár. Hið mikla sjó-
veldi Spánverja var því liðið und-
ir lok.
Frá stjórnmálalegu sjónarmiði
var þetta aðeins lokaáfallið, það
hafði vofað yfir um skeið og hlaut
að koma að því fyrr eða síðar. Á
tlmabilinu 1868—’73 höfðu lýð-
ræðisöflin beðið ósigur og hið
pólitíska frelsi var afnumið, og
voru það glöp undanfarinnar kyn-
slóðar; hrun spánska heimsveldis-
ins leiddi beinlínis af þessum or-
sökum.
Þessi „ógæfa“ var aftur á móti
þag afl, sem hratt af stað einu
djarfasta og áhrifamesta skeiði í
sögu spánskrar menningar, myll-
an þar sem riddarinn braut lenzu
og við höggið vaknaði hann um
leið upp af dagdraumum sínum.
Ósigurinn mikli var sá skurðhnif-
ur sem hleypti greftri úr gamalli
meinsemd. Hann opnaði augu
beztu manna fyrir raunveruleik-
anum, hvatti þá alla til þess að
endurheimta Spán, reisa landið
úr rústum draumanna og byggja
Spán nútímans.
Og þessir menn gáfu sig óskipt-
ir að verkinu. Þeir komu úr öll-
um áttum, úr öllum landshornum,
úr öllum stéttum, þeir voru æði
sundurleitur hópur innbyrðis, en
þó áttu þeir allir í sameiningu
þessa einu hugsjón: algera stefnu-
breytingu. En þeir voru ekki sam-
mála um neitt annað. Engin ein-
ing, engin stefna, þetta voru allir
stórbrotnir menn. máttugir hver
í sínu lagi, frjálsir einstaklingar,
konungbornir menn andans.
Þessi einstaklingshyggja er, og
hefur alltaf verið, höfuðmein
spánskrar menningar. Það er
kannski erfitt fyrir útlendinga að
glöggva sig á þessum regingalla
Spánverja og afleið'ingum hans.
Margt mætti tína til, ef rúmið
leyfði, en hér er ég neyddur til
ag stikla á stóru. Fyrst og fremst
verður að varast alla hleypidóma
og jafnframt að forð'ast of einfald-
ar og víðtækar yfirlýsingar: al-
hæfingar. Aðeins þannig er hægt
ag komast að kjarna málsins. Mig
langar aðeins að nefna eitt at-
riði hér sem dæmi:
„Ein höfuðsynd Evrópulandanna
er að halda að Spánn sé kúgað
land, að frjálsir hugsuðir fái þar
ekki að dafna í friði. Samt vitum
vig allir að það er tvennt ólíkt
að hafa frelsi og vera frjáls. Að
vísu getur maður ekki verið frjáls
án þess að hafa frelsi, að vissu
marki a. m. k., en maður hefur
ávallt eins mikið frelsi og hann
getur sjálfur skapað sér, því að
frelsi er sköpun hvers einstak-
lings, ekki síður en náðargjöf
milds stjórnarfars eða þjóðfrels-
isafla. Og á Spáni voru þannig
til fáeinir menn frjálsir í anda,
og ég þori jafnvel að segja, nokkr-
ar frjálsustu sálir í allri Evrópu".
Eitthvað á þessa leið farast
Spánverjanum Julián Marías orð,
en hann er aðallærissveinn Ortea
y Gasset og mesti núlifandi
spánski heimspekingurinn, hann
hefur kennt vig ýmsa bandaríska
liáskóla (Wellesley, Harvard og
Yale). Jafnrangt væri því að álíta
að þessir msnn hafi ekki verið ó-
háðir í sínum mikla starfi og að
kenna einstaklingshyggju þeirra
um öll síðari mistök og árangurs-
leysi á sviðj þjóðfélagslegra fram
kvæmda. Sú hyggja var þó ekki
alveg neikvæð: frelsi og andstæð-
ur méðal einstaklinganna eru und
jrstaða andlegra framfara og hvort
tveggja var til i ríkum mæli hjá
þessum mönnum
Og þá skorti allra sízt sjálfs-
þekkingu. ,.Menn ósigursins" (la
generación del 98) beindu kast-
Ijósunum inn í djúp þjóðarsálar-
innar, að öllum hennar kostum og
löstum. Áhrif þessara manna lifa
? Spáni enn þann dag í dag, þótt
siðan hafi mikið vatn runnið til
sjávar. „Kynslóð ósigursins" var
þannig engin ákveðin stefna i list-
um né bókmenntum, heldur alls
herjarviðhorf á öllum sviðum
cpánsks lífs. Helztu nöfnin, mörg
þeirra kunn erlendis, voru: Miguei
de UNAMUNO. Pío BARO.TA
Ramón-Maria del VALLE INC
LÁN, AZORÍN MACHADO-bræð
urnir (Manuel ug Antonio). José
ORTEGA Y GASSET, Jaeinto
BENAVENTE (Nóbelsverðlauna-
hafi 1922), Angel GANIVET, Eug-
onio d’ORS, Ramiro de MaeZTU,
og fleiri.
Tveir menn skera sig úr i þess-
um hópi, sem fulltrúar andstæðra
sjónarmiða: Unamuno og Ortega,
eða eins og Madariaga kallaði þá,
Dostojrrfski og Tufrgeneí Spán-
verja. Ortega vildi gera Spán
evrópskan (europeizar a Espana)
og áleit að til þess þyrfti skipu-
lag, vísindi, tækni og félagsanda;
í einu orði að Spáni færi fram.
Unamuno — sem var sterkasti per
sónuleiki þessarar aldar á Spáni
—, var svo spánskur í eðli sínu
að hann hélt því fram ag það, sem
ætti að gera, væri að gera Evrópu
spánska (espanolizar a Evropa),
en til þess burfti, að hans dómi,
skapfestu, reynslu og sjálfstján-
ingu, frelsi einstaklingsins og skap
andi ímyndunarafl, í stuttu máli,
að miða ætti hátt frekar en fram.
Þessir menn voru leið'togar, en
vissu samt ekki hvernig né hvert
ætti ag leiða, andstæðurnar voru
allt of sterkar, eins og ávallt í
sögu Spánar þegar mest reynir
á; báðir höfðu rétt fyrir sér á
sinn hátt, baðir skírskotuðu jafn-
mikið til vitundar landa sinna.
Og þó . . . Unamuno bar sennilega
sigur af hólmi, því að þégar slík-
ar andstæður takast á — trú og
skynsemi, sköpun og gagnrýni,
frumleiki og skólun, leitin að
himneskri sælu annars vegar og
starf í þá itt að skapa hina jarð-
nesku paradis hins vegar hefur
saga Spánverja sýnt glöggt hver
úrslitin hljóta að verða.
Spánskur andi á þessari öld er
enn mótað'ur af þessum átökum.
Alltaf var stefnt að því að sam-
eina þessa krafta, harmleikur
spánskrar menningar stafar af
því ag þeir hafa ekki getað sam-
einazt og starfað saman. Mér flýg-
Juan Ramon Jemenez
ui í hug nautaatið, þó að ég hefð'i
ásett mér að fara ekki út í þá
■sálma, en maðurinn og nautið . . .
ei þag ekki einmitt sama sagan?
Ef svo er hafa þeir Picasso og
Hemingway skynjað það rétt sem
Beaumarchais, Bourgoing, Victor
Hugo, Merimée, Gautier, Washing
ton Irving og margir aðrir, sem
hafa skrifað um Spán, skildu aldrei
tii hlítar.
Þetta er sviðið, úr þessum þráð-
um var ofinn hinn margslungni
vefur ljóðagerðarinnar á 20. öld,
en ekkert tímabil síðan á gullöld
okkar hefur verið auðugra, þegar
á gæði, kraft og fjölda skáldanna
er litið, og það er engin ofrausn
að tala um gullöldina nýju.
Modernisminn
(E1 modernismo)
(1895-1925),
Samtímis þessum tveimur megin-
straumum, sem reyna ag ná sam-
an í einn spánskan faiveg, eru
tveir aðrir straumar: annar, sem
er undirstraumur. á upptök sín í
þjóðsögum, kvæðum og dönsum
(en við munum víkja að honum í
sambandi við Lorca), og loks hin
erlendu áhrif, sem leika um yfir-
borðið.
Spánn opnaði sína andlegu dyr
upp á gátt, hreinsaði sig af leifum
hinnar úrkynjuðu rómantíkur og
hleypti nýju lofti inn. Og eins og
vindurinn ’olés frá ítalíu eftir
1500 þegar Boscán og Garicilaso
ortu fyrstu kvæði gullaldarinnar
fyrri, eins streymdu nú áhrifin að
utan, að þessu sinni frá Frakk-
landi, og fyrir milligöngu Rubén
Darí'o, skáldsins frá Nicaragua,
sem fékk nafnbótina faðir modern
'smans og var fyrsta stórskáld nú-
Lmans á spánskri tungu
Modernisminn var engin sérstök
stefna í ljóðagerð heldur var hann
eins konar andrúmsloft, lífsskoð-
un eða viðhorf, og því féll hann
vel í þennan jarðveg sem fyrir
hendi var á Spáni, í jarðveg „ósig-
ursins“. Hann færði ljóðagerðinni
nýja hrynjandi, ný form, nýjan
anda, nýja bragarhætti; og var hið
nýja blóð í æðunum, hig nýja vín.
En hann var ekki frumlegur, og
hann byggði ekkert nýtt; að'alkost-
ir hans voru ag vega á móti böl-
sýni, sem fylgdi ósigrinum, að
lvfta huganum os glæða hugsun-
ina. um leið og hann hreinsaði til,
ng hann veitti einnig einstakling-
’m ný og betri skilyrð'i til að njóta
■ n Reyndar voru aðeins ti.l mod-
n'-nistar, enginn modernismi, eng-
ar reglur. engin samræmd stefna,
heldur bylting á öllum sviðum. í
listum og iljórnmálum, trúmálum
cg vísindum.
Hinn nýi andi birtist í spönsku
ljóðagerðinni í búningi symbólis-
mans og Parnasstefnunnar frönsku.
9g hann fæddist ekki með Ruben
Darío. í Ameríku (:Hispanoamér-
ica) voru aðrir modernistar á und
an honum, og mesta rómantíska
skáld Ameriku, José Asunción
Silva, hefur verið kallaður af sum
um fyrstj modernistinn. Og meðal
Spánverja er Salvador Rueda fyr-
irrennari Rubén.
Sigurför modernismans hefst á
Spáni með útgáfu Ijóðabókarinnar
. Prosas Profanas" (Leikmanns-
þankar) eftir Rubén, 1896. En
modernisminr; varð skammlífur.
Hanu var aðeins ný rómantík, eða
haustrómantík. En er sólarlagið
ekki oft fegurra en morgunroð'inn?
Bírta hans og kraftur, ofsinn og
öfgarnar, uiðu honum að aldur-
tila. Menn urðu þreyttir á ham-
förunum og öfgunum, og tvær aðr
ar skáldskaparhreyfingar taka við
af honum. Þó eru þær ekki and-
spyrnuhreyfingar. heldur er frem-
ur reynt að virkja hann, halda í
honum ufi am sinn. Þessar hreyf-
ingar eru i’ostmodernismo (1905
— 1914) og Ultramodernismo
a914—1920)
Þrjú stórskáld hófu feril sinn
s m postm jdernistar: Unamuno,
Antonio Maeha ’t og Juan Ramón
Iiménez, en þeir fóru síðan sínar
eigin leið'ir. Um þá verður sér-
taklega fjaliað ' eftir. Meðal ann
FYRRI GREIN
arra sem reyndu ag fresta enda-
lokum modernismans má nsfna
Pérez de Ayala Díez-Canedo og
Marquina.
Rubén Darío (1867—1916)
fæddist í Metapa (Nicaragua).
Fyrstu ljóð hans birtust 1880 í
timaritinu ,EI Ensayo“ (Tilraun-
in) og ,,E1 Termómetro“ (Hitamæl
irinn). Hann starfaði við bókasafn
íg í Managua, var síðan forsetarit-
ari í E1 Equador, fluttist seinna
til Chile og skrifaði þar fyrir blöð-
in ,,E1 Mercurio" (Merkúr) og
„La Época“ (Tíminn), og vann við
tollgæzlu um skeið. Árið 1881
komu út Epístolas y Poemas“
(Bréf og kvæði) 1887 „Abrojos"
(Þyrnar), 1888 „Rimas (Ljóðmæli)
og „Azul“ (Blámi). Þrjár fyrstu
þessara bóka voru ómerkilegar, en
með ,.Azul“ losaðí hann sig undan
áhrifum spánskra rithöfunda og
ick að halla sér ag Parnassstefn-
unni frönsku sem var með öllu
óþekkt á Spáni. Árið 1889 starf-
aði hann sem blaðamaður við „La
Nación“ (Þjóðin) ? Buenos Aires
8
#