Tíminn - 18.12.1962, Side 1

Tíminn - 18.12.1962, Side 1
235. tbl. — Þriðjudagur 18. desember 1962 — 46. árg. Oitó a Mlchelaen klapparslí<) 25-7 Simi 20560 32 SÍÐUR eldavélai* GUHH/IR/ISGEIRSSaUHr í blaði 2 er m.a. þetta: Bls. 1 Grein um Péturs- ey og byggðasafnið að Skógum. Bls. 4—5 íþróttafréttir. Bls. 8—9 Læknishjálp við Berufjörð. OLIUFELAGID GREDIR NÆR 6 MILLJ. I LANDSðTSVAR •................. llMlti SLÖKKVILIÐSMENN í svælu og reyk á þilfarl Hrefnu beina vatnsslöngu niður í iúkarinn. Þetta er eina mynd- in, sem tekin var af brunanum. Ljósmyndari Tímans var vakinn meS hringingu klukkan eítt um nóttina Báturlnn er vist alelda, sagði sá sem hringdi án þess að kynna sig. Ljósmyndarinn var kominn á s'taðinn eftir fáar mínútur. --- (Ljósm.: TÍMINN-GE). MB-Reykjavík, 17. des. Nýlega hefur verið lokið við að jafna niður hinum svo- nefndu landsútsvörum á þá þrjá gjaldendur, sem þau eiga að greiða, þ.e.a.s. olíufélögin þrjú. Alls nema landsútsvörin f ár tæpum 12 milljónum króna, þar af greiðir Olíufé- lagið h.f. nær helminginn. Annars skiptist landsútsvarið þannig milli félaganna: Olíufélagið h.f. greiðir 5.680.418 krónur, Olíufélagið Skeljungur h.f. greiðir 2.779.353 krónur og Olíuverzlun íslands h.f. greiðir 3.327.706 krónur. Alls nemur upp- hæðin 11.787.477 krónum. Landsútsvarinu er síðan skipt milli sveitarfélaga. Skattstofan í Reykjavík hefur þegar skipt ein- um fjórða upphæðarinnar milli 199 sveitarfélaga. Er við þá skiptingu miðað við það, hver velta félag- anna var á hverjum stað. Þrír fjórðu hlutar fara aftur á móti í svokallaðan jöfnunarsjóð; úr hon- um úthlutar svo Félagsmálaráðu- neytið til sveitarfélaga eftir höfða- tölu þeirra. Af þeim fjórðungi, sem þegar hefur verið úthlutað, fékk Reykja vík að sjálfsögðu mest, eða 1.103.156 krónur. í hlut Njarðvík- ur koma 458.439 krónur og þriðja í röðinni er svo Akureyri með 134.406 krónur. Það sveitarfélagið, sem minnst fær í sinn hlut af þess um fjórðungi fær ekki háa upp- hæð í sinn hlut: aðeins 18 krónur! EKKERT GRANDAR HREFND RE. 186 BÓ-Reykjavík, 17. des. í nótt kviknaði í Hrefnu RE 186 sem lá við Granda- garð, framundan húsi Slysa- varnafélagsins, og brann lúk- arinn innan og þilið framan við lestina. Skemmdir voru ekki fullkann- aðar í dag, en líkur benda til, að Hrefna komist á veiðar eftir þetta síðasta óhapp. Hrefna tapaði stýr- inu og skrúfan laskaðist suðaust- ur af Grindavík 15. fyrra mánaðar og var dregin inn. í næsta róðri bilaði pakkningin á skrúfuöxlin- um og báturinn var dreginn inn með flóðleka. Má segja, að hvorki eldur né vatn fái grandað þessari fleytu, sem er 42 rúmlestir, byggð 1917 og stækkuð 1939. Slökkviliðið var kvatt út kl. 0,35. Þá lagði mikinn reyk upp úr lúk- arnum. Slökkviliðið notaði vatn af háþrýstibíl og einnig af bæjar- kerfinu og gekk slökkvistarfið til- tölulega fljótt, þar sem jafnan er erfitt um vik að slökkva eld í bátum. Eigandi Hrefnu, Jón Sigurðs- son, Túngötu 43, sagði slökkvilið- inu, að hann hefði farið um borð eftir hádegið í gær og kveikt upp í eldavélinni. Kvaðst hann hafa ætlað að hlýja lúkarinn því að viðgerð átti að fara þar fram dag- inn eftir. Fjórum klukkustundum Framhald á 15. síðu. DÓMUR HÆSTARÉTTAR GEKK DANÍEL í VIL Dæmdar hæstu miska- bætur í ségu réttarins MB-Reykjavík, 17. des. í DAG gekk dómur í Hæsta- rétti í máll því, sem Daníel Ágústínusson höfðaði á bæjar- sjóð Akraness vegna hins til- efnislausa brottreksturs hans úr bæjarstjórastöðu á Akranesi í ágústmánuði 1960. Var bæjar- sjóður dæmdur til að greiSa Daníel 35 þúsund krónur í miskabætur, vegna rangra sak- argifta, er bornar voru á hann við brottvikninguna, 114 þús- und krónur í laun og 25 þúsiund krónur í málskostnað auk vaxta frá 13. marz 1961, sem var stefnudagur. Munu miskabæt- urnar vera hinar hæstu, sem Hæstiréttur hefur dæmt. Forsaga þessa máls mun enn flestum í fersku minni. Skal hún þó rifjuð hér upp að nokkru. Á miðju sumri 1960 tókst samvinna um það milli íhaldsmanna og krata á Akra- nesi, að hinir síðamefndu slitu samvinnu þeirri um stjóm bæj- arins, sem tekizt hafði milli allra flokka, nema íhaldsins, ag loknum bæjarstjóraarkosning- um 1958. Liður þessa samkomu Framhald á 3. 6lðu. DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON — honum hafa verið dæmdar hæstu mlskabætur i sögu Hæsta- réttar. Hann segir á öðrum stað í blaðinu aS hann vænti þess aS démurinn geti orðið öSrum sveiiúitjórnum til viðvörunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.