Tíminn - 20.12.1962, Síða 3

Tíminn - 20.12.1962, Síða 3
HLUPU AFTUR INN I ELDINN NTB—Stokkhólmi, 19. des. Níu konur létu lífið, er kvikn- oði í geðveikraspítala fyrir konur rétt utan við Östersund um miðnætti á þriðjudag. Eftir hádegi í dag höfðu að- eins fundizt lík fjögurra kvenna, en talið er útilokað, að hinar fimm séu enn á lífi. Eldurinn kom upp í einni af þremur timhurbyggingum geð- veikraheimilisins Locknegárden, sem er um það bil 3 km. utan við Östersund. Brann byggingin til kaldra kola, en vegna mikils dugn aðar umsjónarkonu heimilisins tókst að bjarga flestum þeirra 30 kvenna, sem í byggingunni voru. Eldurinn mun hafa komið upp rétt fyrir miðnætti, og örskammri stundu síðar stóð hið tveggja hæða timburhús í ljósum logum. Sjúkl- ingarnir voru allir á annarri hæð- inni, en á fyrstu hæð var matsal- ur, eldhús og íbúð umsjónarkon- unnar. Einn sjúklinganna tók eftir því, að gnei^jaði út úr loftræstingar- kerfi hðisins á annarri hæð, og hljóp þegar niður og skýrði um- sjónarkonunni frá þessu. Mikil MONA LISA KOM BROS- ANBI TIL NCW YORK NTB—NEW YORK, 19. des. í morgun kom til New York-borgar konan, sem brosir heimsins dýrasta og mest umrædda brosi ver aldarsögunnar, en til Banda ríkjanna er hún komin til þess að gefa þúsundum Bandaríkjamanna tækifæri til þess að virða hana fyrir sér og dást að henni. Konan er engin önnur en Mona Lisa, Leonardos da Vinc- is. Hún kom frá Le Havre í Frakklandi með farþegaskipinu France, og hafði í ferðinni til umráða tveggja herbergja íbúð í skipinu. Auk þess voru með henni fylgdarmenn, sem gættu þess, að enginn fengi að sjá þetta bros, sem öldum saman svo margir hafa árangurslaust reynt að skýra. Málverkið verður fyrst til sýnis í Natíonal Gallery í Was- hington, og þar opnar sjálfur Kennedy forseti sýninguna. Til þess að komast hjá því að loft lagsbreytingar gætu eyðilagt myndina, á meðan á ferðinni yfir Atlantshafið stóð, var búið um hana í sérstöku hylki, sem ekki verður opnað, fyrr en myndin verður hengd upp í safninu í Washington. Sex opinberir starfsmenn, franskir, og fjórir varðmenn, fylgja Monu Lisu, og skal fara með þá sem háttsetta erlenda gesti, og eru þeir m.a. undan þegnir tollskoðun. BLOÐUG ATOK I FANG- ELSI I BUENOSAIRES NTB-Buenos Aires, 19. des. Samtals 29 manns féll í einhverri heiftarlegustu upp- reisn, sem gerð hefur verið í Villa de Voto-fangelsinu rétt utan við Buenos Aires í dag. Meðal þeirra sem féllu var for ingi fanganna, sem höfðu ætl- að sér að brjótast út úr fang- elsinu. Uppreisnin hófst kl. 13 í dag eftir þarlendum tíma, og um leið fóru fram vaktaskipti í fangelsinu. Nokkrir fangar komu akandi á Flugslys í Póllandi NTB-Varsjá, 19. des. í kvöld hrapaði flugvél í nánd við Warsjá og fórust allir, sem í henni voru. Með vélinni voru 27 farþegar, auk 5 manna áhafnar. Hittast í janúar NTB-París, 19. des. Ákveðið hefur verið, að þeir Charles de Gaulle Frakklandsforseti og Kon- rad Adenauer forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands hittist enn á ný í janúarnián pði n. k. Það var upplýsinga ráðherra frönsku stjórnar- innar, Alain Peyrefitte, sem skýrði frá þessu í dag, eft- ir að haldinn hafði verið ráðuneytisfundur. Ekki hef- ur verið ákveðið, hvar fund - urinn verður haldinn, né heldur hvaða dag hann á að fara fram, sagði Peyrefitte. Sagan sækir um skilnað NTB-París, 19. des. Francoise Sagan, hin þekkta franska skáldkona, hefur sótt um skilnað frá manni sínum, Bandaríkja- manninum Bob Westhoff. Sagan er 27 ára gömul, en maður hennar 32. Þau gengu í hjónaband í janúar s. 1. og eignuðust son í sum ar. Nú hefur Sagan farið fram á að mega hafa dreng- inn hjá sér. PolarisskotiS heppnaðist NTB-Canaveralhöfða. f dag heppnaðist að skjóta á loft eldflaug af gerðinni Polaris A2, og er hér um endurbætta gerð að ræða, og á síðar m’eir að nota stjórntæki þessarar eldflaug ar í Polaris A3. Áður hafa verið gerðar 6 misheppnaðar tilraunir með þessa gerð eldflauga. Segist eySa Katanga NTB-Elísabethville, 19. des. Tshombe forseti Katanga lýsti yfir þvj á blaðamanna- fundi í dag, að hann myndi gefa skipun um að leggja Katanga í eyði, ef tilraun yrði gerð lil þess að þvinga það til þess að sameinast Kongó og komast undir stjórnina i' Leopoldville. vörubíl, og vörpuðu þeir sprengju að vörðunum. Síðan réðust 400 öskrandi fang ar að fangavörðunum, og tókst að ná 30 þeirra á sitt vald, og héldu þeim síðan sem gíslum. Starfsfólk fangelsisins flýtti sér strax á varð staði sína, en fangarnir lokuðu sig inni í fangelsinu á meðan kall- að var á liðstyrk frá lögreglunni. Nokkra menn skutu fangarnir með köldu blóði og köstuðu þeim síðan út um gluggana á þriðju hæð fangelsisins. Óeirðirnar stóðu samfleytt í 12 klukkustundir, en þá tókst dómsmálaráðherra lands ins að fá fangana til þess að semja um vopnahlé. Létu þeir af hendi vopn sín og slepptu þeim, sem í gíslingu höfðu verið. í óeirðum þessum féllu 19 fangar og 10 fanga verðir. snjókoma var síðastliðna nótt, og lýsti eldurinn upp næturhimininn, og mátti sjá hann langar leiðir. Slökkviliðið kom strax frá Öster sund, og auk þess fjöldi fólks úr nágrenninu, sem lrafði orðið elds- ins vart. Tókst að bjarga flestum sjúklinganna, og koma þeim á ör- uggan stað, en nokkrir þeirra áttu erfitt með að gæta sín sjálfir og 'hlupu fram og til baka. Einnig hlupu nokkrar konurnar aftur inn í brennandi bygginguna, og munu það vera þær, sem létu lífið. Umsjónarkonunni hafði í upp- hafi tekizt að vekja alla sjúkling- ana í byggingunni, og koma þeim fram á ganga, en henni tókst ekki að hindra nokkrar þeirra í að fara aftur til herbergja sinna. Kon umar, sem létu lífið voru á aldr- inum 24 til 72 ára. í LocknegSrdcn voru samtals 72 sjúklingar, en eld urinn náði ekki að eyðileggja nema eina af þremur byggingum heimilisins. Þegar síðast fréttist, var enn ekki vitað, hver upptök eldsins voru, önnur en þau, að sjúklingur sá neista í loftræstingarkerfinu. Stuttu eftir að eldurinn hafði ver ið slökktur, fundust lík fjögurra kvenna, sem orðið höfðu eftir inni í húsinu, og um stund héldu menn að verið gæti, að hinar, sem sakn að var, hefðu hlaupizt á brott vegna hræðslu. Gagnger leit var gerð í nágrenninu og fannst eng in sjúklingur, og er því álitið, að hinar konurnar fimm hafi einnig farizt í eldinum. FA BRETAR SKYBOL NTB—Nassau, 19. des. Þeir Kennedy forseti og Macmillan forsætisráðherra hófu viðræður sínar snemma í morgun í Nassau á Bahama- eyjum. Ræddu þeir aðallega ákvörðun Bandaríkjamanna að hætta við framleiöslu Sky- bolt-eldflauganna, en áður hafði verið samþykkt, að Bandaríkjamenn framleiddu þessar eldflaugar fyrir Breta, sem hugðust nota þær sem kjarnann í uppbyggingu kjarn crkuhers síns. Varnarmálaráðherrar beggja landanna,' McNamara og Thorney- croft tóku einnig þátt í viðræð- unum, en þeir hittust í síðustu viku, og ræddu þá einnig um Sky- bolt-eldflaugamar. Mcmillan forsætisráðh. er sagð ur hafa gert Kennedy það ljóst, að Bretar hygðust halda áfram að hafa yfir að ráða sjálfstæðum atómher og gæta kjarnorkuvopna sinna sjálfir, en um leið, eru þeir fúsir að vinna með bandamönnum sinum. Kennedy og Macmillan ræddu því næst þá ákvörðun Bandaríkj- anna að láta stöðva frekari fram- leiðslu á umræddum eldflaugum, er. Bandaríkin höfðu lofað að af- Albert Schweitz- erstyðurKatmga NTB—Brussel, 19. des. í viðtali, sem birtist í dag í blað inu „La Derniere Heure“ í Brussel, við Albert Schweitzer tekur hann málstað Katanga og styður rétt þess til þess að vera sjálfstætt ríki, óháð öðrum hlutum Kongó. Schweitze1- sem fékk friðarverð- að fá það tii að greiða enn öðru ríki skatta. Maður furðar sig á því, að menningarríki, skuli geta tekið þátt í slíku, segir Schweitz- er. Þá segir hann sjálfstæðj Kat- anga byggjast á því, að það sem e;nu sinni hafi verið Belgíska Kongó, sé nú ekki lengur til. Rétt lrun Nobels árið 1952, segir í við- arfarslega séð sé Katanga sjálí- talinu, að það sé óskiljanlegt, lievrnig erlent ríki (Bandaríkin) geti á vorum dögum farið með stætt ríki liurtséð frá því, hvort Paul-Henri Spaak utanríkisráð- herra Belga eða einliverjir aðrir strið á hendur Katanga til þess' neiti að viðurkenna það. ViSurkenna Jemen NTB-Washington, 19. des. Bandaríkjastjórn viður- kenndi í dag stjórn upp- reisnarmanna í Jemen. Um leið og þetta var tilkynnt, var frá því skýrt, að haldið yrði áfram að veita Jemen hjálp, eins og áður hafði um samizt. Mótmæltu flugi pyrlunnar NTB-Berlín, 19. des. So.vétríkin hafa sent Bandaríkjamönnum mót- mælaorðsendingu vegna þess að snemma í dag flaug bandarísk þyrla í hálftíma yfir Austur-Berlín. Sam- kvæmt túlkun Vesturveld anna á fjórveldasamningn- um um Berlín er flugvélum allra fjögurra hernámsaðil- anna heimilt að fljúga yfir borginni, þ. e. a. s. innan hrings með 35 km radíus, sem dreginn er út frá flug- eftirlitsstöðinni í Berlín. Ná yfirráðum meö valdi NTB-Jakarta, 19. des. Sukarno Indónesíuforseti lýsti yfir því í dag, að Indó- nesar væru reiðubúnir að ná yfirráðum yfir Veslur- Nýju Guineu með valdi, ef ekki verður staðið við samn inginn, sem gerður var með Indónesum, Hollendingum og Sameinuðu þjóðunum út af eyjunni í haust. henda Bretum mikiS magn þeirra, en þær átti síðan að nota við uppbyggingu brezks atómhers. Til mála hefur komið, að Bretar taki sjálfir að sér framleiðslu eldflaug anna, og þá fyrir eigin reikning, en Kennedy forseti og Mc Namara varnarmálaráðherra eru mótfalln- ir framleiðslu þeirra í Bandaríkj- unum sökum þess, hversu dýrar þær eru, og einnig vegna ýrnissa tæknilegra galla, sem fram hafa komið við tilraunir með þær. T í M I N N, fimmtudagurinn 20. ies. 1962. 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.