Tíminn - 20.12.1962, Page 14

Tíminn - 20.12.1962, Page 14
 Rosemarie Nitribitt EríchKi iby: * ■ , DÝRASTA KON/ [ HEII WS „Inni í -herbergi“, sagði Roáe- .márie. „Gerðu það snöggvast“, skipaði hann. Hún hikaði, en fór svo inn í hertfergið. Spólurnar fóru strax , að snúast. „Segðu eitthvað", kallaði hann í gegnum opnar dyrnar. Hann beið um stund og hlustaði. Þegar hann heyrði ekki neitt, fór hann fram á eftir henni. Hún stóð reykjandi hjá legubekknum. „Sagðirðu nokkuð?“ spurði hann. „Hvað átti ég að segja?“ svar- aði Rosemarie. „Drottinn minn dýri! Bara eittt- hvað.“ „Já, hvað?“, spurði Rosemarie ákveðin. Og nú horfði hún á hann eins og köttur, sem er í þann veg- inn að ráðast á annan kött. „Hérna", sagði hann og tók tímarit, sem lá á borðinu. „Lestu eitthvað upphátt, — heyrðu ann- ars, h!vacía vitleysa. Við eriím búin að tala inn á það. Þú mátt bara slökkva á þvi.“ Rosemarie beygði sig yfir legu- bekkinn og þrýsti á hnappinn. Wallnitz fór aftur fram í eld- húsið, lét spóluna vinda ofan af sér aftur, ýtti á takkann og beið. Ekkert hljóð. Það er eitthvað að því, hugs- aði hann. En litla, græna 1 j 6sið blikaði eðlilega, þegar hann stillti tækið rétt. Hann gat ekki skilið, hvag var að. Af því að hann var forsjáll, hafði hann tekið með sér spólu með músík á. Hansn skipti um spólu, o-g músíkin skilaði sér alveg eðlilega. Svo að það eru þá hljóðnemarnir! En það voru nokk ug margir hljóðnemar á staðnum, það gat ekki verið, að þeir hefðu allir bilað strax. Höfðu leiðslurn- ar slitnað? Hann hafði líka tekið meg sér teikningu af leiðslukerf- inu, þar sem sást, hvernig þær lágu. Leiðslurnar frá hljóðnemunum komu saman á einn stað bak við vegginn, sem innbyggði klæða- skápurinn stóð við og lágu þaðan í einni leiðslu bak við gólflistann fram í eldhús. í eldhúsinu komu þær út úr veggnum bak við matar- skáp og lágu þaðan vel faldar inn í skápinn, þar sem tækið sjálft var falið. Það var ekki líklegt, að leiðslurnar hefðu rofnað. WaUnitz flaug í hug, að verið gæti, að konan hefði skemmt ’leicíslurnar, meðan hún var að -gera hreint, og orðið hefði skamm- hlaup í þeim við einhvers konar titring í húsinu um kvöldið. En þegar hann aðgætti fráganginn í eldhúsinu betur, varpaði hann frá -sér þeirri hugmynd. Hvítir og gljáandi eldhússkáparnir náðu al- veg niður í gólf og ekki hægt að koma við neinum sóp á bak við þá. „Hjálpaðu mér svolítið“, sagði hann. Hann var ákveðinn í að komast til botns í málinu. „Við skulum draga skápinn aðeins fram.“ „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði Rosemarie. „Tækið er í ólagi“, sagði hann. „Það hlýtur eitthvað að vera að leiðslunum, sem koma út úr veggnum hérna á bak við.“ „Ert þú einn af þeim, sem vita allt?“ jagði hún. Hún hjálpaði honum hálfnauðug. Þegar þau voru loks búin að færa -skápinn örlítið frá veggn- um, sá hann leiðsluna. En hann sá meira en eina. Þar sem dálítið •gildur, svartur þráður kom út úr veggnum, var þunn, grá leiðsla tengd við hann, lá svo til vinstri og hvarf á bak við eldavélina. Hann fór að skoða teikninguna. Þessi granna leiðsla var ekki merkt inn á hana. Hann gat ekki ímyndað sér, hvaða hlutverki hún gegndi, þar eð hún lá ekki í áttina að forstofunni og dagstofunni, heldur ytri veggnum í eldhúsinu. „Við verðum að færa allt til“, sagði hann. „Þú kemur hingað og rótar öllu til eins og svín og setur allt á a-nnan endann í eldhúsinu", sagði Rosemarie [ mótmælaskyni. „Það er ekki hægt að komast hjá því, kæra ungfrú“, sagði Wall- nitz ísmeygilega. Því betur var eldavélin á hjól- um. Þegar þau voru búin að ýta fram stóra matarskápnum, var leikur einn að draga hina fram. Það gat W-allnitz gert hjálpar- laust. Hann skoðaði vel staðinn, þar sem gráa leiðslan greindist frá þeirri svörtu. Hann losaði var- lega einangrunarbandið, sem sam- skeytin höfðu verið vandlega vaf- in með. Og viti menn! Þá fann hann það, sem hann bjóst við: þar var annar hljóðnemi og frá hon- um aukaleiðsla, þannig að allt, sem telcið var upp á tækið í eld- hússkápnum, gat líka sá heyrt, sem komið hafði fyrir öðru tæki við hinn endann á gráu leiðsl- unni. . . . Nú var spurningin: hvert lá hún? Sjá, hvernig þessi kvenmaður hagar sér! hugsaði Wallnitz. Þarna stendur hún eins og staur, rétt eins og þetta komi henni ekkert við! Ekki svo slæm leikkona . . . Hann fylgdi nýju leiðslunni eftir. Neðst gegnum gluggakarminn hægra megin hafði verið borað gat og leiðslan tekin út gegnum það. Wallnilz opnaði gluggann. Leiðsl- an var fest með örsmáum klemm- um og lá upp eftir gluggakarm- inum og þaðan upp eftir húshorn- inu, unz hún hvarf inn undir þak- rennuna. íbúðin hennar Rose- marie var á efstu hæð, — fyrir ofan var ekkert nema þakið. „Hefurðu loftskompu þarna uppi?“ spurði hann. „Það er ekkert í henni“, sagði hún. „Við skulum nú athuga málið“, 43 svaraði hann. „Hvar hefurðu lykl- ana?“ Það var farið að dimma. „Við verðum að koma öllu í lag aftur“, sagði hún. „Þú verður að faia rétt strax“. Hann hafði vanmetið hana. Hún er ekkert nema frekjan, hugsaði Wallnitz. „Þú svarar ekki neinum hring- ingum“, sagði hann. „Þú verður að taka þér frí í dag. Komdu svo með lykilinn.“ Nú fór hún fyrst að láta til sín taka. Allt í einu byrjaði hún að gera hróp að honum og hljóða. Henni var þetta meðfætt, en beitti líka þessari aðferð. Þegar hún brá sér í þennan ham, flúðu flestir. Wallnitz lét sér ekki bregða hið minnsta. Hann hugsaði bara sem svo: ég þori ekki að skilja hana eina eftir hér niðri, þá hringir hún bara eða finnur upp á einhverju asnastriki. Hún verð- ur að koma með mér. En ef hún fer nú að öskra í stiganum, rjúka allir íbúar hússins upp til handa og fóta . . . Svo fór hann að öskra á móti. Hann öskraði þannig einu 'Sinni eða tvisvar á árf í skrifstof- unni. Þannig hjó hann á sína Gordionshnúta. Það var gamal- kunn og árangursrík aðferð, þegar annað brást, en það mátti ekki beita henni of oft. Rosemarie varð allt í einu dauð- hrædd við þennan mann og þagn- aði. Samstundis hætti hann að öskra. „Þarna“, sagði hann. „Nú sérðu, að ég get meira að segja öskrað betur en þú. Og hagaðu þér nú skynsamlega, því að annars skal ég sjá til þess, að þú græðir ekki meira í bili.“ Hann vissi full- vel, að það var ekki á hans valdi, en hótunin hreif. „En klukkan er alveg að verða átta“, tautaði hún lágmælt. „Ekki að kveikja ljósin“, sagði 35 fuglalífinu í kringum sig af ó- skiptri gleði. Dag einn, eftir að þau höfðu gengið síðar til náða en venju- lega, fór Latimer á fætur eftir fárra klukkustunda svefn. Hann gekk út í hesthúsið og hugðist fá hest í útreiðartúr og reyna að taka ákvörðun varðandi Lotty. Honum gramdist ákaflega fram- koma hennar kvöldið áður. Hún hafði ekki aðeins krafizt þess að fá að sitja kyrr hjá hr. Forrester allt kvöldið, þar eð hann gat ekki enn dansað, heldur hafði hún einnig boðizt til að styðja hann að matborðinu . . . og það var eng- inn vafi á því, að hr. Ágúst hafi tekið þessu tilboði með mikilli ánægju. Richard var á þeirri skoðun, að eitthvað róttækt yrði að gera í málinu. Ekki komst hann í betra skap, þegar hann rakst á Horatiu eina fyrir utan hesthúsið, þar sem hún var að bursta reiðstígvélin sfn. Hún stóð með strá í munninum og handleggirnir voru brúnir af sólskininu. Hr. Latimer stillti sér upp við ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. IHafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 hlið Horatiu og leit niður á stutt- klippt hárið hennar, og reyndi að halda augnaráðinu frá fögrum leggjum hennar. — Svo að þér farið svona með tímann?,, sagði Richard. — Mjög kvenlegt athæfi að tarna. Hún tók nærveru hans með jafn aðargeði. Hún leit ekki stríðnis- lega á hann, eða með kvenlegri blíðu, og það voru engir spékopp- ar í kinnum hennar. — Já, sagði hún rólega, — eins og þér sjáið, þá er ég að bursta stígvélin mín. Mjög nauðsynlegt, þótt það sé ef til vill ekki sem kvenlegast. En ég er heldur eng- in dama í þess orðs venjulegu markingu, eins og þér vitið. Hún hélt stígvélinu frá sér og virti það fyrir sér, hallaði eilítið undir flatt. — Jeremías spýtir á sín. Hann segir, að þau glansi sérstaklega vel, en ég er ekkert lagin við það. Eg drekk kannski ekki nóg öl. A3 minnsta kosti glansa mín ekkert meira, þótt ég spýti á þau. — Horatia! Hr. Latimer fann reiðina sjóða í sér. — Þurfið þér endilega að vera svona óhefluð í tali? Og hve lengi hafið þér hugs- að yður að vera hér á Merpleton undir fölsku fla-ggi? Hún horfði á stígvélin sín og leit ekki við honum. — Skiptir það nokkru máli, hvað ég verð hér lengi? -spurði hún sakleysislega. — Eða höfðuð þér kannski í hyggju að ráða mig til yðar sem hestasvein, þegar þér hafið krækt í Lotty? Það var stríðnisglampi í augum hennar, og sjálfstraust hans hvarf gersam- lega. — Hvernig vitið þér, að ég ætla að kvænast henni? spurði hann reiðilega. — Er það ekki rétt? sagði hún MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA ERFINGINN hissa. — Þjónarnir segja það. Og það held ég líka, ef hún vill yður þá, og ég býst varla við, að hún hafi kjark í sér til að hrygg- brjóta yður. Eg hef heyrt, að Reddings sé mjög glæsilegt setur. Og svo hamaðist hún við að bursta hitt stígvélið. Hann kærði sig ekkert um að ræða um tilvonandi konu sína við Horatiu og honum gramdist, hvernig hún talaði um eign hans. — Vinir yðar mundu sjálfsagt ekki kæra sig um að hugsa um yður eins og hestasvein . . . í sam- félagi við aðra hes.tasveina, og . . . stamaði hann loks. — ... hesta, botnaði hún fyrir hann, þegar hann hikaði. — En ég á enga vini — það er að segja enga, sem kærðu sig um það, þótt þeir vissu það. Hún nuddaði stígvélið og hélt áfram: — Það er satt, sem sagt er, að hestur er bezti vinur mannsins. Jerry segir það, og Jerry veit bezt allra. Þeir menn, sem ég hef hing- að til hitt, hafa aðein-s hugsað um eitt. Hr. Latimer brá svo í brún, að hann kom ekki upp orði, en þegar hún hólt áfram, leit hann samúðar fullur á hana. minnsta kosti, vegna þess að hann vildi ná peningunum mínum. Svo var það vinur hans, hinn and- styggilegi Rankin kafteinn, sem hafði hugsað sér að kvænast pen- ingunum mínum . . . og skipta þeim með frænda mínum, þótt það væri tvímælalaust galli, að ég þurfti að fylgja með og hann gat ekki skipt mér líka! Svo var það lafði Wade og viðbjóðslegi bróð- irinn hennar, sem héldu, að þau gætu troðig mér í hjónaband með Hudson, sem var ástfanginn af annarri stúlku. Og svo bróður- sonur hr. Chuldleighs, sem stakk af með öll auðæfin og lét mig sitja eftir auralausa og þar með óvelkomna alls staðar. Hvað átti ég að gera? Reyna að fá stöðu sem | þjónustustúlka? Eg hefði sjálfsagt j getað þvegið diska . . . eða átti ég | að gera það eina, sem ég get og elska framar öllu . . . að dunda |við hesta? Og þar eð ég var svo heppin að rekast á Jerry einmitt |þá, fannst mér það vera sjálfsagt mál. Hestar skyldu það vera, og - hestar urðu það. I Kæti hennar, og það, að hún j var alveg laus við sjálfsmeðaumk- un og skynsemin, sem gekk eins ! og rauður þráður gegnum frásögn — Þeir hafa bara verið að hugsa j hennar, gerði honum ómögulegt um peningana mína.hélthúnáfram og talaði fremur við sjálfa sig en hann. — Fyrst var það frændi minn, sem setti á svið nokkur slys . . það heldur Jerry að ; að malda í móinn. Hann horfði á I hana og braut heilann um, hvað i! það væri við þessa ókvenlegu stúlku, sem heillaði hann gegn vilja hans. — Svo virðist sem þér hafið gleymt einni hlið málsins, sagði hann og rödd hans skalf eilítið. — Og það er, að maður í sæmilegri þjóðfélagsstöðu myndi hika anzi lengi við að kvænast ungri stúlku, sem ekki aðeins hefði sézt í hesta- sveinsbúningi, heldur hefði og starfað sem hestasveinn í þjónustu annarra. — Haldið þér kannski, að slík- ur maður vildi frekar stúlku, sem hefði þvegið diska í þjónustu annarra? sagði hún þurrlega. — Nei . . það er að segja . . . já. Hann sá, að hún hló að hon- um aftur, og hann bölvaði með sjálfum sér, er hann sneri sér frá henni og gekk aftur til hússins til að eta morgunverð. Hann hafði misst af útreiðartúrnum, og hann hafði enga matarlyst, en þegar máltíðinni var lokið, gekk hann á fund herra Williams og bað hann formlega um leyfi til að mega bera upp bónorð við Lotty. Það var aðeins ein leið til að útrýma Horatiu úr huga sér, og hún var að setja aðra í hennar stað, og það eins fljólt og unnt varð. 17. KAFLI. Þegar hr. Latimer hafði hugsað um, hvort hann ætti að biðja Lotty Grant, hafði honum aldrei komið til hugar, að hún myndi gerast svo djörf að hafna honum. Eftir að hafa fengið blessun sir T f M I N N, fimmtudafurÞ/n 20. des. 1962. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.