Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 5
GUNNAR
í dag er þess minnzt víða
um heim, að liðin eru hundrað
ár frá þvf að Konstantin Ser-
geyevíts fæddist, sá maður,
sem með leikhússtarfi sinu olli
öðrum mönnum fremur á síð-
ustu og þessari öld, breyting-
um og byltingu í leikhúsmennt
un, ekki aðeins í heimalandi
sínu, heldur beggja vegna Atl-
antshafs’ins og raunar í flestum
álfum.
Hann hét réttu nafni Kon
stantin Sergevevíts Alexeyef,
en tók sér síðar listamanns-
nafnig Stanislavski. Ungur fór
hann að taka þátt í leiksýning-
um og söngleikjum og ætlaði
um skeið að leggja fyrir sig ó-
perusöng, og snémma vakti
hann athygli fyrir sjálfsgagn-
rýni og sjálfstæð og kerfis-
bundin vinnubrögð.
Árið 1888 stofnaði hann í
félagi við Komisarjevski og
Fedotov Lista- og bókmennta-
félagið, sem hafði það að mark
miði að safna saman listamönn
um úr öllum greinum til að
setja á svið úrvalsleikrit. Fyrst
í stað fór Stanislavski með
leikhlutverk í áhugamanna-
hópi félagsing, en ekki íeiS á
löngu áður en hánn fór að taka
að 'sér leikstjórn, og var fyrsta
leikstjórnarverk hans að setja
á svið leikritið Ávexti upp-
fræðslunnar eftir Tolstoj og
Sela Stepanchikof eftir Dostoj-
evsky, árið 1891. Leikstjórn
hans á þessum verkum vakti
strax athygli, en nokkur ár liðu
unz hann varð verulega frægur
sem leikstjóri. Hann vann enn
•að mestu undir áhrifum frá
Meininger-leikfélaginu, sem
frægt var fyrir sviðbúnað og
nákvasmni, einkum í hópatrið-
um. Þó leitaðist hann við að
móta einfaldari og raunsann-
ari leik.
En árið 1898 er sögulegasta
og örlagaríkasta árið á lista-
mannsferli Stanislavski, þegar
hann ásamt Nemirovits-Dan-
sjenko stofnaði Listaleikhús
Moskvu, sem nöfn þeirra voru
um áratugi tengd við. Með
stofnun þessa leikhúss hefst
nýtt tímabil í leikmenntum
Rússlands og raunar heimsins.
Á fyrsta leikári stjórnaði
Stanislavski leikritunum Feo-
dor Ivanovits keisari eftir Tol-
stoy og Mávinum eftir Tjekoff.
Og það var einmitt stjórn hans
á leikritum hins síðarnefnda,
sem sköpuðu báðum frægð um
víða veröld, leikskáldinu og
leikstjóranum. Stanislevski
varð fyrstur til að kynna heim
inum leikritin eftir Tjekoff, ný
af nálinni. Það var Mávurinn
1898, Vanja frændi 1899, Þrjár
systur 1901, Kirsuberjagarður-
inn 1904. En af öðrum frægum
leikhúsverkum Stanislavskis
frá þessum árum voru Makt
myrkranna eftir Tolstoy 1902
og Júlíus Sesar 1903. S anislav-
ski velti um koll hinni stein-
gerðu hefg leikhússins, skraut-
inu og tilgerðinni, en innleiddi
raunsæisstefnuna á leiksviðð.
list hans þroskaðist ört með ár-
unum, hann lagði ekki alla
rækt við ytra borðið, heldur
kannaði kjarna verkanna, sneri
sér frá „sögulega sannleikan-
um“ og siðvenjunum, að til-
finningunum, geðbrigðunum
og túlkun þeirra. Þess vegna
tók hann fegins höndum hin-
um nýju leikritum Tjekoffs,
færði lei'kritin upp á lýriskan
hátt, og notaði gjarna tónlist
til áherzlu, leiddi fram sál-
fræðileg einkenni verkanna á
eins einfaldan hátt og frekast
var unnt. Á fyrstu leiksýning-
um Stanislavskis f Listaleik-
húsinu skiptust áhorfendur í
tvo hópaj með og móti hinni
nýju Teiklist, sem þar birtist.
En Stanislavski vann skjótan
sigur, frægð hans fór víða, og
um áratugi beindist athygli
heimsins að þessu leikhúsi og
hinni miklu list Stanislavski,
bæði leik hans og leikstjórn.
Eftir hina misheppnuðu upp
reisn 1905 ríkti mikil óvissa
meðal fólks, og ekki sízt lista-
og menntamanna í Rússlandi,
og þetta hafði einnig áhrif á
starf Listaleikhússins. Leikrita
valið einkenndist af dulspeki-
legum verkum og óraunsæjum,
um tíma af symbolismanum.
Stanislavski sá á bak tveim
vinum sínum og eftirlætisleik-
skáldum, Tjekoff var látinn,
og Gorki varð að hverfa í út-
legð. En Stanislavski lét sér
ekki lynda symbolismann til
lengdar, cnillibilsástandið varð
með tímanum til að raunsæis-
list hans færðist í aukana, sjón
hans varð skarpari. Hann fór
utan í leiksýningaferðalög og
frægð hans fór stöðugt vax-
andi. Mestu leikhúsmenn Evr-
ópu, eins og Max Reinhardt í
Þýzkalandi, urðu fyrir miklum
áhrifum af list hans, sem á
næstu áratugum síuðust inn i
og mótuðu starf beztu leikhúsa
Evrópu og Ameríku, og þau
búa að um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Stanislavski skrifaði endur-
minningar sínar, er hann var á
ferð í Ameríku, þær, sem þýdd-
ar hafa verig og komið út á
íslenzku og nefnast „Líf í list-
um“. Einnig ritaði hann fleiri
bækur, þar sem hann lýsir
s’arfi sínu og setur fram kenn-
ingar um leiklist og leikstjórn,
sem eru meðal víðiesnustu og
gagnlegustu bóka á sínu sviði.
Leikskáld og leikarar hvaðan
æva úr heiminum sóttu Stanis-
lavski heim, þegar heilsu hans
fór að hraka og hann átti ó-
greitt um ferðalög. Hann and-
aðist í Moskvu 1938, 75 ára að
aldri.
Einn kunnasti leiklistarfræð-
ingur Englands, Allardyce Ni-
coll, kemst að orði á þessa leið
i einu riti sínu: „Við getum
haft það fyrir satt, að f leik-
húsum á tímum Shakespeares
hafi leikstjórnarstíll eins leik-
rits ekki verið að neinu marki
frábrugðinn stíl annars leik-
rits. Nú á dögúm eru stíl-
brigðin takmarkalaus. Leik-
stjórar eiga það til að hvetja
leikara til að breytast frá
kvöldi til kvölds. Sumir binda
sig við fast og ákveðið form og
hvika ekki frá því. Á öðru leit-
(Framhald á 15. síðu)
Stanislavski og Lilina kona hans í leikritinu „Kabale und Liebe"
eftir Sehiller.
Stanislavski í hlutverki Astroffs í „Vanja frænda" eftlr Tjekof.
T í M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963. —
5