Tíminn - 17.01.1963, Síða 8

Tíminn - 17.01.1963, Síða 8
I » jWBaiwf'ggW’Wg brottför var ákveðin, annað hvort um tíuleytið um kvöldið eða þrjúleytið um nóttina. — Jafnframt sagði Eggert mér, að hann myndi sennilega ekki verða með skipig í þessari ferð, heldur nafni skipsins, Víðir stýrimaður Sveinsson. sem taka mun við því, þegar Eggert tekur við nýja s>kipinu- sem afhent verður i febrúar lok. Þegar ég kom suður í Sand gerði um tíuleytið um kvöldið var vandalitið að sjá, að ekki yrði farið út á næstunni. Skip ið var enn hálffullt af síld og engin löndun í gangi. En Víðir hughreystj mig, þegar ég náði fundi hans, og sagði mér, að örugglega yrði farið um nótt- ina, löndun hæfist að nýju um ellefuleytið. Og þetta reyndV' allt rétt. Um þrjúleytið voru landfestar leystar og skip'ð þokaðist hægt frá hafnarbakk anum og út hina vandrötuðu útsiglingu frá Sandgerði. Mér flaug í hug, hvort þag væri ekki dálítið einkennandj fyrir íslenzkt atvinnulíf á vorum dögum, að mesta aflaskip ís- lenzka flotans, skuli þurfa að sæta sjávarföllúm, til þess að komast út úr heimahöfn sinni til þess að afla fengs og tekna og það þótt næstum helming ur ríkisstjórnarinnar okkar væri til þings kjörinn úr þvi kjördæmi, sem höfnin er í, en sleppum því .... Það hafði hvergi frétzt al síld nema á austursvæðinu. í síðasta túr hafði skipið feng'P í sig skammt fyrir austan Vest mannaeyjar, en síðan hafði síid in haldið hratt austur á bóg inn Hún var víst komin alla leið austur að Alviðru. Viðir kallaði á Freyju, sem var stödd vestur í Jökuldjúpinu, en hún hafði ekkert fengið; síldin stóð þar enn þá svo djúpt, að ekki var viðlit að veiða hana. aÞð var því. ekkert um annað að ræða en halda austur á bóg- inn. Það var ekkert að sjá nema haf og myrkur og svo ljósin í landi. Ég lagði mig því fljót- lega og vaknaði ekki fyrr en sól skein glatt á himni. Sama blíðviðri hélzt og horfur voru góðar. Það eina, sem skyggði á ánægju áhafnarinnar var það, að engar horfur voru á því, að við næðum á miðin, fyrr en síldaróvinurinn tungl- ið, væri kominn hátt á loft, og því ekki góðar veiðihorfur fyrr en undir næsta morgun. Birt- an stóð ekkj lengi. Við vorum ekki komnir langt austur fyrir Vestmainaeyjfar, þegar birtu tók að bregða. Mýrdalsjökull skartaði fannhvítur í norðri, Hjörleifshöfði teygði kollinn upp fyrir hafflötinn í austrinu og enn var langt til fyrirheitna staðarins. Fréttirnar, sem bárust af x miðunum, gegnum talstöðina, voru hvergi nærri glæsilegar. Skipin veiddu lítið. leitarskip- ið Guðmundur Péturs lóðaði g síld ,en hún hélt sig djúpt og þar við bættist, að það litla sem veiddist var smátt. Hljóð- ið var langt frá því að vera gott í körlunum, þegar þeir voru að tala saman og þeir á Víði II, voru langt frá því að vera bjartsýnir. Ég held að ég hafi verið eini maðurinn um borð, sem var viss um, að allt hlyti að ganga vel, ég gat með engu móti sætt mig vig annað en Víðir II hlyti að veiða síld nú eins og-venjulega, þótt ég hefði lágt um þær hugsanir mínar. Er við vorum komnir austur undir Hjörleifshöfða bárust af því fregnir, að þeir væru farnir ag fá hana vestar, und- — Hvemig lízt þér á að fara á sjóinn? — Vel, ef þú getur komið mér á almennilegt Skip. — Það skalt þú sjá um sjálf ur. Þessi orðaskipti fóru fram á ritstjórnarskrifstofu Tímans dag einn í síðustu viku. Auð- vitað greip ferðahugurinn mig strax, og ég fór að kynna mér, hvar þau skip væru stödd, sem mest væri varið í að fara út með. Af eðlilegum ástæðum beindist athyglin fyrst og fremst að því skipi, sein frægast er allra íslenzkra fiski skipa, Víði II., en þegar ég reyndi að ná í aflakónginn, Eggert Gíslason, var skipið ný- farið á veiðar. Þag var ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun- inn, að samband náðist við hann. Hvort ég gæti fengið að fljóta með? Jú, ég hef aldrei bannað neinum það, ef hann er ekki fyrir. Það er laus koja í bátnum og þú getur fengið að liggja í henni. Þar með var það afráðið. — Það er bara óvíst hvenær vig förum, sagði Eggert. Það er löndunarbið hjá okkur núna, og svo getum við ekki farig út héðan úr Sandgerði á fjöru, hér verðum við að sæta sjávarföllum. Þú skal hringja í mig seinna í dag. Löndunin dróst. Þegar komið var fram á kvöld var auðséð að ekki yrði úr förinni fyrr en næsta dag og sá dagur leið einnig fram eftir, án þess lönd un lyki. Það var ekki fyrr en undir kvöld á föstudegi, að Silfur hafsins háfað Inn fyrir borðstokkinn . . . T f M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.