Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 14
•* r<. I { 67 „Jú, hvort því fellur vel hvoru við annað,“ sagði hann. „Fellur vel?“ „Elskar hvort annað, ef þú vilt það heldur ... . “ „Þú elskar hana þá?“ „Hverja?" „Er nokkur önnur en Aðalheið- ur, sem þú gætir elskað?“ „Eg átti við Aðalheiði", sagði hann. „Þú ert eins og hryssan mín, hún Stella,“ sagðli hún. „Hún stekkur glæsilega yfir hindrun, sem er 1.40 á hæð, án þess að ég þurfi að hreyfa legg eða lið, en ef hindrunin hækkar um fimm senti- metra, snarstanzar hún. Hvað er hindrunin há?“ „Einn og áttatíu," sagði hann. „Og hvernig spora notar þú?“ „Hefurðu nokkurn tíma látið Stellu stökkva hærra en einn og áttatíu?“ spurði hann. En hún var þegar búin að vinna taflið. Bros færðist yfir andlit hans, og hann sagði: „Það er kannski jafngott, að þú fáir að vita það.“ Hún sagði ekkerl, — bara beið- „Það er þessi stúlka . . . þú veizt . . . “ Hann sagði henni einu sinni, að allt væri búið að vera milli sín og stúlkunnar, sem hún hafði séð í Wiesbaden. En nú vissi hún strax, hverja hann átti við. „Ó“, sagði hún. „Hvað hét hún nú aftur?“ „Rosemarie“. ,„Ó, já“, svaraði hún. „Ertu enn með henni? Eg hélt . . . “ „Að ég hefði gefið hana upp á bátinn. Það gerði ég líka fljótlega eftir að ég kynntist henni.“ „Já, það sagðirðu mér.“ „En svo rakst ég á hana aftur; hún kom inn á barinn hérna á hót- elinu. Þá hélt ég, að það hefði bara verið tilviljun, en ég er nú kominn á dálítið aðra skoðun núna. Hún þekkir Bruster, — hann var hér líka þá“. þessa peninga," sagði Rosemarie. „EM? hann. Eg þekki hann.“ „Jæja, fyrst þú þekkir hann ...“ sagði frú Gram. „En ég mundi allavega leita til lögfræðings. Eg skal segja þér, að Lára, fyrrver- andi tengdadóttir mín, heimtaði tvö hundruð mörk á mánuði af syni mínum, þegar þau skildu, en svo snerum við okkur til herra Kochrind og báðum hann um lög- fræðiaðstoð, og hann sýndi henni í tvo heimana. Nú fær hún sjö- tíu.“ ROSEMARIE SNERI SÉR til herra Kochrinds og bað hann um aðstoð og lögvernd. Sá ágæti mað- ur hafði aldrei á öllum sínum starfsferli komizt í kynni við við- skiptavin af neitt svipuðu sauða- húsi og Rosemarie. Hann sann- færðist um það undir eins og hann var búinn að heimsækja hana f íbúðina hennar, að rétt- lætið væri hennar megin. Hann skorti sem sagt það raunhæfa mat á viðfangsefninu, sem er skjlyrði þess, að vel fari. Það var einn af ókostum hans sem lögfræðings, auk þess sem hann skorti hæfilega þolinmæði. Þetta mál varð sífellt umfangs- meira og tók á sig alls konar kynjamyndir alveg þangað til Rosemarie var myrt og olli því, að Walter Kartberg riðaði lengi á barmi gjaldþrots. Síðustu mánuð- ina, sem Rosemarie lifði, var hann dæmdur til að endurgreiða henni lánið með 50 mörkum á viku, og hún krafðist þess, að hann kæmi sjálfur með peningana klukkan tíu á hverjum mánudagsmorgni. Það heimtaði hún eftir að hann sagðist hafa sett fimmtíu marka seðil í umslag og sett það í póst á sunnudagsmorgni, — ekki þó í ábyrgðarpóst. Auðvitað laug hann í það sinn, — enda komu pening- arnir ekki fram á mánudagsmorg- uninn. Og eftir að honum var gert að fara alltaf til hennar í eigin persónu á mánudögum, kom hann þangað stundum einungis til að tilkynna henni, að hann gæti ekki borgað þá vikuna. Hefði Rose- marie átt 50 rr;örk hjá einhverj- um öðrum þessar síðustu vikur, sem hún álti ólifaðar, hefði hún ekki einu sinni nennt að lyfta símtólinu til-að krefja skuldunaut- inn um greiðsluna. Þetta hæpna fjármálaævintýri hélt ekki aftur af henni að gera fleiri svipaðar vitleysur. Hinir forríku vinir hennar úr hópi iðn- rekenda höfðu enga hugmynd um það. Þeir urðu bara varir við vax- andi taugaspennu hjá vinkonu sinni. Það fór að brydda á meiri skapvonzku hjá henni en áður, og það þurfti sama og ekkert til að hleypa henni upp, þá var hún óð- ar farin að rifast og skammast. Sérstaklega var Bruster óánægður með þessa breytingu, sem varð til þess, að hann kom mun sjaldnar en áður í heimsókn. Og áreiðan- lega hefði hann heldur ekki komið jafnoft og hann þó gerði, ef það hefði ekki verið vegna upplýsinganna, sem streymdu til hans um Hartog fyrir tilstilli Rosemarie. NOKKRUM MÁNUÐUM eftir að Hartog fór að venja komur sín- ar til Rosemarie, rakst hann öðru sinni á systur sína á Palace Hotel. Þau eyddu tímanum saman í ró- legheitum fram áð hádegi. Að undanförnu höfðu þau aðeins tal- að saman í síma við og við og nokkrum sinnum hitzt við hátíðleg tækifæri í Essen, Köln og Frank- furt. Mörgu hafði fallið þessi hlé- drægni illa og fannst eins og hann væri að reyna að forðast hana. Henni sýndist hann þreytu- legur og óánægður. Nú þegar hún sat andspænis honum 1 herberg- inu sínu notaði hún sér rétt sinn, sem hann hafði aldrei vefengt, til að spyrja hann spjörunum úr. Hún áleit sig eiga fullan rétt á því, að hann sýndi sér trúnað sem nákomnum aðila, — þó að ekki væri að vísu hægt að ganga fram hjá Aðalheiði. Hún spurði hann hreint og beint, hvað að væri. Hann sagði, að það væri ekki starfið; auðvitað hefði hann mikið að gera, en þeir væru nú fleiri. Það var heldur ekkert að í verk- smiðjunum hans. Þvert á móti gekk framleiðslan og viðskiptin prýðilega. Líka hjá DERLAG-verk smiðjunum. — „Þú veizt, — Baby Doll. Við erum næstum bún- ir með hana. Ef allt gengur sam- kvæmt áætlun, verðum við komn- ir svo langt, að við getum hafið tilraunir með hana eftir sex vikur, kannski jafnvel í apríl. Þær hljóta að vekja geysilega athygli. Við erum búnir að finna upp brennslu efni, sem stendur öllum öðrum framar, svo að nú grípum við upp í einu vetfangi allt, sem við höf- um tapað á fimmtán árum. Eg þori varla að hugsa um það . . .“ „Hvað er þá að?“ spurði Marga þurrlega. „Hvað áttu við?“ sagði hann. „Hvaða látalæti eru þetta?“ sagði hún gremjulega. „Talaðu ekki eins og fífl. Það gæti hver blindur maður séð, að eitthvað amar að þér. Gengur heimilislífið á afturfótunum? Eg hitti Aðal- heiði nýlega í Lech, og hún sagð- ist líka vera áhyggjufull þln vegna, en hún vildi kenna starf-! inu um það, og ég gat ekki fundið annað en allt væri í lagi ykkar á milli.“ Hann leit upp. „Það er sem sagt eitthvað öðru- vísi en það á að vera?“ sagði hún. „Ja,“ sagði hann, „öðruvísi . . . Hvort allt er í lagi milli fólks eða ekki, er auðvitað undir því kom- ið, hvort fólkið sjálft „er í lagi“ “. „Ekki eingöngu", sagði hún. ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith 7 Eg spurði hana, hvort hún hefði gert það, þegar hún kom til te- drykkju viku síðar. Hún leit sakbitin á mig. — Ó, hamingjan góða, ég veit, að það er skammarlegt, en . . . sagði ungfrú Abby þér ekki, hvað ég er löt? • -— Hún sagði, að þú værir kærulaus, sagði ég þurrlega. — Kærulaus! Elisabeth hló glað Lega. — En gott orð og alveg eftir henni að nota það. Þetta verð ég að segja landstjóranum, ég er viss um, að hann verður hrifinn. Ung- frú Abby fann alltaf afsakanir fyrir mig. Og hún er sennilega ekki eina manneskjan, hugsaði ég. — Segðu mér, Frances, hvernig kanntu við þig í Mbane? Held- urðu, að þér líki hér? Eg hikaði. — Eg veit það ekki. Hér er fallegt, en . . . en ég kann svo vel við mig í London. Kannski verðum við ekki mjög lengi. — Já, veiztu, ég hef ekki hitt manninn þinn enn þá. Hvernig er hann í hátt? Eg reyndi að lýsa Guy fyrir henni. — Hár og þrekinn, svarthærð- ur, óþolinmóður, afskaplega dug- legur, metnaðargjarn, hefur gam- an af íþróttum, er ekta samkvæm- ismaður . . . alveg andstæða mín. — í sannleika sagt, Frances, hvílík dyggðapersóna. Elisabeth glotti. — Þú elskar hann mjög heitt, heyri 'ég. Eg fann, að ég roðnaði. Elisa- beth svipaði til eiginmanns sins að því leyti, að hvorugt þeirra hugsaði út í, að sumt segir maður ekki berum orðum. — Við höfum verið gift í átta ár. — Og ég i bráðum fjögur. Það er merkilegt, en stundum finnst mér ég alls ekki vera gift. Hún brosti. — Hefurðu eignazt marga vini hér í borginni? Eg leit hikandi á hana á báðum áttum. — Al'lir eru mjög vinsam- legir, en . . . en ég er hrædd um, að ég sé ekki . . . ég hef ekki sömu áhugamál. Eg spila ekki bridge og mér leiðast kjaftasögur. — Eg segi það sama, og ég veit, hvernig það er. Allt þetta tal um þjónana og krakkana. Þú átt eng- in börn, er það? — Nei, ég reyndi að svara ró- lega. Hversu. oft hafði 6g ekki svarað þessari spurningu síðustu árin. — Ekki ég heldur . . . Eg vil ekki eignast börn, bætti hún á- kveðin við. Eg rétti úr mér og leit á hana. — Hvers vegna ekki? spurði ég forviða. — Börn eru aldrei sérlega ham- ingjusöm, er það? — Eg var hamingjusöm, þegar ég var barn. — Þá hefur þú verið ein af fá- um gæfusömum. Hún starði í átt til fjallanna, svo sagði hún lágt: — Eg get ékki afhorið þá tilhugs- un að eignast baw og deyja svo frá því. Móðurlaus börn eru svo afskaplega einmana. Eg bjóst við, að hún hugsaði um bernsku sína. — En hví skyldir þú deyja? Ilún leit á mig. — Fólk deyr svo oft . . maður getur aldrei verið viss. Skyndilega færðist ótti yfir andlit hennar. — Sumir deyja, þótt þcir séu ekki veikir. Hún reis á fætur, og ég skildi, að hún vildi ekki tala meira um þetta. — Eg vildi óska, að þú hefðir bíl og gætir komið og heimsótt okkur, sagði hún. Það leið mánuður, áður en ég sá Elisabethu aftur. Eg hugsaði um hana, spurði eftir henni og komst að raun um, að hún var ekki sterkbyggð, hún fékk oft slæm köst f magann. Dagarnir liðu þægilega, Næstum hvern dag vorum við í kokkteilboðum, og ég blómstraði upp við hlýju gull- hamra Guys. Hann keypti stóran Chevrolet, hinn myndarlegasta bíl. Hann hvatti mig til að læra að aka, og eftir nokkurn tíma var hann orð- inn sæmilega ánægður með mig. Og svo datt mér það í hug einn sunnudagsmorgun. — Getum við ekki ekið út eftir og heilsað upp á Elisabeth? Guy lagði frá sér bókina. — Hvaða Elisabeth? Eg' starði á hann. —- En þú hlýtur að hafa heyrt um hana? Kunningjar okkar töluðu oft um hana. — Aldrei heyrt hennar getið. Eg minnti hann á, að ungfrú Abby hefði beðið, mig að heim- sækja hana, að ég hefði hitt hana hjá landstjóranum og að hún hefði komið hingað og drukkið te. Hann hrukkaði enn skilnings- sljór ennið, og mér gramdist. — Eg hef víst sagt þér frá hcnni, Guy. Þú hefur áreiðanlega ekki gleymt því. Svo brosti hann. — Ó, já, ég hef heyrt um hana, mestu léttúðardrós staðarins, kemst upp á milli hjóna og hvað eina. Eg var reglulega reið. — Það er alls ekki satt! Skelfilegt slúður- bæli er þetta! Guy leit ertnislega og fyrirlit- lega á mig í senn. — Hún er bara •mjög ung, mjög lagleg og mjög elskuleg, bætti ég við. Guy blístraði. — Það er naum- ast ,að þú tekur hana undir þinn verndarvæng. Eg held, að ég verði að kynnast þessu undri. Og allt í einu óskaði ég, að ég hefði ekki stungið upp á þessu. Mér íannst sem eitthvað illt væri í aðsigi. — Það er kannski fulllangt, og vegurinn er slæmur, sagði ég. — Enga vitleysu, það er ákveð- ið, að við leggjum af stað eftir hádegisverðinn. Eg skrepp niður í bæ, en ég kem fljótt aftur. Eg horfði á eftir honum og hugsaði með mér, að kannski myndi hann gleyma þessu. Kannski myndi hann byrja að rigna. Kannski . . En svo fór ekki, og klukkan tvö ókum við af stað. 4. KAFLl Við sáum veginn framundan okkur, þar sem hann hlykkjaðist eins og rauður þráður um slétt- urnar. Guy ók varlega, því að veg- urinn var víða holóttur og ójafn. Stundum varð hann að skipta nið- ur, þegar við ókum yfir ár og læki, sums staðar var snarbratt, og Guy lét þau orð falla, að veg- urinn hlyti að vera alveg ófær, meðan á regntímanum stóð. Við ókum í gegnum svertingja- þorp, og nokkur börn hlupu með- fram veginum og hrópuðu til okk- ar. Eg veifaði til þeirra og þau veifuðu hrifin á móti. Eg sat og hugsaði um allt og ekk ert, þegar Guy stöðvaði bílinn svo skyndilega, að ég þeyttist fram á við. Hann bakkaði þangað til við komum að skilti, sem mjög lítið bar á. Það var með naumindum hægt að greina áletrunina: AMANZIMANINGI. G. ALDEN — Hérna? spurði Guy, og ég kinkaði kolli og við beygðum inn á örmjóan og holóttan veginn, þar sem grasið óx hátt milli hjól- faranna. Eg velti fyrir mér, hvort það væri tengdamóðir Elisabeth- ar og ekki maður hennar, sem var eigandi búgarðsins. — Er húsið hér nálægt held- urðu? spurði Guy. — Það held ég ekki, sagði ég. Það er meira en hálfa aðra mílu frá þjóðveginum. — 0, hamingjan hjálpi okkur. f>að var eins og eilífðartími, sem við ókum eftir holóttum vegin- um, og fjöllin komu nær og nær. 14 T f M I N N, fimmtudagur 17 jan. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.