Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 3
KRUSTJOFF Sfl GÆR NTB-Bcrlín, 17. janúar Krustjoff forsætisráðherra heimsótti í dag Berlínarmúr- inn í fyrsta sinn, en hann hef- ur ekki komið til Berlínar síð- an múrinn var reistur í ágúst 1961. Þingi kommúnistaflokks ins var sömuleiðis haldið á- fram í dag, og þar lýsti hver ræðumaðurinn á fætur öðrum yfir stuðningi sínum við stefnu Krustjoff en kínverski fulltrúinn sat þegjandi og hreifingarlaus á meðan. Forsætisráðlierrann heimsótti múrinn í fylgd með Poppe yfir- hershöfðingja austur-þýzka hers- ins, sem skýrði honum frá ýmsum atriðum í sambandi við hann og þá atburði, sem þarna hafa gerzt. Rótt i þann veginn, sem Krust- joff ætlaði að halda frá múrnum komu þrír áætlunarbílar' með er- lenda ferðamenn aðallega ítalska biaðamenn og bandaríska hermenn ieyíi. Krustjoff sneri aftur, og 'oöfust viðræður milli hans og fólksins. Hrópuðu ítalarnir: „Þetta er "instæður viðburður fyrix okk- ur að hitta yður Segnor Krust- joff“. Á þingfundunum var, eins og áð >ir segir, stefnu forsætisráðherr- ans fagnað af sérhverjum ræðu- manna í dag. Kínverjinn Wu Hsiu Chun sat þó þegjandi og klappaði ekki í eitt einasta sinn fyrir stuðn- ihgsyfirrýsingunum við stefnu sovézka foringjans og þeim til- mælum hans, að kínverskir komm únistaleiðtogar létu af ritdeilum sínum og blaðaskrifum. Afbrot í miöbænum BÓ-Reykjavík, 17. janúar, ÞAÐ VAKTI nokkra furðu, þeg- ar til frél'tlst, aS gamalmenni var rotað með flösku og rænt fjármun- um sínum, að því er virðist í miðju Aðalstræti klukkan hálf ellefu að kvöldi. í nótt gerðist svo annar at- burður, hálfu undarlegri. Glerið í útidyrahurð bókaverzl- unar Sigfúsar Eymundssonar og AB, steinsnar frá lögreglustöð- inni, var molað mélinu smærra, farið þar inn í upplýsta búðina, niður í kjallarann, í skartgripa- verzlun Jóhannesar Norðfjörð og stolið þar úrum og skartgripum fyrir á annað hundrað þúsund króna eða hver veit hvað. — Að minnsta kosti var það nokkuð ó- Ijóst í dag. — Með þetta labbaði þjófurinn sömu leið til baka ó- hindraður. Hvar var götulögreglan, þegar innbrotið var framið í Austur- stræti og hvar var hún, þegar gam almennið var rotað í Aðalstræti? Hvað verður næst? Verður brot izt inn í lögreglustöðina og lög reglumenn barðir í stólunum? — Lögreglustéttin er að rnörgu leyt góð stétt og gegn og mikillar vel vildar makleg, en þetta er of mik ið og of þétt til að hægt sé þegja við því. T f M I N N, föstudagur 18. janúar 1963. — Fyrsti ræðumaður dagsirts var Gomulka foringi pólskra kommún- ista og einn helzti fylgismaður Krustjoff. Þá tók til máls full- trúi Tékka og hrósaði hann kænsku Krustjoff og'hárnákvæmri stefnu í Kúbu-deilunni. Franski kommúnistaleiðtoginn Rochet tók í ræðu sinni sterka afstöðu gegn Kínverjum, en ræddi síðan um aukna samvinnu Vestur-Þýzka- lands og Frakklands og kvað þessu sambandi vera beint gegn öllum friðelskandi þjóðum, einnig Frökk um og Þjóðverjum sjálfum. ★ í FYRRADAG hélt Krústjoff forsætisráðherra Sovétrfkjanna ræSu á flokksþingi austur-þýzka kommúnistaflokksins, sem nú fer fram í Austur-Berlín. Ræðu foringjans var ákaft fagnað, eíns og sjá má á þessari mynd. (UPI), urvílle að við- ræðum verði þegar hætt NTB-Brussel, 17. janúar. Ráðherranefnd Efnahags- bandalags Evrópu kom saman fil fundar í dag að ósk franska ufanríkisráðherrans Couve de Murville, og lagði hann þar fram tillögu þess efnis, að við- ræðum yrði strax hætt um fulla aðild Breta að EBE. Síð- ar yrðu viðræður teknar upp að nýju, og Bretum aðeins boð in aukaaðild að bandalaginu. Ástandið mun aldrei hafa verið alvarlegra f Briissel þá 15 mánuði, -sem viðræðumar við Breta hafa staðið yfir, en þær eru nú. M.a. má geta þess, að nú verða bæði Noregur og Danmörk að endur- skoffa afstöðu sína í sambandi við umsóknir sínar um aðild aff EBE, en bæðj löndin hafa hvat eftir annað sagt, að færu viðræðurnar viff Breta út um þúfur, yrffu þau að endurskoða afstöðu sína frá rótum. Stórbruni í Fnjóskadal Framhald aí bls l. hafa búið alllengi á Melum og reistu þar bú á eyffibýli. íbúff'- arhúsið var einlyft og ekki stórt. Húsið og innbúiff voru lágt vátryggff og gripir óvá- tryggfflr, og hefur bóndinn því orffiff fyrir miklu tjóni. Fólk iff á Melum dvelst nú á Víffi- völlum. Eldsupptök eru ekki upplýst, cn grunur lcikur á, aff neisti hafi leynzt í göngum, cftir að þar hafffi fyrr um daginn ver- iff þítt í vatnsleiffslu meff gas- lampa. Rafmagn var ekki á Melum. Murville kom til Briissei í dag, og var fundur Ráðherranefndarinn ar boðaður að ósk hans, en um leið drógust á langinn hinar venju legu viðræður Breta og fulltrúa EBE. Fundurinn stóð frarn til kl. 19 í dag eftir þarlendum tíma, en þá tó'ku fundarmenn sér hvíld um sinn. Murville hringdi til Parísar til þess að skýra frá gangi mál- anna og fá nýjar fyrirskipanir, en á meðan ræddi Schröder utan- ríkisráðherra V.-Þýzkalands við Heatlh aðstoðarutamlikisráðiherra Breta. Fundur ráðherranefndar- innar átti að hefjast aftur síðar í kvöld, og var jafnvel búizt við því, að hann myndj standa til morguns. Utanríkismálanefnd v.Jþýzka þingsins samþykkti í dag yfirlýs- ingu, þar sem stjómin er hvött til þess að gera það, sem í henn- ar valdi stendur til þess að auð- velda Bretum inngöngu í EBE. Paul Henri Spaak utanríkisráð- herra Belgíu sagði í dag, að við- ræðurnar í Briissel væru nú aðal- lega orðnar stjórnmálalegs eðlis en ekki tæknilegs. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út í Wasihington eftir fundi þeirra Kennedys og Fanfani forsætisráðherra ftalíu, segir Fan- fani, að ítalir haldi áfram að styðja inngöngu Breta í EBE, eft- ir yfirlýsingar de Gaulles á mánu daginn. Nýtt hlutaskiptamál fyrir Félagsdómi KB—Reykjavík, 17. jan. Félagsdómur hefur haff ær- inn starfa að undanförnu. Á morgun er búizt við, að Sand- gerðismálið verði afgreitt og þær hliðstæður þess, sem fyr- ir dóminum liggja, en nýlega hefur verið vísað til dómsins fjórða málinu, sem hann mun f jalla um á þessu ári. Er þar ] um að ræða deilu um hluta- skipti milli skipshafnar í Ólafs vík og útgerðarmanns skips- ins. Þetta Ólafsvíkurmál er að því leyti ólíkt hinum málunum, að það hefur takmarkað almennt gildi. og er bundið við eina skips höfn. Málið er þannig vaxið, að á skipinu voru tólf menn, en sam kvæmt skráðri stærð þess, þegar ráðning fór fram, skyldi hlut skipt í aðeins ellefu staði. Hins vegar var stærð skipsins skráð upp í vertfðarlok, en áður en uppgjör fór fram, og komst skipið þá í þann flokk skipa, þar sem heim ilt var að skipta í tólf staði. Vill útgerðin greiða aflahlut í sam- ræmi við þá skráningu, þ.e. í tólf staði, en skipverjar telja ekki heimilt að skipta nema í ellefu staði. þar eð ákvæði væru um þann hlutafjölda á skipum af þeirri stærð, sem urnrætt skip var lalið til, þegar ráðning skip- verja fór fram. Stendur deilan því um fjölda hluta við uppgjör eftir vertíðina. Tíminn átti í gær tal við Há- kon Guðmundsson, hæstaréttar- rttara um störf Félagsdóms. Kvaðst hann vona, að dómur félli í Sandgerðismálinu nú í þessari viku, líklegast á föstudag, og myndi dómurinn þá fljótlega snúa sér að at'hugun á Ólafsfjarðarmál- inu. Spurningum blaðsins um starf semi dómsins undanfarna mánuði, svaraði hann á þá leið, að annir hefðu mátt teljast í meira lagi, mörg stórmál hefðu legið fyrir í sumar og haust og sum krafizt skjótrar afgreiðslu. Taldi hann að dómurinn hefði komið saman síð- astliðið ár vikulega til jafnaðar. Annars kvað hæstaréttarritari ára mun vera talsverðan á annríki Félagsdóms, sum árin kæmu fá mál til kasta hans, önnur kannski eitt é mánuði, og stundum væru þau enn fleiri. Annars væri það ekki fyrst og fremst málafjöldinn, sem réði önnum dómsins, heldur trekar hitt, hve umfangsmikil og tímafrek málin væru. I i I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.