Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 16
 Föstudagur 18. janúar 1963 14. tbl. 47. árg. Líkamsárás enn § Austurbænum BÓ-Reykjavík, 17. janúar. á planinu neðan við Þrótt hjá DÓLGURINN, sem ræðst á Rauðarárstíg. Þar réðist hann konur í Austurbænum, hefur á 14 ára telpu, sem var á leið enn einu sinni látið til sín til vinnu sinnar, þreif til henn- taka, klukkan 8 í gærmorgun Framhald á 15. síðu Úvenjulegar veðurstillur undir Eyjafjöllum LOGADIA KERTUM ÚTÍ I TVO SÚLARHRINGA GB-Reykjavik, 16. janúar. ÓLÍKU er saman aS jafna, tíðar- farinu hér norSur á hjara veraldar og sunnar í álfunni, og er engu lík- ara en það sé yfirleitt að snúast við. Einn ágætur Rangæingur sagði við mig í símann í gær, að þótt liðið væri nokkuð fram yfir jól, mætti víst geta þess og til tíðinda teljast, að á bæ einum undir Eyjafjöllum hefði logað á kerfum bæði inni og úti um jólin. Mér þótti maðurinn segja frétt- ir, því að ég hafði lengi verið þeirrar skoðunar, að undir Eyja- fjöllum gerðist tíðum veðrasam- ara en á öðrum slóðum, hafði raunar heyrt, að þar stæði oft slíkur strengur meðfram fjöllun- um, að ekki mætti stætt heita. Eg hringdi á bæ þann, sem hér um ræðif, Moldnúp undir Vestur- Eyjafjöllum og talaði við bónd- ann. Einar Jónsson. Ekki kvað hann logn og fagurt veður óal- gengt þar í sveit, en vissulega hvessti þar oft svo um munaði. En hann sagðist varla muna aðra eins stillur og langvarandi og nú síð- an á jólaföstu, á sama tíma og þjóðir allt til suðurlanda hefðu átt við veðurham og harðindi að stríða. Einar kvað heimafólk sitt hafa gert sér það til gaman og há- tíðabrigða að kveikja á kertum og stilla þeim út út á staur. Þetta hafi blessast óslitið í tvær nætur, ekki blakti hár á höfði og logaði á kertunum. Mér hafði verið sagt, að Einar ætti einn hinna sárfáu báta þar eystra og stundaði róðra, þegar (Framhald á 15. síðu). r r Fluqvél með vara hlut upp í öræfi MB-Reykjavík, 17. janúar. FLUGVÉL frá Birni Pálssyni var flogið inn yfir öræfl síðasfliðinn sunnudag með varahluti í bifreið, sem var þar biluð. Voru tvær bif- reiðar á leið upp í Jökulheima, þeg- ar önnur þeirra bilaðl og voru ráö- stafanir gerðar gegnum talstöð til þess að fá varahluti austur á þenn- an hátt. Á laugardagsmorguninn lögðu nokkrir menn upp héðan úr Reykjavík á tveimur bifreiðum, rússneskrj jappabifreið', sem Andrés Haraldsson ók, og Dodge Weapon bifreið, sem Hermann Kjartansson ók. Var ferðinni heit ið í Jökulheima, en þangað er ó- venjulegt að fara á slíkum bílum á þessum árstíma, ef ekki eins- dæmi. Gekk ferðin vel til að byrja með og var færi gott, Tungná var á ísi og snjór ekki mjög mikill, nema í ‘ lautum. Er þeir félagar voru komnir í nand við Karl og Kerl- ingu um fimmleytið á laugardag- inn biluðu „Head“ og „Headpakkn ing“ jeppabifreiðarinnar. Kall- aði Hermann í talstöð sína bað um aðstoð. Þeir félagar höfðust síðan við í bifreið Hermanns um nóttina, en um níuleytið á sunnudagsmorg un kom flugvél frá Birni Pálssyni austur með nýja hluti, sem mál- hreinsunarmenn nefna strokklok og strokkloksþétti. Var viðgerð Framhald á 15. síðu. NVARS- LAMBIÐ * NÝÁRSLAMBID fæddisf 3. þessa mánaðar upr-. i Selást, og er eign Björgvins ÁgúsfsSonar, Skúlagötu 62. Þetta er óvenju- legur tíml að koma í heimlnn, að mlnnsta kosti af lambl að vera, og vonandi að það verði gæfugripur. Þyrla áöi á BÓ-Reykjavík, 17. jan. RAGNAR GUÐMUNDSSON, bóndi á Hrafnabjörgum í Arnarfirði, var sóttur þangað í þyrlu af Keflavík- urflugvelli í dag og fluttur til Hell- issands. Þyrlan hafðj viðkomu á Reykja- víicurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun og tók son Ragnars, sem fór með henni vestur. Þyrlan lenti að Hrafnabjörgum kl. 13,53 og fór þaðan með Ragnar klukkan rúmlega 2. Önnur vél fylgdi þyrl- unni báðar leiðir. Þær fengu mót- vind að vestan, mældir 30 hnútar við Þingeyri, og komu til Hellis- sands í ljósaskiptunum. Þar varð þyrlan að setjast til að taka benzín og verður þar til morguns, þar sem ekki þótti gerlegt að fljúga henni með Ragnar til Reykjavíkur i kvöld. Hin vélin hélt áfram til Reykjavíkur. Ragnar er lamaður af blæðingu. Hann var meðvitundarlaus þegar hann var tekinn í þyrluna, en fékk rænu á leiðinni. Herlæknir er raeð í þessari för. 5 MANNA LEITAD A DRATTARVEL MB-Reykjavík, 17. janúar. FIMM UNGIR menn lögðu upp i tveimur jeppum, frá Reykholti á NÚ Á AÐ KUPPA TRÉN BÓ-Reykjavík, 17. janúar. — KLIPPING á trjám og runn. um er heppilegust um dvalatím- ann, frá og með desember fil marzloka. Eftir það er of seint að klippa marga runna og trjá- tegundir. Þetta' sögðu okkur garðyrkju menn, þeir Finnur Árnason og Björn Kristófersson, og báðu því skilað til garðeigenda. - Heppilegasti tíminn til klipp- inga er einmitt nú, en fólk veit það yfirleitt ekki og biður helzt um klippingar á vorin, þegar það er um seinan, sögðu þeir Finnur og Björn. - Nú er áburðartími garð- anna; húsdýraáburð á að bera á um þetta leyti, sögðu þeir ennfremur. Við spurðum þá um skarnann og þeir sögðu hann væri viðbjóður. — 111 skárra að bera hann á um þetta leyti, samt. Fýlan verður megn ari þegar veður hlýnar. Hvað við víkur klippingun sögðu þeir líka, að garðprnii þyrftu að *vera snjólitlir til ar þeir gætu farið með klippurna.* í botn á runnunum. Einnig þess vegna er nú réttj tíminn — Grisjun er mikilsverð, sögðu þeir, að fjarlægja greinar, sem nuddast saman og fjarlægja allt dautt. Trén standa víða of þét-t í görðunum og þar víða meiri ástæða til að fjarlægja annað hvort tré en klippa grein ar af öllum. Sýkingarhætta af sveppum er minni, ef trcn eru vel grisjuð, því sveppir þrífast •nest í skugga og raka. Þeir Björn og Finnur vinna aman að garðyrkju Björn er ormaður Félags garðyrkju -tianna, sem telur 26 fullgilda rneðlimi. flesta hér i Reykja- vík og á Suðvesturlandi og nokkra á Akureyri. sunnudagsmorguninn og ætluðu að Hagavatni. Gerðu þeir ráð fyrir að koma aftur til byggða á mánudags- kvöld. Það kvöld leið og allur þriðju dagurinn, án þess að til þeirra spyrðist og var þá lagf upp á belt. isdráttarvél frá Reykholti til þess sð svipast um eftir þeim Þeir félagar hrepptu þunga færð og komust stutt fyrsta daginn Á mánudaginn komust þeir í Þór ólfsfell, en ei þangað var komið, skall á blindbylur og létu þeir fé- lagar fyrirberast þar um nóttina. Morguninn eftir var bylnum slot- að og þótt stutt væri eftir til Haga- »atns. lögðu þeir ekki í að halda iengra, en sneru við til byggða, enda var tærð orðin hálfu verri eftir bylinn. Voru þeir nú tvo daga að ferðast þann kafla, sem þeir höfðu farið á mánudaginn. Er þeir voru að búa um sig til næturdvalar i gærkvöldi, bar að menn á beltisdráttavél. sem sendir höfðu verið frá byggð, til að svip- ast um eftir þeim. Héldu þeir þá ferð sinni áfram og komu til hyggða í nótt. Ekki væsli um þá félaga í ferð inni, þeir höfðu nægar vistir með ferðis, og á kvöldin bjuggu þeir um sig í snjóhúsum og var hlýtt og notalegt í þeim. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í Gullbringu- og Kjósasýslu efna til þorrablófs I Glað- heimum, Vogum, laugardag inn 26. janúar 1963. Hefst kl 20. Úrvals þorramatur á bor8 um. — Ómar Ragnarssort skemmtir. — Aðgöngumiðai seldir á eftirtöldum stöðunr Sigfús Kristjánsson, Kefla vík, sími 1869. Guðmundur Þorláksson, Hafnarfirði, síml 50356. Grímur Runólfs son, Kópavogi, síml 23576 og Guðlaugur Aðalsteinsson, Vog um, síml 10B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.