Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 14
„Hún þekkir sjálísagt marga
Bruslera“, sagði Marga.
„Já,“ sagði hann, „og mig líka“.
„Það liggur sem sagt þannig í
því,“ sagði hún. „Hittirðu hana
oft?“
„Eins oft og ég get,“ svaraði
hann.
„í Frankfurt?"
Hann kinkaði kolli.
„Á hún ekki heima í einhverju
úthverfinu?“
„Nei,“ sagði hann. „Hún býr í
miðborginni núna á mjög vistleg-
um stað. Hún er mjög vel þekkt.“
„En það vita það ekki eins marg
ir, að þú . . . ?“
Hann yppti öxlum.
„Hvað ertu þá hræddur við?‘‘
spurði hún.
„Heldurðu, að hún sé lausmál?“
„Það efast ég um,“ sagði hann.
„Hún er of greind til þess. Eg hef
tekið eftir því upp á síðkastið.“
„Og ertu veikur fyrir því?“
„Ekki fyrst og íremst.“
Þau sátu þegjandi svolitla
stund, og Marga kveikti sér í síg-
arettu.
„Það er ekki skemmtilegt,"
sagði hún, „og ég skal ekki halda
yfir þér neina siðferðisprédikun.
Það er þitt að eiga við Aðalheiði.
Ef ég væri í hennar sporum mundi
ég ekki líta þetta mál eins alvar-
legum augum og samband þitt við
Alice forðum. Þú veizt, að ég hef
ekki mikið álit á karlmönnum,
mér finnst þeir heldur hlægilegir.
En einmitt þess vegna vildi ég
heldur Rosemarie af tvennu illu,
eins og ég sagði. Þar er að
minnsta kosti ekki samkeppninni
fyrir að fara. Annars skil ég ekki
almennilega, hvers vegna þú ert
svona niðurdreginn. Gerir hún þér
kannski eitthvað erfitt fyrir? Beit-
ir hún fjárkúgun?"
„Hún gerði það einu sinni og
fékk það, sem hún vildi. Þá gekk
ég út. Og hún hefur ekki reynt
það aftur síðan,. enda hefur hún
enga ástæðu til þess.“
„Það get ég vel hugsað mér.“
„Það er ekkert svoleiðis,“ sagði
hann.
„Svona út með það!“ sagði
Marga. „Láttu mig ekki þurfa að
toga upp úr þér hvert orð.“
„Samkeppni við Aðalheiði . . .“
sagði hann. „Ekki samkeppninni
fyrir að fara? Auðvitað ekki í
ákveðnum skilningi. En maður
lærir ýmislegt, bæði um sjálfan
sig og aðra, skal ég segja þér. Það
er ekki svo mikill grundvallar-
munur á manneðlinu, og konurn-
ar . . . “
„Svona“, sagði Marga, „vertu
ekki með neinar vífilengjur. Þú
ætlar þó ekki að fara að s'egja
mér, að þið teflið saman.“
„Mmmm“, tautaði hann. „Mað-
ur á ekki að tala um svona lagað.“
„Kannski ætti maður einmitt
að tala um svona lagað", sagði hún.
„Eg talaði heldur aldrei við bar-
óninn minn, en það var víst jafn-
óheppilegt fyrir bæði tvö. Við get-
um talað saman um þetta. Þú get-
ur talað við mig eiris og maður
við mann, drenguf minn. Eg er
ekki gift lengur, það veiztu.“
„Hvernig hefurðu það eiginlega
sjálf?“ spurði hann.
„Þakka þér fyrir hugulsemina,"
sagði hún glaðlega. „Eg fæ mitt
og kemst vel af.“
„Hvað segirðu?“ spurði hann
undrandi.
„Ekki peninga, fíflið þitt,“
sagði hún. „Frelsið er dýrt, —
maður verður einmana. En það er
nú einu sinni það frelsi, sem ég
kýs mér. Af kynnum mínum af
ykkur karlgiönnunum dreg ég þá
ályktun, að það sé ekki sérlega
eftirsóknarvert að leita hjá ykkur
hinnar miklu ástar.“
„Nei“, sagði hann. „ Eg vil held;
ur ekki láta loka mig inni í búri. j
Aðalheiður vill áreiðaniega gjarn-
an geta lokað mig þannig inni, en
það kæri ég mig ekki urn. Og nú
. . . nú sit ég í búrinu, en ekki hjá
Aðalheiði, heldur þessari stelpu.
Eg er eins og refur j gildru . . .“
„Þú talar þó ekki í alvöru?“
sagði hún.
„Jú, svo sannarlega,“ svaraði
hann. „Eg er fastur í gildrunni.
Það getur alltaf komið fyrir.“
„Það er alveg rétt“, sagði hún
háðslega, þó að henni fyndist eng-
in ás'tæða til ag grínast í hjarta
sínu. „Maður hefur lesið um það.“
Nú lagði hann spilin á borðið
og reyndi ekki að fela neitt fyrir |
henni, og það var ekki fyrr en |
hann fór að tala, sem hann skildi
óhamingju sína til hlítar.
„Hvað á ég að gera til að koma
þér úr þessari klípu?“ spurði hún
loks.
„Þú?“ sagði hann. „Ekki nokk-
urn skapaðan hlut. Og mig langar
ekki til að losna úr henni, — það
er nefnilega það versta. Hún er
ekki gildran, skilurðu. Það er ég
sjálfur, af því að ég vil ekki tosna
úr henni, og ekki bara það, held-
ur langar mig að festast enn bet-
ur.“
DYRASÍMINN hringdi hjá Rose:
marie. Það var daginn eftir. Marga
var búin að velta því fyrir sér í
sólarhring, hvað hún ætti að gera.
Bruster var hjá Rosemarie, en
tíminn hans var búinn hvort sem
var; hann var að klæða sig í
baðherberginu. „Vertu fljótur,
gamli!“ sagði Rosemarie.
Dyrasíminn hringdi aftur, —
tvær langar hringingar. Rose- j
marie fór fram í forstofuna og|
svaraði.
„Hartog“, svaraði rödd í sím-
ann. Rödd hans var öðruvísi en
vanalega, en það var ekki um
nema einn Hartog að ræða.
„Ert það þú?" hrópaði hún upp
yfir sig. „Hvers vegna hringdirðu
ekki?“
Ekkert svar.
Hún þrýsti á hnappinn og hljóp
aftur inn [ stofuna. Bruster vari
rétt búinn að klæða. sig og var
að koma út úr baðherberginu.
„Flýttu þér, og farðu fram í eld-
hús“, sagði hún, „og þegar allt er
orðið hljótt, ferðu hægt og ró-
lega út.“
Hún lokaði eldhúsdyrunum á
eftir honum, og þar stóð hann að
hurðarbaki, Alfons Brusler, og
beið eftir því, að næsti maður
kæmi inn og færi gegnum forstof-
una.
Rosemarie opnaði framdyrnar
og flýtti sér aftur inn i stofuna til
að laga svolítið til. Hún fann full-
an öskubakka og tómt glas, sem
hún flýtti sér að stinga inn í skáp.
Þá heyrði hún fótatakið í forstof-
unni. „Kom inn!“ sagði hún.
Marga birtist j dyrunum.
Rosemarie hrökk aftur á bak.
Andartak stóð hún agndofa. Svo
skauzt hún fram hjá Mörgu og
lokaði á eftir henni hurðinni. Hún
þekkti hana strax aftur.
„Gerðu nú bara ekki neina vit-
leysu . . . “ En hvað var vitleysa
og hvað ekki? Kannski var það
ekkert nema tóm vitleysa að vera
að fara hingað eftir allt saman.
Hún var búin að vclta því fyrir
sér þúsund sinnum, og komst loks
að þeirri niðurstöðu, að það væri
það réttasta, sem hún gæti gert.
En nú þegar hún stóð í þessu her-
bergi andspænis þessari stúlku,
. . . hverju var hún þá eiginlega
líkust? ICannski hefði ég aldrei átt
að gera það, hugsaði hún.
Hún leit upp og sagði: „Eg er
systir Konrad Hartogs“.
Það vissi Rosemarie vel. „Hvaða
erindi átt þú hingað?“ spurði hún
tómlát og illileg á svipinn.
„Mig langaði að tala við þig“,
sagði Marga. Ætlaði ekki stúlkan
að bjóða henni sæti? Var ekki ein-
hver annar í íbúðinni? Hún
heyrði, að einhvers staðar var lok-
að hurð. „Erum við einar?“ spurði
hún.
8
Það var engu líkara en þau héngu
ógnandi yfir okkur, og Guy Sagði:
Eg vona, að við þurfum ekki að
fara yfir þau.
Líðan mín var vægast sagt
slæm. Það var ekki mín venjulega
bílveiki, sém ég varð í þetta sinn
ekkert vör við. Dr. Keet hafði út-
vegað mér góðar pillur, svo að ég
var ekki nærri eins þjökuð af
henni og áður. Eg vissi ekki, hvers
vegna mér leið svona illa — en
ég þráði innilega að snúa bílnum
við og aka heim aftur. Eg iðraðist
mjög eftir að hafa stungið upp
á því að heimsækja Elisabethu,
en ég þorði ekki að segja það við
Guy.
Og við ókum þegjandi áfram.
Loksins — þegar fjöllin virtust
svo nálægt, að maður gæti rétt út
höndina til að snerta á þeim,
beygði vegurinn og lá meðfram
á. Vegurinn lá yfir ána á mörgum
stöðum og Guy sagði, að hann
vildi ógjarnan aka þessa leið, þeg-
'ar regntíminn stæði sem hæst.
Og svo sáum við húsið. Það va:
ferstrent með rauðu þaki. Að húsa
baki voru margir smákofar og hjá
þeim há gúmmítré, eins og skjól
gegn veðri og vindum. Að baki
trjánna gnæfðu fjöllin við himin.
Þegar við komum og námum
staðar fyrir framan húsið, kom
hávaxinn maður út á veröndina og
skyggði hönd fyrir auga á móti
sterku sólskininu. \
— Hver er þetta? tautaði Guy.
— Eigiumaður Elisabethar, Syl-
vester Alden.
Áður en Guy fékk ráðrúm til að
segja fleira, var Sylvester kom-
inn til okkar. Hann brosti glað-
lega við mér.
— En hvað það var gaman að
sjá þig. Eg veit, að Elisabeth verð
ur mjög glöð, hún var einmitt að
tala um það í morgun, að hún
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
vonaði, að þú kæmir fljótlega.
Eg kynnti Guy fyrir honum og
sá mér til undrunar eftir að hafa
horft á þá, að svo virtist sem
mönnunum tveimur litist vel hvor
um á annan, þótt þeir væru að
öllu leyti ólíkir.
— En gangið nú í bæinn, sagði
Sylvester. — Elisabeth liggur út
af og er að lesa.
Þegar ég steig út úr bílnum,
heyrði ég nig mikinn og ég leit
spyrjandi á Sylvester. Hann benti
mér f áttina að háurn fossi, sem
steyptist niður hamravegginn.
— En hvað þetta er fallegt.
Sylvester brosti. — Margir foss-
ar — þag er merking nafnsins j
Amanzimaningi. Tónlist — eilíft
samræmi, bætti hann lágt við.
Guy sagði: — En er ekki ákaf-
lega rakasamt hér og blautt?
Sylvester brosti eilítig ásak-
andi. — Jú, raunar.
Svo gekk hann á undan okkurj
upp á veröndina og inn í dagstof-
una. Það fyrsta, sem ég tók eftir,
var gríðarstór arinn. Gólfið vai'
glansandi og hin fáu teppi á gólf-
inu virtust úr mjög vönduðu og
dýru efni. Á gulum veggjum
héngu snotur olíumálverk og af
minni venjulegu forvitni fór ég
að skoða þau betur
Þau voru mjög ólík, en hvert
hafði sína töfra. Litirnir svo
hreinir, að ég varð mjög hrifin
af þeim.
— Finnst þér þau falleg? sagði
Sylvester með ákefð.
— Þau eru reglulega falleg,
sagði ég.
— Elisabeth hefur málað þau,
sagði hann stoltur.
— Elisabeth? Eg var undrandi.
— Þau eru mjög góð.
— Já, óg veit það. Eg vildi
óska, að hún vildi gera meira að
því að mála, en hún er svo ótta-
lega löt. Hann andvarpaði. — En
fáið ykkur sæti, ég ætla að biðja
„boyinn“ að segja Elisabethu frá
komu ykkar.
Þegar við vorum ein orðin, lyfti
Guy spyrjandi brúnum.
Eg benti honum að segja ekk-
crt, og einmitt þá kom EliSabeth
í dyrnar og brosti til okkar og
nuddaði augun. Hún var sýnilega
nýlega staðin upp úr rúminu.
Hvíti kjóllinn var krypplaður,
hárið féll óstýrilátt ofan á ennið,
og það var rautt merki á öðrum
vanganum, þar sem hún hafði
stutt hönd undir kinn.
— Eg heyrið bílinn koma,
Frances, sagði hún. — Mikið var
gaman að sjá ykkur. Svo að þetta
er eigininaðurinn?1
Eg eldroðnaði, þegar ég heyrði,
hvað hún lagði mikla áherzlu á
þetta orð.
Guy hafði risið á fætur. Hann
bara starði — starði og starði.
Eg fékk ákafan hjartslátt. Var
það svona, sem ég hafði s'aðið í
kokkteilboðinu og horft .
Elisabeth 1 ■ við honum -
En hvað það var gaiv að þcr
'Skylðúð koma. Setjizt/ Guy, hélt
hún áfram. — Eg verð að fara og
gTeiða mér, áður en Gertrude sér
mig svona.
— Gertrude? sagði Guy eins og
i hann hefði ekki hugmynd uim
hvað hann var að segja.
— Tengdamóðir mín. Elisabeth
gekk léttstfg til dyra.
— Hún hefur kannski lagt sig?
spurði ég hraðmælt, til að þögn
Guys yrði ekki svona áberandi.
— Lagt sig? Elisabeth hristi
gullið hárið. — Gertrude leggur
sig aldrei. Eg veit ekki, hvort
hún þarf yfirleitt nokkurn tíma til
að sofa. Hún er að sýsla við ein-
hverja reikninga inni á skrifstof-
unni, hún gerir það alltaf eftir
hádegi á sunnudögum. Eg verð
’ ekki lengi.
' Við sátum kyrr og þögul. Eg
( velti fyrir mér, hvað ég gæti sagt,
einhver gamanyrði, en ég sagði
ekkert. Við bara sátum og biðum,
þar til dyrnar opnuðust aftur.
Lítil, grönn kona með hvítt hár
j stóð og brosti til okkar, svo kom
j hún inn, og háir hælarnir smullu
; á gólfinu.
— Gleður mig að sjá yður,
frú Blandford. Eða kannski ég
megi kalla þig Frances, þar eð þú
varst víst í skóla með Elisabeth9
Eg tók í litla, þykka hönd hem
| ar, sem skartaði mörgum hringum
i og horfði inn j Ijósblá augu, sem
\ voru svo hrein og vinaleg. i’s ég
vissi um leið, að vesalings ongfrú
j Abby hafði aðeins verið öfund-
I sjúk. Þessi litla, hlýja kona gæti
áreiðanlega aldrei gert neitt, sem
Elisabethu væri til ills.
Gertrude settist í háan, útsaum-
aðan stól og lagði fæturna upp á
lítil skemil, spennti greipar, svo
að það glitraði á hringana, og var
j drottningu líkust.
j Sylvester kom inn með þungan
! silfurbakka, móðir hans sagði hon-
jum að setja hann á borðið hjá sér.
I — Hvar er Elisabeth?
j — Hún er að koma. Misheyrðist
j mér, að það væri einhver kynleg-
I ur undirtónn í rödd hans.
i Móðir hans brosti. — Henni
l þykir vænt um heimsókn gamalla
j vina. Hún sneri sér að mér. —
i Sykur? Mjólk? Svo beindi hún
j tali sínu á ný til Sylvesters. —
j Settu bollana fyrir okkur, góði,
j og mjólk og sykur . . Hún gaf
; honum skipanir, eins og hún væri
að ala upp lítinn dreng..
j En Sylvester var lika að mörgu
j leyti eins og lítill drengur. Það
var eitthvað unglegt og drengja-
' legt í fasi hans.
Elisabeth kom inn aftur. Hárið
j var vel greitt og hún hafði 'klætt
sig í bláan silkikjól.
! Hún settist á púða við stól Ger-
trude, meðan Sylvester gekk vand-
ræðalega um með bollana og bauð
síðan sykur og mjólk og loks
kökur.
^ Eg velti bvj fyrir mér, r.í hverju
hún byðist ekki til af? hjálpa hon-
um. Sá hún ekki. h-'crsu feiminn
hann var? Og þá uppgötvaði ég
svipinr. á a'ndlii: hennar, er hún
14
T í M I N N, föstijdnjrtic >?,. jamiar 1963. —