Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 9
LJÖÐAFÖGIWÐUR Tuttugu erlend kvæði og einu betur. Þýtt og stælt hefur Jón Helgason Heimskringla, Reykjavík 1962 Ef örlögin 'ætla manni það hlut- skipti að birta umsögn um bók eins og þýðingakver Jóns Helgasonar, er að vísu ýmissa kosta völ. Ein- faldastur er kannski sá að að lýsa aðdáun sinni á bókinni nokkrum orðum og hvetja kæra lesendur sina að skunda nú af stað að verða sér úti um bókina eigi þeir hana ckki fyrir; metnaðarfyllra væri að vísu að viða að sér frumkvæðun- um og gera skipulegan samanburð við þýðingarnar, reyna að lýsa vinnubrögðum þýðarans og hnippa í ihann þar sem tilefni kynni að gefast. Ekki hæfir sá kostur vesa- ling mínum; mér eru að sinni ekki nema fá kvæðanna tiltæk til samanburðar, og finnst hann raun ar ekki aðkallandf: handbragð Jóns Helgasonar á þessu verki er slíkt að maður nýtur kvæðanna velflestra sem frumkveðinna á ís- lenzku áður en vangaveltur um frumtexta og trúleik þýðinganna koma til skjalanna. Þessu veldur að bókin hcfur furðulega samfelld an og heillegan stílsvip þótt víða sé viðað til hennar; Jón Helgason þýðir hin sundurleitustu kvæði en hann mótar íslenzkan búning þeirra allra eigin svip sínum. Og þann veg birtist skyldleiki þýð- inganna við eigin ljóð Jóns, hin erlendu kvæði eru hér elduð upp í sama skáldlistarafli. Hitt er líka vert að taka fram að lauslegur sam anburður fárra kvæða úr bókinni við frumtexta bendir síður en svo til að hopað sé í þýðingunni; hún virðist einmitt persónuleg og full gild íslenzkur, kvæðanna, ekki ís- lenzk stæling eftir þeim. Sé þetta sagt vegna undirheitis bókarinnar. Það er auðvelt hlutskipti að lýsa fögnuði sínum yfir einstökum kvæ^um í þessari bók; ég nefni aðeins fá til. Hér er til dæmis kvæðið um köttinn Pangúr Ban sem trúlega hefur á sínum tíma orðið Jóni Helgasyni innblásturs- vaki ,,á afmæli kattarins". Hér er nú hið forna kvæði komið í ís- lenzkan búning með sömu einföldu málsnilld og ísmeygilegu kveðandi sem gerir kattarkvæði Jóns les- anda ógleymanlegt: Þegar mús úr fylgsni fer feginn dillar Pangúr sér, fagna ég þá fæ ég skýrt fólgið stef og kvæði dýrt. Og hér er kvæði Frans G. Bengts- sonar um (og eftir) Peire Vidal; þótt orðlist þess sé allt annars eðl- is er hún mér a. m. k. jafn heill- andi að sínu leyti: Nær drengir háðu dust og burt | ég drjúgum beysti margan furt : og rak úr söðli rekka, í roti smættist þeirra kurt. Hér er líka Grafletur Alkvins á hexametri, komið frá áttundu Öld og úr latínu; engu að síður er inntak þess mjög af sama toga og tveggja annarra þunglyndiskvæða aftar i bókinni, þeirra Paul Ver- laines og A. E. Housmans: Fölnar hið fegursta blóm og fellur! í hraustlegum vindum, þannig, ó hörund, fer þér, þrotin skal prýði þín senn. Miklu 'meira en þetta hafa hin ! yngrj skáld ekki fram að færa, þótt þau færi sína hugsun í allt j annan búning og skjóti ekki held- ur máli sínu til Drottins almátt- ugs eins og hinn aldni lærdóms- maður. — Annar skyldleiki skemmtilegur birtist á öðrum stað í bókinni þar sem tónameistarinn Bach yrkir guðrækilega út af töbakspípu sinni: Mér oft vill pípan hrjóta úr hendi, og hætt er við hún brotni þá, en svipaðs falls með sama endi ég sjálfur lafnan vænta má; við eigum þannig áþekk kjör: við erum bæði’ af leiri gjör. Og þykir mér trúlegt að ýmsir muni eftir Leirkarlsvísum Hall- gríms okkar Péturssonar þegar þeir lesa þessi stef; fróðlegt er líka að sjá hversu mismunandi er guðræknisútlegging þessara trúar- skálda beggja. Þessa upptalningu væri hægt að lengja lengi enn, en eigi ég að nefna þau kvæði sem mér þótti mestur fengur að í bókinnj verða fyrst fyrir íjögur kvæði Francois Villons. Eftir önnur skáld þýðir Jón aðeins stök kvæði, nema tvö eftir Marianne von Willemer; manni verður að óska þess að hann vildi sinna Villon enn betur. Skelf irig væri gaman að sjá Stóra testa- mentið allt á íslenzku með þessu handbragði. Villon er einn þeirra skálda sem virðast halda æsku- þrótti sínum óbliknuðum öld fram af öld, og er ómetanlegur fengur að fá þessi kvæði hans í svo sam- snjallri og innlifaðri túlkun sem Jóns Helgasonar. Ætti að nefna íslenzkt skáld til samanburðar líkamlegt, raunsæi lýsingarinnar magnar skopið undarlega lifandi óhugnaði. Þau strjálu dæmi sem hér hafa verið rakin veita að vísu litla hug mynd um orðlist Jóns Helgasonar í þessari þók, en þau mega vera vitni um fjölbreytni verksins og hefur þó fátt eitt verið nefnt. Enn mætti tala um unaðsleg smákvæði Marianne von Willemers; eða sonn ettu Philippe Desportes um íkar- os; eða kvæðishelming þann sem þýddur er eftir Bellman, úr 21. söng Fredmans. Af þeim vísum skyldi maður ætla að gaman væri að sjá Jón Helgason þýða meira eftir þann meistara. Á íslenzku mun fátt til af nýtilegum Bell- mans-þýðingum og of fáum ljóst að hann er einn af höfuðskáldum Norðurlanda en ekki bára gaman- samur söngvísnasmiður. Þannig er lengi hægt að óska sér nýrra verka; en slík iðja er trúlega fá- nýt, og nær að una sér við þann fögnuð sem stendur af Ijóðakver- inu eins og það er. Skáldskaparlist Jóns Helgasonar er vandlýst til nokkurrar hlítar, þar fer saman fágæt íþrótt í formi og lýtalaust, þrautræktað tungutak. Og það er einmitt þetta fágaða, ræktaða mál far sem mér virðist veita bókinni þann heillega stílsvip sem vikið var að í upphafi. Jón Helgason hampar aldrei máli sínu eins og sumum jöfrum tungunnar hættir til; hið þróttuga málfar er fullkom- lega samrunnið og eðlilegt ljóði hans. Hér skal að lokum tilfært eitt lítið dæmi, af fullkomnu JÓN HELGASON, prófessor, í Árnasafni. kæmi manni trúlega fyrst í hug Steinn Steinarr í sumum kvæðum sínum, en óneitanlega er miklu þróttugra tungutak hins foma skálds, nöturlegra raunsæið og skopið átakanlegra og áhrifasterk ara: Vér dökknum á hörund og skorpnum er sólin skín, vér skolumst af hryðjum, af moldiyki sezt á oss gróm, sjá, reytt hafa hrafnar og skjórar vor skegghár og brýn og skarað í augun, svo myrkholan gapir þar tóm. Þess ráðlag -er aumt sem í öðnim eins félagsskap lendir, en ákallið drottin, hann gefi hverjum vor til. Þessar hendingar eru úr Hanga- kvæði Villons, einu nafnkunnasta kvæði hans, og að vísu slitnar úr samhengi, enda aðeins tilfærðar sem dæmi um orðlist þessara kvæða. Hér er líka hið víðfræga Kvæði um konur liðinna alda, sem Jón Helgason íslenzkar í fyllsta skilningi orðsins og af mikilli íþrótt; enn fremur Maríubæn móð- ur hans þar sem innileiki og kerskni vega furðulega salt, og loks Raunatölur gamallar léttlæt- iskonu þar sem biturt, beinlínis handahófi, um aðferð hans; það er úr Hrafnakvæði skozku: In behint you auld fail dyke I wot thera lies á new-slain Knight; And naebody kens that he lies there, But his hawk his hound, and lady fair. Ye’ll sit on his white hause-bane, And I’ll pick out his bonny blue een, Wi’ae lock o’his gowden hair We’ll theek our nest when it grows bare. Þessi erindi þýðir Jón Helgason svo: Á nesinu hér fyrir norðan á ég nývegis riddara líkam sá; hans valur og hundur, hans væna frú, þau vita það ein hvar hann liggur nú. Á meðan þu höggur við bringubein ég ber mig að kroppa mér augastein, úr ljósgulu hárinu lokk ég sleit að laupur minn þéttist um börn mín heit. Framhald á 13. síðu Olafur Jónsson skrifar um bækur MINNING Hjálmar son frá Sumir menn, sem maður kynn- ist, verða manni sérstaklega minn isstæðir, svo að þótt þeir hafi lif- að langa ævi sem samtíðarmenn, þá gleymast þeir trauðla, og þeg- ar þeir hverfa burtu, þá verður eftir sár söknuður o.g tómleiki fyllir hugann. Norður í Deildardal í Skaga- firði lézt nú fyrir jólin 92 ara öldungur, Hjálmar Þorgilsson á Kambi, fremsta bæ í Deildar- dal. Þar féll til foldar sterkur og merkilegur kvistur, rammíslenzk ur, sem ég vil senda fáein kveðju orð, þótt segja megi, að urn sein an sé. 17. janúar hefði Hjálmar Þor- gilsson, bóndi frá Kambi, orðið 92 ára, hefði hann lifað, en hann andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga, Sauðárkróki 15. okt. s.l. og var jarðsettur 24. sama mánaðar að Hofi á Höfðaströnd. Hjálmar Þorgiknon var um margra hluti merkilegur maður og sérstæður persónuleiki. Því vil ég segja hér nokkur orð um þessa öldnu kempu. Hjálmar var fæddur á Kambi 17. janúar 1871 og voru foreldr- ar hans þau merkishjónin Stein- unn Árnadóttir og Þorgils Þórð- arson, er allan sinn aldur bjuggu á Kambi við mikla rausn. Stóðu að þeim hjónum merkar, skagfirzk ar bændaættir, er rúmsins vegna verða ekki raktar hér. Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt 3 systkinum, Páli, Þórönnu og HóLmfríði, og var elzt ur þeirra. Öll voru þau börn mannvænleg og lifa systurnar enn við háan aldur í fæðingar- sveit sinni, Deildardal. Þorgils Þórðarson á Kambi and aðist árig 1901, en þá tók Hjálm- ar við Kambsbúinu og bjó með móður sinni, Steinunni, til árs- ns 1904. En Hjálmar kvæntist 29. ins 1904. En Hjálmar kvæntist 29. ar Ásgrímssonar hreppstjóra á Sleitustöðum og konu hans, Þor- björgu Friðriksdóttur hreppstjóra Nielssonar á Miklabæ í Óslands- hlíð. ,Árið 1905 kaupa.þau hjón hið forna höfuðból Hof á Höfðaströnd ásamt fylgijörðum og hefja þar búskap. Þar var mikið verkefni fyrir ung og dugmikil hjón, því að jörðin var í mikilli niðurníðslu og allt í rústum. En Hjálmar var snemma framsýnn og framtaks- samur og hófu þau hjón að gjöra þar stóra hluti. Hús eru byggð, tún sléttuð og girðingar reistar. Á örfáum árum hófu þau hjón Hof aftur til vegs og virðingar. Meðan Hjálmar bjó á Hofi, var hann í hreppsnefnd og oddviti hénnar um skeið. Og á þessum árum hlaut hann heiðursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs X fyrir sínar miklu búnaðar framkvæmdir á Hofi. Árið 1909, 20. júní, varð Hjálm ar fyrir þeirri miklu sorg að missa sína ágætu konu, Guðrúnu, frá 3 ungum börnum. Varð þetta til þess ásamt öðru fleiru, að Hjálm- ar flytur aftur á föðurleifð sína, Kamb, árið 1913, ásamt Hólmíríði systur sinni, en með henni bjó Hjálmar fyrstu árin eftir fráfall konu sinni og reyndist Hólmfríð- ur börnum Hjálmars eins og hún væri móðir þeirra. Eins og áður getur, var Iljálm- ar áhugasamur um allar búnaðar framkvæmdir og tók opnum örm- um öllu því, er til bóta horfði í þeim efnum. Fyrstur manna í sinni sveit byggði hann votheys- tótt og fleiri nýjungar varð hann fyrstur til að framkvæma. Einn- ir gerði hann tilraunir með liey- þurrkun í húsum inni og náði í því efni nokkrum árangri. Hjálm ar var einnig talinn í fremslu rög skagfirzkra fjárræktarmanna og átti sérstaklega hraust og fallegt fé og seldi kynbótahrúta víða u-m S-kagafjörð. Árið 1947 sæmdi Búnaðarfélag íslands Hjálmar heiðursverðlaunum fyrir störf hans og áhuga fyrir velferð- armálum landbúnaðarins. Hjálmar átti heima á Kambi í tæp 84 ár. Dalnum sínum unni hann og þar búa ættingjar hans og niðjar. Deildardalur er einn af útdölum Skagafjarðar austan megin, en þeir eru nú flestir komn ir í eyði. En Deildardalur er enn í byggð og mun Hjálmar hafa átt sinn stóra hlut, að svo er. Hjálmar naut ekki skólamennt- unar, þegar frá eru taldar nokkr- ar vikur í barnaskóla undir ferm- ingu. En hann var mjög vel sjálf menntaður. Hafði góða rithönd og stílfær í bezta lagi og auk þess sér staklega mikill hugarreiknings- maður. Hann unni fornum fræðum og var fróður í sögu lands og þjóð ar. Hjálmar var framan af árum héraði kunnur fyrir hugdirfsku og harðfengi. Er Drangeyjarför hans og margt fleira talandi dæmi um hugrekki hans og karl-mennsku. Þá var skaphöfit Hjálmars sér- stæð. Hann var mikill málafylgju maður og stóð fast á því, er hann taldi réttast og fór sínar eig in götur. Hann var djarfmannleg ur í framgöngu en yfirlætislaus og hlýr í viðmóti. Myndin, sem fylg- ir þessum fáu línum, segir til*um svip hans og yfirbragð. En saga Hjálmars og atgervi segir til um manninn sjálfan. Eins og áður getur, áttu þau hjón Guðrún og Hjálmar 3 börn: Steinunni, er lézt árið 1942. Var ' hún gift Hjálmari Pálssyni, frænda sínum og áttu þau 7 börn. J Magnús, er býr vestur í A-meríku. t Kona hans Katrín Ólafsdóttir úr Rangárvöllum. Eiga þau sex börn. Og Harald, er á heima á Siglu- firði, ógiftur. Nú er Hjálmar horfinn og með honu-m mikill persónuleiki. Hann Framhald á 13. síðu. r í 11 N.-N, föstudagur 18. janúar 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.