Tíminn - 18.01.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Frarakvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og lndriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjón Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bartka
stræti 7 Simar: 18300—18305 - Auglýsingasimi: 19523 Af.
greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda b.f. —
Víðtækur borgar-
rekstur
Af hálfu SjálfstæSismanna hefur þvi verið mjög haldið
fram, að þeir vilji ekki hafa meiri opinberan rekstur
en ýtrasta þörf krefji. Þeir vilji hafa atvinnureksturinn
sem mest í höndum einstaklinga og fyrirtækja þeirra.
í ræðu þeirri, sem Björn Guðmundsson hélt í bæjar-
stjórninni, þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr-
ir 1963 var til umræðu, vék hann nokkuð að þeim víð-
tæka rekstri, sem Reykjavíkurborg nefur með höndum.
Bh'ni fórust m. a. þannig orð:
„Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1963 er sú hæsta i
sögunni', eða tekjur ky. 409 millj. 1962 voru þær áætlaðar
337 millj. og 1961 kr. 289 millj. Hefur áætlunin þannig
hækkað um 20% síðan í fyrra, en um 42% síðan 1961.
En fjárhagsáætlunin er ekki nerna góður helmingur af
rekstri borgarinnar og borgarstofnana. Margar borgar-
siofnanir hafa sérstakt bókhald og sérstaka fjárhagsáætl-
un, og eru þar ekki alltaf smátölur á blaði. Fyrir næsta
ár er áætlunin eins og hér greinir:
Borgarsjóður
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Hitaveita
Strætisvagnarnir
Áhaldahús Reykjavíkui’
Reykjavíkurhöfn
Grjótnám, malbik og pípugerð
Byggingarsjóður Reykjavíkur
Vatnsveitan
Húsatryggingar
Korpúlfsstaðir
Bæjarþvottahúsið
Stöðumælasjóður
Garðyrkjustöð í Rdykjahlíð
kr 409.068,000,00
— 136,070,000,00
— 51.700,000,00.
— 48,125,000,00
— 45,300,000,00
— 27,900.000,00
— 19,100,000,00
— 14.200,000,00
— 16.745,000,00
— 11.480,000,00
— 1.960,000,00
— 1,898,000,00
— 1.700,000,00
— 550.000,00
Samtals kr. 785,796,000,00
Björn sagði enn fremur:
„Annað verður ljóst, þegar við virðum fyrir okkur fjár-
hagsáætlun borgannnar og stofnana hennar. En það er
hve mikill bæjarrekstur heíur þróazt. Það er umhugs-
unarefni, að samkeppnismenn skuli hafa ráðið málefn-
um borgarinnar um áratugi. en reka pó borgina og marg-
ar stofnanir hennar eftir skipulagi, sem okkur er sagt,
a'ð sé í hávegum austan tjalds.
Þetta gengur svo langt, að auk þess að reka stórútgerð,
sem engin fjárhagsáætlun er samin t'vrir og þeirra stór-
fyrirtækja, sem getið var hér að framan. þá er borgin
að vasast í sveitabúskap á samyrkjubúi uppi á Korpúlfs-
stöðum, — og í blómarækt uppt i Reykjahlíð. — Að
ekki sé talað um þá mikiu framtakssemi. að nota fjár-
magn og aðstöðu borgarinnar tii að keppa við þvotta-
konur um að þvo óhreinan þvott!“
Þetta yfirlit Björns sýnir það vissulega. að forkólfar
Sjálfstæðisflokksins hafa ekki mikið á móti víðtækum
opinberum rekstri, ef þeir geta sjálfir stjórnað honum.
M.argt af þéssurn rekstri bæjarins eins og áhaldahúsið.
er til lítillar fyrirmvndar. Um þá kenningu Sjálfstæðis-
fioltksins annars vegar að torðast eigin opinberan rekst-
ur og hins vegar um hinn mikla hörgarrekstur beirra í
Reykjavík má vissulega segja, að það sé hægara að kenna
heilræðin en halda þau.
Andstaða deGaulle gegn Bretum
Vestrænt samstarf þarf ekki aö veikjast, þótt Bretar séu utan EBE
ÞAÐ hefur að vonum vakið
mikla athygli, að de Gaulle,
forseti Frakklands, skyldi nota
sama daginn og viðræður hóf-
ust að nýju eftir áramótin
miili samningamanna Bret-
lands og EBE til þess að lýsa
yfir því, að hann væri mót-
fallinn aðild Breta að EBE,
nema þeir gengju í það svo
að segja skilmálalaust. Yfirlýs-
ing de Gaulle virðist þýða það,
að Bretar muni ekki ganga í
EBE að sinni, nema þeir falli
frá þeim skilmálum, sem þeir
hafa hingað til sett fyrir inn-
göngunni.
Sennilega verður skorið úr
þessu á þeim samningafundum
Breta og EBE, sem haldnir
verða um mánaðamótin, en það
hefur virzt vera vilji beggja,
að reyna þá til þrautar.
IRÖK þau, sem de Gaulle
færði fyrir afstöðu sinni, voru
mjög ljós og glögg, eins og
vandi hans er. Hann sýndi
fram á, að Bretar ætíu tæpast
heima sögulega og menningar-
lega í þeirri ríkjasamsteypu
meginiadsþjóðanna í Vestur-
Evrópu, sem nú er að risa upp
og EBE er ætlað að verða upp
haf að. Menning meginlands-
þjóðanna væri talsvert frá-
brugðin menningu Breta.
sljórnarfarslega stæðu Bretar
að ýmsu leyti á öðrum grund-
velli, og samskipti þeirra við
■ þjóðir utan Evrópu hefði ver-
ið ialsvert öðruvísj háttað.
Bretar hefðu og ekki alltaf
haft heppileg afskipti af sam
búð meginjandsþjóðanna Þann
ig færði de Gaulle beint og ó
beint rök að því, að Bretar
ættu ekki heima sögulega,
menningar- og landfræðilega í
hinu nýja ríki. Ef þeim yrði
samt veiit innganga í það, yrði
það að vera Ijóst, að þeir, gerðu
það af fullum heilindum og
væru því ekki að setja nein
sérskilyrði og sérkosti. Þeir
yrðu að sýna það frá upphafi.
að þeir ætluðu að verða ein-
lægir þátttakendúr ; hinu
nýja ríki.
De Gaulle tók það skýrt
fram, að þótt Bretland fengi
ekki inngöngu í EBE af þeim
pólitísku ástæðum, sem hér
eru greindar, væri ekkert því
tii fyrirstöðu að gott efnahags-
legt samstarf gæti náðst milii
Brellands og EBE.
FRÁ SJÓNARMIÐI þeirra.
er Iíta raunsæft á málin, verð-
ur afstaða de Gaulle ekki talin
óeðlileg. Þeir talsmenn Breta.
sem ákafast hafa mælt með að-
ild þeirra að EBE, hafa ekki
sízt fært fram þau rök, að að-
ildin væri Bretum nauðsynleg
af pólitískum ástæðum Hún
væri nauðsynleg til að tryggja
áfram pólitísk áhrif Breta, m.a
á meginlandi Evrópu. Hitt hafa
margir færustu hagfræðingar.
ein-s og t.d Gaitskell, sýnt
fram á, að efnahagslega væri
Bretum það tvísýnn ávinning-
ur að gerast aðili að EBE.
Það er þessi túlkun Breta.
sem gert hefur de Gaulle og
fleiri tortryggna á það. að Bret
ar vildu af fullum heilindum
gerast aðilar að hinu nýja ríki
heldur væri það fyrst og
□e GAULLE
fremst leikur í hinu gamla,
pólitíska tafli þeirra, og reyna
meira og minna að deila og
drottna á meginlandi Evrópu.
ÞAÐ athyglisverða við ræðu
de Gaulle er ekki sízt það, að
hann stendur að sumu leyti
nær skoðunum þeirra Gait-
skells og Attlees en skoðun-
um Macmillans og félaga
hans Mótstaða Gailskells og
Attiees hefur ekki sízt byggzt
á því, að þeir hafa ekki yiljað
að Bretar gengju inn í póli-
tískt ríki meginlandsþjóðanna
Þeir hafa talið, að Bretar ættu
þar hvorkr heima stjórnarfars-
lega né menningarlega. Alveg
sérstaklega hefur Attlee bent
á, að lýðræðishugsjónin stæði
MAC MILLAN
völtum fótum á meginland-
inu, en traustum fótum í Bret-
landi. Þeir Gaitskell og Attlee
hafa lagt áherzlu á efnahags-
legt samstarf við meginlands-
þjóðirnar. óbundið ströngum
pólitískum skilyrðum eða
inngöngu t nýtt póli ískt ríki
Álit þeirra Gaitskells og Att-
:ees er það, að áhrif Breta í
heiminum þurfi‘ekki neitt að
minnka við það, þótt þeir
stæðu utan hiíis nýja Evrópu-
ríkis, heldur gætu þeir þá unn-
ið betur að því að efla brezka
samveldið og tryggja áhrif
Breta á þann hátt.
Á ÞESSU STIGI er vitan-
lega engu hægt að spá um það,
hver niðurstaðan verður í
þessum efnum. Vel má vera,
að Macmillan kjósi að láta
alveg undan eða að de Gaulle
slaki eitthvað til. Hið síðara er
þó ekki talið líklegt. Senni-
iegra er, að Macmillan láti
undan síga og beygi sig fyrir
skilyrðum de Gaulle.
Ýmsir láta þá skoðun í ljós,
að það kunni að verða áfall fyr
ir vestrænar þjóðir, ef Bretar
komast ekki inn í EBE. Mjög
vafasamt er þó, að það sé rétt
ályktað. Vel getur þetta snú-
izt þannig að það yrði alveg
eins til ávinnings. Hér er raun-
verulega um að ræða tvö mál,
sem vel getur verið heppilegt
að greina í sundur, eins og de
Gaulle gerir. Annað málið er
pólitískt samstarf eða samein-
ing rikjanna á meginlandi Vest
ur-Evrópu. Það er alls ekki ó-
sennilegt, að sú pólitíska sam-
eining eigi að einskorðast fyrst
og fremst við þau ríki, er nú
mynda EBE Hins vegar er svo
efnahagslegt samstarf og póli-
tískt samstarf innbyrðis milli
Átlantshafsríkjanna og sam-
starf þeirra út á við við önnur
ríki. Vel má vera, að aukinn
skriður kæmist á það mál, ef
ekki yrði úr aðild Breta í
EBE Hið breytta viðhorf, sem
þá skapaðist, myndi neyða hin
vestrænu ríki til þess að taka
öll þessi mál upp á breiðari
grundvelli og vinna að lausn
þeirra á þann hátt. Ef tii vill
gengi bettir að ná samkomulagi
um efnahagslegt samstarf ve.-u-
rænu ríkjanna efl.tr að það
hefur verið slitið meira úr
tengslum við þá póiit'sku cíkja
sameiningu, sem nú er u.nnjð
að á megjniandi Evrópu.
Þ.Þ.
kb gwissgigHc^áeatfsiwtmiw rw
T í M I N N, föstudagur 18. janúar 1963. —
/